Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 23 Guðmundsson, en hann hafði lokið verslunarprófi vorið 1941. Félagslíf þessara 8 drengja, sem reyndar urðu ekki nema 7 frá næstu jólum, var ekki fjölskrúðugt. Í því efni áttu þeir ekki samleið með öðr- um nemendum skólans og hefðir, sem myndast höfðu í menntaskólun- um um áratugaraðir, voru engar til. Þarna hófust kynni okkar Karls, sem við lok námstímans voru orðin að vináttu. Á þá vináttu bar aldrei skugga næstu 63 árin. Karl var prýðisnámsmaður. Jafn- vígur á allar greinar og átti sérstak- lega létt með tungumál, sem kom sér vel, því að námsefnið spannaði þýsku, ensku, frönsku og latínu og strangar kröfur gerðar í þeim tungu- málum öllum. Að loknu stúdentsprófi innrituðu fjórir af fyrstu stúdentum Verslun- arskólans sig í viðskiptadeild Há- skólans. Karl var í þeim hópi. Kom þá í ljós, að þeir stóðu nemendum menntaskólanna fyllilega á sporði. Á námstíma okkar í Verslunar- skólanum gengu menn í og úr skóla. Fyrir Karl var þetta þónokkur spöl- ur, alla leið vestan af Seltjarnarnesi, ríflega hálftíma gangur hvora leið og meira í snjókomu og fannfergi, roki og rigningu. Ekki kvartaði Karl og engin sáust á honum þreytumerki þegar kennsla hófst kl. 8 á morgn- ana. Ef til vill urðu þessar daglegu göngur Karls til þess að hann naut góðrar heilsu og líkamlegs atgervis allar götur þar til sjúkdómur tók hann fangbrögðum og lagði hann loks að velli. Karl naut einnig andlegs atgervis. Hann hafði meðal annars næmt brageyra. Átti hann óvenju létt með að læra ljóð og kunni heilu ljóðabálka stórskáldanna. Hann hafði líka næmt tóneyra og naut sígildrar tón- listar alla ævi og átti fjölda hljóm- platna og diska með tónverkum meistaranna. Hinir áberandi þættir í fari Karls voru hinsvegar vandvirknin og ná- kvæmnin. Þessara eðlisþátta sá víða stað í öllu hans fari bæði á heimili þeirra Höllu og í starfi. Ævistarf Karls var að mestu unnið í þágu Landsbanka Íslands, lengst sem skipulagsstjóri bankans. Störf sín fyrir bankann leysti hann af hendi með þeim hætti, að hann vann sér stöðugt aukið traust samstarfs- manna sinna og yfirmanna. Karl var í eðli sínu félagslyndur maður. Tók hann virkan þátt í hreppsnefnd og síðar stjórn bæjar- félagsins á Seltjarnarnesi um ára raðir. Hann var meðlimur Oddfellow reglunnar og var kjörinn þar til æðstu embætta og metorða. Sama átti við um Rótary-hreyfinguna. Karl B. Guðmundsson var gæfumaður í starfi og einkalífi. Mest var gæfa hans, þegar hann gekk að eiga Höllu Jóhannsdóttur. Þau voru einkar samhent í öllu lífi sínu. Mikið hefur reynt á Höllu hin síðari árin eftir að veikindi Karls færðust í aukana. Við Benta kveðjum nú vin okkar Karl B. Guðmundsson með trega og þakklæti fyrir vináttu og traust. Höllu og börnum þeirra sendum við innilegar samúðarkveðjur. Valgarð Briem. Samstarfsmaður og góður vinur til margra ára, Karl Bergmann Guð- mundsson, er til grafar borinn í dag. Kynni okkar Karls hófust þegar við, ásamt mörgum öðrum, stofnuðu Sjálfstæðisfélag Seltjarnarness 1959 sem telja má að hafi verið upphaf þess að sjálfstæðismenn tóku við for- ystu í hreppnum sem þá var og er síðan Seltjarnarnesbær. Karl hafði alist upp í hreppsfélaginu frá 5 ára aldri og var ómetanlegt að geta leitað til hans um þekkingu á mönnum og málefnum frá fyrri tíma. Það var 1962 sem Sjálfstæðisfélagið bauð fram í fyrsta sinn á Seltjarnarnesi og þar voru á lista bæði heimamenn og aðfluttir. Jón Guðmundsson Nýjabæ var í fyrsta sæti, Karl í öðru og und- irritaður í því þriðja. Til að gera langa sögu stutta náð- um við þremur mönnum inn og feng- um meirihluta sem hefur haldið síð- an. Jón lét fljótlega af störfum af heilsufarsástæðum og var Karl kjör- inn oddviti á hans stað. Karl var odd- viti til 1974 þegar Seltjarnarnes gerðist bæjarfélag og varð Karl fyrsti forseti bæjarstjórnar Seltjarn- arness. Karl hafði mikinn áhuga á skóla og menningarmálum sem voru mjög fyrirferðarmikil á þessum ár- um og eru raunar enn. Karl sat um skeið í sýslunefnd Kjósarsýslu fyrir Seltjarnarneshrepp meðan hreppur- inn var enn þá hreppsfélag. Karl var maður sem gott var að starfa með. Hann var ekki maður fljótfærnislegra ákvarðana heldur vildi hann sjá fyrir afleiðingar þess sem gert var. Ég kveð Karl Berg- mann Guðmundsson með virðingu og þakka fyrir þann tíma sem við störf- uðum saman. Það hefur ekki verið öf- undsvert að starfa með unglingum sem komu inn í hreppsmál og þóttust vita allt og geta allt. Karl hélt okkur við efnið. Halla og fjölskylda þið kveðjið eig- inmann og góðan fjölskylduföður. Sigurgeir