Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 15 MENNING EF Frökkum verður ekkert ágengt í forvörslustarfi í hellunum í Las- caux mun UNESCO setja þá á lista yfir menningarminjar í bráðri hættu. Nefndin krefst þess að sjálf- stæðum matsmönnum verði hleypt inn í hellana til þess að meta ástand þeirra. Sveppagróður hefur ógnað myndverkunum frægu frá því 2001 og ekki hefur enn tekist að uppræta hann. Vilja sumir sérfræðingar meina að mistök við val á loftræsti- kerfi hellanna, auk of tíðra heim- sókna hafi búið í haginn fyrir inn- rás sveppanna, en hellarnir hafa verið lokaðir almenningi frá 1963. Ef hellarnir verða skráðir á listann þykir það jafngilda yfirlýs- ingu um að frönsk stjórnvöld séu ófær um að leysa vandann. Meðal menningarverðmæta á listanum eru Búdda-líkneskin í Bamyan- dalnum í Afganistan sem talibanar eyðilögðu að hluta. Aðeins einn staður í Vestur-Evrópu er á listan- um, Dresden-dalurinn í Þýskalandi sem þykir merkilegur í byggingar- listasögulegu tilliti, en þar er ráð- gert að leggja hraðbraut. gunnhildur@mbl.is Lascaux í hættu Hestur Mynd úr Lascaux-hellunum. RISAR er heitið á fimm listaverk- um sem ætlunin er að reisa á norðaustur- Englandi á næstu tíu árum. Ris- arnir eru sköp- unarverk lista- mannsins Anish Kapoor og bera nafn með rentu. Þeir eru samsettir úr málm- hringjum og vírum og eiga að minna á iðnaðarsögu svæðisins. Sá fyrsti, Temenos að nafni, rís í Midd- lehaven í Middlesborough næsta sumar og verður hann um fimmtíu metrar á hæð og rúmir hundrað metrar á lengd. Síðan rísa risarnir hver á fætur öðrum í Stockton, Hartlepool, Darlington og Redcar. Í The Independent um helgina eru vinsældir gríðarstórra lista- verka í opinberu rými á Bretlandi raktar til listamannsins Antony Gromley sem gerði stóra manns- mynd með flugvélavængi sem hann kallaði „Engil norðursins“ í Gates- head fyrir áratug. gunnhildur@mbl.is Risar að fæðast Anish Kapoor Á TÓNLEIKUM í Dóm- kirkjunni kl. 12.15 á morgun koma fram mezzosópran- söngkonan Sólveig Sam- úelsdóttir og Lenka Mátéová orgelleikari. Hádegistón- leikaröðin er haldin í sam- vinnu Félags íslenskra org- anleikara og Alþjóðlegs orgelsumars. Sólveig lauk BA-námi í tónlist frá Listaháskóla Ís- lands árið 2005 og Lenka hefur starfað hér á Ís- landi frá 1990, en hún er nú organisti við Kópa- vogskirkju. Efnisskrá þeirra Sólveigar og Lenku er tékknesk/íslensk og flytja þær m.a. verk eftir Pál Ísólfsson og Sigvalda Kaldalóns. Tónlist Tékknesk og íslensk blanda Lenka Mátéová og Sólveig Samúelsdóttir FRANSKI kórinn Chorale Eranthis, sem er blandaður kór frá Barr í Elsass, heldur tvenna tónleika á Íslandi í vikunni. Kórinn syngur blandaða kirkjutónlist frá Evrópu, ættjarðarlög, þjóðlög og margt fleira. Sungin verða lög eftir Frönsku tónskáldin Josquin Desprez, Guillaume Costeley, J. Escobar, Jac- ques Offenbach og Bobby Lapointe. Fyrri tónleikarnir verða í Digraneskirkju, Kópavogi annað kvöld kl. 20, en síðari tónleikarnir verða í Skálholtsdómkirkju á föstudaginn kl. 20. Stjórnandi kórsins er Chloé Frantz. Tónlist Franskur kór í íslenskum kirkjum Chorale Eranthis LISTAVEISLA verður haldin í Þykkvabæ annað kvöld sem samanstendur af myndlist- arsýningu og tónleikum. Klukkan 18 verður opnuð sýning í skólahúsinu þar sem þrír listamenn sýna verk sín, þau Georg Guðni, Arngunnur Ýr og Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir. Sýningin stendur yfir til 27. júlí. Síðar um kvöldið fara tón- leikar fram í Hábæjarkirkju og það eru þau Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth sem koma fram þar. