Morgunblaðið - 16.07.2008, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 16.07.2008, Qupperneq 25
hillu í lífinu og eins og búast mátti við fór hann mikinn í kartöflurækt- inni og var kominn út í umfangsmik- inn verksmiðjurekstur og matvæla- framleiðslu, þegar áfallið dundi yfir og hann varð að draga sig út kart- öflurækt og rekstri vegna veikinda sinna. Það var svo kapítuli út af fyrir sig að fylgjast með því hvernig þau hjónin Sighvatur og Una tókust á við þennan illvæga sjúkdóm sem að lokum hafði betur. Sá kjarkur og það æðruleysi sem þau hafa sýnt síðustu 4 ár er slíkur, að þar duga engin orð. Hin síðari ár hafði Sighvatur það fyrir sið að koma við hjá okkur í K.Þorsteinsson þegar hann var að erindast í borginni eða leita sér lækninga og það var ekki að sjá að þar færi dauðveikur maður því alltaf var stofnað til debats um aðskilj- anleg málefni, pólitík, landbúnað eða hvaðeina er hæst bar hverju sinni, mikið fjör og mikið hlegið og að sjálfsögðu lögð niður vinna með- an bóndinn staldraði við. Um leið og ég votta Unu, Sindra, Sölva, Sig- urborgu og Sigurjóni og Smáratúns- systkinunum öllum, mína dýpstu samúð, þá er ekkert annað eftir að leiðarlokum en að þakka fyrir sam- veruna og takk fyrir vináttu þína, kæri vinur. Eyjólfur Reynisson. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 25 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Íslenskur fjárhundur Einstaklega ljúfur og skapgóður íslenskur hvolpur til sölu. Heilbrigðis- skoðaður og örmerktur, skráður hjá HRFÍ. Sjá nánar á www.iseyjar.is Uppl. s. 894-1871. Ferðalög Hjólhýsi til leigu Með uppbúnum rúmum og tilheyr- andi. Helgar- eða vikuleiga. Sendum - sækjum. Til sýnis við Gistiheimilið Njarðvík. Sniðugt að geyma auglýs- inguna. Upplýsingar í símum 421 6053, 898 7467 og 691 6407. www.gistiheimilid.is Heilsa Léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuðum LR-kúrinn er ótrúlega einfaldur og auðveldur. Engin örvandi efni. Uppl. Dóra 869-2024, www.dietkur.is Húsnæði í boði Til leigu í Reykjavík Glæsileg 3ja herbergja íbúð til af- hendingar strax. Sérinngangur, bílageymsla og lyfta í húsinu. Langtímaleigusamningur, sjá www.leigulidar.is eða 517-3440. Til leigu á Akranesi Glæsileg og rúmgóð 4ra herbergja íbúð til leigu. Sérinngangur í íbúðina, lyfta í húsinu. Langtímaleigusamn- ingur. Sjá www.leigulidar.is eða 517-3440. Gott einbýlishús á einum besta stað Hafnarfjarðar Til sölu mikið endurnýjað rúml. 200 fm einbýlishús m/bílskúr og góðum garði á einum besta stað í Hafnar- firði, Vesturvangi 8. Vel hannað um 150 fm hús á einni hæð, auk um 50 fm bílskúrs m/rúmgóðu þvottahúsi. Sólpallur m/heitum potti, skjólsælum garði o.fl. Barnvænt, rólegt hverfi. Stutt í skóla. Glæsileg eign, einstakt tækifæri v/búslóðaflutn. Sjá nánar á fasteignavef mbl.is og www.as.is. Húsnæði óskast Leita að íbúð á Akureyri! Tveir háskólakennarar leita að leiguíbúð á Akureyri, helst í miðbænum, til eins árs frá 1.sept. nk. Skilvísum greiðslum heitið, greiðslutrygging og meðmæli frá fyrrv. leigusala. Þóra 694 6440. Sumarhús Rotþrær, heildarlausn (“kit”) á hagstæðu verði. Sérboruð siturrör, fráveiturör og tengistykki. Einangrunarplast og takkamottur. Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími 561 2211. Heimasíða: www.borgarplast.