Morgunblaðið - 16.07.2008, Side 19

Morgunblaðið - 16.07.2008, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 19 Jepparnir í röðum Það hefur verið gaman að vera bílasali undanfarin ár því vel hefur gengið að selja bíla. Síðustu mánuði hefur bílasalan hins vegar verið afar treg. Jepparnir bíða því í röðum í Sundahöfn og sumir sem keypt hafa jeppa vildu jafnvel helst vera lausir við hann. Lánin eru dýr og eldsneytið líka. Ómar Blog.is Guðmundur Magnússon | 15. júlí Blöð og tímarit hafa enn áhrif Algengt er um þessar mundir að heyra eftirfar- andi staðhæfingar: Dag- blöðin og tímaritin eru búin að vera. Það er netið eitt sem skiptir máli. Þar er umræðan. Þar eru fréttirnar. Þaðan koma straumarnir. Margir bloggarar taka undir þetta af hagsmunaástæðum. En þetta er tóm steypa. Dagblöð og tímarit munu áfram njóta vinsælda og áhrifa þrátt fyrir sigurgöngu netsins. Ótal dæmi frá síðustu misserum sýna að prentmiðlar hafa enn gífurleg áhrif á þjóðfélagsumræður og atburðarás þjóð- félagsmála.Eitt dæmi um þetta eru skopteikningarnar í danska dagblaðinu Jyllands Posten. Ekkert net þar! Annað er forsíðan á nýjasta hefti vikuritsins The New Yorker. Hún er þó í áratugagömlum teikningastíl ritsins. For- síðan með skopmyndinni af Obama og frú er nú helsta umræðuefni manna í Bandaríkjunum. Ég hef áður skrifað um Yorkerinn. Þetta er frábært rit. Um þær spurningar sem forsíðan vekur ætlaði ég ekki að ræða, heldur aðeins benda á að hefð- bundin blaðamennska er fjarri því að vera dauð úr öllum æðum eða áhrifa- laus. Meira: gudmundurmagnusson.blog.is Gunnar Rögnvaldsson | 15. júlí 2008 Fast gengi og ESB- aðild hindrar ekki mestu verðbólgu hjá Dönum síðan 1975 Hátt gengi evru eyðir 100.000 atvinnutækifær- um. Danir segja að um 100.000 atvinnutækifæri hafi nú tapast á und- anförnum árum eingöngu af því að gengi dönsku krónunnar, sem er beintengt og límt fast við gengi evru, er núna nálægt sögulegu hámarki allra tíma. Danir telja sig nú hafa misst tekjur og velmegun sem svarar til tekna frá 100.000 tapaðra atvinnutækifæra ein- göngu vegna bindingar dönsku krón- unnar við evru, og það einungis allra síð- ustu árin. Meira: tilveran-i-esb.blog.is Marinó G. Njálsson | 15. júlí Áhrif lánakreppunnar á sjóðsstjóra Ég var að fá í tölvupósti skýrslu sem tekin var saman af KPMG um áhrif lánakreppunnar (credit crisis) á sjóðsstjóra fjár- festingasjóða (fund managers). Skýrslan er unnin upp úr svörum 333 stjórnenda frá 57 löndum, m.a. Íslandi, og viðtölum við 16 forstjóra. Hún er því talin gefa nokkuð góða mynd af því hvað stjórnendur telja vera afleiðingar lánakreppunnar á fjár- festingar og fjárfestingasjóði. Svarendur voru alls staðar af úr heiminum, þó flest- ir eða 31% séu frá Norður-Ameríku. Þá voru 29% svarenda frá Vestur-Evrópu, 23% frá Asíu/Kyrrahafssvæðinu og 17% annars staðar frá. Meira: marinogn.blog.is NOKKRAR umræð- ur hafa orðið um hvort unnt sé að semja um evrumál við Evrópu- sambandið (ESB) án aðildarviðræðna. Meginniðurstaða mín er, að 111. gr. 3 tölulið- ur sáttmála Evrópu- sambandsins (Treaty of the European Comm- unity TEC) heimili ráð- herraráði ESB að fengnum með- mælum framkvæmdastjórnarinnar og eftir samráð við evrópska seðla- bankann að semja við þriðja ríki um það, sem í greininni er nefnt „monetary regime or foreign- exchange regime matters“, þ.e. peninga- og gjald- eyrismál. Samningar samkvæmt þessum tölulið binda stofn- anir ESB, evrópska seðlabankann og að- ildarríki ESB. Samn- ingana þarf ekki að bera undir þjóðþing aðildarríkja ESB til fullgildingar. Á þessum grunni hefur ESB samið um evruaðild við San Marínó, Páfagarð, Mónakó og Andorra. Vissulega á annað við um þessi ríki en Ísland, þegar kemur að stjórnmála- röksemdum fyrir slíkum samn- ingum. Sömu lagarök gilda hins vegar um samningsheimild ESB og ef samið yrði við Ísland. Lögheim- ildin breytist ekki, þótt stjórnmála- rökin breytist. Stjórnmálarök af Íslands hálfu er meðal annars að finna í inngangi að EES-samningnum en þar segir til dæmis að aðildarríki samningsins hafi að markmiði að stuðla að sam- ræmdri þróun á evrópska efna- hagssvæðinu og þau séu sannfærð um nauðsyn þess að draga með samningi sínum úr efnahagslegu misræmi milli svæða. Ramminn um þá skoðun, að unnt sé að semja um peninga- og gjald- eyrismál sérstaklega við ESB, er skýr og einfaldur. Morgunblaðið kemst að þeirri niðurstöðu í forystugrein 15. júlí, að þessi leið sé ófær. Of hættusamt geti verið að raska þannig ró Brusselvaldsins. Slíkum sjón- armiðum hefur hvað eftir annað verið hafnað í þjóðaratkvæða- greiðslum í