Morgunblaðið - 16.07.2008, Page 20

Morgunblaðið - 16.07.2008, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNDANFARIÐ hafa nokkrir að- ilar tekist á í fjölmiðlum um fram- kvæmd og ákvörðun velferðarráðs Reykjavíkurborgar um að semja við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun um rekstur búsetuúrræðis með fé- lagslegum stuðningi fyrir 20 ein- staklinga óvirka áfengis- og vímu- efnaneytendur. Ástæðan fyrir því að ég blanda mér í umræðuna er sú að ég er starfandi félagsráðgjafi hjá EKRON, starfsþjálfun og end- urhæfingu sem gerði tilboð um að gerast samstarfsaðili varðandi ofan- greint úrræðið. Í Morgunblaðinu hinn 11. júlí síð- astliðinn svarar Jórunn Frímanns- dóttir, formaður velferðarráðs skrif- um Þorleifs Gunnlaugssonar þar sem fram koma rangfærslur sem ég tel mikilvægt að svara. Í fyrsta lagi segir Jórunn að Heilsuverndarstöðin/Alhjúkrun hafi boðið hentugt húsnæði en aðrir höfðu ekki húsnæði fyrir heimilið. Þetta er ekki rétt. Í tilboði EKRON tókum við fram að við værum með ákveðið húsnæði í huga sem gefið yrði upp í frekari við- ræðum. Þegar tilboðið var gert var EKRON tilbúið með áfanga- heimili fyrir 14 ein- staklinga sem hægt hefði verið að nýta strax og fjölga síðan. Í öðru lagi er Al- hjúkrun ekki eini að- ilinn sem er óháður meðferðarstofnunum (ef það er nauðsyn- legt!) eins og fram kemur í grein Jór- unnar. EKRON er óháður aðili og hefur nú starfað í eitt ár við starfs- þjálfun og endurhæfingu ein- staklinga sem lokið hafa afeitrun og meðferð. Þeir einstaklingar sem sótt hafa starfsþjálfun og endurhæfingu hjá EKRON eru einstaklingar sem ekki hafa náð að fóta sig í lífinu eftir ítrekaðar meðferðir. Ein ástæðan gæti verið að til viðbótar við sjúk- dóminn eigi viðkomandi ein- staklingar við margvíslegan vanda að etja, s.s. erfið uppeldisskilyrði, langvarandi félagslega erfiðleika og hafi þess vegna ekki náð færni í að komast út á vinnumarkaðinn. EKR- ON er með þjónustusamning við velferðarsvið Reykjavíkurborgar fyrir 4 til 6 einstak- linga með áfengis- og fíkniefnavanda og er markmiðið að end- urhæfa þá út á vinnu- markaðinn. Í útboði um umrætt búsetuúrræði kemur fram að markmiðið með verkefninu sé „að veita húsaskjól, fé- lagslegan stuðning og endurhæfingu þannig að hlutaðeigandi ein- staklingar geti búið sjálfstætt og tekið virkan þátt í sam- félaginu. Faglegar kröfur: - Þekking til að veita hlutaðeig- andi einstaklingum félagslega heimaþjónustu með virkni og þátt- tökuhugmyndafræði að leiðarljósi - Tryggður sé aðgangur að fagleg- um stuðningi eftir þörfum - Þekking á fíknivanda.“ Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna svo mikil áhersla er lögð á þörf fyrir hjúkrunarmenntað starfs- fólk við búsetuúrræði fyrir óvirka áfengis- og vímuefnasjúklinga. Í rökstuðningi velferðarráðs kemur fram að hjá Heilsuverndarstöðin/ Alhjúkrun starfi hjúkrunarfræð- ingar, læknar, sjúkraþjálfar, iðju- þjálfar og sjúkraliðar. Það er mat mitt að við afeitrun og meðferð þurfi lækna og hjúkrunarfólk en í fram- haldsmeðferðum, í búsetu, starfs- þjálfun og endurhæfingu hlýtur að vera þörf á fólki með þverfaglega menntun á sviði áfengis- og vímu- efnamála. Allir einstaklingar þessa lands hafa aðgang að heilsugæslu, sjúkrahúsum og læknum og það sama gildir um íbúa tilvonandi bú- setuúrræðis. Hjá EKRON starfa nú þegar m.a. félagsráðgjafar, áfengis- og vímu- efnaráðgjafar, auk aðkeyptra sér- fræðinga á hinum ýmsu sviðum. Auk þess er einn áfengis- og