Morgunblaðið - 16.07.2008, Side 9

Morgunblaðið - 16.07.2008, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Stórútsala Glæsilegur sumarfatnaður Útsalan er hafin Stærðir 40-60 30-50% afsláttur af útsöluvörum www.belladonna.is Skeifan 11d • 108 Reykjavík • 517 6460 FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is „OKKUR fannst þetta góð hugmynd og ákváðum að kynna hana fyrir borg- inni. Menn tóku vel í þetta en það varð eitthvað lítið úr framkvæmdum, þang- að til við tókum okkur bara til og hönnuðum sjálfir svona hús, íslensku útgáfuna,“ segir Sigurður Kr. Frið- riksson, framkvæmdastjóri Fé- lagsbústaða hf. Fyrirtækið átti frumkvæði að inn- leiðingu svokallaðra smáhýsa sem hugmyndin er að geti verið heimili fyr- ir útigangsfólk, með samvinnu við vel- ferðarráð Reykjavíkur. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu síð- ustu daga gengur hægt að bregðast við þörfinni á húsaskjóli fyrir heim- ilislausa í borginni. Smáhýsin fjögur voru viðleitni til þess, en tæpt ár er nú liðið en ekkert hús hefur verið tekið í notkun. Húsin eru byggð eftir danskri fyr- irmynd, svokölluðum fíklahúsum, sem gefið hafa góða raun í nokkur ár í Dan- mörku. „Við vorum úti í Kaupmanna- höfn fyrir nokkrum árum í heimsókn hjá fyrirtæki með svipaða starfsemi og sáum þá svona hús sem voru tíma- bundið á lóðum á Amager. Þá kviknaði hugmyndin því okkur fannst þetta smellpassa hérna,“ segir Sigurður. Eiga að þola óvenjulegt álag Húsin hafa verið löguð að íslenskum aðstæðum, þannig að þau þoli meiri veður en gengur og gerist í Kaup- mannahöfn. Eins eru þau hönnuð með það í huga að innbúið sé sterkt og geti þolað meiri ágang en allajafna, enda eru þau ætluð pörum eða ein- staklingum sem eiga mjög erfitt með að vera í sambýli við aðra. Öryggisgler er í gluggum, hreinlætistæki eru úr stáli og sérvalinn sjúkrahúsdúkur á gólfum, sem á m.a. að þola að drepið sé í sígarettum í gólfinu. Sigurður segir að smáhýsin séu tilraun en takist hún vel sé vonandi að fleiri hús verði reist í kjölfarið. Hugmyndin er sú að húsin geti staðið tímabundið á ónotuðum lóðum og færð úr stað þegar lóðirnar eru teknar í notkun, eins og gert hefur verið í Danmörku. Samkvæmt upp- lýsingum frá velferðarráði Reykja- víkurborgar eru það erfiðleikar við að finna hentuga lóð sem valda því að húsin hafa enn ekki verið tekin í notk- un. Óvenjusterk hús Smáhýsin sem tafist hefur að reisa í Reykjavík eru hönnuð af Íslendingum með þarfir útigangsfólks sérstaklega í huga Ljósmynd/Félagsbústaðir Kot Smáhýsin eru aðeins 25 fermetrar að stærð en þar rúmast þó helstu nauðsynjar með huggulegu fyrirkomulagi. METAÐSÓKN er í íbúðir Stúdenta- garða Félagsstofnunar stúdenta (FS) sem leigir nemendum við Há- skóla Íslands íbúðir. Umsóknar- frestur rann út fyrir skemmstu og liggja nú fyrir yfir 1.100 umsóknir. Áætlað er að á bilinu 150–200 leigu- einingum, þ.e.a.s. herbergjum eða íbúðum, verði úthlutað en 721 leigu- eining er í eigu FS. Hjá FS fengust þær upplýsingar að ljóst væri að lægra hlutfall um- sækjenda fengi húsnæði nú en und- anfarin ár. Fjöldi nema við HÍ hefði aukist jafnt og þétt undanfarin ár en þó sérstaklega mikið nú í ár þegar Kennaraháskóli Íslands (KHÍ) sam- einaðist HÍ. Íbúar dvelja lengur en áður Þá hefur þróunin undanfarin ár verið sú að sífellt fleiri háskólanemar fara beint í meistaranám að loknu grunnnámi. Íbúar Stúdentagarða dveljast því lengur á görðunum en áður og verður þannig veltan hægari og biðlistarnir lengri. Einnig má gera ráð fyrir að erfiður húsnæðis- markaður og ótryggir atvinnumögu- leikar hafi áhrif á ákvarðanir íbúa þegar kemur að því að velja milli áframhaldandi náms eða fara út á al- mennan húsnæðismarkað og vinnu- markaðinn. Að sögn Hákonar Arnar Arnþórs- sonar, rekstrarstjóra Stúdentagarða FS, eru nú í forvali íbúðir sem FS fékk úthlutað hjá borginni á Skóga- vegi 18–22, sem er við Sléttuveg, nærri LSH í Fossvogi. Þar verða byggðar 80 íbúðir ætlaðar fjöl- skyldufólki og verða þær 2–3 her- bergja. Vonast er til að