Morgunblaðið - 16.07.2008, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.07.2008, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is BYGGÐ mun nánast leggjast af í mörgum sveitarfélögum innan fárra áratuga, haldi sama þróun áfram og verið hefur undanfarin fimmtán ár. Þetta kemur fram í skýrslu Byggða- stofnunar um byggðarlög þar sem fólksfækkun er viðvarandi. Fækkun íbúa í 22 sveitarfélögum á fimmtán ára tímabili, 1991-2006, var 20,9%. Tíu þeirra eru dreifbýlissveitarfélög, þrjú þéttbýlissveitarfélög og níu falla í báða flokka. Hugsanlega er það of mikil svartsýni að segja að byggðin hreinlega legg- ist af. Alla vega kom ekkert annað en bjartsýni fram í samtölum blaða- manns við sveitarstjóra. En það er kannski of mikil bjartsýni. Halldór Halldórsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga var raunsær í svörum sínum. „Þarna spilar mjög stórt inn í að gömlu atvinnuvegirnir, frumvinnslugreinarnar, hafa verið að gefa eftir og munu gera áfram. Það hefur ekki nægilega margt nýtt komið í staðinn.“ Sóknartækifæri sveitarfélaganna virðast flest liggja í ferðaþjónustu, en ferðamannatíminn á Íslandi er stuttur. Sérstaklega á Vestfjörðum þar sem samgöngur á stórum svæð- um yfir vetrartímann eru vægast sagt stopular. Því má segja að bætt- ar samgöngur séu forsendur efl- ingar. 55,8% fækkun í Árneshreppi Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa orðið hvað verst úti á undanförnum árum og fækkun þar er einna mest. Þannig var mest fækkun í Árnes- hreppi, eða 55,8%. Þar verður þó að líta til að 49 einstaklingar eru með lögheimili í hreppnum. Í Vesturbyggð var ástandið ekki mikið betra. Þar nam fækkun á fimmtán ára tímabili tæpum 38%, og var einna mest á Bíldudal eða yfir fimmtíu prósent. Í Vesturbyggð horfa íbúar til – og vona innilega – að Olíuhreinsunarstöð rísi, enda hefur fiskvinnsla og verslunarrekstur gengið illa. Í skýrslu Byggðastofnunar er komið inn á nokkrar tillögur til að sporna við þessari óheppilegu þróun. Meðal annars er það talið mjög mik- ilvægt að áform stjórnvalda um bætta gagnaflutninga nái fram að ganga. Á sumum svæðum er þannig notast við ISDN-tengingu, en hún hentar afar illa, t.d. í fjarnámi og flestum atvinnurekstri þar sem treyst er á fjarskipti yfir netið. Fordómum þarf að eyða Einnig telur stofnunin að skoða þurfi með hvaða hætti hægt er að bæta ímynd afskekktra og dreifbýlla svæða. Í skýrslunni segir að kostir búsetu í dreifbýli séu margir og það gleymist. „Þarf ekki annað en nefna friðsældina og náttúruna,“ segja skýrsluhöfundar. Höfundar telja að taka þurfi sam- an og benda á kostina og koma þeim á framfæri. Með því móti sé hægt að efla sjálfstraust íbúanna og vinna á fordómum sem eru uppi gagnvart dreifbýlinu. Byggðarlög leggjast í eyði  Fækkun íbúa í 22 sveitarfélögum á landsbyggðinni, á fimmtán ára tímabili, var yfir tuttugu prósent  Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir of fátt nýtt koma í stað „gömlu“ atvinnuveganna               !"  #                    !"    # $    %# "   &$ '         (    ) $   $ $ " )  $    )  * $ + $  $  ) $ ',     %    $    &#,   - .    #   * ,      -"          $ +,#    -   %   $  )    (  $       &%'( &# 0#  )  ', #     $    #  1   $ .  #   #  .      2   # ' $ &    " ,,    ,, +, # 3 ,, +      / ,, !"    / ,, &      /   4  ,, '  ,,    ,,    / ,, -  /   *#  5 ! ,, 6        ,, %  /  FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is SIGMAR Eðvarðsson, oddviti sjálf- stæðismanna í Grindavík, segir að ágreiningur milli sín og Jónu Krist- ínar Þorvaldsdóttur um hvar ávaxta skyldi peninga vegna sölu á hlut Grindavíkur í Hitaveitu Suðurnesja hafi valdið því að hún hafi slitið meiri- hlutasamstarfinu. Að sögn Sigmars taldi nefnd, sem skipuð var eftir sölu hitaveitunnar, að geyma bæri fjármuni sveitarfélags- ins, um 4 milljarða, hjá Landsbank- anum. Jóna Kristín hefði hins vegar lofað Sparisjóðnum í Keflavík að helmingur fjárins yrði ávaxtaður þar. „Þetta er hin raunverulega ástæða fyrir slitunum,“ segir hann. Fráfarandi bæjarstjóri var ráðinn út kjörtímabilið, til fjögurra ára og með sex mánaða uppsagnarfresti. Sigmar segir að þessi háttur hafi við- gengist frá því utanaðkomandi bæj- arstjóri var ráðinn í fyrsta sinn fyrir 26 árum og allir flokkar hafi komið að slíkum ráðningum. Kostnaður við bæjarstjóraskiptin er 19,5 milljónir króna, fyrir utan launatengd gjöld, samkvæmt upplýsingum á vef Grindavíkurbæjar, en áður hafði komið fram að kostnaðurinn vegna uppgjörs við fyrrverandi bæjarstjóra væri um 45 milljónir króna. Jóna Kristín bendir á að hún fái 985 þúsund