Morgunblaðið - 09.08.2008, Side 22

Morgunblaðið - 09.08.2008, Side 22
22 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING STEINUNN Sigurðardóttir verður ekki áfram á meðal höfunda Forlags- ins, en í rúman áratug hafa bækur hennar komið út hjá Máli og menn- ingu, sem er undir hatti Forlagsins. Steinunn vildi ekkert tjá sig um mál- ið en Jóhann Páll Valdimarsson stað- festi að hann hefði haft frumkvæði að því að slíta samstarfinu, en hefði ekki meira um málið að segja. „Almennt get ég þó sagt að eftir sameiningu JPV og bókahluta Eddu eru gríð- arlega margir íslenskir höfundar undir hatti Forlagsins og ég hef mín- ar efasemdir um að rétt sé að þeir séu svona margir. Það er lykilatriði að sinna þeim höfundum vel sem við gefum út og það liggur í augum uppi að ef þeir eru of margir getum við ekki sinnt þeim eins vel og ella. Þess utan er líka eðlilegt að skapa rúm fyrir nýja höfunda,“ segir Jóhann Páll og bætir við: „Ég hef reyndar alltaf verið þeirrar skoðunar að æski- legt sé að samband höfundar og út- gefanda sé langtímasamband en á því geta verið undantekningar sem henta báðum. Ef samband útgefanda og höfundar gengur stirðlega fyrir sig og báðir aðilar hafa jafnvel efa- semdir um heilindi hvor annars þá er best fyrir báða aðila að slíta sam- bandinu. Útgefandi getur ekki gert höfundi meiri óleik en að gefa út bækur hans ef hann hefur tapað trú og áhuga á þeim.“ Steinunn hætt hjá Forlaginu Efist aðilar um heilindi hvor annars er best að hætta, segir Jóhann Páll Farin Steinunn Sigurðardóttir Í DAG kl. 14 verður opnuð sýningin H O L E UP í Lista- sal Mosfellsbæjar. Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýnir sam- nefnda innsetningu sem er mynduð úr skúlptúr og hljóð- verki. „H O L E UP er loka- hnykkur á innsetningum þar sem ég hef verið að prófa mig áfram með ljós og efni til að kveikja hughrif í rýmum,“ segir Jóna Hlíf. „Áður hef ég verið með einkasýningu á Akureyri og tekið þátt í samsýningu í Portúgal þar sem ég nota rýmið í bland við ákveðna grunn- þætti til að búa til nokkurs konar hella eða hreið- ur. Lokaniðurstaðan er ólík í hvert skipti.“ Myndlist Hughrif kveikt í Listasal Mosó Af verki Jónu Hlífar. ORGANISTINN „á Strikinu“, Hans Ole Thers, er gestur Al- þjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju nú um helgina. Hans Ole er organisti Kirkju heilags anda (Hellig- åndskirken) sem er við Amagertorg á Strikinu í Kaupmannahöfn en auk þess kennir hann org- elleik við Konunglega danska tónlistarháskólann. Hans Ole Thers kemur fram á tvennum tón- leikum, kl. 12 á hádegi í dag, er hann leikur bar- okk og franska tónlist, og kl. 20 annað kvöld, en þá spilar hann 5. orgelsinfóníu Widors, orgelverk eft- ir Danina Buxtehude og Hartmann og frönsk verk eftir Messiaen og Duruflé. Tónlist Organistinn á Strikinu spilar hér Hans Ole Thers NÝJASTA sýningin í röð- inni Sjónheyrn í menning- armiðstöðinni Skaftfelli opnar í dag klukkan 16. Hún ber nafnið Höfuðtón- skáld Austfirðinga og þar leggja Birta Guðjónsdóttir og Berglind María Tóm- asdóttir út af sameiginlegri hrifningu sinni á tón- smíðum, ferli og sögu Inga T. Lárussonar tónskálds. Birta vann með sönglagið „Ó blessuð vertu sumarsól“ í vídeó-hljóðverki í samstarfi við Jempie Vermeulen. Hljóðverk Berglindar Maríu samanstendur af tónlist Inga og viðtölum við Austfirðinga af eldri kynslóðinni. Myndlist Höfuðtónskáld Austfirðinga Berglind María Tómasdóttir Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is HJÓNIN Gunnar Dungal og Þórdís Alda Sigurðar- dóttir gerðu sl. þriðjudag sam- komulag við bókaútgáfuna Crymogeu um út- gáfu á ritröð um íslenska mynd- listarmenn. „Við Þórdís höfum verið með lista- sjóð síðan 1992, fyrst Pennans sem við stofnuðum og eftir að við seldum Pennann, þá listasjóð Dungal. Þar höfum við verið að styrkja ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref og koma sér á framfæri, en svo ákváðum við að bæta þessu við,“ segir Gunnar Dungal. Reyndir listamenn Bækurnar verða að minnsta kosti fimm talsins og fjalla um íslenska samtímalistamenn sem eiga þegar nokkurn feril að baki. „Það er viss æskudýrkun í gangi og við tökum þátt í henni, en það er fleira fólk sem við höfum mikið álit á og við byrjum á Guðrúnu Einarsdóttur sem hefur unnið að myndlist í áratugi,“ segir Gunnar. Valið á listamönnunum sem fjallað verður um í ritröðinni er í höndum þeirra hjóna, eða eins og hann segir sjálfur: „Það er alfarið okkar sér- viska sem ræður því.