vímu- efnarágjafinn einnig menntaður sjúkraliði og annar „psychther- apeut“. Starfsfólk okkar hefur ára- langa og jafnvel áratuga starfs- reynslu í þessum málaflokki. Í okkar tilboði tilgreindum við þá fag- aðila sem við töldum þurfa til að styrkja einstaklingana við að aðlag- ast samfélaginu, sbr. félagsráðgjafa, áfengis- og vímuefnaráðgjafa, iðju- þjálfa og félagsliða. Það kom ekki fram í auglýsingu um búsetuúrræð- ið að ætlast væri til starfsþjálfunar en ef það er raunin þá tel ég engan jafnhæfan og EKRON að veita fag- lega starfsþjálfun og endurhæfingu því það er það sem við erum að gera í dag. Í okkar tilboði nefndum við einnig þann möguleika að þegar ein- staklingur í búsetuúrræðinu er orð- in hæfur til að taka þátt í starfs- þjálfun þá gæti viðkomandi farið á næsta sig og tekið þátt í því pró- grammi sem EKRON býður nú þeg- ar upp á. Við eigum í mjög góðum samskiptum við starfsfólk geðdeild- ar Landspítala Háskólasjúkrahús, SÁÁ, Samhjálp og Krísuvík. Miðað við auglýsinguna um bú- setuúrræðið tel ég að fyrst og fremst þurfi félagsráðgjafa til að stýra þessu verkefni, þar sem menntun félagsráðgjafa myndi nýt- ast vel (sjá upplýsingar um nám fé- lagsráðgjafa á heimasíðu Háskóla Íslands). Þess utan hefur fé- lagsráðgjafadeild Háskóla Íslands boðið upp á framhaldsnám á sviði áfengis- og vímuefnamála og er það eina námið sem í boði er á há- skólastig á því sviði. Undirrituð er í því námi. Ég er með þessum skrifum ekki að draga í efa hæfni annarra um- sækjanda um búsetuúrræðið en vildi koma á framfæri leiðréttingum á rangfærslu og athugasemdum í þeim umfjöllunum sem skrifuð hafa verið um málið. Búsetuúrræði – áfanga- heimili með stuðningi Herdís Hjörleifsdóttir leiðréttir rangfærslur Jórunnar Frímannsdóttur, formanns velferðarráðs. »Mér er fyrirmun að að skilja hvers vegna svo mikil áhersla er lögð á þörf fyrir hjúkrunarmenntað starfsfólk við búsetu úrræði fyrir óvirka áfengis- og vímuefna- sjúklinga. Herdís Hjörleifsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi og starfar hjá EKRON, starfsþjálfun og endurhæfingu. FYRIR nokkrum árum síðan hefðu tón- leikarnir „Náttúra“, þar sem höfuðáhersla og þema er sú vá sem að náttúru landsins steðjar, álitnir róttæk- ir og pólitískir. Hvað varð til þess að þeir voru það ekki? Þegar um allt þrýtur og ekkert gengur að vekja athygli á mikilli vá sem steðjar að náttúru og umhverfi er brugðið á það ráð að framkvæma aðgerðir sem í eðli sínu eru fremur saklausar en kalla yfirleitt á hörð viðbrögð lögreglu og þeirra stórfyr- irtækja sem verið er að vekja athygli á fyrir spillingu eða stjórnleysi. Oft eru þessar aðgerðir tengdar við of- beldi, en það á sér litla stoð í veru- leikanum. Ofbeldið á sér ekki stað af hendi aðgerðasinna, heldur er það lögreglan sem missir sig og ræðst til atlögu við aðgerðasinna sem t.d. neita að færa sig. Þegar verið er að handtaka fólk með offorsi er alveg sama hvort um munk í bænastell- ingu eða umhverfisverndarsinna í varnarstellingu er að ræða, það lítur út eins og ofbeldi. Þessar myndir rata oft á forsíður eða í fréttatíma sjónvarpsstöðvana. Hryðjuverkaorðið sívinsæla hefur verið tengt við umhverfisvernd- arsinna hérlendis og ýmis önnur mannorðsmorðorð notuð af ofstæki til að réttlæta illa meðferð á aðger- ðasinnum. Að hlekkja sig við vinnu- vél, að klifra upp í krana, að dansa um göturnar, að hrópa slagorð er ekki ofbeldi, hvað þá hryðjuverk. Það sem beinar að- gerðir Saving Iceland hafa gert hérlendis sem og