Morgunblaðið - 16.07.2008, Síða 29

Morgunblaðið - 16.07.2008, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 29                                                 !    !            " #        $     % !        &    &  '  " !       !     #     !  "   $ (           !  !  )    !$         !  !  &    &    ( *   !  # &       !  &    )! &      +      ! )           !" !#$%&'(#")*+& !(,'"-'& - kemur þér við Sérblað um mat fylgir blaðinu í dag Borgarstjóri vill frían strætó fyrir alla Yfir hundrað fátæk börn fá sumargjafir Sveitamarkaðirnir verða sífellt vinsælli Fimm metra konan frá Rússlandi Nýjasti meðlimur Merzedes með svarta beltið í sviðsframkomu Hvað ætlar þú að lesa í dag? Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is G uillermo del Toro er ekki sami leikstjóri og þegar hann leikstýrði fyrstu myndinni um Hellboy. Þá var hann efnilegur og búinn að vera efnilegur lengi, en það gerðist eitthvað þegar hann gerði Völundarhús Fánsins, það opn- uðust nýjar gáttir. Ekki var nóg með að myndin slægi rækilega í gegn og yrði vinsælli en nokkur önnur spænsk mynd hefur orðið erlendis, heldur brast einhver stífla hjá leik- stjóranum. „Fram að Völundarhúsi Fánsins hélt alltaf eitthvað aftur af mér,“ sagði leikstjórinn í viðtali við breska kvikmyndaritið Empire. En þessi feimni er löngu horfin, nú er Del Toro fullur sjálfstrausts með yf- irfullt danskort af væntanlegum bíó- myndum – og það sést, Hellboy II hefur ákveðið öryggi og fágun sem fyrri myndina skorti, en samt heldur hún þessum einkennilega heim- ilislega sjarma sem fyrsta myndin átti og er svo sjaldgæf í ævintýra- myndum annarra leikstjóra. En hér er samt rétt að taka eitt fram; Del Toro hefur hvorki áhuga á ævintýramyndum né vísindaskáld- skap – hann hefur fyrst og fremst áhuga á skrímslum og þau eiga ein- faldlega oftast heima í slíkum sögum. Í Hellboy eru manneskjurnar ekki í forgrunni, eðlilegustu manneskjunni úr fyrstu myndinni er raunar búið að sparka alla leið til suðurpólsins (af því að Vítisstráksi hafði áhyggjur af því að hann væri keppinautur um hylli eldsnótarinnar Liz Sherman). Í viðtali við vefritið Premiere rekur Del Toro þetta til fóstranna sem allar svæfðu hann með sögur af skrímslum og óvættum – og í staðinn fyrir að óttast þau virðist hann hafa lært að elska þau. Seint í annarri myndinni heyrist einmitt Eels-lagið „Beautiful Freak“ (Youre such a beautiful freak / I wish there were more just like you) og maður hefur á tilfinningunni að þetta sé lagið hans Guillermo. En það eru fá skrímsli eftir, flest eru þau í út- rýmingarhættu. Prinsinn Nuada er töluvert sympatískari en skúrkar fyrri Hellboy-myndarinnar, hann grætur gamalt veldi álfanna sem þeir sömdu frá sér í nafni friðar með þess- um orðum: „Mennirnir hafa gleymt guðunum, eyðilagt jörðina – fyrir hvað? Bílastæði og verslunarmið- stöðvar!“ Þegar Hellboy er svo um það bil að fara að stúta enn einu skrímslinu þá hvíslar hann í eyra hans: „Líttu á það. Hið síðasta sinnar tegundar. Rétt eins og við – ef þú eyðir því mun jörðin aldrei sjá þess líka aftur.