Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „ÞETTA er mjög vont fyrir stéttina, skapar óróa innanhúss og óöryggi fyrir barnshafandi konur um okkar þjónustu sem er þeim svo mikilvæg,“ segir Svanborg Egilsdóttir, yfirljósmóðir á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands á Selfossi, um uppsagnir ljós- mæðra að undanförnu. Átta af tíu ljósmæðrum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi hafa sagt upp störfum. Lifa ekki á því að segja sögur „Þetta eru daprar fréttir,“ segir Svanborg Egils- dóttir og bætir við að engin ljósmóðir hafi sagt upp að gamni sínu. Svanborg segir það hafa mikið að segja fyrir kon- ur á barnaeignaraldri að hafa aðgang að ljósmæðr- um og því sé staðan ógnvænleg, að öllu óbreyttu. „En við lifum ekki á því að segja hvað starfið sé ynd- islegt. ég fer ekki í bankann með reikningana mína og segi fallegar fæðingarsögur.“ 220 kjarnafélagar eru í Ljósmæðrafélagi Íslands í 130 stöðugildum. Þær vilja fá nám sitt metið til jafns við aðra en það hefur ekki gengið eftir. Tæplega 70% fæðinga eiga sér stað á Landspít- alanum og þar hafa 57 af 108 ljósmæðrum sagt upp. Tíu af 14 ljósmæðrum á Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja hafa sagt upp, en eftir eru tveir deildar- stjórar og ein ljósmóðir í barneigarfríi. Á Ísafirði hafa allar þrjár ljósmæðurnar sagt upp störfum og sambærilega sögu er að segja af öðrum stöðum. Í Vestmanneyjum eru þrjár ljósmæður í tveimur störfum. Guðný Bjarnadóttir segir að þær ætli að taka ákvörðun um framhaldið í vikunni. Barnshafandi konur í óvissu Margar ljósmæður víða um land hafa sagt upp og aðrar enn að hugsa sinn gang Morgunblaðið/Kristinn Ástand Verði uppsagnir ljósmæðra að veruleika verður slæmt ástand á fæðingardeildum landsins. BOÐIÐ var til sérstaks hádegis- verðar á Þremur Frökkum í gær í tilefni af fyrstu kartöfluuppskeru ársins. Meðal þeirra sem snæddu rauðsprettu og kartöflur, sem Úlfar Eysteinsson matreiðslumaður bar fram, var Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra. Að sögn Þórhalls Bjarnasonar, formanns Sambands garð- yrkjubænda, smakkaðist maturinn afskaplega vel. Morgunblaðið/Ómar Fyrstu kartöfluuppskeru ársins fagnað Kartöfluhátíð matgæðinga mbl.is | Sjónvarp FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „ÞETTA ER komið að mörkum þess sem er forsvaranlegt að halda úti á þessum tímapunkti,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborg- arsvæðisins, um þá staðreynd að að- eins fjórtán lögreglumenn voru á vakt á höfuðborgarsvæðinu síðast- liðið laugardagskvöld, þ.e sjö bílar með tveim lögreglumönnum í bíl. „Við erum að glíma við rekstr- arvanda, sumarleyfi og manneklu. Það hefur það í för með sér að við er- um ekki að fullmanna vaktirnar,“ segir Stefán. Hann segir stefnuna vera að hafa 20-25 manns á hverri vakt og það hafi ekki alltaf gengið eftir þar sem lögregluna vantar mannskap. Stefán segir fjölda lögreglumanna á vakt einnig vera háðan þeim verk- efnum sem embættið hefur með höndum á hverjum tíma. „Við erum að reka embættið innan þeirra heimilda sem við fáum á fjár- lögum og við höfum gert tillögu til dómsmálaráðuneytisins um að fjár- veitingar hækki á fjárlögum næsta árs,“ segir Stefán um rekstrarvand- ann sem steðjar að embættinu. Stefán segir marga ófyrirséða út- gjaldaliði eins og hækkun á bensín- verði og á aðföngum vera stóran hluta af rekstrarkostnaði. Þrjú sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu hafa brugðið á það ráð að kaupa þjónustu öryggisfyrirtækja til þess að sinna löggæslu. Í Reykjavík standa miðborgarþjónar næturvakt- ina um helgar, á Seltjarnarnesi sinn- ir Securitas hverfisgæslu og Kópa- vogsbær samþykkti svo í síðustu viku að bjóða út sambærilega þjón- ustu í kjölfar fjölgunar innbrota. Uppi hafa verið raddir að lög- reglumönnum á vakt hafi fækkað í syðri hluta höfuðborgarsvæðisins eftir að lögregluembættin voru sam- einuð. Svipað og fyrir sameiningu „Lágmarkið á kvöld- og nætur- vöktum er einn bíll í Hafnarfirði og einn í Kópavogi auk þriðja bíls sem er bíll mannaður varðstjóra sem fer á milli Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar eftir því sem þurfa þyk- ir,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu, spurður um meinta fækkun lögreglumanna í Hafnarfirði