Morgunblaðið - 16.07.2008, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.07.2008, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Össur Skarp-héðinssoniðn- aðarráðherra varpaði fram at- hyglisverðri spurningu í grein í Morg- unblaðinu í fyrradag. Iðn- aðarráðherra spyr hvort sátt náist um virkjanir sem munu rýmast innan rammaáætlunar um verndun mikilvægra nátt- úrusvæða og framleiða orku fyrir mengunarlaus eða -lítil fyrirtæki. Aukin lífsgæði og velferð hafa orðið til þess að Íslend- ingar meta verðmæti náttúr- unnar ekki lengur eingöngu út frá nýtingarmöguleikum held- ur líka varðveislugildi. Þessi tvö sjónarmið hafa tekist á í umræðum um náttúruvernd undanfarin ár. Eðlilegt var að sífellt fleiri töldu rétt að staldra við í upp- byggingu frekari stóriðju þeg- ar framkvæmdir á Austur- landi stóðu sem hæst og fréttir um önnur verkefni bár- ust jafnharðan. Hins vegar er óvarlegt að ætla að allir þeir, sem héldu þessum sjón- armiðum á lofti, séu andsnúnir því að virkjað sé í framtíðinni. Þó að krafan um náttúruvernd sé skýr og eigi mikið fylgi er greinilegt að stuðningur við frekari orkuöflun í þágu ým- issa atvinnuskapandi verkefna er að aukast. Hið pólitíska vandamál er hvernig staðið er að þeim verkefnum. Össur segir í grein sinni að frá- leitt sé annað en Íslendingar reyni að nýta orkulind- irnar til að efla at- vinnulíf og verðmætasköpun. Aðrar þjóðir, sumar hverjar í okkar nánasta nágrenni, nýti olíu eða önnur staðbundin náttúrugæði til að bæta líf borgaranna. Hann telur að á grundvelli áætlunar, sem unn- ið er að innan iðnaðarráðu- neytisins og felur í sér að meta verðmæt náttúrusvæði út frá því hvort þau skuli nýtt með vernd um aldur og ævi eða öðrum hætti, sé hægt að byggja sátt sem rúmi bæði náttúruvernd og orkunýtingu. Ráðherrann bendir á að meðal margra traustra og framsækinna erlendra fyr- irtækja sé mikill og vaxandi áhugi á orkufrekri framleiðslu hér á landi sem ekki losi gróð- urhúsalofttegundir. Hins veg- ar sé ekki svigrúm til að skaffa þeim orku vegna þess hve stór hluti af orku- framleiðslunni sé bundinn í samningum til langs tíma. Því þurfi að virkja orku í þágu nýrra atvinnutækifæra. Ættu ekki flestir að geta samþykkt fleiri virkjanir fyrir starfsemi sem mengar lítið eða ekki neitt, að því gefnu að þær rúmist innan vænt- anlegrar rammaáætlunar? Er ekki svarið við spurningu iðn- aðarráðherra einfalt já? Nýting náttúrunnar getur falist í vernd eins og virkjun.} Svarið er já Borgaryfirvöldverða að reka af sér slyðruorðið og koma útigangs- fólki í Reykjavík til aðstoðar. Fyrir ári virtist ástæða til bjartsýni. Þá kölluðu borgar- yfirvöld fulltrúa fjölmiðla á sinn fund og sýndu stolt smá- hýsi sem keypt höfðu verið til landsins. Fjórum slíkum hús- um átti að koma fyrir í borg- inni og þau áttu að nýtast annars vegar fyrir ein- staklinga sem ekki eru hæfir í sambýli með öðrum og hins vegar heimilislausum pörum svo þau þyrftu ekki að skiljast að til að gista í kvenna- og karlaskýlum. Enn bólar ekkert á þessum úrræðum. Þetta eina sam- setta smáhýsi stendur enn á athafnasvæði verktakans sem geymir hin húsin ósamsett í gámum. Húsið eina hefur ekki nýst nokkrum manni, nema þá þeim sem þykir sómi að því að vísa á það sem dæmi um úrræði borgaryfirvalda í mál- efnum heimilislausra. Loks virðist vera að rofa til. Tvö hús eiga að vera risin fyrir septemberlok en af einhverjum ástæðum þarf að bíða fram undir jól eftir að hin tvö kom- ist í notkun. Nú er einnig rætt um að opna nýtt langtímaheimili fyrir konur en ekki sýnist mönnum þó líklegt að byrjað verði að vinna að því fyrr en haustið 2009. Eftir rúmt ár. Telja borgaryfirvöld eitt ár hæfilegan meðgöngutíma fyr- ir allar framkvæmdir á þessu sviði? Er ekki kominn tími til að sýna dálitla röggsemi, koma smáhýsunum upp bæði fljótt og vel, opna önnur þau heimili sem þörf er á og ganga þannig vasklega fram í að leysa vanda þeirra fáu tuga manna sem eru heimilislausir í Reykjavík? Hver einasti dagur, sem fer í að þjónka kerfislægri tregðu, er nöturlegur á göt- unni. Borgaryfirvöld geta ekki réttlætt tafir lengur. Er ekki kominn tími til að sýna dálitla röggsemi?