þær verði til- búnar til útleigu vorið 2010. „Þetta er smá-dropi í hafið, smá- viðleitni. Þetta er einn fyrsti áfang- inn sem við erum að fara í gang með eftir samkomulag sem undirritað var við borgarstjóra í mars. Samningur- inn hljóðaði upp á 600 íbúðir á næstu 4 árum,“ segir Hákon. ylfa@mbl.is Metaðsókn í stúdentaíbúðir Yfir 1.100 sóttu um 150–200 íbúðir FS Morgunblaðið/ Jim Smart Íbúðir Stúdentagarðar á Lindargötu. NÆSTKOMANDI föstudag munu veitinga- og skemmtistaðirnir Ölstof- an og Vegamót skila inn greinargerð til lögreglustjórans í Reykjavík. Um er að ræða andsvar við bréfi borgar- yfirvalda þess efnis að staðirnir eigi að loka eigi síðar en kl. 3 um helgar. Fáar hávaðakvartanir Að sögn Kormáks Geirharðssonar, verts á Ölstofunni, hafa allar dagbók- arfærslur lögreglunnar tengdar stöð- unum tveimur verið yfirfarnar. „Þeg- ar við vorum búin að lesa um 50 skýrslur þá voru kannski fjórar til fimm sem lutu að hávaða hjá okkur. Ég hef ekki lesið Vegamótaskýrsl- urnar en yfirleitt var um að ræða okk- ur að biðja lögreglu um aðstoð vegna of drukkins fólks sem var að reyna að komast inn á staðinn og var með óspektir eða íbúa að kvarta yfir bílum sem var ólöglega lagt í götunni. 90% af skýrslunum voru um annað en há- vaða frá Ölstofunni.“ Kvartanir frá síðasta sumri Kormákur segir að þær fáu skýrslur, sem vörðuðu hávaða frá staðnum, hafi verið lagðar fram síð- asta sumar, „þegar allt var meira og minna í ólestri í öllum bænum. Það var bara anarkí í miðbænum og lög- reglan vissi ekki hvað hún átti að gera. Svo þegar línur voru lagðar fór- um við auðvitað eftir þeim og það tók okkur kannski tvær helgar. Einmitt þá voru kvartanirnar lagðar fram.“ Aðspurður segist Kormákur búast við að fá svör frá borginni eftir 2-3 mánuði, miðað við afgreiðslu fyrri mála. ylfa@mbl.is Veitingamenn í miðborginni andmæla styttum afgreiðslutíma Fæstar kvartanirnar vegna of mikils hávaða Morgunblaðið/Golli Ölstofan Eigendur svara bréfi yf- irvalda um styttri afgreiðslutíma. Smáhýsin eru 25 fermetrar að stærð og er áætlaður kostnaður við gerð þeirra um 6 milljónir á hvert hús, að frágangi á lóð með- töldum. Í fyrstu tilraun er ætlunin að taka fjögur hús í notkun, og yrði heildarkostnaður því í kring- um 24 milljónir króna. Að sögn Sigurðar Kr. Friðriks- sonar má áætla að kostnaðurinn væri a.m.k. þrefalt meiri ef útvega ætti jafnmörgum einstaklingum íbúðir í hefðbundnu húsnæði í stað smáhýsanna, en þau eru fyrst og fremst ætluð pörum og munu því líklega þjóna 8 manns allt í allt. Útlit húsanna er hannað af Ask verktökum, en Guðni Jóhannesson hannaði burðarþol og lagnir. Húsin eru byggð á stálgrind og klædd bárujárni. Þau eru auðveld í bygg- ingu og mjög traust, enda sérvalin fyrir þennan hóp fólks, með óvenjulegt álag í huga. Þrefalt ódýrari en hefðbundnar íbúðir VEÐURSPÁIN er mjög góð og allt útlit fyrir að Benedikt Hjartarson sundkappi reyni að synda áleiðis yf- ir Ermarsundið í dag. Ákvörðunin verður þó endanlegan tekin rétt fyrir klukkan 7 í dag á höfninni, og er það skipstjórinn Andy King sem á lokaorðið. Bendikt ætlar að reyna sundið frá Dover í Englandi og yfir til Frakklands. Bein lína yfir Erm- arsundið er 32 km, en vegna strauma syndir meðalsundmaður sem klárar sundið um 40–45 km. Meðaltími sundmanna er rúmar þrettán klukkstundir en allt eins er búist við að ferðin geti tekið Bene- dikt um sextán klukkustundir. Takist honum að klára sundið, verður hann fyrsti Íslending- urinn til að synda yfir Ermarsund. Benedikt reyndi í fyrra en varð þá að gefast upp. Lítill bátur fylgir Benedikt alla leið og um borð í bátnum verður Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarmaður for- sætisráðherra. Hægt verður að fylgjast með framgangi Benedikts á vefsvæðinu www.ermarsund.com. Þar er teng- ill inn á vefsvæði, þar sem jafnan má sjá staðsetningu hans. Líklegt að Benedikt reyni við Ermarsundið í dag Benedikt Hjartarson Veikasta fólkið í borginni mbl.is | Sjónvarp

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.