Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Atvinnuauglýsingar Blaðberi óskast í Birkiteigshverfið sem fyrst Upplýsingar gefur Elínborg í síma 421 3463 Blaðbera Raðauglýsingar 569 1100 Tilkynningar Efnistaka í Lambafelli í landi Sveitarfélagsins Ölfuss Mat á umhverfisáhrifum - athugun Skipulagsstofnunar Jarðefnaiðnaður ehf. hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummats- skýrslu um Efnistöku í Lambafelli í landi Sveitarfélagsins Ölfuss. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 16. júlí til 28. ágúst 2008 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss, Bókasafni Þorláks- hafnar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulags- stofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Jarðefnaiðnaðar: www.jei.is Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 28. ágúst 2008 til Skipulagsstofnunar, Lauga- vegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást enn fremur nánari upplýsingar um mat á umhverfis- áhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum, nr. 106/2000 m.s.b. Skipulagsstofnun. Auglýsing um skipulags- mál í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafn- ingshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi Samkvæmt 3. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er aug- lýst niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu. Breyting á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 varðandi Hvamms- og Holtavirkjun. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti þann 23. júní 2008 tillögu að breyt- ingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverja- hrepps 2004-2016 varðandi Hvamms- og Holta- virkjun.Tillagan var í kynningu frá 18. janúar til 15. febrúar 2007 með athugasemdafresti til 1. mars s.á. Athugasemdir bárust frá 279 ein- staklingum og 8 lögaðilum í 92 bréfum. Aðalskipulagsbreytingin var samþykkt með þeirri breytingu að veglína við Haga færist til auk minniháttar breytingar á umfjöllun um Hagaey. Þeim sem gerðu athugasemdir við tillöguna hefur verið send umsögn sveitar- stjórnar og er aðalskipulagsbreytingin nú til meðferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 5. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga. Þeir sem óska nánari upplýsinga um aðalskipulags- breytinguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skrifstofu Skeiða- og Gnúpverja- hrepps eða til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, petur@sudurland.is Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Félagslíf Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. ✝ Sighvatur Borg-ar Hafsteinsson fæddist í Miðkoti í Þykkvabæ 8. júlí 1953. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans að morgni 8. júlí síðast- liðins. Foreldrar hans voru Hafsteinn Sigurðsson kart- öflubóndi, f. 6. sept. 1931, d. 27. nóv. 1987 og Sigurjóna Sigurjónsdóttir hús- móðir, f. 28. ágúst 1930, d. 15. mars 2008. Systkini Sighvatar eru Heimir, f. 1951, kvæntur Særúnu Sæmundsdóttur; Friðsemd, f. 1952, gift Jóni Thor- arensen; Kristborg, f. 1955, gift Nóa Sigurðssyni; Sigrún Linda, f. 1959, sambýlismaður Steinar Sig- urgeirsson; og Bryndís Ásta f. 1965. Sighvatur kvæntist 26. desem- ber 1981 Unu Aðalbjörgu Sölva- kartöflubóndi. Hann var einn af stofnendum og hluthafi í Kart- öfluverksmiðju Þykkvabæjar hf. 1981 og sat í stjórn þess 1991-1998. Hann var stjórnarformaður í Þykkvabæjarkartöflum hf. 1987- 1988 og framkvæmdastjóri 1988- 1989. Hann var stofnandi, aðaleig- andi og framkvæmdastjóri Kart- öflusölu Þykkvabæjar ehf. frá 1989. Einn af stofnendum og hlut- hafi í kartöfluverksmiðjunni Beint í pottinn ehf. 1997. Fyrirtækið Garðávexti ehf. rak hann síðustu ár þar til hann lét af störfum vegna veikinda sinna árið 2006. Hann sat í fulltrúaráði Landssambands kart- öflubænda 1987-1995 og var for- maður 1995-2005. Í stjórn Sam- bands garðyrkjubænda sat hann frá 2001 þar til hann lét af þeim störfum vegna veikinda sinna. Þá gegndi hann margvíslegum trún- aðarstörfum fyrir Djúpárhrepp. Útför Sighvatar fer fram frá Þykkvabæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. dóttur kennara frá Egilsstöðum, f. 17. maí 1952. Foreldrar hennar eru Sölvi Vík- ingur Aðalbjarn- arson, f. 4. feb. 1929 og Sigurborg Sig- urbjörnsdóttir, f. 5. ágúst 1929. Börn þeirra eru: 1) Sindri Snær við- skiptafræðingur, f. 15. sept. 1974, 2) Sölvi Borgar háskólanemi, f. 4. feb. 1981, dóttir hans er Valdís Katla, f. 9. okt. 2005, 3) Sigurborg Sif há- skólanemi, f. 21. júní 1986, sam- býlismaður Jósep Hallur Haralds- son, f. 19. okt. 1987, 4) Sigurjón Fjalar grunnskólanemi, f. 13. ágúst 1993. Sighvatur ólst upp í Smáratúni í Þykkvabæ. Hann lauk versl- unarprófi frá VÍ 1973 og gegndi ýmsum störfum til lands og sjávar þar til árið 1981 er hann gerðist Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Já, sumarið leið alltof fljótt, kæri bróðir. Ekki er alltaf hægt að skilja til- gang lífsins. Mamma bráðkvödd 15. mars síð- astliðinn og nú ert þú tekinn frá okkur, aðeins 55 ára, eftir hetjulega baráttu við krabbamein, rétt eins og pabbi fyrir 21 ári síðan. Þú varst fal- legur að utan sem innan, vel gefinn og afburða skemmtilegur. Minningarnar eru perlur sem við geymum í hjörtum okkar. Ég mun alltaf hugsa til þín, elsku bróðir og vinur. Megi englarnir vaka yfir þér. Elsku Una, Sindri Snær, Sölvi Borgar, Sigurborg Sif, Sigurjón Fjalar og Valdís Katla, megi góður guð gefa okkur öllum styrk. Kristborg og fjölskylda. