Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 16
|miðvikudagur|16. 7. 2008| mbl.is daglegtlíf Masað við frumbyggja í Máshólum Morgunblaðið/G.Rúnar Góðir nágrannar Frá vinstri: Birna Ingadóttir, Bragi G. Bjarnason, Ásgeir Eyjólfsson, Elísabet Kristinsdóttir, Haraldur Henrysson, Hálfdan Helgason, Auður Ruth Torfadóttir, Dagbjartur Sigurbrandsson. Sigurborg Sveinbjörnsdóttir og hin 11 ára gamla tík Loppa eru síðan fremstar á myndinni. „Þetta er nú fyrsti alvöru- götufundurinn í þrjátíu ár, þökk sé Morgun- blaðinu,“ segir Ásgeir Eyjólfsson frumbyggi í Máshólum. „Þetta er meira svona milligarða- félagsskapur,“ segir Sig- urborg Sveinbjörnsdóttir. Guðrún Hulda Pálsdóttir þáði kaffi og ræddi við nokkra af ábúendum í Máshólum, en þar búa allir upprunalegu eig- endur húsanna. V ið fengum lóðunum út- hlutað 1977 og hófumst fljótlega handa við að byggja húsin og flytja inn,“ segir Sigurborg Sveinbjörnsdóttir og Auður Ruth Torfadóttir tekur undir. „Flest okkar bjuggu í hálfgerðum húsum í margar vikur. Smátt og smátt fór að koma mynd á húsin við götuna.“ Birna Ingadóttir rifjar upp að hún og mað- ur hennar, Bragi G. Bjarnason, hefðu ekki haft fyrir því að setja í útidyra- hurð áður en þau fluttu inn. Við erum stödd í sólríku kaffiboði í Máshólum og þótt gestir þess hittist ekki reglulega eru þeir allir frum- byggjar götunnar. Nágrannarnir eiga það allir sameiginlegt að hafa staðið í byggingu á húsunum sínum sjálf. „Við teiknuðum upp innrétt- ingar, glerjuðum, múruðum, mál- uðum, unnum lóðirnar flest sjálf og börnin voru ung en hjálpuðu til. Við gróðursettum hríslur sem í dag eru stærðar tré,“ segir Sigurborg. Sá sem fyrst flutti inn í hús í Más- hólum, Dagbjartur Sigurbrandsson, talar um heitavatnsleysið fyrstu vik- urnar. „Heita vatnið þurfti að ferðast langa leið á þeim tíma og þegar það loksins náði upp í Breiðholt var það orðið kalt.“ Sigurborg segir að hverjum áfanga í uppbyggingu hafi verið fagnað með myndatöku og flettir myndaalbúmi sem sýnir feril uppbygg- ingar í Máshólunum. „Hér má sjá Rafn, Guð- berg og Svan syni okkar mála með okkur húsið að utan. Við höfðum teppi fyrir hurðir fyrstu vik- urnar þar sem hurðirnar voru ekki komnar er við fluttum inn,“ segir Sig- urborg. „Þarna er Bjarki, sonur okk- ar, við nýjan tréstiga sem var mikill fengur að fá, en þá höfðum við verið með bráðabirgðastiga í nokkra mán- uði.“ Önnur mynd sýnir tómlegt útlit Árbæjar, Ártúnsholts og Elliðaárdals þegar á uppbyggingu stóð. Nágrannakærleikur og natni Haraldur Henrysson og Elísabet Kristinsdóttir segja að í Máshólum sé gott að búa en útsýni hafi minnkað á seinni árum. „Nú höfum við lítið út- sýni vegna gróðursældar.“ Auður Ruth segir margra ára natni sem fjölskyldan lagði í hús sitt vera eina af ástæðum þess að hún geti ekki hugsað sér að flytja. Ná- grannarnir eru henni innilega sammála. „Þrátt fyrir að húsin séu fyrir löngu orðin fullstór fyrir tvær manneskjur þá get ég ekki hugsað mér að fara frá þessum ynd- islega stað,“ segir Auður Ruth. Að kaupa allt innbú í nokkrum inn- kaupaferðum ristir heldur ekki djúpt að hennar mati. „Ég get ímyndað mér að það gefi fólki ekki eins mikið að drífa sig svona í að gera heimilið tilbúið.“ Sigurborg segir að tímarnir hafi svo sannarlega breyst. „Fólk helst ekki lengur en tíu ár í íbúðum sínum. Það er svo gefandi að vita að heimilið manns sé byggt og ræktað af manni sjálfum.“ Ásgeir Eyjólfsson bætir því við þau hefðu aldrei haft möguleika á að flytja hraðar inn en þau gerðu. „Í þá daga var erfitt að fá lán. Ég man að „Ætli við bjóð- um ekki upp á kaffi og kökur í tilefni fimmtíu ára búsetu“ með aðdáun sína á Tetris, þvert á móti hvetur blaðamaður fólk til ganga skrefi lengra en það þorir og sýna sitt rétta ljós með Tetris- varningi. 1 Tetris-klakar eru góð leið til að kæla sumarkokteilinn. Þegar líður á Það höfðu allir gaman af Tetris.Ömmur, afar, foreldrar ogbörn sátu tímunum saman og kepptust við að troða mislaga kubb- um á rétta staði. Sumir spila enn og er það ekkert til að skammast sín fyrir. Það er óþarfi að fara í felur garðpartíið geta gestirnir leikið sér með klakana og reynt að vinna sér inn stig áður en þeir bráðna. 2 Tetris-veggskraut er auðvitað fullkomin skreyting í tölvuherbergið. Raða má prentuðum vínylkubbum á hvers konar slétt yfirborð og settið Tetris-aðdáendur sameinist 1 2 3 4 5 6 Veturnir gátu verið einkar harð- ir enda var þá lítið lagt upp úr þjónustu við nýbyggð úthverfi. Lögðust þá Máshólabúar allir á eitt við að ýta bílum hver ann- ars upp brekkuna sem liggur inn götuna til að komast til vinnu. „Á fyrri árum snjóaði stund- um svo mikið að allt varð ófært á skömmum tíma og til þess að komast til vinnu þurftu íbúar götunnar að leggja á sig að vakna undir morgun til að moka sig upp botnlangann. Þá var skipst á að moka þar til allir komust upp á misjafnlega vel búnum bílum. Oft þurfti að setja undir keðjur og marg- sinnis þurfti að draga bíla upp götuna,“ segir Sigurborg og bætir við að íbúarnir hafi sýnt mikla samkennd við að hjálpa hver öðrum í vanda. Vetrarhörkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.