} Lítil hús – langur tími S íst ber að vanmeta áhrif auglýsinga í nútímasamfélagi. Þær bera oft ríkulegan árangur. Þetta sannaðist síðastliðinn laugardag þegar Félag íslenskra stórkaupmanna fann engin önnur ráð til að fanga athygli ríkis- stjórnarinnar en að auglýsa í Morgunblaðinu eftir efnahagsaðgerðum hennar. Fyrirfram hefði maður haldið að samtök eins og þessi ættu að geta náð athygli ríkis- stjórnarinnar með einhverjum öðrum hætti en að beina til hennar auglýsingu. Það liggur í augum uppi að framfarasinnuð ríkisstjórn á að vinna í góðu samstarfi við tals- menn atvinnulífs í landinu. En af einhverjum ástæðum virðist þessi ríkisstjórn hvorki hafa geð í sér til að hlusta á talsmenn atvinnulífsins né tala við þá. Talsmenn atvinnulífsins eru þó ekki að fara fram á neitt annað en að ríkisstjórnin bregðist við efnahags- vandanum. Þetta er mjög eðlileg krafa en í hvert sinn sem hún kemur fram virðist ríkisstjórninni stórlega mis- boðið. Hún bregst við með því að veita engin svör. Stund- um hvarflar að manni að ríkisstjórnin sé að fara á taug- um. Auglýsing Félags íslenskra stórkaupmanna virtist fremur hönnuð fyrir fjölmiðla en ríkisstjórnina. Enda tóku fjölmiðlar fjörkipp og vitnuðu í hana í fréttatímum. En svo kom óvænt útspil úr afar óvæntri átt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra las Moggann sinn samviskusamlega þennan laugardags- morgun, eins og hann hefur gert síðustu ára- tugi – iðja sem er mjög til eftirbreytni. Hann svaraði auglýsingunni seinna sama dag á hinni öflugu bloggsíðu sinni og bauð upp á evru. Björn er ekki maður sem segir hluti í fljót- ræði eða bugast af tilfinningasemi á óheppi- legum augnablikum. Hann er maður sem veit hvað hann vill. Sennilega er hann pólitískasti ráðherrann í ríkisstjórninni og um leið sá þeirra sem ólíklegastur er til að skipta um skoðun. Það að hann skuli nú horfa til evr- unnar vekur víða undrun, en sýnir um leið að ekki er vonlaust að haukarnir í Sjálfstæð- isflokknum eigi eftir að sjá Evrópusambands- ljósið. Það er ekki ástæða til að bjóða Björn vel- kominn í hóp Evrópusambandssinna, því þar vill hann sennilega ekki vera. Ekki núna – hvað sem síðar verður. Hin varfærna forysta Sjálfstæðisflokksins er að taka fyrstu skrefin í átt að Evrópusambandinu. Þetta eru hikandi skref sem einkennast af óöryggi en brátt verður gangurinn stöðugur. Evran í dag – Evrópusambandið á morgun. Björn hefur stigið merkilegt skref með yfirlýsingu sinni og líklega gert flokki sínum mikið gagn. Svar hans til atvinnulífsins er með þeim skárri sem hafa komið frá ráðherra ríkisstjórnarinnar í þónokkurn tíma. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Björn svarar kallinu Keðjuverkun sem leiddi til örþrifaráða FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is A ð mati Rannsóknar- nefndar flugslysa átti fjárskortur veigamikinn þátt í aðdraganda flug- óhappsins í Færeyjum í októberbyrjun 2004 þegar hluti lend- ingarbúnaðar við nefhjól TF-SYN, Fokker-vél Landshelgisgæslunnar, brotnaði í lendingu. Mildi þótti að ekki fór verr, meðal annars sökum þess að lendingarbúnaðurinn við vinstra hjólið hafði verið úrskurðaður ónothæfur af flugvirkjum Landhelgisgæslunnar. Eins og fram kemur í harðorðri skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa um atvikið var hart lagt að yfirmönn- um flugvirkjanna að skera öll útgjöld við nögl fjárhagsárin 2003 og 2004 og er sú krafa er talin hafa átt hlut að máli um hvernig fór. Niðurskurðurinn kom fram á mörg- um sviðum í starfi Gæslunnar. Dregið var úr æfingaflugi og beðið með við- gerðir á varahlutum sem ekki þóttu bráðnauðsynlegar, ásamt því sem einn viðmælandi blaðsins færði rök fyrir því að