Morgunblaðið - 16.07.2008, Side 1

Morgunblaðið - 16.07.2008, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 6. J Ú L Í 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 193. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er DAGLEGTLÍF ÍBÚARNIR Í MÁSHÓLUM ERU FRUMBYGGJARNIR REYKJAVÍKREYKJAVÍK Fallegu skrímslin frumsýnd í dag Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „ÞETTA er komið að mörkum þess sem er forsvaranlegt,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæð- isins, um þá staðreynd að aðeins 14 lögreglumenn voru á vakt sl. laugardagskvöld á höfuðborgarsvæðinu. Undir venjulegum kringumstæðum ættu þeir að vera á bilinu 20- 25. Embættið glímir nú við mikinn rekstrarvanda og manneklu auk þess sem lítil nýliðun var í hópi lögreglu- manna á þessu ári. Vonir eru bundnar við aukna nýliðun á næsta ári, að sögn Stefáns. Rekstrarútgjöld embættisins hafa aukist mikið vegna ófyrirséðra hækkana á aðföngum og eldsneyti. Stefán segir að að embættið sé rekið innan fjárheimilda og það hafi lagt til við dómsmálaráðuneytið að fjárveitingar hækki á fjárlögum næsta árs. „Þetta staðfestir það sem Landssamband lögreglu- manna hefur verið að halda fram undanfarnar vikur, mán- uði og ár, þ.e. að fækkun hafi orðið í því sem kallað hefur verið sýnileg löggæsla. [...] Áður hefur verið staðfest að fækkun hafi orðið í lögreglunni á landsvísu og koma þar til, að okkar mati, slök launakjör, vinnuskilyrði og álag,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglu- manna, um að lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sem sinntu útköllum sl. föstudagskvöld hafi verið 18% færri en sinntu útköllum á sama tíma fyrir sameiningu embætt- anna á höfuðborgarsvæðinu árið 2007. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að við af- greiðslu fjárlaga næsta árs verði tekin afstaða til þess vanda sem steðjar að lögreglunni. 14 lögreglumenn á vakt  Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu glímir við mikinn rekstr- arvanda og manneklu  Hefur óskað eftir meiri fjármunum  Rétt svo forsvaranlegt | 4  Ástralski kóalabjörninn Lucky er ekki feigur. Hann varð fyrir bíl sem ekið var á 100 km hraða norðan við Brisbane og festi annan hramminn og hausinn í grillinu. Barst hann 12 km leið áður en bílstjórinn nam staðar. Notuð voru skæri til að klippa hann lausan og er Lucky nú við góða heilsu eftir smá-hvíld og máltíð. kjon@mbl.is Lucky er líklega með níu líf eins og kötturinn Reuters Heppinn Lucky á dýraspítala í gær.  Sú leið að afla fjármagns með útgáfu víxla hef- ur orðið meira áberandi nú með- al íslenskra banka en áður. Víxlarnir eru gjarnan óverð- tryggðir og vaxtalausir, en vegna ávöxt- unarkröfu fjárfesta eru þeir þá al- mennt seldir undir nafnvirði. Fjöldi útgefinna víxla hefur þó líklega ekki aukist, en vegna samdráttar í útgáfu skuldabréfa ber meira á víxlunum. » 14 Meira ber á víxlum Kauphöll OMX á Íslandi.  Danski rithöfundurinn Kristian Witt segir margar konur ekki treysta körlunum sínum fyrir að sinna smábörnum, þær geti aldrei stillt sig um að grípa inn í. Oft endi þetta með því að karlinn dragi sig í hlé og sumir yfirgefi jafnvel eig- inkonuna. Hann hefur að sögn Jyl- landsposten rætt þessi mál við fjölda hjóna. „Konan heldur fast við að börnin séu á hennar umráðasvæði og vill halda völdum yfir heimilinu. Ef karlinn vill hafa þar einhver völd verður hann að berjast fyrir þeim,“ segir Witt. Ráðleggur hann kon- unum að halda aftur af sér og láta karlana læra af reynslunni. Konan geti t.d. yfirgefið herbergið þegar hann skiptir á barninu. kjon@mbl.is Konan láti karlinn sinn læra af reynslunni Lögreglumenn á vakt á höfuðborgarsvæðinu sl. laugardagskvöld 14 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu 1. des 2007 195.970 Íbúar á hvern lögreglumann á vakt sl. laugardagskvöld 13.998 GÖNGUFERÐIR um óbyggðir Íslands njóta vax- andi vinsælda og nýtur Laugavegurinn, milli Landmannalauga og Þórsmerkur, mestra vin- sælda. Aukin aðsókn er í ferðir Ferðafélags Íslands, að sögn Páls Guðmundssonar framkvæmda- stjóra. Margar ferðir eru fullbókaðar og gisti- pláss í skálum á Laugaveginum nánast allt frá- tekið í júlí. Verið er að byggja nýjan skála við Álftavatn og skáli þaðan verður fluttur í Emstr- ur til að auka gistirými við Laugaveg sem er langvinsælasta gönguleiðin hjá FÍ. Fimmvörðu- háls nýtur einnig vinsælda, líkt og gönguleiðir á Sprengisandi og Kili. Útlendingar fara mikið á þessar slóðir. Hornstrandaferðir eru einnig vin- sælar en í þær fara einkum Íslendingar. Hjá Útivist hefur aðsóknin ekki minnkað á milli ára og er töluvert mikið bókað í sumar, að sögn Skúla H. Skúlasonar, framkvæmdastjóra. Hann sagði Íslendinga í miklum meirihluta með- al þátttakenda í ferðum félagsins. Skúli sagði að mikil aðsókn væri í ferðir um Strútsstíg og eins um Sveinstind–Skælinga. Þá stæði Laugaveg- urinn alltaf fyrir sínu. gudni@mbl.is Margir vilja kynnast dulúð óbyggðanna af eigin raun Morgunblaðið/Guðni Einarsson Laugavegurinn vinsælastur gönguleiða Eftir Andra Karl andri@mbl.is KANNA þarf ástæður brottflutn- ings ungs fólks og kvenna úr dreif- býli og skoða mögulegar aðgerðir til að bregðast við. Aldursdreifing er víða skekkt og aldurshóparnir 0-4 ára og 25-39 ára eru fámennir. Þetta kemur fram í skýrslu Byggðastofn- unar um byggðarlög þar sem fólks- fækkun er viðvarandi. Þar eru tekin fyrir 22 sveitarfélög sem eiga það sameiginlegt, að íbúum hefur fækkað á undanförnum árum. Af þeim ástæðum sem helst eru tald- ar má nefna að ekki er nóg af at- vinnutækifærum. Sífellt fækkar í frumvinnslugreinum og ekkert nýtt kemur í staðinn. Á sumum svæðun- um eru helstu sóknarfæri tengd stóriðju, annars í ferðaþjónustu. Skýrsluhöfundar nefndu einnig að eðlilegt væri að skoða hvort ekki væri hægt að efla héraðskjarna þannig að fleiri gætu sótt þangað vinnu. Forsenda þess er efling sam- göngukerfisins. | 8 Hvers vegna flýja konur og ungt fólk úr dreifbýlinu? Í HNOTSKURN »Viðvarandi fólksfækkunvar skoðuð á 10 ára tíma- bili, 1996-2006, og miðað við 15% fækkun íbúa eða meira. »Fækkun íbúa í þeim 22sveitarfélögum sem voru til skoðunar, á 15 ára tímabili, var 20,9%. Mest í Árneshreppi eða 55,8%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.