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu Vandaðar gjafavörur í miklu úrvali. Slóvak kristall, Dalvegi 16 b, Kópavogi, s. 544 4331. opið sunnud. kl. 13-18. Tékkneskar og slóvenskar handslípaðar kristal- ljósakrónur. Mikið úrval. Frábært verð. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Léttir og lághælaðir. Vandaðir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Verð frá. 8.685. til 8.890.- Misty skór, Laugavegi 178, sími: 551 2070 opið mán-fös 10-18 Ath. lokað á laugardögum í sumar Góð þjónusta, fagleg ráðgjöf Viðskipti Skelltu þér á námskeið í netviðskiptum! Notaðu áhugasvið þitt og sérþekk- ingu til að búa þér til góðar tekjur á netinu. Við kennum þér nákvæmlega hvernig! Skoðaðu www.kennsla.com og kynntu þér málið. Ýmislegt ÚTSÖLUMARKAÐUR Tískuverslunin Smart GRÍMSBÆ / Bústaðarvegi Opið miðvikudag - föstudag frá kl. 12-16 50% afsláttur Skór, stök pör. Gerið góð kaup. Sími 588 8488 Bátar Skemmtibátur óskast Óska eftir að kaupa skemmtibát. Verð allt að 8.0 m. Vinsamlega sendið tilboð á omarsig@simnet.is Bílar Toyota Avensis '97, verð 550.000 Nýskoðaður. Vel með farinn, í topp- standi, óryðgaður. CD, álfelgur, krókur o.fl. Skipti á heitum potti (skel), góður stgr. afsl. Uppl. 822 4710. Til sölu Nissan Terrano 2004, ekinn aðeins 32000, Fallegt eintak. Sími 866 9266. Jeep árg. '96 ek. 190 þús. km Jeep Grand Cherokee Laredo, ´96 árgerð, ekinn 190.000 km. Í ágætis standi. Verð aðeins 200 þús. kr., langt undir listaverði. Sími 694 7777. GMC árg. '02 ek. 80.000 km Gullfallegur, lítið ekinn dekurbíll, 280 hö. Áhvílandi 2 milljónir, fæst á yfirtöku, sjón er sögu ríkari. S: 892 2180 Chevrolet captiva árg. '07 Ek. 9000 km, selst vegna flutninga, 7 manna dísil jeppi, eyðir 9-12l er með leðri, dráttarkrók, bakkskynjur- um. Einn með öllu, drauma fjölskyldu- bíll, verð 3.850 þús., áhvílandi 2,2m. S: 862 7180, Atli. Bílaþjónusta Ódýr bílaþvottur! Er bíllinn skítugur? Bjóðum betra verð en nokkur annar og klárum bílinn samdægurs. Háþrýstiþvottur, sápun, bón og þrif að innan. Pantið í s. 865-1514 eða 848-3008. Ökukennsla Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Fellihýsi Fleetwood Highlander sequoia árg ‘04, 14”. Flott fyrir stóra fjölsk. Sv.pláss f. 9. Ýmis aukab. V.1300 þús. Sk. á minni. S: 693 7311/ 894 1772. Tjaldvagnar Til sölu Combi Camp tjaldvagn Til sölu Combi Camp árg. 2004 með svefntjaldi (kálfi) og kassa á beisli, 6 manna vagn. Uppl. í síma 893 7050. Mótorhjól Til hamingju HYOSUNG! Mótorhjólaframleiðandinn HYOS- UNG í Suður-Kóreu fagnar 30 ára framleiðsluafmæli um þessar mundir. Í tilefni þess sendi hann frá sér gull- fallega afmælisútgáfu af GV650 hjólinu. Nánar á www.renta.is Einkamál Stefnumót.is Nýr stefnumótavefur og tengslanet: "Þar sem íslendingar kynnast". Líttu við og tryggðu þér gott notanda- nafn til frambúðar. Stefnumót.is Nýr samskiptavefur: "Þar sem Íslendingar kynnast". Líttu við og tryggðu þér gott notandanafn til frambúðar. INDVERSKI heimsmeistarinn Wisvanathan Anand er efstur á ný- birtum júlí-stigalista FIDE. Nokkur eftirvænting var vegna þessa lista þar sem áhöld voru um hvort glæsi- legur sigur Magnúsar Carlssonar á Aerosvit-mótinu í Úkraínu næði inn. Venjan hefur verið sú að reyna að reikna öll nýjustu móti í tæka tíð en hinn glæsilegi sigur Magnúar kemur ekki til útreikninga fyrr en næsta lista en FIDE birtir stigin ársfjórð- ungslega. Hefði þetta mót verið tek- ið til útreikninga væri Magnús í 2. sæti á eftir Anand. Á heimasíðu FIDE kemur fram að Magnús á inni 16 stig. Topp 10 listinn lítur þannig út: 1. Wisvanathan Anand (Indland) .......... 