kr. á mánuði í laun eða tæplega 300 þús. kr. minna en fráfar- andi bæjarstjóri. Uppsagnarfrestur sinn sé þrír mánuðir og hún fái ekki greitt fyrir að búa í eigin húsnæði eins og fv. bæjarstjóri (um 249 þús. kr. á mánuði). Ennfremur sparist peningar, þar sem hún afsali sér laun- um sem bæjarfulltrúi í bæjarráði og bæjarstjórn, alls um 2,4 milljónir. Sigmar segir þessa útreikninga ekki standast. Miðað við 985 þúsund kr. laun í 22 mánuði sé launatala nýs bæjarstjóra um 21,7 milljónir. Miðað við 20% launatengd gjöld bætist við um 4,3 milljónir. Einnig sé verið að tala um að ráða aðstoðarmann bæj- arstjóra og bærinn sé með 18,5% vexti á innistæður sínar en vextirnir lækki vegna aukinna útgjalda. „Þetta er sóun á fjármunum,“ segir hann. Ágreiningur um ávöxtun fjár  Oddviti sjálfstæðismanna segir ágreining um ávöxtun fjár vegna sölu á HS hafa valdið slitunum í Grindavík  Samfylkingin hafi lofað SPKEF helmingi fjárins Sigmar Eðvarðsson Í HNOTSKURN » Samstarfi Sjálfstæðis-flokks og Samfylkingar í bæjarstjórn Grindavíkur lauk 8. júlí, en það hófst á fyrra kjörtímabili. Samfylking og Framsóknarflokkur mynduðu nýjan meirihluta. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir „HÉRNA vantar einfaldlega atvinnutæki- færi. Þó svo að fólk vilji koma hingað og stunda sauðfjárbúskap, þá er það of dýrt fyrir ungt fólk að byrja búskap,“ segir Oddný Snjólaug Þórðardóttir, sveitarstjóri í Árneshreppi. Þar hefur fólki fækkað um 55,8% á undanförnum fimmtán árum. Spurð hvort ekki sé hægt að byggja á ferðamennsku á þessum fallega stað, segir Oddný tímabilið einfaldlega of stutt. „Sam- göngur eru ekki nægilega góðar til að hægt sé að treysta á ferðamennsku yfir veturna. Útlendingar eru oftast bundnir flugi og mega því vart við að vera veðurtepptir í marga daga. Samgöngurnar koma því í veg fyrir það“ Aldurskiptingin er einnig fremur skökk í sveitarfélaginu og mikið um að ungmenni mennti sig og flytjist burt. Dýrt að byrja búskap Oddný Snjólaug Þórðardóttir „ÞEIR sem eru hérna eftir, þeim finnst voða gott að búa hérna,“ segir Björn Haf- þór Guðmundsson, sveitarstjóri í Djúpa- vogshreppi, í léttum tón þegar blaðamaður spyr hvort ekki sé gott að búa í sveitarfé- laginu. Þar hefur fækkað um rúm 22% á fimmtán ára tímabili. Björn Hafþór segist ekki hafa kannað það til hlítar en tilfinning manna sé að fækkunin sé nær eingöngu í sveitunum. Ekkert hús stendur autt á Djúpavogi og mikið um barnsfæðingar. „Ég held að við höfum haldið okkar hlut betur en mörg önnur sveitarfélög, og við höfum ekki verið að upplifa, að það hafi verið einhverjar holskeflur.“ Björn Hafþór segir einnig mikla bjartsýni ríkja í byggðar- laginu, ferðamennskan í miklum blóma og sterk fiskvinnslu- fyrirtæki eru á Djúpavogi. Aðallega í sveitunum Björn Hafþór Guðmundsson „ÞETTA er ekkert nýtt fyrir okkur. Það hef- ur verið árviss fólksfækkun undanfarin 20 ár. Og tæplega fimmtíu prósent bara á Bíldudal,“ segir Ragnar Jörundarson, sveit- arstjóri í Vesturbyggð. Ríflega 900 manns búa í sveitarfélaginu og áfram fækkar ef ekkert verður að gert. „Við sjáum það, að þessir þróun heldur áfram, nema auðvitað að við fáum olíuhreinsunarstöðina. Og við höfum enga ástæðu til að ætla annað en að það gangi eftir.“ Ragnar telur að margt muni breytast ef stöðin rís og að þróun síðustu tuttugu ára verði snúið við. „Það er ekki spurning um að fólki muni fjölga. Þá erum við komin með kjölfestufyrirtæki, með fasta starfsmenn, líklega yfir fimm hundruð manns, og annað eins í afleiðustörf.“ En fyrir utan allt annað, þá segir Ragnar yndislegt að búa í Vesturbyggð. „Þetta er ekkert nýtt“ Ragnar Jörundarson Íbúar í sveitarfélögunum 22 17.034 Fækkun frá árinu 1991 4.862 Meðalfjarlægð frá Reykjavík 420 km  Meira á mbl.is/ítarefni LANGIR samningafundir hafa verið haldnir að undanförnu á milli samninganefndar Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) og samninganefndar Reykjavík- urborgar um endurnýjun kjara- samninga. Rúmlega 30 hjúkr- unarfræðingar starfa hjá Reykjavíkurborg, flestir á Drop- laugarstöðum. Elsa B. Friðfinnsdóttir, for- maður FÍH, sagði í gær að á samningafundi sem þá stóð yfir yrði reynt að koma málum eins langt í átt til samkomulags og unnt væri. Spurð hvort það sem tekist er á um við samninga- borðið væri ólíkt nýgerðum samningi FÍH og ríkisins sagði hún svo ekki vera. Samningar við ríkið væru iðulega forskrift að samningum sem á eftir koma en ýmislegt væri þó frábrugðið, m.a. launatöflur og sú starfsemi sem taka þyrfti tillit til. omfr@mbl.is Nálgast samkomulag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.