Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 14
        ! "    # $ %"   !     " $"  "%   !  %!" "   & "#  !  !  '(!% !"  &!# !   ) *  !  " $"  "% !  "       ! # &  % ! &"     %!&  +  $     %$  !$"    '(!   FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is NÁLGUNARBANN er ekki mjög virkt úrræði til þess að hindra of- beldi því maður með einbeittan vilja til þess að brjóta gegn þeim, sem nýtur verndar með nálgunarbanni, getur komið vilja sínum fram. Maður sem sætir nálgunarbanni sætir ekki sérstöku eftirliti lögreglu. En til hvers er úrræðið og hvernig er því beitt í framkvæmd? Í fyrradag féllst meirihluti Hæsta- réttar ekki á að framlengja nálg- unarbann yfir manni sem er grun- aður um að hafa beitt fyrrverandi sambýliskonu sína langvarandi kyn- ferðisofbeldi. Fyrir liggur að hann hafði áður verið ákærður fyrir stór- fellda líkamsárás gagnvart henni, en ákærunni var vísað frá héraðsdómi vegna ágalla. Deila má um hversu virkt úrræði nálgunarbann er. Sumir telja að ákvæðið um nálgunarbann í núver- andi mynd þjóni ekki nægilega vel þeim hagsmunum sem því er ætlað að vernda. Sá sem á í hlut þarf að hringja í lögreglu ef hann verður þess áskynja að verið sé að rjúfa nálgunarbannið. Oft er lögregla ekki komin á vettvang á réttum tíma- punkti, sama hversu viðbragsflýt- irinn er mikill. Í mörgum þessara mála er löng ofbeldissaga að baki og aðstæður geta verið sérstakar, til dæmis ef börn eiga í hlut. Hvenær á að beita því? Í 110. gr. a laga um meðferð op- inberra mála kemur fram að eitt skilyrða nálgunarbanns er uppfyllt ef rökstudd ástæða er til að ætla að maður „raski friði þess sem í hlut á“. Í athugasemdum við þetta ákvæði í frumvarpi til laganna segir að þær athafnir sem eru tilefni nálg- unarbanns þurfi í sjálfu sér ekki að vera refsiverðar og verði nálg- unarbann lagt á þótt einungis megi gera ráð fyrir ónæði af hálfu þess sem bannið beinist gegn. Niðurstöðu meirihluta Hæsta- réttar frá því í fyrradag má skilja meðal annars þannig að allt ofbeldi sem maðurinn beitti konuna var í nánum tengslum við ofbeldis- samband sem konan og maðurinn voru í. Það samband hafi verið að baki og maðurinn hafi ekki sýnt raunverulegt áreiti í verki þegar það var yfirstaðið. En þau höfðu um þriggja ára skeið verið í sambúð þar sem konan var beitt grófu ofbeldi og er maðurinn grunaður um að hafa þvingað konuna til kynferðisathafna við aðra menn. Í sératkvæði Jóns Steinars Gunn- laugssonar frá 7. febrúar á þessu ári, í máli vegna upphaflegs nálg- unarbanns gagnvart manninum, sem var ekki framlengt í fyrradag, segir meðal annars að kæra vegna kyn- ferðisofbeldis sem tengdist sambúð- inni, geti ekki talist nægilegur grundvöllur til að skerða frelsi hans, eftir að sambúð er lokið, á þann hátt sem krafist var og fallist var á í hin- um kærða úrskurði. Hér, eins og í niðurstöðu meiri- hlutans frá því í fyrradag, virðist sú krafa sett fram að áreiti eftir sam- búðarslitin þurfi að vera fyrir hendi. Þar sem þetta áreiti, að undanskil- inni tölvupóstsendingu, hafi ekki verið til staðar, séu skilyrði nálg- unarbanns ekki fyrir hendi. Því er þar með hafnað að skilyrði nálg- unarbanns séu uppfyllt ef fyrri hegð- un mannsins veiti vísbendingar um að raunveruleg hætta sé fyrir hendi. Ótti einn og sér er ekki nægur Ótti þess sem í hlut á er ekki einn og sér nægur í þessu sambandi. „Ég fellst á það að óttinn dugi ekki til. Ef um raunverulegt, rökstutt ónæði er að ræða er skilyrðið uppfyllt,“ segir Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og alþingismaður. „Ég er samt sam- mála því sem fram kemur í sér- atkvæði Páls Hreinssonar í þessu máli [niðurstaða Hæstaréttar frá því í fyrradag að hafna framlengdu nálgunarbanni] að beita megi nálg- unarbanni ef fyrri hegðun manns veiti vísbendingu um að raunveruleg hætta sé fyrir hendi. Niðurstaða meirihluta réttarins sýnir það að lög- gjafinn þarf að herða þetta ákvæði,“ segir Atli. „Eins og lagaákvæðið er orðað gerir það áskilnað um yfirvofandi brot eða raunverulega hættu á rösk- un á friði og slíka hættu þarf að túlka þrengjandi,“ segir Heimir Örn Her- bertsson, hæstaréttarlögmaður. „Maðurinn hafði verið ákærður, sekt hans hafði ekki verið