leitað hefði verið ódýrari varahluta en ella þegar lendingarbúnaðurinn vinstra megin og við nefhjólið var að nálgast uppgefinn endingartíma. Aðrir heimildarmenn, sem einnig þekkja vel til málsins, benda á að leitað hafi verið útboðs, á meðan hinir meina að nýr hafi búnaðurinn verið of dýr frá framleiðandanum Messier-Dowty. Hitt er skýrt að áhyggjur manna af mögulegum afleiðingum niðurskurð- arins á flugöryggi í flugrekstri Gæsl- unnar fóru ekki leynt. Flugöryggis- fulltrúi Gæslunnar lét af störfum 2004 og í tilkynningu frá öryggisnefnd Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna skömmu eftir óhappið í Færeyjum var lýst yfir „furðu“ með að flugmála- yfirvöld hefðu ekki lokið „úttekt og vottun á flugrekstri Landhelgisgæsl- unnar samkvæmt öryggiskröfum flug- öryggissamtaka Evrópu (JAA).“ Bréf voru rituð til ráðamanna og far- ið fram á úrbætur. Aldurinn orsakaþáttur Aldur Fokker-vélarinnar er orsaka- þáttur í þessu samhengi. Landhelg- isgæslan festi kaup á vélinni nýrri árið 1976 og verður hún því 33 ára þegar henni verður lagt á næsta ári. Vegna aldurs vélarinnar hefur orðið sífellt erf- iðara að nálgast varahluti og er þess því beðið þegar nýja Dash-vélin leysir hana hólmi og slík vandamál munu heyra sögunni til. Þegar óhappið varð haustið 2004 hafði mikil vinna verið lögð í að tryggja yfirhalningu lendingarbúnaðar vinstra megin og við nefhjólið. Þrýst var á yfirmenn Gæslunnar um að sýna aðhald og er það sem fyrr seg- ir talið eiga þátt í því að vægi kostn- aðarliðarins var meira en oft áður þeg- ar gengið var að tilboði Lux Aero- space. Fólst tilboðið í viðgerð á umræddum hluta lendingarbúnaðar- ins og leigu á öðrum tímabundið, í gegnum varahlutafyrirtækið Florida Aviation Repair Services. Ekki upp á marga fiska Tekið skal fram að umdeilt er hver gæði þjónustunnar eru sem fyrirtækið á Flórída veitir. Áður en Gæslan fékk annað eintak af lendingarbúnaðinum vinstra megin, eftir að hafa kvartað til Florida Aviation Repair Services um þann fyrri, sem þótti illa slitinn og ónothæfur, var leitað álits hjá fyrir- tæki á Nýja Sjálandi sem mælti með viðskiptunum. Hinu verður ekki á móti mælt að þjónustan sem Florida Aviation Re- pair Services veitti Gæslunni var ekki upp á marga fiska. Óvenju illa þótti gengið frá fyrra eintakinu af búnað- inum vinstra megin, eins og rakið er í skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa. Þá skorti á að fylgt væri reglum og leiðbeiningum framleiðanda í viðgerð sama fyrirtækis á upprunalega bún- aðinum. Var búnaðurinn þá sendur til breska fyrirtækisins Smith’s Harlow Aerospace, sem þykir eitt hið fremsta á sínu sviði. Mikil ánægja var með yfir- halninguna á búnaðinum. Ljósmynd/Árni Sæberg Eftirlitstæki Hafísinn kannaður úr stjórnklefa TF SYN fyrir nokkru. VINNUUMHVERFIÐ hjá flug- virkjum Gæslunnar hefur breyst frá haustmánuðum 2004. Búið er að innleiða svokallaða EASA-145 vott- un á viðhaldsstöðinni þar sem við- hald þyrlnanna og TF-SYN fer fram. Það þýðir að Flugmálastjórn hefur mun meira eftirlit með starf- inu en á haustmánuðum 2004. Þýðir þessi staðall einnig að ólík- legt er að sú staða komi aftur upp að búnaði verði komið fyrir án sam- þykkis flugvirkja, sem hafa nú meira svigrúm til að kyrrsetja flug- vélina eða þyrlur Gæslunnar. Hins vegar hefur krepputalið síð- ustu vikur og mánuði magnað áhyggjur viðmælenda blaðsins af því að niðurskurðarhnífnum verði brugðið á loft á ný og að saumað verði að Gæslunni eftir útgjalda- aukningu í kjölfar brotthvarfs bandaríska herliðsins. Leigan á Eurocopter-þyrlum Gæslunnar hefur hækkað mjög eftir að gengi krónunnar hrundi. Dash- vélin, sömu gerðar og sést á mynd- inni að ofan, verður sömuleiðis dýr- ari í viðhaldi. Mun auðveldara að- gengi að varahlutum ætti hins vegar að koma í veg fyrir þá keðjuverkun sem leiddi til óhappsins 2004. SYRTIR SVO Í ÁLINN? ››

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.