“ En Guillermo Del Toro mun þó halda í þeim lífinu á meðan hann getur. Kvikmyndin Hellboy verður frumsýnd á Íslandi í dag Þessi fallegu skrímsli Úr Hellboy II Leikstjórinn Guillermo del Toro hefur fyrst og fremst áhuga á skrímslum. Hér sjást nokkur slík. FYRSTA Hellboy-myndin hefst í síðari heimsstyrjöldinni þegar titil- persónan verður til við dularfullar tilraunir nasista, með hjálp hins rúss- neska Raspútin, til þess að opna dyr inn í aðrar og myrkari víddir. En bandamenn koma aðvífandi, heilla nýfæddan djöflasoninn með súkku- laðistykki og ættleiða hann. Þegar hann vex úr grasi verður hann einn af lykilstarfsmönnum ríkis- stofnunar um hið yfirnáttúrulega, BPRD (Bureau of Paranormal Research & Defense), ásamt hafmanninum Abe Sapien og eldgyðjunni Liz Sherman (Selmu Blair). Þá gerir möppudýrið og vindlasérfræðingurinn Tom Mann- ing (Jeffrey Tambor) sitt til þess að gera þeim erfitt fyrir, aðallega af því hann hefur lítinn skilning á óhefðbundnum aðferðum Hellboy. Auk þess fær Hellboy nýja barnapíu í hverri mynd, fyrst var það hinn mennski John Myers (Rupert Evans) en í nýju myndinni er röðin komin að austuríska krukkukarlinum Johanni Krauss. Saman berjast þau svo við alls kyns illþýði. Í fyrstu myndinni voru það Raspútín og hans kónar (og sögur herma að rússneska óbermið gæti snúið aftur í þriðju myndinni) og í mynd tvö er það álfaprinsinn Nuada sem ógn- ar mannheimum. Hellboy hóf líf sitt sem teiknimyndasaga eftir Mike Mignolia. Hann hefur unnið náið með del Toro við hugmyndavinnu fyrir myndirnar, en handritið sjálft er þó alfarið í höndum leikstjórans. Sagan GUILLERMO del Toro er fæddur árið 1964 í Guadalaj- ara í Mexíkó og er ásamt þeim Alfonso Cuarón og Alej- andro González Iñárritu í fararbroddi nýrrar kyn- slóðar mexíkóskra leikstjóra á tímabili sem líklega verður líklega minnst í sögubókum sem gullaldar mexíkóskrar kvikmyndagerðar. Fyrsta mynd hans í fullri lengd var Cronos sem fjallaði um fornar tilraunir gullgerðarmanna til þess að finna leiðina til eilífs lífs. Frumraun hans í Hollywood var svo Mimic, um risakakkalakka sem geta tekið á sig mennskt form, en það var með ann- arri myndinni um vampírublending- inn Blade sem hann stimplaði sig rækilega inn í Holly- wood. Í millitíðinni skrapp hann raunar til Spánar og gerði Hryggjarstykki djöfulsins (El Espinazo del diablo), en hún er nokkurs konar tvíburamynd Völund- arhús Fánsins enda báðar ævintýramyndir úr spænska borgarastríðinu – og líklega enn tvær bestu myndir leikstjórans. Eftir velgengni Völundarhúss Fánsins og Hellboy-myndanna hefur del Toro verið orðaður við fjölda mynda, en þær einu sem eru komnar á hreint eru myndirnar tvær um Hobbitann. Hins vegar eru myndir á borð við Doctor Strange, Tarzan, The Witches,Dead- man, At the Mountains of Madness og Frankenstein í vinnslu þótt varla komist þær allar af teikniborðinu. Leikstjórinn Guillermo del Toro ÞAÐ er kúnstug sérhæfing að einbeita sér að því að leika undir þykku lagi af latexi og öðrum uppfinn- ingum förðunarmeistara. Ýmislegt þarf til, bæði þarf oft að leika meira með lík- amanum heldur en andlitinu (og í því er slíkur leik- ur jafnvel skyld- ari leikhúsleik en öðrum bíó- myndaleik) og þá þarf leikarinn að vera vel á sig kominn líkam- lega, enda meira en að segja það að vera þakinn gervi- efnum íklæddur þungum búningum allan daginn. Raunar eru ekki allir með húð sem þolir slíkt álag, sök- um ofnæmis og annars. Þeir Ron Perlman og Doug Jones eru þó báðir meðal þeirra fremstu á þessu sviði. Perlman hefur leikið öllu mannlegri skrímsli (útlitslega) á borð við Hellboy og dýrið í frægum sjónvarpsþáttum um Fríðu og dýrið. Doug Jones hefur hins vegar einfaldlega leikið þær furðuverur sem del Toro dettur í hug, hann lék bæði Fáninn og manninn með augun í höndunum í Völund- arhúsi Fánsins og í Hellboy 2 leikur hann fiskmanninn Abe Sapien sem og sjálfan engil dauðans. Latexleikarar Doug Jones Ron Perlman

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.