sönnuð fyrir dómstólum. Þar með hallast ég að því að niðurstaða meirihlutans sé rétt. Hins vegar get ég vel skilið það að menn vilji rýmka ákvæði um nálg- unarbann, þannig að sá sem sæti rannsókn eða er ákærður vegna brots gegn þeim sem í hlut á, verði úrskurðaður í nálgunarbann á þeim grundvelli, en slík rýmkun er á verk- sviði löggjafans, ekki dómstóla,“ segir Heimir jafnframt. Þarf að breyta ákvæðum um nálgunarbann? „Nálgunarbann er máttlaust úr- ræði. Við sjáum það virka í einstaka tilfellum, en það er bæði seinvirkt að koma því á og skilyrðin þröng. Ég veit mörg dæmi þess að konur fari ekki fram á það vegna þess hversu langan tíma það tekur að fá það í gegn,“ segir Sigþrúður Guðmunds- dóttir, framkvæmdastýra Kvenna- athvarfs. Fyrir allsherjarnefnd er núna frumvarp til laga um nálgunarbann. Frumvarpið hefur ekki verið sam- þykkt, en eins og það lítur út núna er það samhljóða núverandi ákvæðum um nálgunarbann. Í umsögn Boga Nilssonar, þáverandi ríkissaksókn- ara, um frumvarpið í desember 2007, kemur fram að ríkissaksóknari er þeirrar skoðunar að ákærandi eigi að taka ákvörðun um nálgunarbann sem sætti síðan endurskoðun dóm- stóla eftir á, í stað þess að brotaþoli þurfi að setja fram kröfu um bann, sem fer fyrir dómstóla og getur tekið marga mánuði. Skiptar skoðanir eru um nálgunarbann í núverandi mynd  Nálgunarbann er frelsisskerðing og ákveðin skilyrði þarf að uppfylla  Tryggja þarf virkni úrræðisins  Frumvarp um nálgunarbann er til umræðu hjá allsherjarnefnd Alþingis Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Nálgunarbann Fyrir liggur frumvarp um nálgunarbann. Tryggja þarf virkni nálgunarbanns sem úrræðis. Í HNOTSKURN »Ef heimilisofbeldi er orsökhjúskaparslita getur það haldið áfram eftir skilnað. »Oftast eru það konurnarsem verða fyrir líkams- meiðingum, þær eru áreittar og þeim er hótað. Nálg- unarbann er oft síðasta úrræði þeirra, en því hefur verið beitt í tiltölulega fáum tilfellum, þrátt fyrr að heimilisofbeldi sé talið nokkuð algengt. »Nálgunarbannið er þesseðlis að annaðhvort er það virt eða ekki. Maðurinn sem fær nú að nálgast fyrrverandi sambýliskonu sína óáreittur, eftir niðurstöðu Hæstaréttar, hafði samband við konuna þrátt fyrir fyrra nálg- unarbannið. Einstaklingur getur ekki virt nálgunarbann að einum fjórða, svo dæmi sé tekið. 14 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 110. gr. a. laga um meðferð opinberra mála „Heimilt er að leggja bann við því að maður komi á tiltekinn stað eða svæði, veiti eftirför, heimsæki eða setji sig með öðru móti í samband við annan mann ef rökstudd ástæða er til að ætla að hann muni fremja afbrot eða raska á annan hátt friði þess manns sem í hlut á.“ Nr. 18/2008 – 15. janúar 2008 Maður og kona í sambúð sem var lokið. Maður hafði frá sam- búðarslitum valdið ónæði með daglegum símasamskiptum, auk þess að elta konuna og sitja fyrir henni. Konan bar að maðurinn hefði verið með hót- anir í hennar garð, jafnvel svo börn þeirra heyrðu. Skilyrði 110. gr. a ekki fyrir hendi. Nálg- unarbanni hafnað. Nr. 497/2007 – 4. október 2007 Maður og kona í hjúskap, voru skilin. Maðurinn áreitti konuna með sms-skilaboðum. Hann ruddist inn á heimili konunnar og lagði á hana hendur. Skilyrði 110. gr. fyrir hendi. Nálg- unarbann í sex mánuði stað- fest. Nr. 368/2007 – 11. júlí 2007 Maður og kona í hjúskap. Kon- an mátti þola ofbeldi af hálfu mannsins á sambúðartíma. Að loknum hjúskap var hún hrædd við að sækja eigur sínar til mannsins. Maðurinn ofsótti konuna með því að mæta heim til hennar og berja á glugga. Konan bar að maðurinn hefði ætlað að „eyðileggja sig and- lega“. Skilyrði 110. gr. a fyrir hendi. Nálgunarbann í sex mán- uði staðfest. Nr. 35/2002 – 24. janúar 2002 Maður og kona í sambúð sem var lokið. Konan var í tygjum við annan mann. Maðurinn hringdi í hana, sat fyrir henni, réðst á hana og veitti henni áverka og veitti henni eftirför. Talið var að maðurinn myndi ásækja konuna áfram, raska friði hennar og jafnvel brjóta gegn henni með alvarlegri hætti. Skilyrði 110. gr. a fyrir hendi. Nálgunarbann í þrjá mánuði staðfest. Dæmi um nálgunarbann úr dóma- framkvæmd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.