Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA HANCOCK kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára WANTED kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára THE CHRONICLES OF NARNIA 2 kl. 5 B.i.12 ára / KRINGLUNNI DECEPTION kl. 3:30 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára MAMMA MÍA kl. 3:40 -5:40D - 8D - 10:20D LEYFÐ DIGITAL MAMMA MÍA kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ LÚXUS VIP KUNG FU PANDA m/íslensku tali kl. 3:40D - 6 LEYFÐ DIGITAL KUNG FU PANDA m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ DECEPTION kl. 8:10 - 10:30 B.i. 14 ára MEET DAVE kl. 6 B.i. 7 ára WANTED kl. 8D - 10:20 B.i. 16 ára DIGITAL KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 6D LEYFÐ DIGITAL CHRONICLES OF NARNIA kl. 5:15 B.i. 7 ára INDIANA JONES 4 kl. 8 B.i. 12 ára VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI eeee Yfirburða snilldarleg bresk- bandarísk gaman-, söng- og dansræma byggð á svellandi ABBA-lögum, frábærlega fjörug, fyndin, fjölskrúðug og kynþokkafull. - Ó.H.T, Rás 2 eee “Hressir leikarar, skemmtilegur fílingur og meiriháttar tónlist!” - T.V. - Kvikmyndir.is Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK eee - L.I.B, Topp5.is/FBL VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI STÓRLEIKARARNIR HUGH JACKMAN OG EWAN MCGREGOR FARA HAMFÖRUM Í BESTA BESTA ÞRILLER SUMARSINS. HINN hraðvirki James Patterson sendir frá sér hverja metsölubók- ina á fætur annarri og velur sér stund- um meðhöfunda, sennilega til að flýta fyrir sér. Með- höfundur hans í Step on a Crack er Michael Led- widge. Bókin hefst á síðustu kvöld- máltíð fyrrverandi forsetafrúar Bandaríkjanna. Hún deyr á svipleg- an hátt, hefur verið myrt án þess að upp komist. Í jarðarför hennar í St. Patricks- dómkirkjunni í New York tekur hópur manna viðstadda í gísl- ingu. Gíslarnir eru frægt og ríkt fólk sem hefur svo sannarlega ástæðu til að óttast um líf sitt, eins og kemur í ljós þegar líða fer á bókina. Lög- reglumaðurinn Michael Bennett fæst við lausn þessa erfiða máls. Áhyggjur eru að sliga hann því ást- kær eiginkona hans er að deyja úr krabbameini. Ekki nóg með það heldur eiga þau hjón tíu ættleidd börn á aldrinum 3 til 12 ára sem senn verða móðurlaus. Lögreglumaðurinn Michael Bennett reynist vera kar- akterlaus og furðuráðalaus og að- gerðalítill – en kannski er ekki hægt að gera miklar kröfur til manns sem er um það bil að verða ekkill og ein- stæður faðir tíu barna. Aðrar per- sónur bókarinnar eru svo jafn litlaus- ar og óspennandi og aðalpersónan. Spennuþáttur sögunnar virkar prýðilega í byrjun. Snemma er ljóst að óþokkarnir svífast einskis, mjög reynir á gíslanna og lögreglu- maðurinn stendur lengi vel ráðþrota andspænis hugvitsamlegri áætlun. Því miður glatast spennan þegar líða tekur á verkið. Yfirgengi-leg tilfinn- ingasemi tekur völdin og flæðir yfir síðurnar í lýsingum á fjölskyldu- harmleik lögreglumannsins. Höfundarnir missa tökin á verkinu vegna þess að þeir stefna svo til sam- tímis í tvær gjörólíkar áttir. Þeir hefðu betur gert upp við sig áður en lagt var af stað í hvaða átt skyldi halda. Í þessu verki kæfir tilfinningasullið spennuna. Sem er synd því byrjunin er góð. Tilfinningasull kæfir spennu Step on a Crack eftir James Patterson og Michael Ledwidge. 407 bls. Kilja. Headline gefur út. Kolbrún Bergþórsdóttir Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is RAIMUND Gregorius er kennari í svissneskum menntaskóla, öðrum fremri í sínu fagi, vinsæll og vel lið- inn sérfræðingur í „dauðum“ tungumálum, forngrísku og latínu og að auki sérfróður í fornaldarhebresku, þó að hann sé óneitanlega hálfmyglaður. Svo hefur hann helg- að sig fræðunum að hann hefur eiginlega gleymt að lifa lífinu, gleymt að upplifa hversdagslega hluti eins og fjöl- skyldu og félagslíf. Víst er hann enginn furðufugl og þó; í augum nemenda sinna, sem kalla hann Mundus, er hann stofnun en ekki manneskja. Morgun einn er hann á leið í vinnuna er hann hittir fyrir tilviljun portúgalska konu og hrífst svo af henni og tungumálinu að hann fer og kaupir fyrstu portúgölsku bókina sem hann kemst yfir hjá fornbókasala og áður en hann veit af, samdægurs, er hann á leið til Lissabon með næturlestinni, yfirgaf skólann, og líf sitt allt reyndar, án þess að kveðja kóng eða prest. Bókin sem hann keypti var eftir portúgalskan lækni og ljóðskáld, Amadeu de Prado, og eftir að hafa lesið bókina verður Gregorius heltekinn af löngun til að fræð- ast um höfundinn. í Lissabon kemst hann svo að því að Prado er allur, lést úr heilablæðingu nokkrum dögum áð- ur, en Gregorius heldur leitinni áfram og smám saman lýkst upp líf Prados fyrir honum um leið og hann fer að fleta síðunum í sinni eigin lífsbók. Þetta er nokkurn veginn lýsing á söguþræðinum á nýrri bók svissneska heimspekingsins Pascal Merciers (sem heitir í raun Peter Bieri). Bókin vakti mikla athygli er hún kom út í Þýskalandi og hefur einnig verið vel tek- ið víðar, selst í ríflega tveimur milljónum eintaka. Hún fellur í flokk bóka sem eru á köflum frekar heimspeki- eða bókmenntalegar hugleiðingar og ná oftar en ekki milljónasölu; sjá til að mynda verk Umberto Ecos, Ant- onio Tabucchis, Carlos Ruiz Zafóns og Bernhard Schlinks. Í bókum þeirra er atburðarásin og spennan undirliggj- andi, það gerist fátt á yfirborðinu en undir niðri eru átök; menn takast á við hinstu rök. Forvitnilegar bækur: Er hægt að skipta út lífinu fyrir nýtt? Síðunum flett í lífsbókinni Tók sér aukasjálf Svissneski heimspekingurinn Peter Bieri sem tók sér aukasjálfið Pascal Mercier. ERLENDAR BÆKUR»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.