Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 222. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Ólympíuleikar settir  Ólympíuleikarnir voru settir í Peking í gær og þótti athöfnin takast mjög vel og vera glæsileg. Fjöl- mennustu hópar íþróttamanna eru frá Bandaríkjunum og Kína. »Íþróttir Barist í Georgíu  Harðir bardagar geisuðu í gær í S-Ossetíu í Georgíu milli Rússa og Georgíumanna. Rússar styðja upp- reisnarmenn í héraðinu. »20 Tæknivandi á markaði  Tryggingaálag á íslenska banka er of hátt vegna tæknilegra vand- kvæða á markaðnum, segir í skýrslu sem gerð var á vegum Royal Bank of Scotland. »19 Virkjun boðin út  Öll leyfi liggja fyrir vegna Búðar- hálsvirkjunar sem verður 80 MW. Verður nú boðinn út vél- og rafbún- aður fyrir virkjunina. »4 SKOÐANIR» Staksteinar: Veiðir fisk þjóðarinnar Forystugreinar: Falleg framhlið | Fjölbreyttar fjölskyldur Ljósvaki: Tvíburafæðing á Stöð 2 UMRÆÐAN» Fyrirkomulag peningamála Forvarnir aðeins orðin ein? Sameiginlegt mat markar tímamót Evrópa í sögulegu samhengi Stundin okkar leitar að hæfi- leikaríkum krökkum Sumarleg og skemmtileg ljóð Krossgátustafarugl BÖRN»    3  3 3  3  3  4 ! &5' .$ + $& 6 $#  $ $##    3  3  3 3  3   - 7 1 '  3  3 3 3  3 3    89::;<= '>?<:=@6'AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@'77<D@; @9<'77<D@; 'E@'77<D@; '2=''@F<;@7= G;A;@'7>G?@ '8< ?2<; 6?@6='2+'=>;:; Heitast 15 °C | Kaldast 8 °C  NA/breytileg átt, 3- 10 m/s. Bjart vestan til, annars skýjað m. köfl- um og síðdegisskúrir f. sunnan og austan. » 10 Fjölbreytt og lífleg dagskrá verður á hinsegin hátíð við Arnarhól að lokinni litríkri gleðigöng- unni í dag. » 52 FÖGNUÐUR» Hátíð í borginni TÍSKA» Nördar gera sér glaðan dag á Comic Con. » 49 Gunnar Hansen leikur kaftein á hvalaskoðunarskipi í Reykjavík Whale Watching Massacre. » 48 SÖFN» Leðurfés á Íslandi TÓNLEIKAR» Jón Þorsteinn Reynisson er í sérflokki. » 50 KVIKMYNDIR» Styttist í tökur á nýrri mynd Tarantinos. » 55 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. „Sláandi sögur af ólifnaði“ 2. Lýst eftir 13 ára stúlku 3. „Hermann, hættu nú …“ 4. Madonna og Guy sögð okra  Íslenska krónan styrktist um 0,6% GESTIR létu vel af tónleikum Erics Claptons í Egilshöll í gærkvöldi og má segja að stemningin hafi náð mestum hæðum þegar gítarleik- arinn og þaulvön hljómsveit hans tóku smellina „Cocaine“ og „Wonderful Tonight“. Að tónleik- unum loknum var umferð nokkuð þung en gekk þó ágætlega. Fjölmenni á tónleikum í Egilshöll Morgunblaðið/hag Clapton í rífandi góðum gír SÍÐUSTU átta árin voru eyðimerkurganga, klárt og kvitt. Ég varð næstum því gjaldþrota og fyrirtækið mitt fór næstum því fyrir gerðardóm. Það hefði verið hægt að taka öll listaverkin mín af mér og selja hæst- bjóðanda og það var hugsun sem ég gat bara ekki hugs- að til enda.