Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.07.2008, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Karl BergmannGuðmundsson fæddist í Víðinesi í Hjaltadal 12. nóv- ember 1919. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eiri 4. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Pálína Lofts- dóttir, f. 7.5. 1900, d. 5.6. 2000 og Guð- mundur Björnsson, vélsmiður á Siglu- firði, f. 24.5. 1876, d. 16.11. 1957. Karl kvæntist 9.7. 1949 Höllu Jóhannsdóttur, f. í Reykjavík 20.11. 1923. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhann Ármann Jón- asson úrsmiður í Reykjavík, f. 2.1. 1877, d. 31.5. 1965 og Ólöf Jóns- dóttir, f. 1.10. 1883, d. 2.11. 1964. Börn Höllu og Karls eru; 1) Anna skrifstofumaður, f. 20.7. 1950, gift Ómari Hannessyni rafverk- taka í Reykjavík, f. 4.9. 1948. Börn þeirra eru: a) Hildur for- stöðumaður hjá Flugleiðahót- elum, f. 10.7. 1968, gift Pétri Pét- urssyni framkvæmdastjóra hjá 365 miðlum, f. 3.12. 1967. Þau eiga tvo syni, Ara Karl, f. 29.8. 2001 og Davíð, f. 27.7. 2007. Son- ur Péturs, er Arnar Már, f. 21.6. 1993. b) Rúnar framkvæmdastjóri inu. Hann útskrifaðist stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1945, og var það fyrsti stúdentaárgangur skólans, 7 strákar sem alla tíð síð- an héldu vinskap, síðan Cand Oe- con frá Háskóla Íslands 1950. Karl var skrifstofustjóri hjá Jóni Loftssyni hf. í Reykjavík 1941- 1943 og 1951-1953. Hann fór í starfsnám hjá Deutsche Bank AG í Þýskalandi 1954-55 og hóf störf hjá Landsbanka Íslands 1955, þar sem hann starfaði til starfsloka 1990, lengst af sem skipulags- stjóri bankans. Karl lét sig miklu skipta sveitarstjórnarmál á Sel- tjarnarnesi og var oddviti hrepps- nefndar 1962-74. Í sýslunefnd Kjósarsýslu og endurskoðandi sýslunefndar 1962-74. Í skipulags- nefnd höfuðborgarsvæðisins 1964-78. Í bæjarstjórn Seltjarn- arnesbæjar 1974-78, forseti bæj- arstjórnar 1974-77. Í sjórn Reykjanesfólkvangs frá stofnun 1975-82 og í stjórn Bláfjallafólkv- angs frá stofnun 1973-90. For- maður byggingarnefndar kirkj- unnar á Seltjarnarnesi og í byggingarnefnd Háskólabíós 1985-92. Karl var einn af 27 stofnendum Rótarýklúbbs á Sel- tjarnarnesi 1971. Þá tók hann einnig virkan þátt í starfi Odd- fellow-reglunnar, fyrst í stúkunni Hallveigu nr. 3 og var síðar einn af stofnendum stúkunnar Þor- geirs nr. 11, 28.11. 1964, þar sem hann gegndi ýmsum trún- aðarstörfum. Útför Karls fer fram frá Sel- tjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Nikita ehf., f. 30.7. 1970, í sambúð með Aðalheiði Birg- isdóttur yfirhönnuði Nikita ehf., f. 14.10. 1969, sonur þeirra er Frosti, f. 11.12. 2005. Dóttir Rúnars er Vera Sif, f. 5.6. 1993. c) Karl Berg- mann myndlist- armaður, f. 6.6. 1975, kvæntur Hye Joung Park mynd- listarmanni, f. 8.12. 1975. Sonur þeirra er f. 28.6. 2008. 2) Þormóður myndlistarmaður, f. 28.12. 1958, d. 2.3. 2000. 3) Auður leikskóla- kennari í Vestmannaeyjum, f. 4.1. 1963, gift Sigurði Þór Hafsteins- syni stýrimanni í Vestmanna- eyjum, f. 30.10. 1963. Dætur þeirra eru Ólöf Halla, f. 2.4. 1995 og Jóhanna Helga, f. 17.2. 1998. Dætur Sigurðar eru Ásta Rut, f. 1.10. 1985, og Vala Dögg, f. 10.2. 1988. 4) Jóhann Ármann lögfræð- ingur, f. 18.6. 1964, í sambúð með Mariu Jose Juan Valero lækni, f. 29.4. 1967. Börn þeirra eru Car- los, f. 9.6. 2004 og Yasmin, f. 2.2. 