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30, aðgang- eyrir er 1.500 krónur og allir velkomnir. Listir Listaveisla í Þykkvabæ Georg Guðni Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „ÞAÐ er alltaf skemmtilegast að syngja heima og algjör lúxus að geta farið heim í mat milli æfinga,“ segir Garðar Thór Cortes glettinn um til- hlökkunina að syngja í voróperu Ís- lensku óperunnar. Garðar og Dísella Lárusdóttir fara með aðahlutverkin í Ástar- drykknum eftir Donizetti en síðustu misseri hafa þau bæði verið með annan fótinn eða báða erlendis í spennandi verkefnum. Skemmtilegt verkefni „Það er algjör draumur að syngja Donizetti. Hann á vel við mína rödd og Nemorino er æðislegt hlutverk að fást við,“ segir Garðar. Dísella tekur í sama streng: „Þetta er ofboðslega skemmtileg rulla, mikið gaman og grín og verð- ur örugglega mjög skemmtilegur tími meðan við æfum og flytjum verkið.“ Í hlutverki kisu sex ára Síðasta óperuhlutverk Garðars var í Öskubusku sem sett var upp fyrir um tveimur árum. „Mér líður best á óperusviðinu. Og það er gam- an að það skuli vera á Íslandi að ég tek aftur þátt í óperuuppfærslu,“ segir Garðar sem einnig hefur sung- ið hjá Íslensku óperunni hlutverk í verkinu Dokaðu við og söngleiknum Carmen Negra. Dísella hefur einnig tekið þátt í uppfærslu við Íslensku óperuna: „En það var þegar ég var sex ára og lék kisu í Nóaflóðinu,“ segir hún og hlær. Garðar og Dísella hafa einu sinni sungið saman, á jólatónleikum sem haldnir voru í Grafarvogskirkju og hlakkar Garðar til samstarfsins: „Okkur kom vel saman þá og mér líst mjög vel á þetta,“ segir hann. Dísella er á sama máli: „Hann er yndislegur strákur og við höfum mjög fínan samhljóm,“ segir hún. Þarf að forðast lestarnar Dísella hefur undanfarna mánuði starfað við Metropolitan-óperuna í New York en hún er búsett í New Jersey með manni sínum. „Leigan þar er örlítið ódýrari en á Manhatt- an. Svo ek ég bara í vinnuna,“ segir hún, svo blaðamaður stenst ekki að spyrja hvers vegna hún taki ekki lestina: „Ég myndi helst vilja taka lestina því það er umhverfisvænna, en í hvert skipti sem ég fer með lest- inni er einhver hóstandi í kringum mig og ég hef bara ekki mátt við því að veikjast,“ útskýrir Dísella. Vinirnir þekkja ekki stjörnurnar Hjá Metropolitan var Dísella varasöngvari í miklu óperuverki sem byggir á lífi Mahatma Gandhi. „En stelpan veiktist aldrei svo ég steig aldrei á svið,“ segir Dísella. „En þetta var rosaleg upplifun, og mér leið alltaf eins og algjörum nörd þegar ég talaði af ákefð við vini mína heima um að hafa rekist á allskyns óperustjörnur,“ útskýrir Dísella en bætir við að vinirnir hafi yfirleitt hváð þegar hún sagði þeim frá stjörnufansinum. „Óperustjörn- urnar virðast ekki jafnvel þekktar og Britney Spears.