áþekkar aðgerðir er- lendis er að færa til við- miðunarmörkin. Ef ekki hefði verið fyrir aðgerðir SI, væru um- hverfismál enn á rót- tæka sviðinu og þeir sem töluðu um að vernda landið og sýna aðgát í stóriðjuframkvæmdum enn álitnir róttæklingar. SI færði viðmiðunarmörkin á umræðunni, gaf fólki sem vildi tjá sig um þessi mál tækifæri á að gera slíkt án þess að verða úthrópaðir föðurlandssvikarar og hefur SI tekið á sig fjandskap og meinyrði án þess að gefast upp. Því miður er það svo að við eigum enn langt í land til að ná að stoppa þá vá sem að landinu steðjar. Enn eru mörg álver á teikniborðinu og búið er að veita leyfi til tveggja, að ógleymdri olíuhreinsunarstöðinni. Því er enn þörf á aðgerðasinnum hérlendis til að færa viðmið- unarmörkin, til að gera stjórn- málafólki sem og umhverfisvernd- arsinnum kleift að fjalla um þessi mál í kjölfar aðgerða og fyrir vikið líta út fyrir að vera áþekkari meg- instraumnum en róttæklingum. Sa- ving Iceland hefur rutt brautina og fyrir það ber okkur að þakka þeim í stað þess að hefja alltaf ófrægð- arherför þegar aðgerðabúðir hefj- ast. Í SI eru alls konar manneskjur, bæði Íslendingar og útlendingar. SI hefur staðið fyrir námskeiðum og ýmiss konar fræðslu, bæði á aka- demískasviðinu sem og fyrir þá sem vilja kynna sér beinar aðgerðir. Þeim er gjarnan bent á að fá sér vinnu og míga í saltan sjó, því þau séu upp til hópa aumingjar sem súpa latte á kaffihúsum í 101 Reykjavík. Flest þeirra hafa unnið við að rækta land víðs vegar um heim og hafa með sanni mold undir nöglunum. Þó fæst þeirra taki þátt í skefjalausri neyslu- hyggju samtímans, þýðir það ekki að þau séu minna fólk. Þau hafa bara önnur viðmið en hinn almenni borg- ari og keppast við að losa sig undan viðjum sjálfshyggjunnar. Þau eru tilbúin að leggja mikið á sig til að vera trú málstað sem er í senn ein- faldur og fallegur. Jörðin er okkar allra, okkur ber að koma fram við hana að virðingu og sjá hlutina í sam- hengi. Samhengið sem flest okkar kjósa að horfa undan. Samhengið að við búum öll saman á þessari jörð og það er bara til eitt stykki jörð og án hennar ættu við ekki neitt, því ber okkur að vernda hana og hjálpa al- menningi að fá aðgengi að upplýs- ingum um hvað er verið að gera í nafni framfara. Þessar framfarir eru því marki brenndar að ef því höldum áfram án umhugsunar að skemma og fórna í þágu þeirra verður ekki neitt eftir af þeim gæðum sem okkur er tamt að monta okkur af í stóra sam- henginu á alþjóðavísu: óspillt tær einstök náttúra. SI er félagsskapur fólks sem er annt um jörðina okkar, sem lætur sig annað fólk varða og er tilbúið að fórna sumarfríinu sínu í að gera eitt- hvað fyrir málstað sem þeim er hjartans mál með aðgerðum í stað nöldurs eins og greinin sem ég er að svara er marineruð í. Allar aðgerðir eru til góðs, hvort heldur að það séu aðferðir SI, Bjark- ar, Framtíðarlands, NSÍ eða ann- arra, það sem er frábært við að fólk er að gera eitthvað hvert í sínu horni er að það mun væntanlega ná til fleira fólks, því við erum jú harla ólík með ólíkar skoðanir og leiðir til að taka á móti upplýsingum. Allt miðar þetta að einni átt: að koma upplýs- ingum til almennings, svo fólk geti myndað sér upplýstar skoðanir og gert eitthvað sjálft til að sporna við þeirri hættu sem að náttúru okkar steðjar. SI gefur út blað, heldur úti upplýs- andi vef, heldur ráðstefnur og hleyp- ir fersku blóði inn í umhverfisvernd hérlendis. SI hefur einnig orðið til þess að við höfum fengið