2006. Karl ólst upp á Vegamótum, Seltjarnarnesi, frá 5 ára aldri og var alla tíð síðan búsettur á Nes- Látinn er tengdafaðir minn, Karl B. Guðmundsson, 88 ára að aldri eft- ir langvarandi veikindi. Í mínum huga sýndi Karl mikla karlmennsku í veikindum sínum. Aldrei kvartaði hann undan hlutskipti sínu, en ávallt var stutt í húmorinn og trúna um lengra líf. Kynni okkar Karls hófust fyrir rúmum 40 árum þegar við Anna trúlofuðum okkur ung að árum og stofnuðum heimili á Sæbraut 5 í lítilli íbúð í kjallara hússins. Það kom oft í minn hlut að aðstoða Karl við fram- kvæmdir í húsinu, sem var innréttað á mörgum árum. Það var mér mjög lærdómsríkt að vinna með Karli, ég sjálfur vildi vera snöggur og drífa hlutina af, en Karl var einstaklega hægur og vandvirkur. Hann naut þess að bjástra eins og hann kallaði það og sagði gjarnan, „vel skal vanda það sem lengi á að standa“. Karl var mjög fróður og skemmti- legur maður og hafði ákveðnar skoð- anir á hlutunum. Hann naut þess að miðla af þekkingu sinni, en var jafn- framt góður hlustandi og tilbúinn að aðstoða við lausnir vandamála. Hann hafði gaman af lestri góðra bóka og ljóð Einars Benediktssonar voru honum sérstaklega hugleikin. Með söknuði og hlýju kveð ég Karl tengdaföður minn með einu erindi úr Einræðum Starkaðar eftir Einar Benediktsson; Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Ómar Hannesson. Mig langar að minnast frænda míns Karls Bergmanns sem látinn er eftir langvinn og erfið veikindi. Faðir minn, Jón Loftsson, og Anna, móðir Karls, voru í sex systkina hópi, þau bjuggu öll í Reykjavík og á Seltjarn- arnesi þegar við börn þeirra vorum að alast upp. Karl varð snemma einn af þessum sterku heilsteyptu per- sónum sem setja svip á umhverfið, traustur, atorkusamur, skemmtileg- ur en hógvær, einn af þeim sem mað- ur lítur upp til með virðingu og að- dáun. Þrátt fyrir talsverðan aldursmun á okkur fann ég alltaf til sterkra tengsla við Karl. Mjög eru minnisstæðar sumar- ferðir fjölskyldna okkar út í náttúr- una á góðvirðisdögum með hvítt tjald og ullarteppi, kaffi á hitabrúsum og smurt brauð og kökur í skrautbox- um. Tjaldið var reist á fallegum stað við læk og berjabrekku, teppið breitt undir mömmurnar í pilsunum en pabbarnir settust á steina í jakkaföt- unum eða pokabuxunum. Við litlu börnin lékum okkur og njósnuðum um unga fólkið sem fór í göngutúra. Að loknu stúdentsprófi frá Versl- unarskóla Íslands og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands starfaði hann í nokkur ár á skrifstofu föður míns, Heildverslun Jóns Loftssonar, sem verslaði þá aðallega með byggingar- vörur og flutningatæki. Á þeim árum var hann í mínum huga hinn frábæri frændi, menntaður og myndarlegur, sem gaf sér tíma til að spjalla við mig, krakkann, þegar ég kom í heim- sókn á skrifstofu pabba í Austur- stræti 14. Sterk tengsl héldust milli fjöl- skyldna okkar eftir að Karl stofnaði heimili með sinni frábæru eiginkonu Höllu. Anna, móðir Karls, átti alltaf öruggt athvarf á heimili þeirra og ógleymanlegar eru afmælisveislurn- ar sem þau Halla og Karl héldu henni allt fram að andláti hennar, en hún náði að verða 100 ára gömul. Kynni okkar Karls endurnýjuðust þegar Ásgeir, maðurinn minn, gekk í Oddfellowstúkuna Þorgeir árið 1983. Þar var Karl fyrir, einn af stofnend- um stúkunnar, og milli þeirra