Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ AKRANESKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Sr. Skírnir Garðarsson messar. AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja, organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Söng- og helgistund kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Rafn Sveinsson og Gunnar Tryggvason flytja létta trúarsöngva. Allir velkomnir. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Mar- gréti Svavarsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Einsöng syngur Sibylle Köll. Messunni verður útvarpað. Kaffisopi í safn- aðarheimilinu að messu lokinni. BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Bústaðakirkju syngur. Organisti er Skarphéðinn Hjartarson. Heitt á könnunni eftir messu. Sr. Pálmi Matthíasson mess- ar. DIGRANESKIRKJA | Sameiginlegt helgi- hald í söfnuðum Kópavogs. Messa kl. 11 í Lindakirkju, prestur sr. Íris Kristjánsdóttir. Messa kl. 11 í Kópavogskirkju, prestur sr. Ægir Sigurgeirsson. Helgistund kl. 14 í Digraneskirkju, prestur sr. Ægir Sig- urgeirsson. Sjá nánar á heimasíðum kirknanna. www.digraneskirkja.is DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari, sönghópur úr Dómkórnum syngur, organisti er Marteinn Friðriksson. Regn- bogamessa kl. 20.30, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar, sr. Hjálmar Jónsson og sr. Þorvaldur Víðisson þjóna fyrir altari, sönghópur undir stjórn Jóns Þorsteins- sonar syngur. Organisti er Aðalheiður Guð- mundsdóttir . FRÍKIRKJAN KEFAS | Samkoma kl. 20 þar sem Helga R. Ármannsdóttir prédikar. Á samkomunni verður lofgjörð og brauðs- brotning, auk þess verður sýnt tónlistar- myndband. Einnig verður verslun kirkj- unnar opin. Allir velkomnir. GARÐAKIRKJA | Göngu- eða ferðamessa kl. 11. Bæði gönguglaðir og göngulúnir geta tekið þátt, því fyrir göngulúna fer rúta milli stöðva en ferðinni er heitið í Hafn- arfjarðarkirkju sem er nýuppgerð. Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 10.30, Jónshúsi kl. 10.35 og frá Hleinum kl. 10.40. Hressing á áningarstað. Allir velkomnir. Þetta er síð- asta sumarmessan í Garðakirkju í ár. GLERÁRKIRKJA | Kvöldguðsþjónusta með léttri tónlist kl. 20.30. Sr. Arnaldur Bárðarson þjónar. Örn Viðar Birgisson leiðir söng. Organisti er Valmar Väljaots. Kaffi í safnaðarsal. Allir velkomnir. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Lena Rós Matthíasdóttir prédik- ar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Organisti: Hákon Leifsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10, bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Alt- arisganga. Samskot til ABC-barnahjálpar. Messuhópur þjónar. Kirkjukór Grens- áskirkju leiðir söng, organisti Árni Ar- inbjarnarson. Prestur sr. Ólafur Jóhanns- son. Molasopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sveinbjörn Bjarnason messar. Organisti Sólborg Valdimarsdóttir HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Org- anisti Hörður Áskelsson. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Prestur Tómas Sveinsson. HEILSUSTOFNUN NLFÍ | Guðsþjónusta kl. 11. HJALLAKIRKJA | Helgistund í Lindakirkju kl. 11 í umsjá sr. Írisar Kristjánsdóttur. Messa í Kópavogskirkju kl. 11 og í Digra- neskirkju kl. 14. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson þjónar. Sjá nánar á heimasíðum kirkn- anna. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma kl. 20. Umsjón: Harold Reinholdt- sen. Morgunstund alla daga kl. 10.30. Dagsetrið á Eyjarslóð 7 opið alla daga kl. 14-17. Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7 og fatabúð í Garðastræti 6 opin alla virka daga kl. 13-18. HÓLADÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Sigurður Ægisson. Organisti og kór Siglufjarðarkirkju. Tónleikar kl. 14. Guðrún Ingimarsdóttir sópran syngur. Með henni leikur Jónína Erna Arnardóttir á orgel. Þær flytja meðal annars íslenska leik- hústónlist. Allir velkomnir. Ókeypis að- gangur. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Int- ernational church, service in the cafeteria at 12.30 pm. Samkoma kl. 16.30, ræðu- maður er Vörður Leví Traustason. Lofgjörð og fyrirbæn. Innra-Hólmskirkja | Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Örn Magnússon. Kirkjukór safn- aðarins og sr. Skírnir Garðarsson. Kirkju- kaffi. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN | Samkoma kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Sveinn Alfreðsson prédikar. Einnig verður heilög kvöldmáltíð. Allir velkomnir. www.kristur.is KAÞÓLSKA KIRKJAN: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardaga kl. 18. Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru Reyðarf. | Messa kl. 11. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30. Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga er messa á latínu kl. 8.10. Laug- ardaga er barnamessa kl. 14 að trú- fræðslu lokinni. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa 2. og 3. sunnudag í mán- uði kl. 16. Suðureyri | Messa 1. og 4. sunnudag í mánuði kl. 16. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laug- ardaga er messa á ensku kl. 18.30. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16, miðviku- daga kl. 20. KÓPAVOGSKIRKJA | Tónlistarguðsþjón- usta kl. 11 þar sem söngur og hljóðfæra- leikur skipar veglegan sess. Kór ung- menna frá Nýja-Íslandi, The New Iceland youth choir, sem skipaður er 22 börnum, syngur. Stjórnandi er Rosalind Vigfússon. Með kórnum er fiðluleikari og dansarar. Prestur sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson, org- anisti Guðmundur Ómar Óskarsson. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta á Landa- koti, 2. hæð, kl. 14. Prestur Sigfinnur Þor- leifsson, organisti Ingunn Hildur Hauks- dóttir. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Bjartur Logi Guðna- son. Einsöngur. Kaffisopi eftir messu. Vegna sumarleyfa er skrifstofa kirkjunnar lokuð til 13. ágúst. LAUGARNESKIRKJA | Helgistund kl. 20. Umsjón hefur sr. María Ágústsdóttir hér- aðsprestur. Nánari upplýsingar á heima- síðu safnaðarins laugarneskirkja.is LINDASÓKN í Kópavogi | Sameiginlegt helgihald í söfnuðum Kópavogs. Messa kl. 11 í Safnaðarheimili Lindasóknar. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og spjall eftir messu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Les- messa kl. 11. Meðhjálpari Gyða Minný Sigfúsdóttir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Guðsþjónusta kl. 20. Minnum á fjölskylduferð út í Viðey miðvikudaginn 13. ágúst kl. 18.30. Nán- ari upplýsingar eru á heimasíðu safnaðar- ins www.ohadisofnudurinn.is SALT kristið samfélag | Háaleitisbraut 58- 60, 3. hæð. Samkoma kl. 17. ,,Þakk- læti“. Ræðumaður Margrét Jóhann- esdóttir. Lofgjörð. Velkomin. SAUÐÁRKRÓKSKIRJA | Messa kl. 11. Léttur hádegisverður í boði sóknarnefndar eftir messu. Verið velkomin. Saurbæjarkirkja Hvalfjarðarströnd | Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Örn Magn- ússon. Kór Saurbæjarprestakalls. Sr. Skírnir Garðarsson prédikar og þjónar fyrir altari. SELJAKIRKJA | Messa kl. 20. Sr. Bolli P. Bollason og Aase Gunn Gutt- ormsen þjóna, kór Seljakirkju leiðir söng- inn, organisti Jón Bjarnason. Alt- arisganga. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta með alt- arisgöngu kl. 20. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Org- anisti Bjartur Logi Guðnason. Sjá nánar um kirkjustarf á seljakirkja.is SELTJARNARNESKIRKJA | Kyrrðarstund kl. 11 í umsjón Svönu Helen Björnsdóttur. Ritningarlestur og bæn. Verið velkomin. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Egill Hallgrímsson annast prestsþjón- ustuna. Organisti Ester Ólafsdóttir. Allir velkomnir. STRANDARKIRKJA | í Selvogi. Guðsþjón- usta kl. 14. Prestur séra Jón Ragnarsson. Organisti: Hannes Baldursson. Valþjófsstaðarprestakall | Hin árlega úti- messa í Valþjófsstaðarprestakalli verður haldin kl. 14 við Sandá. Ekinn er Kára- hnjúkavegur [F910] að skilti sem á stend- ur Eyjabakkar. Sóknarpresturinn, Lára G. Oddsdóttir prédikar og þjónar við mess- una. Gylfi Björnsson leikur undir á harm- ónikku. Messugestum er bent á að koma klæddir í hlý föt til messunnar og taka með sér nesti svo hægt verði að samein- ast í messukaffi að loknu helgihaldi. VÍDALÍNSKIRKJA | Rúta fer frá kirkjunni kl. 10.30 vegna „Göngu- og ferðamessu“ í Garðakirkju – sjá þar. Bæna- og kyrrð- arstundir á fimmtudögum kl. 22. Bæn- arefnum má koma til djákna og presta. Sjá nánar á heimasíðu safnaðarins www.gardasokn.is ÞINGEYRAKIRKJA Húnavatnsprófasts- dæmi | Messa kl. 14. Prestur sr. Fjölnir Ásbjörnsson. Kirkjan er opin virka daga kl. 10-17 til 31. ágúst. ÞINGVALLAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Árni Svanur Daníelsson, guðfræðingur prédikar og leiðir guðsþjónustuna. Org- anisti Guðmundur Vilhjálmsson. Orð dagsins: Hinn daufi og málhalti. (Mark. 7) Morgunblaðið/ÓmarKirkjan í Gufudal MESSUR Á MORGUN Elsku Rósa mín, nú kveð ég þig. Takk fyrir vináttu þína, það er heið- ur að hafa kynnst þér. Alltaf mun ég minnast samverustundanna okkar með gleði, við áttum sérlega vel saman. Rósa var flott – mesta skvísan, alltaf tilbúin að hjálpa og leiðbeina, stutt var í grínið og gamanið. Ég á mjög góðar minningar um Rósu, hún kom mér til að brosa af til- verunni, alltaf sá hún spaugilega hlið á málum, sem ég hefði ekki komið auga á, en Rósa benti mér á. Einu sinni fórum við Guðmundur og Eiríkur út að borða til Reykjavíkur. Það var gott veður og við vorum á rölt- inu í miðbænum langt fram á nótt, margt var um manninn, allt unga fólk- ið kom til þín og Eiríks til að spjalla. Þið voruð einhvern veginn þannig að þið löðuðuð það besta fram í fólki. Ég upplifði alveg „sérstakt“ þegar ég bað þig um að passa Eddu Sonju fyrir mig. Mér leið eins og að þið hefðuð verið að bíða eftir mér, hvenær ég kæmi eig- inlega til að biðja ykkur fyrir hana, slíkar voru móttökurnar og tilsvörin. Rósa var þá 75 ára og svo ungleg. Þið gættuð Eddu Sonju frá því að hún var 8 mánaða gömul þar til hún fór í leik- skóla. Anna Birna kynntist Rósu og Eiríki líka og á ljúfar minningar, hún man sérstaklega vel eftir hversu vel þið góðu hjón komuð fram við hana með virðingu. Rósa notaði oft orðið fallega „eðallynd/ur“ um gott fólk þannig langar mig að lýsa henni: „Eðallynda Rósa“. Eitt lítið bros getur dimmu í dags- ljós breytt. Takk fyrir allt. Hvíl þú í friði. Samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina. Unnur Jóhannsdóttir. Elsku Rósa, ég veit að þú ert uppi á himnum að fylgjast með og vernda mig og ég held að þú sért besti engillinn minn og Yrsi líka. Ég er mjög sár yfir að þú þurftir að yfirgefa þennan heim og ég hefði viljað geta verið meira með þér en svona vildi Guð að þetta færi. En ég er glöð fyrir þína hönd að þú fékkst að fara til Yrsa. Þið tvö hafið skilið eftir fótspor í hjarta mínu sem aldrei mun hverfa og verða mér ljós í gegnum lífið. Mig langar að minnast ykkar beggja á fallegan hátt. Þegar Rósa Pétursdóttir ✝ Guðmunda RósaPétursdóttir fæddist í Selshjá- leigu í Austur- Landeyjum 18. sept- ember 1919. Hún lést á heimili sínu, Grænumörk 5 á Sel- fossi, sunnudaginn 6. júlí síðastliðinn, á 89. aldursári sínu. Útför Rósu var gerð frá Selfoss- kirkju 18. júlí sl. mamma bað þig um að passa mig þá sagðirðu: Já auðvitað, Yrsi er það ekki? Og hann sagði: Jú að sjálfsögðu. Þið viss- uð ekki einu sinni hversu lengi eða hversu mikið en samt var það ekkert mál. Þegar ég heyrði að þú værir farin héðan var