betri mynd af hvar við erum stödd varðandi mannréttindi og frelsi til að tjá okkur í orði sem og á borði. Það er eitthvað sem við ættum að skoða í kjölinn. Að ryðja brautina Birgitta Jónsdóttir svarar Stak- steinum/ Aðgerðahópar og sellur? » Fyrir nokkrum árum síðan hefðu tónleik- arnir „Náttúra“ verið álitnir róttækir. Hvað varð til þess að þeir voru það ekki? Birgitta Jónsdóttir Höfundur er skáld. GÓÐIR gestir sóttu Reykvíkinga heim hinn þriðja júlí síðastliðinn. Þar var á ferðinni japanskt friðarfley sem hafði hér skamma viðdvöl á ferð sinni umhverfis hnöttinn. Sögu þessa merkilega skips má rekja aftur til ársins 1983, þegar hópur japanskra háskóla- stúdenta skipulagði siglingu til Kóreu. Tilgangurinn var að kynna sér sögu þeirra ofbeldisverka sem japanski herinn bar ábyrgð á þar í landi, en japönsk stjórnvöld hafa með ýmsum hætti reynt að þagga niður alla umræðu um þetta svarta tímabil í sögu þjóð- arinnar. Á þeim aldarfjórðungi sem lið- inn er hefur friðarfleyið og áhöfn þess siglt um heimshöfin og reynt að vekja fólk til umhugsunar um friðar- og afvopnunarmál. Í seinni tíð hefur sérstök áhersla verið lögð á að kynna fyrir þjóðum heims níundu grein japönsku stjórnarskráarinnar, sem felur í sér bann við stríðsrekstri. Er hvatt til þess að önnur ríki leiði slíkt í lög. Óskandi er að Alþingi Íslendinga verði við þessu kalli. Í vinnu þeirri sem fram fór við endurskoðun stjórnarskrárinnar á síðasta kjörtímabili lögðu Samtök hernaðarandstæðinga raunar til að bætt yrði við ákvæði sem bannaði stjórnvöldum að segja öðrum ríkj- um stríð á hendur. Sú tillaga hlaut því miður ekki náð fyrir augum nefndarinnar og lýsti Þorsteinn Pálsson, þáverandi varaformaður stjórnarskráarnefndar, sig sér- staklega andsnúinn henni. Taldi hann slíkt ákvæði binda hendur ríkisstjórnarinnar um of. Burt með herskipin Í tengslum við komu friðarfleysins var skipulögð sam- koma á Skarfabakka í Sundahöfn í samvinnu við Reykjavíkurborg. Staðsetningin var engin tilviljun, ná- lægðin við friðarsúlu Yoko Ono varð til þess að hinir erlendu friðflytjendur vildu hvergi annars staðar vera. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ólafur F. Magnússon, flutti ræðu á samkomunni og ræddi um hlutverk Reykjavíkur sem frið- arborgar. Var góður rómur gerður að máli hans. Hins vegar varð sumum gestanna illa brugðið þegar þeim var sagt að á ári hverju væri þessi sami staður vettvangur fyrir kurteisisheim- sóknir erlendra herskipa og að oftar en ekki væri almenningur hvattur til að skoða skipin og sýna þau börnum sínum. Viðmælendur mínir áttu bágt með að skilja hvernig stjórnendur borgarinnar teldu það geta farið saman að ræða um friðarborgina Reykjavík, en heimila á sama tíma vígtólasýningar á tröllauknum herskipum steinsnar frá friðarsúl- unni víðfrægu. Það er lofsvert framtak hjá Reykjavíkurborg og borgarstjóra að standa að samkomum þar sem vakin er athygli á mikilvægi frið- ar- og afvopnunarbaráttu. Enn mikilvægara er þó að ráðamenn geri sér grein fyrir því að efndir verða að fylgja orðum í öllu tali um friðarborgina Reykjavík. Kurteisisheimsóknir Nató-skipa hafa engu jákvæðu hlutverki að gegna. Burt með herskipin úr höfnum borgarinnar! Friðflytjendur í Sundahöfn Stefán Pálsson vill ekki að herskip fái að koma til Reykjavíkur Stefán Pálsson »Reykjavík- urborg gerði vel í að standa að friðar- og af- vopnunarsam- komu í Sunda- höfn, en betur má ef duga skal. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.