2798 2.-3. Alexander Morosevich (Rússland) 2788 2.-3. Vladimir Kramnik (Rússland) ....... 2788 4. Vasilí Ivantsjúk (Úkraína) ................. 2781 5. Venselin Topalov (Búlgaría) .............. 2777 6. Magnús Carlssen (Noregur) .............. 2775 7. Teimour Radjabov (Aserbaídsjan) .... 2744 8. Shakriyar Mamedyarov (Aserbaídsjan) 2742 9.-10. Alexei Shirov (Spánn) ................... 2741 9.-10. Peter Leko (Ungverjaland) ......... 2741 Ef horft er á listann í sögulegu samhengi þá hafa efstu skákmenn- irnir á listanum hækkað um meira en 100 Elo-stig frá því sem var fyrir 25- 30 árum, 29 skákmenn eru nú með 2700 stig eða meira. Kasparov datt út af listanum fyrir nokkru en hann rauf 2800 stiga múrinn hvað eftir annað. Á íslenska listanum ber það helst til tíðinda að Jóhann Hjartar- son er kominn á lista yfir þá óvirku. Tíu efstu eru: 1. Hannes Hlífar Stefánsson ................. 2566 2. Héðinn Steingrímsson ........................ 2540 3. Henrik Danielssen .............................. 2526 4. Helgi Ólafsson ..................................... 2522 5. Stefán Kristjánsson ............................ 2477 6. Þröstur Þórhallsson ............................ 2499 7. Arnar Gunnarsson .............................. 2442 8. Friðrik Ólafsson .................................. 2440 9. Jón Viktor Gunnarsson ...................... 2437 10. Björn Þorfinnsson ............................. 2422 Guðmundur vann í 9. umferð Tveir íslenskir skákmenn taka þessa dagana þátt í hinu þekkta First Saturday-móti í Búdapest í Ungverjalandi. Mótið dregur nafn sitt af upphafsdegi þess, en fyrsta laugardag í hverjum mánuði hefst al- þjóðlegt mót sem Lazlo Nagy hefur staðið fyrir í mörg ár. Í 9. umferð stórmeistaraflokksins sigraði Guð- mundur Kjartansson kínversku stúlkuna Yifan Hou. Stórmeistara- flokkurinn er vel skipaður og hefur Guðmundur átt við ramman reip að draga enda næststigalægsti kepp- andinn og er sem stendur í 12.-13. sæti með 2 ½ vinning. Guðni Stefán Pétursson hefur hlotið 3 ½ vinning í flokki alþjóðlegra meistara og er í 10. sæti. Íslenskir skákmenn hafa oft tekið þátt í þessu móti og staðið sig vel. Alþjóðlegt mót Hellis hefst í dag Tíu skákmeistarar taka þátt í al- þjóðlegu móti Hellis sem hefst í dag í húsakynnum Skákskóla Íslands í Faxafeni. Dregið var um töfluröð á mánudag: 1. Heikki Westerinen (Finnland) 2. Róbert Lagerman 3. Hjörvar Steinn Grétarsson 4. Magnús Örn Úlfarsson 5. Sigurður Daði Sigfús- son 6. Vladimir Lazarev (Frakkland) 7. Omar Salama 8. Atli Freyr Krist- jánsson 9. Andrzej Misiuga (Pólland) 10. Björn Þorfinnsson. Á mótinu gefst keppendum kost á að keppa að áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Til þess þarf 6 ½ vinn- ing úr níu skákum. Anand efstur en mikilvægt mót vantar Morgunblaðið/SÍ Efstir í reynd Anand og Magnús Carlssen á hraðskákmóti Glitnis 2006 Helgi Ólafsson | helol@simnet.is Júlí-stigalisti FIDE – Hannes efstur íslenskra skákmanna SKÁK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.