“ Útgáfufyrirtækið Crymogea er í eigu þeirra Kristjáns B. Jónassonar, formanns Félags íslenskra bókaút- gefenda, og Snæbjörns Arngríms- sonar, sem jafnan er kenndur við bókaforlagið Bjart. „Við sjáum um þessa útgáfu, en þau standa á bak við hana og fjár- magna hana,“ segir Kristján. „Þetta eru kannski ekki endilega neinar metsölubækur, en þetta er það sem við viljum gera í Crymogeu. Fyrsta bókin kemur út núna í nóvember.“ Næstur á eftir Guðrúnu í röðinni er Kristinn E. Hrafnsson á næsta ári, en síðan er óákveðið hverjir taka við. Fengnir verða fræðimenn sem sérstaklega þekkja til viðkomandi listamanns til þess að skrifa textann í hverja bók, en hann verður ekki eingöngu á íslensku. „Listaverka- bókaútgáfa er mikið notuð til kynn- ingar á listamönnum í hinum al- þjóðlega listaheimi og það er líka hugsunin að koma bókunum í dreif- ingu annars staðar. Það skiptir máli fyrir galleríin og fagfólk í kringum kynningu á samtímalist að það sé greiður aðgangur að upplýsingum. Miðað við hvað það er til mikið af frambærilegum listamönnum á Ís- landi hefur útgáfuhliðin kannski ver- ið vanrækt,“ segir Kristján. Listasjóður Dungal ræðst í bókaútgáfu um íslenska myndlistarmenn Fimm bækur í bígerð xxx Fyrsta bókin í ritröðinni kemur út í nóvember og fjallar um myndlist- armanninn Guðrúnu Einarsdóttur. Hún lauk námi við Mynd- og handíðaskóla Íslands árið 1989 og hefur síðan haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum bæði hér á landi og er- lendis. Samhliða útgáfu bókarinnar verður haldin sýning á verkum Guð- rúnar í I8 galleríi. „Það er nauðsyn- legt að listamenn hafi yfirlitsrit þegar kemur á ákveðinn stað á ferl- inum,“ segir Hildigunnur Birg- isdóttir hjá I8. „Erlendis tíðkast þetta jafnvel enn fyrr og þetta hef- ur vantað mikið hér á Íslandi. Það eru til svona bækur um suma ís- lenska myndlistarmenn og þær not- um við óspart.“ Yfirlitsritin nauðsynleg Morgunblaðið/Sverrir Ríður á vaðið Fyrsta bókin fjallar um Guðrúnu Einarsdóttur. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is Í DAG verður myndlistarsýningin Handan hugans opnuð í Skaftfelli í fyrsta sinn en síðan er ætlunin að hún breytist og þróist næsta mánuðinn og ný verk taki við. Bjargey Ólafs- dóttir myndlistarmaður átti frumkvæðið að sýningunni og fékk þær Ásdísi Sif Gunn- arsdóttur, Ingibjörgu Magnadóttur og Krist- ínu Eiríksdóttur í lið með sér, auk þess sem ætlunin er að fá fleiri gesti úr öðrum geirum menningarlífsins, t.d. heimspekinga eða tón- listarmenn, til þátttöku. „Þetta er tækifæri til þess að tilraunast,“ segir Bjargey. „Það er oft þannig þegar maður er að vinna fyrir sýningar að þá gerir maður eitthvað sem er alveg skothelt. En það er líka gott að vera svolítið á brúninni og gera hluti sem maður er ekki alveg viss með.“ Fyrst upp á veggi verða verk eftir Bjarg- eyju og Kristínu, en síðan bætast fleiri við og sýningin tekur stakkaskiptum. Allir lista- mennirnir ætla að sýna verk sem byggjast á teikningum. mikið. Ég ákvað að verða myndlistarmaður þegar ég var átta ára og ætlaði þá að búa í Par- ís og teikna og mála og hanga með vinum mín- um. Núna er ég hérna á Seyðisfirði að teikna og mála og hanga með vinum mínum.“ teikna og það þróaðist út í myndlist. Við ákváðum þess vegna að hafa þennan fókus og ég er til dæmis búin að vera að teikna mjög „Við vildum fara aftur í upprunann,“ segir Bjargey. „Flestir myndlistarmenn koma úr teikningu, við vorum börn sem vorum alltaf að Aftur í upprunann í teikningunni  Samsýningin Handan hugans verður opnuð í menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði í dag  Tekur sífelldum breytingum eftir því sem fleiri listamenn bætast í hópinn Teiknari Bjargey Ólafsdóttir átti frumkvæðið að sýningunni þar sem teikningar ráða. Í HNOTSKURN »Í Skaftfelli er rekin listamiðstöð meðveitingasölu, netkaffi, bókasafni, stórum sýningarsal og gestaíbúð fyrir myndlistar- og fræðimenn. »Skaftfell hefur starfað sem sjálfs-eignarstofnun frá árinu 1998, en hefur þegið styrki frá ríki og bæ. List- rænn stjórnandi Skaftfells er Björn Roth. »Sýningin Handan hugans verðuropnuð klukkan 16 í dag og verður síðan opin frá 13 til 17 alla daga til 7. september. Gunnar Dungal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.