Ás- geirs mynduðust fljótlega sterk bræðrabönd og vinátta milli fjöl- skyldna okkar. Karl og Halla voru miklir höfð- ingjar heim að sækja og minnumst við Ásgeir með gleði og þakklæti margra góðra stunda á glæsilegu heimili þeirra á Seltjarnarnesi. Eftir að Karl veiktist komu mann- kostir þeirra hjóna vel í ljós. Æðru- leysi, sterk kímnigáfa og elskuleg- heit einkenndu Karl í erfiðum veikindum og umönnun Höllu var einstök þar til yfir lauk. Við hjónin og fjölskylda okkar sendum Höllu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ingin um góðan dreng. Sigríður Jónsdóttir. Verslunarskóli Íslands fékk árið 1943 leyfi til þess að útskrifa stúd- enta til jafns við menntaskólana fyrir sunnan og norðan. Ekki hugnaðist öllum þessi nýbreytni og henni var jafnvel ekki tekið með neinum fögn- uði af nemendum Verslunarskólans. Stríðið var í algleymingi og næga vinnu að fá og aðeins 8 nemendur sóttu um inngöngu í hina nýju Lær- dómsdeild haustið 1943. Í hópi um- sækjenda um 5. bekk var Karl B. Karl Bergmann Guðmundsson                          ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, UNNUR HERMANNSDÓTTIR, andaðist á Droplaugarstöðum miðvikudaginn 9. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. júlí kl. 13.00. Ásthildur Ólafsdóttir, Guðjón Bjarnason, Þorbjörg Ólafsdóttir, Guðfinna Ólafsdóttir, Guðmundur H. Eiríksson, Erla Ólafsdóttir, Páll Ólafsson, Þuríður K. Heiðarsdóttir og ömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EGILL JÓNSSON bóndi og fyrrverandi alþingismaður, Seljavöllum, lést á Heilbrigðisstofnun Suð-Austurlands laugar- daginn 12. júlí. Hann verður jarðsunginn frá Bjarnaneskirkju föstudaginn 18. júlí kl. 14.00. Halldóra Hjaltadóttir, Anna Egilsdóttir, Ari G. Hannesson, Valgerður Egilsdóttir, Ásgeir N. Ágústsson, Hjalti Egilsson, Birna Jensdóttir, Eiríkur Egilsson, Elín Oddleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, MAGNÞÓRA J. ÞÓRARINSDÓTTIR, Didda, Kirkjuvegi 1, Keflavík, áður Húsatóftum Garði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 11. júlí. Útför hennar fer fram frá Útskálakirkju fimmtudag- inn 17. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Þórarinn S. Guðbergsson, Ingunn Pálsdóttir, Bergþóra Guðbergsdóttir, Ólafur Sigurjónsson, Jens Sævar Guðbergsson, Ólöf Hallsdóttir, Theodór Guðbergsson, Jóna Halla Hallsdóttir, Rafn Guðbergsson, Rósbjörg Karlsdóttir Olsen, Reynir Guðbergsson, Salvör Gunnarsdóttir, Anna Guðbergsdóttir, Kristján Gestsson, Ævar Ingi Guðbergsson, Svava G. Sigurðardóttir, ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN FRIÐRIK JÓNSSON málarameistari, Ofanleiti 25, áður Njálsgötu 8b, lést á Landspítalanum sunnudaginn 13. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Anna Lind Jónsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Arnfríður Jónsdóttir, Karl Þór Ásmundsson, Soffía Rut Jónsdóttir, Einar O. Björnsson, Jón Þór Benónýsson, Ásdís Helga Hallgrímsdóttir, Ingólfur Arnar Guðmundsson, Helgi Guðmundsson, Tinna M. Ólafsdóttir, Thelma Lind Guðmundsdóttir, Dagbjört Þórey Einarsdóttir, Ásmundur Hjörtur Einarsson, Jón Hermann Jóhannesson, Þórdís Lind og Sara Dís Jónsdætur. ✝ Faðir okkar, SÉRA KRISTJÁN RÓBERTSSON, er látinn. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. Börn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.