“ Dísella reiknar með að flytjast til Washington D.C. á næstunni en framundan eru ýmis verkefni hér og þar en um jólin syngur hún á Vínar- tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands. Af Garðari er það að frétta að hann hefur í nógu að snúast og syngur m.a. í ágúst á tónleikum með Kiri Te Kanawa á eyjunum Mön og Jersey. Draumur að syngja Donizetti  Garðar Thór Cortes og Dísella Lárusdóttir syngja aðalhlutverkin í voróperu Íslensku óperunnar, Ástardrykknum eftir Donizetti  Frumsýning 6. febrúar Morgunblaðið/G.Rúnar Góð saman „Hann er yndislegur strákur,“ segir Dísella um kynni sín af Garðari. Bæði hlakka mjög til samstarfsins sem framundan er. Morgunblaðið/Golli Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur.mbl.is UNDIRBÚNINGUR er nú hafinn að Nátt- úrufræðasetri á Húsabakka í Svarfaðardal og hefur Hjörleifur Hjartarson verið ráðinn verk- efnisstjóri til eins árs. Hann hefur formlega störf 1. ágúst og vonast er til að starfsemi hefj- ist í vetur. „Ýmiss konar starf hefur verið unn- ið þar síðan skólahald lagðist af, en hugmyndin um Náttúrufræðasetur hefur strandað á fjár- magni,“ segir Hjörleifur. „Síðan gerðist það núna að það fengust fjórar milljónir úr mót- vægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar til þess að byrja á þessu.“ Hugmyndin er að náttúrufræðasetrið sam- anstandi af náttúruskóla þar sem nemendur af öllum skólastigum geti sótt námskeið af ýms- um toga, aðstöðu fyrir fræðimenn og miðstöð fyrir ferðamennsku. „Grunnurinn að þessu er friðland Svarfdæla sem var stofnað 1972. Húsabakki er í jaðrinum á því og það gengur yfir allan dalbotninn í neðri hluta Svarfaðar- dals. Þetta er votlendi með miklu fuglalífi og hugmyndin er að nýta þá auðlind.“ Sýning verður sett upp í náttúrufræðisetr- inu sem að grunni til mun byggjast á gripum frá byggðasafninu Hvoli á Dalvík. Þar er til stórt safn af uppstoppuðum votlendisfuglum og fleiru sem fært verður að hluta á Húsa- bakka. Því menningarstarfi sem verið hefur á staðnum að undanförnu verður ekki raskað með til komu Náttúrufræðisetursins. „Skólinn er vel í sveit settur og hefur verið þungamiðja sveitarinnar. Við viljum hafa sem flestar stoðir undir starfseminni þarna. Þarna eru tvö eld- hús, íþróttahús og allt til alls, svo það liggja þarna miklir möguleikar.“ Náttúran í Svarfaðardal virkjuð Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Í náttúrunni Hjörleifur Hjartarson. Skólahald, fræði- og ferðamennska á væntanlegu Náttúrufræðasetri Í HNOTSKURN »Setrið hefur verið í bígerð frá árinu2005 þegar skólahald var lagt af á Húsabakka. »Ýmis starfsemi hefur verið í húsinusíðan, t.d. leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga, jógasetur, nudd- stofa og aðstaða fyrir ferðafólk Hverjir syngja í uppfærslunni? Auk Garðars Thórs og Dísellu syngja Bjarni Thor Kristinsson og Ágúst Ólafsson stærri hlutverk í óperunni Um hvað er verkið? Óperan segir af bóndanum Nemor- ino sem er ástfanginn af Adínu sem er auðugur landeigandi. Herforinginn sjálfumglaði Belcore biður Adínu að giftast sér. Í örvæntingu sinni kaupir Neomrino ástarelexír af fúskaranum Dulcamara, en hann veit ekki sem er að elexírinn er bara venjulegt vín. Hversu vinsæl er óperan? Ástardrykkurinn er í 20. sæti yfir mest fluttu óperur í Norður-Ameríku. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.