ég nýkomin heim frá Englandi, en ég fann þetta á mér allan tímann og í flugvélinni á leiðinni heim kíkti ég í Morgunblaðið og gáði hvort að þú vær- ir þar í minningargreinunum. Ég tók mín fyrstu skref og sagði mín fyrstu orð á heimili ykkar. Ég mun aldrei gleyma besta grjónagrautnum sem ég hef smakkað á ævi minni, úr þessum risastóra stálpotti. Ég átti besta vin heima hjá ykkur, vin minn í blíðu og stríðu, þá meina ég þegar ég var kannski svolítið stríðin, þá var hann samt alltaf vinur minn, þegar ég var tímunum saman að reyna að ná þess- um blessaða ketti undan sófanum og ég man hvað þið hlóguð. Svo var ég víst byrjuð að syngja sálma mjög ung því þið fóruð alltaf með mig á kóræfingar. Síðasta sinn sem ég hitti þig fór ég til þín á dvalarheimilið, það er ekki langt síðan og ég er mjög fegin að hafa farið. Ég horfði á myndir af mér uppi á hillu og ég táraðist, ég get ekki trúað hvað tíminn líður hratt, ég er aðeins 14 ára og þú farin. Á stofuborðinu þínu sá ég eldspýtustokk sem ég hafði búið til handa ykkur og ég mundi ekkert eftir því. Af hverju kemur alltaf þessi kökk- ur í hálsinn og tár í augun? Það er svo sárt að vita að þú ert ekki hérna, að ég geti ekki hitt þig og að ég get ekki talað við þig. En ég veit að þú ert að vernda mig og fylgjast með mér. Þegar Yrsi var orðinn mjög veikur var ég ekki al- veg að skilja það og fannst það skrítið af hverju hann var ekki til í að hlaupa með mér um allt, ég lá uppi í rúmi hjá honum og sá allar þessar vélar, mér brá og fattaði síðan að hann væri að fara frá mér. Þið eruð besta fólk sem ég hef kynnst og ég held að það sé ekk- ert illt til í ykkur. Mér þykir svo vænt um ykkur og þið eruð fyrir mér eins og amma og afi. Mér finnst leiðinlegt og sárt að ég hafi ekki komist í jarðarför- ina en þú veist að hugur minn er mjög oft hjá þér og Yrsa. Minningar okkar saman gleymast aldrei og takk fyrir allt sem þið hafið gefið mér og ég veit að ég væri ekki þessi sama manneskja í dag ef ég hefði aldrei fengið að kynn- ast ykkur. Guð geymi þig og Yrsa og ég veit að þið eruð fallegustu englarnir uppi á himnum. Ég vil senda allri fjöl- skyldu þinni og vinum mínum dýpstu samúðarkveðjur. Takk fyrir allt. Hamingja manns í lífinu felst í hinu smáa – kærleiksríkum kossi eða brosi, hlýlegu augnatilliti eða kærkomnu hrósi. Edda Sonja Guðmundsdóttir. Ég leit mikið upp til Kjartans þegar ég var lítil stelpa á Flateyri, hann og Ívar voru mestu töffararnir þar, hann var alltaf í góðu skapi og svo var hann svo góð- ur að teikna, sem þótti frekar svalt. Ég leit ekki síður upp til hans seinni árin, og geri enn, hann stóð sig eins og hetja í baráttunni við veikindin og ég er óendanlega stolt af honum fyrir það. Kjartan var mikill brandarakarl og þar var ekkert efni undanskilið, hvort sem það voru veikindi hans eða kvennamálin. Kjartan Kristjánsson ✝ Kjartan Krist-jánsson fæddist í Reykjavík 16. mars 1971. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ísa- firði 28. júlí síðast- liðinn. Útför Kjartans fór fram frá Flat- eyrarkirkju laug- ardaginn 2. ágúst sl. Síðustu skipti sem ég hitti Kjartan, ann- ars vegar fyrirfram ákveðið og hins vegar fyrir tilviljun, dró hann fram myndir af augasteinunum sínum, bróðurdóttur sinni Svandísi Rós, Pollý hundinum hans og fal- legu dætrum hans sem hann var svo stoltur af. Kjartan var mikill tölvukarl og þar sem ég bý í Danmörku fóru samskipti okkar mikið fram í gegnum netið. Við ræddum mikið væntanlegt stefnumót okkar í Kaupmannahöfn, Kjartan var að vonast eftir að komast þangað í að- gerð og var búinn að taka af mér það loforð að ég myndi koma og vera með honum. Af því stefnumóti verður ekki, en ég leyfi mér að trúa því að við munum hittast á öðrum stað á öðrum tíma. Valdís Jóhannsdóttir (Litla frænka.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.