og Kópavogi. Geir Jón segir þetta svipað og verið hafi undanfarin ár, fyrir sameiningu. Fyrir sameiningu embættanna á höfuðborgarsvæðinu voru tveir bílar í Hafnarfirði og einn bíll í Kópavogi og stöðvarnar á báðum stöðum opn- ar allar sólarhringinn. Núna eru stöðvarnar í Kópavogi og Hafn- arfirði opnar skemur. Varðstjórar eru bæði í Kópavogi og í Hafnarfirði en þeir vinna úti með lögreglumann með sér í bíl. Sumarfrí lögreglumanna standa sem hæst og því er lágmarksrekstur á útkallsbílum í öllum umdæmum. Rétt svo forsvaranlegt  Lögreglan glímir við manneklu og rekstrarvanda  Bara fjórtán á vakt á laug- ardagskvöldi  Sveitarfélög bregðast við með einkarekinni öryggisgæslu Fyrir sameiningu lögregluembætt- anna á höfuðborgarsvæðinu árið 2006 voru 87 lögreglumenn á vakt frá kl. 7 að morgni föstudagsins 14. júlí til kl. 7 að morgni laug- ardags. Í þeirri tölu eru 65 lög- reglumenn sem sinntu útköllum í Reykjavík, Seltjarnarnesi og Mos- fellsbæ, 8 í Kópavogi og 14 í Hafn- arfirði, Garðabæ og Álftanesi. Til samanburðar voru 72 lögreglu- menn á vakt föstudaginn 11. júlí til laugardagsins 12. júlí á þessu ári, á höfuðborgarsvæðinu öllu. Þetta sýnir að lögreglumönnum hefur fækkað nokkuð á vakt sem sinnir útköllum á föstudegi í júlí- mánuði, fyrir og eftir sameiningu, eða um 18%. „Þessar tölur stað- festa það sem Landssamband lög- reglumanna (LL) hefur haldið fram undanfarnar vikur, mánuði og ár, þ.e. að fækkun hafi orðið í því sem kallað hefur verið sýnileg lög- gæsla,“ segir Snorri Magnússon, formaður LL. Lögreglumönnum í borginni fækkar um 18% KARLMAÐUR á fertugsaldri brenndist í andliti skömmu fyrir kl. 16 í gær í gassprengingu sem varð fyrir utan lögreglustöðina á Ak- ureyri. Verið er að vinna að mal- bikun fyrir framan lögreglustöðina og varð sprengingin þegar reynt var að kveikja á gashitara sem þjónar því hlutverki að hita tjöru. Mikill hvellur varð við spreng- inguna og steig eldsúla hátt upp í loft. Vindurinn bar eldinn til suð- vesturs þar sem maðurinn stóð. Sá var að vinna við framkvæmdina. Nokkur vitni urðu að atburðinum, þ. á m. lögregluþjónn í kaffihléi en atvikið átti sér stað fyrir utan kaffi- stofu stöðvarinnar. Lögregluþjónar þustu umsvifalaust út og hlúðu að manninum meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Ekki er talið að um alvar- lega brunaáverka sé að ræða. ylfa@mbl.is Brenndist í andliti Gassprenging fyrir framan lögreglustöð INNSETNING í embætti forseta Íslands mun venju samkvæmt fara fram 1. ágúst. Um er að ræða fjórða tíma- bil Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti en að því loknu hefur hann sinnt for- setastörfum í 16 ár. Aðeins tveir aðrir forsetar hafa gegnt embætti svo lengi, annars vegar Ásgeir Ás- geirsson (1952-1968) og Vigdís Finnbogadóttir (1980-1996). Athöfnin fer fram í Alþingishús- inu og munu helstu embættismenn þjóðarinnar mæta. Til hennar bjóða sameiginlega Alþingi, ríkisstjórnin og Hæstiréttur Íslands. Settur í emb- ætti 1. ágúst Ólafur Ragnar Grímsson ALLT þyrluflug hefur verið bannað í þjóðgarðinum á Þingvöllum í sum- ar. Ástæðan er miklar kvartanir frá nágrönnum og gestum þjóðgarðs- ins en framkvæmdir að undanförnu hafa verið umfangsmiklar og há- vaðamengun mikil frá þyrlum sem hafa flutt steypusíló og verkfæri að byggingalóðum við Valhallarstíg. Björn Bjarnason, formaður Þing- vallanefndar, tók þá ákvörðun fyrir helgi að banna flugið til 1. október en eigendum nýbygginganna var kynnt niðurstaðan í gær. Sigurður Oddsson þjóðgarðs- vörður segir að eigendur hafi tekið þessari ákvörðun vel. Þyrluflug bannað GUÐMUNDUR VE-29 er á leið til Þórshafnar af miðunum austur af landinu og er aflaverðmæti hans um 100 milljónir. Sturla Einarsson, skipstjóri á Guðmundi segir að þetta sé mettúr hjá skipinu og sá langverðmætasti hingað til. Aflinn er síld og makríll og er mestur hluti frystur um borð, um 750 tonn en lítill hluti fer í bræðslu. Skipið var um 10 daga á veiðum í ágætu veðri en heimferðin gengur hægar vegna leiðindabrælu og væntanleg koma til Þórshafnar er seinnipartinn á morgun, að sögn skipstjórans. Pláss fyrir frystar afurðir er feikinóg á Þórshöfn með tilkomu nýrrar frystigeymslu sem Ísfélag Vestmannaeyja byggði. Metverðmæti til Þórshafnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.