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Kæri yndislegi bróðir minn. Þig hefur langað að halda upp á afmælið með pompi og prakt, í heilbrigðum líkama, laus við öll mein og verki, það gerðir þú svo með stæl, kvaddir þetta jarðlíf í bítið á sjálfan afmæl- isdaginn. Skrítinn dagur, tómur, þú varst mikið veikur en fórst samt óvænt og snöggt. Ég var búin að undirbúa afmæliskveðjuna fyrir þig. Vegna fjarlægðar á milli okkar ætl- aði ég að syngja afmælissönginn fyrir þig í símann, en æðra vald breytti þessu öllu. Þú hefur eytt deginum í faðmi mömmu og pabba. Það hafa verið fagnaðarfundir. Elsku Sighvatur minn, það er svo sárt að kveðja. Þú ert einhver ynd- islegasta manneskja sem ég þekki, alltaf svo ljúfur og góður, gerðir gott úr öllu, talaðir alltaf fallega um allt og alla. Við höfum oft talað um Guð nú í seinni tíð og þú alltaf hvatt mig til að missa aldrei trúna. Þú ert búinn að þola mikið mótlæti í veik- indum þínum en ávallt varst þú bjartsýnn og barst þig vel og oftast var stutt í glens og grín hjá þér. Ég flutti til Hafnar fyrir áramót og þú varst sá eini af systkinunum sem hafðir ekki komið í heimsókn. Þú komst svo beint af spítalanum til mín og fórst beint á spítalann aftur. Það verður tómlegt núna en mikið er gott að eiga allar góðu minning- arnar um þig. Við vorum vön að tala saman í síma, stundum þrisvar á dag og yf- irleitt enduðu símtölin með hlátra- sköllum hjá okkur báðum. Ég og þú höfum alltaf verið náin og átt gott skap saman. Við vorum ekki í vand- ræðum með að skella upp smá djammi hér í den og gerðum það oft og þá var „vinillinn“ spilaður tals- vert hátt. Þú varst svo flottur, þú náðir líka í glæsilega og góða konu, hana Unu þína. Það er búið að vera erfitt hjá henni og börnum ykkar í veikindum þínum en það er aðdáunarvert hvað þau eru sterk. Þið eigið fjögur ynd- isleg og vel gerð börn og eina litla fallega ömmu- og afastelpu. Elsku bróðir minn, vona að þér líði vel í nýjum heimkynnum, sakna þín sárar en orð fá lýst. Elsku Una, Sindri, Sölvi, Sigur- borg og Sigurjón, guð veri með ykk- ur og styrki ykkur og huggi. Inni- legar samúðarkveðjur frá okkur Steinari og börnunum. Þín litla systir, Linda. Það hefur líklega verið árið 1974 að ég sat í mötuneytinu við Sigöldu og ætlaði að fara að byggja virkjun, júkkakássa á borðum ef ég man rétt. Þá er það að amerísk glæsi- kerra birtist í rykmekki þarna í eyðimörkinni miðri og út stíga tveir menn og var bílstjórinn eitthvert mesta glæsimenni, sem borið hafði fyrir mín augu, hávaxinn með axla- sítt hár og gekk ekki með veggjum. Gengilbeinur og skammtarar kven- kyns gripu andann á lofti, löguðu svuntur og ýttu fram barmi þegar maðurinn snaraðist í salinn, enda kom í ljós þegar ég spurði hver sá hinn mikli maður væri, að þar fór annar þeirra bræðra er mestir bóg- ar þóttu í Rangárþingi á þessum tíma, ættaðir frá Smáratúni í Þykkvabæ og hét þessi Sighvatur. Það fylgdi sögunni, að betra væri að hafa þá bræður með sér en móti, því þeir væru litlir veifiskatar ef í odda skærist. Þarna urðu fyrstu kynni mín af Sighvati Hafsteinssyni og kom fljót- lega í ljós þegar kynni okkar urðu meiri, að varnaðarorð um harð- drægni þeirra bræðra voru óþörf, því þar fóru mikil ljúfmenni þó ekki hefðu þeir alltaf lágt, eða bæðust af- sökunar á tilveru sinni. Síðar bjuggum við Sighvatur um stund undir sama þaki og enn síðar tengdumst við fjölskylduböndum, og tókst þá með okkur vinátta, sem ég minnist ekki að nokkurn tíma hafi borið skugga á. Það var enda ekki erfitt að þiggja vináttu Sighvats, stæði hún til boða, jafn skemmtilegur maður og hann var. Alltaf var stutt í þennan eft- irminnilega dillandi hlátur og þó að hann stæði fastur á sínu og gæti verið þrjóskari en allt sem þrjóskt er, meinstríðinn reyndar stundum, þá hlustaði hann á rök annarra og var maður réttsýnn. Þessir eiginleikar hans komu hon- um að gagni, þegar hann valdist til forystu í flokki kartöflubænda, eftir að hann fetaði í fótspor forfeðrana og hóf búskap í sínum heittelskaða Þykkvabæ. Þar fann Sighvatur sína Sighvatur B. Hafsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.