aðildarríkjum ESB. Þar eins og hér vilja menn að sjálf- sögðu, að lögheimildir og skýrir þjóðarhagsmunir ráði, þegar rætt er við valdhafa í Brussel. Hér skipt- ir mestu að vinna málstað Íslands pólitísks stuðnings og til þess þarf að sjálfsögðu pólitískan vilja. Eftir Björn Bjarnason »Ramminn um þáskoðun, að unnt sé að semja um peninga- og gjaldeyrismál sér- staklega við ESB, er skýr og einfaldur. Björn Bjarnason Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. Ekki lokað vegna ófærðar MÆÐRAVERND, ung- og smá- barnavernd, skólaheilsugæsla, og heilsuvernd aldraðra er sú starf- semi heilsugæslustöðva sem flokk- ast undir heilsuvernd. Heilsuvernd- in hefur það að markmiði að fylgjast með og efla heilsu ein- staklinga og fjölskyldna. Hún skip- ar stóran sess í lífi Íslendinga og hefur gert það svo áratugum skipt- ir. Þjónustan fer hljótt en á þó stóran þátt í að heilsufar Íslend- inga er jafngott og raun ber vitni. Að öðrum stéttum ólöstuðum hafa hjúkr- unarfræðingar staðið vörð um þessa þjónustu. Þeir hafa borið hita og þunga af starfseminni, ásamt því að þróa og aðlaga þjónustuna að sam- félaginu hverju sinni. Nú eru tímamót í heilsugæslunni. Það á að auka fjölbreytileikann í rekstri. Hvað þýðir það? Hver er framtíðarsýnin? Eru þetta endalok heilsugæslunnar í núverandi mynd? Og hversu mörg rekstrarform er skynsamlegt að hafa í jafnlitlu samfélagi og Ísland er? Við gleymum því stundum að Ísland er álíka fjölmennt og þokkalega stórt bæjarfélag í nágrannalöndunum. Nýlega var undirritaður samningur milli heil- brigðisráðherra og Læknafélags Íslands um þjónustu heimilislækna á læknastofum utan heilsugæslustöðva. Með þessum samningi er heimilislæknum gefinn kostur á því að reka sínar eigin heimilislæknastöðvar og sinna þar meðal annars ungbarna- og mæðra- vernd. Samningurinn er eins og blaut tuska í andlit hjúkrunarfræð- inga og ljósmæðra sem hafa byggt upp og þróað heilsuverndina. Þó svo að í samningnum standi að á heim- ilislæknastöð skuli að jafnaði starfa hjúkrunarfræðingur þá starfar hann á ábyrgð heimilislæknisins. Hjúkr- unarfræðingar og læknar eru sam- starfsfólk sem vinnur þverfaglega að lausn verkefna. Hjúkrunarfræðingar hafa hingað til ekki starfað á ábyrgð lækna. Einnig má nefna að í samningnum er hvergi minnst á ljósmæður og hver á þá að sinna mæðravernd- inni? Þessi samningur milli heilbrigðisráðherra og Læknafélagsins er hjúkrunarfræðingum heilsu- gæslustöðva mikið áhyggjuefni. Í honum er heilsuverndin ekki metin að verðleikum og hætta er á að uppbygging hennar og framgangur verði ekki sem skildi. Undanfarin ár hafa hjúkr- unarfræðingar í heilsugæslu unnið ötullega að því að samræma aðgerðir sem snúa að gæðum og skilvirkni í heilsuverndinni. Þar má nefna mikla uppbyggingu og samræmingu í heilsuefl- ingu skólabarna á landsvísu, ungbarnaverndin er að taka miklum breytingum og mæðraverndin hefur verið efld til muna á hverri heilsugæslu- stöð. Ætla má að þessir þættir falli vel að fram- sækinni heilsustefnu núverandi ráðherra. Þetta vilja hjúkrunarfræðingar og ljósmæður í heilsu- gæslu standa vörð um og fá metið að verð- leikum. Ef ný rekstraform eru það sem koma skal í heilsugæslunni verður að gæta þess að taka tillit til allra þátta. Til að geta áfram staðið vörð um heilsuverndina skorum við á ráðherra að semja við hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu um að leiða heilsuverndina og tryggja þannig faglega upp- byggingu hennar með þarfir notenda að leið- arljósi og um leið styrkja stöðu þeirra hjúkr- unarfræðinga sem sérhæfa sig í heilsuvernd Íslendinga, þjóðinni til heilla. Fyrir hönd hjúkrunarstjórnenda heilsuvernd- ar HH. Eftir Þórunni Ólafsdóttur » Samningurinn er eins og blaut tuska í andlit hjúkr- unarfræðinga og ljósmæðra sem hafa byggt upp og þróað heilsuverndina. Þórunn Ólafsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Skorað á ráðherra heilsuverndinni til heilla Einar Sveinbjörnsson | 15. júlí Engar mannskæðar hitabylgjur enn þetta sumarið Ég hef tekið eftir því að engar fregnir hafa borist utan út heimi af miklum hitabylgjum það sem af er þessu sumri. Und- anfarin sumur hafa miklir hitar ratað í fréttirnar þar sem fólki er búin hætta. Í fyrrasumar voru það kæfandi hitar í Pakistan og N- Indlandi ásamt því að óvenjulega heitt var í suðurhluta Bandaríkjanna. Ef mig misminnir ekki voru óvenjuleg sum- arhlýindi í SA-Evrópu, Grikklandi og þar um slóðir sumarið 2006. Síðan voru það mannskæðu hitarnir í Frakklandi, Spáni og víðar 2003. Meira: esv.blog.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.