“ Þetta segir Páll Óskar Hjálmtýsson í viðtali við Morgunblaðið þar sem hann lýsir því hvernig átta ára eyðimerkurgöngu lauk sl. haust er plata hans, Allt fyr- ir ástina, kom út. Páll Óskar segist um tíma hafa kviðið því að bera hljóðnema upp að munninum. En nú sé hann kominn úr skápnum sem tónlistarmaður. „Þetta er ekki sami mað- urinn, ekki sömu textarnir. Það er eitthvert traust komið sem ég verð að hafa í heiðri. Ég er brjálæðislega þakklátur fyrir allt þetta sem á undan er gengið, líka slæmu hlutina. Nú er ég þakklátur í hvert og eitt skipti sem ég held á hljóðnema og fæ að syngja í hann, vegna þess að þetta var næstum því tekið frá mér.“ Páll segir að stóra verkefnið sem bíði samkyn- hneigðra hérlendis sé að líta inn á við. „Það eru dökkar hliðar á „gay“-menningu samtímans og ég hata þessa líkamsdýrkun sem hefur heltekið ákveðinn hluta gay- samfélagsins. Erlendis eru haldin risapartí, mörg þús- und manna, og þar stendur á hurðinni „Physical Per- fection Demanded“ („líkamlegrar fullkomnunar kraf- ist“). Allir verða að vera berir að ofan og þér er ekki hleypt inn ef þú ert með smá bumbu. Strákarnir drekka alsælu ofan í sterana og deyja svo 25 ára af völdum hjartaáfalls. Þetta er menning sem ég vil ekki til- heyra.“ | Lesbók Morgunblaðið/Kristinn Annað líf Páll Óskar Hjálmtýsson segist á tímabili hafa kviðið því að bera hljóðnema upp að munninum. Páll Óskar segist kominn úr skápnum … sem listamaður Kominn úr eyðimörkinni Þótt námsmann vanti ekki peninga í vetur kann það engu að síður að vera sterkur leikur hjá honum að taka námslán hjá LÍN og leggja féð til hliðar. Námslán eru verðtryggð en af þeim greiðast engir vextir meðan á námi stendur. Eftir námslok bera þau 1% vexti. Endurgreiðsla hefst tveimur árum eftir námslok. Sem dæmi má taka námsmann sem tekur lán upp á 500 þúsund fyr- ir fyrsta skólaár sitt í þriggja ára háskólanámi. Hann lætur peningana inn á verðtryggðan reikning með 7% vöxtum. Tveimur árum eftir námslok (fjórum árum eftir að hann fékk lánið) getur hann tekið pening- ana út, greitt lánið upp og staðið eft- ir með um 150 þúsund krónur án mikillar fyrirhafnar. Þetta getur hann síðan endurtekið öll námsárin. Þegar hann lýkur námi kann einnig að vera sniðugt að nota pen- ingana sem innborgun á fyrstu íbúð- ina, enda eru námslán á mun betri kjörum en íbúðalán bankanna. andresth@mbl.is Auratal Fjórtán þúsund Kínverjar léku listir sínar á glæsilegri setn- ingarathöfn Ólympíuleik- anna sem fram fór í Fuglshreiðrinu í Peking í gær. Keppendur frá 204 þjóð- um gengu inn á leikvanginn en aldrei áður hafa jafnmargar þjóðir tekið þátt í leikunum. Guðmundur Guðmundsson segir að handbolta- landsliðið geti unnið öll liðin á Ólympíu- leikunum. Hann læt- ur íslenska liðið æfa með því pólska og segir að það hafi gefið góða raun. Guðjón Valur Sigurðsson er ekki kominn til Peking til þess að leika ferðamann. Hann er bjartsýnn á að íslenska hand- boltalandsliðið leggi Rússa að velli þegar liðin mætast í nótt. » Íþróttir BÓKAÚTGÁFAN Crymogea og Listasjóður Dungal standa saman að ritröð um íslenska myndlistar- menn. Fyrsta bókin fjallar um list Guðrúnar Einarsdóttur en a.m.k. fimm bækur verða í ritröðinni. Til stendur að dreifa bókunum bæði hérlendis og erlendis en slík útgáfa þykir skipta miklu máli fyrir kynningu á samtímalist. | 22 Bækur um listamenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.