Sigurðsson, fv. bæjarstjóri Seltjarnarnesi. Í annað skipti á skömmum tíma sjáum við félagar í Rótarýklúbbi Sel- tjarnarness á bak einum af okkar elstu félögum. Karl B. Guðmundsson var meðal stofnfélaga klúbbsins okk- ar árið 1971 og varð forseti klúbbsins á tíu ára afmæli hans, starfsárið 1981-1982. Karl var alla tíð virkur í starfi klúbbsins ef undan eru skilin allra síðustu árin er hann gat ekki lengur mætt vegna veikinda sinna. Árið 1996 var hann sæmdur Paul Harris-viðurkenningu Rótarýhreyf- ingarinnar fyrir mikil og góð störf í þágu klúbbsins. Hann var svo gerður heiðursfélagi árið 2001. Áhugi hans á starfi Rótarý kom vel fram í Prag-ferð klúbbsins árið 2001 er félagar fögnuðu þrjátíu ára afmæli klúbbsins. Þá gladdi það ferðalanga að Karl skyldi þrátt fyrir veikindi sjá sér fært að taka þátt í þeirri ferð ásamt eiginkonu sinni og syni. Ferðin sú reyndist í alla staði afar vel heppnuð og var Karli til mik- illar ánægju. Karl var sannur Rótarýmaður. Hann var vanur félagsmálamaður, ekki síst á vettvangi málefna Sel- tjarnarneshrepps – og síðar bæjar. Aðrir verða til að greina frá starfi hans þar sem eins af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins, en Rótarý- klúbburinn naut sannarlega góðs af reynslu hans af félagsmálastarfi. Hann var afar nákvæmur í vinnu- brögðum og snjall ræðumaður. Í Rótarý barst hann þó aldrei á, en tók fúslega að sér þau störf sem honum voru falin. Hann var einkar ljúfur í allri við- kynningu, fór ekki í manngreinarálit og fyrir nýja félaga var notalegt að sitja á fundum hjá þessum hægláta en viðræðugóða heiðursmanni. Framganga hans öll var í anda Rót- arý, þar sem stuðlað er að kynnum milli ólíkra starfsgreina og menn vilja láta gott af sér leiða með það að markmiði að setja þjónustu ofar eig- in hag. Félagar í Rótarýklúbbi Seltjarn- arness þakka Karli B. Guðmunds- syni langa samfylgd og mikið og gott starf í þágu klúbbsins. Höllu, ekkju hans, og öðrum ást- vinum vottum við samúð okkar. Guð blessi minningu Karls B. Guðmunds- sonar. Fyrir hönd Rótarýklúbbs Sel- tjarnarness, Ingibjörg Hjartardóttir. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Jón G. Bjarnason Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík •  566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali ✝ Ástkær frænka okkar, KATRÍN JÓNSDÓTTIR, sem lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 2. júlí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 17. júlí kl. 13.00. Sigmar Bent Hauksson, Guðrún Björk Hauksdóttir, Jón Víðir Hauksson. ✝ Minningarathöfn um systurnar ÁSU GUÐMUNDSDÓTTUR DEGROOT, fædd 1918, dáin 2000 og ÞÓRUNNI GUÐMUNDSDÓTTUR JENSEN myndlistarmann, fædd 1920, dáin 2008, verður haldin í Fossvogskapellu föstudaginn 18. júlí kl. 15.00. Að ósk hinna látnu verður duftkerum komið fyrir í legstað foreldra þeirra, Ingibjargar Björnsdóttur og Guðmundar Sveinssonar skipstjóra, í Fossvogskirkjugarði. Fjölskyldan. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HELGU GUÐMUNDU HARALDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks 3B á Hrafnistu Hafnarfirði. Lúther Þorgeirsson, Bryndís Svavarsdóttir, Ragnhildur Jóna Þorgeirsdóttir, Ragnar Rúnar Þorgeirsson, Penkhae Phiubaikham, Haraldur Þorgeirsson, Helga Haraldsdóttir, Hafsteinn Þorgeirsson, Áslaug Jakobsdóttir, Sverrir Þorgeirsson, Birna Rut Þorbjörnsdóttir, Grétar Þorgeirsson, Díana Von Anken, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, INDRIÐI INDRIÐASON ættfræðingur og rithöfundur frá Fjalli, sem lést föstudaginn 4. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. júlí kl. 11.00. Indriði Indriðason, Ljótunn Indriðadóttir, Sólveig Indriðadóttir, Björn Sverrisson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHILDUR SMITH, Furugerði 1, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 10. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. júlí kl. 13.00. Birgir Breiðdal, Sif Ragnhildardóttir, Guðmundur Breiðdal, Elín María Ingólfsdóttir, Laufey Ásta Breiðdal, Birgir Breiðdal, Ása Heiður Rúnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG GUÐBJÖRNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut, föstudaginn 11. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. júlí kl. 15.00. Hans Ragnar Sigurjónsson, Anna Scheving Hansdóttir, Tryggvi Tómas Tryggvason, Ása Björk Hansdóttir, John Steven Berry, Ágústa Hansdóttir, Halldór Pétursson, Unnur Björg Hansdóttir, Pjetur Einar Árnason, Sigurjón Hansson, Kristín Guðbrandsdóttir Jezorski, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.