Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ N ú er verið að leggja síðustu hönd á byggingu og inn- réttingu vatns- verksmiðju í eigu Jóns Ólafssonar í Ölfusinu. Jón segir að með stofnun þessarar vatnsverksmiðju verði til eitt fullkomnasta vatnsátöpp- unarfyrirtæki í heimi. Fyrir fjórum árum hóf Jón rekstur vatnsverk- smiðju í Þorlákshöfn. Hann lagði frá upphafi mikla áherslu á markaðs- færsluna, lagði mikinn kostnað í umbúðahönnun, nýtti sér ýmis sam- bönd í kvikmynda- og tónlist- arheiminum í kynningarstarfinu og tryggði fyrirfram sölu á talsverðum hluta framleiðslunnar. Vatnið, sem selt er undir vörumerkinu Icelandic Glacial, hefur fengið fjölda al- þjóðlegra viðurkenninga sem há- gæðavara og það er nú þegar á markaði í Kanada, Mexíkó, Hol- landi, Þýskalandi, Frakklandi, Grikklandi og Englandi. Salan hef- ur gengið vel og nýju verksmiðjunni er ætlað að anna aukinni eftirspurn og þá ekki síst frá nýjum markaðs- svæðum á borð við Bandaríkin. „Þegar ég ákvað að veðja á vatnið og stofnaði verksmiðjuna í Þorláks- höfn fyrir fjórum árum ásamt Krist- jáni syni mínum þá var ekki mögu- legt að fá íslenska aðila að því máli eða fá lán í banka því það höfðu tap- ast svo miklir peningar á vatnssölu. Ég þurfti að gera þetta allt fyrir eigið fé,“ segir Jón. „Það skipti miklu máli að ná samningum við An- heuser-Busch í Bandaríkjunum. Þegar við feðgar komum til þeirra voru þeir einmitt í vatnshugleið- ingum. Þeir komu inn sem 20 pró- sent hluthafar í fyrirtæki okkar, sem gerði herslumuninn því þetta eru öflugir dreifingaraðilar sem hafa góða aðkomu að markaðnum.“ Byr í seglin Af hverju ákvaðstu að snúa þér að sölu á vatni? „Þar liggja miklir möguleikar. Vatn er ekki bara vatn, eins og fólk er að átta sig á. Það er ekki sjálfsagt að fólk hafi aðgang að góðu vatni. Vatnið í Ölfusinu er mjúkt og sætt, einstaklega hreint og er í flöskum sem ekkert plastbragð er af. Eft- irspurnin eftir vatni í heiminum er að aukast. Þetta er því góður bis- ness að mínu mati.“ En margir hafa farið flatt á hon- um. „Já, það er rétt en við feðgar höf- um að mörgu leyti farið nýjar leiðir og við höfum tröllatrú á því að þær séu árangursríkar. Í grunninn snú- ast þær um að varðveita hin afdrátt- arlausu gæði vatnsins og verðleggja það sem hágæðavöru í stað þess að keppa við vatn í lægri verðkant- inum. Til að rísa undir þessum merkjum höfum við í fyrsta lagi lagt gífurlega mikla áherslu á að hafa allt vinnsluferlið í hæsta gæða- flokki. Við endurgerðum gömlu verksmiðjuna með mjög róttækum og kostnaðarfrekum hætti. Í nýju verksmiðjunni er heldur ekkert til sparað til að gera vinnsluna óaðfinn- anlega og að auki eins vistvæna og frekast er unnt. Í öðru lagi settum við mikinn kostnað í þróun og hönn- un umbúðanna sem fyrir vikið hafa vakið mikla hrifningu. Í þriðja lagi höfum við varið miklum tíma og um leið fjármunum í markaðs- og kynn- ingarstarfið. Þetta þrennt lagði síð- an grunninn að því að við fengum Anheuser-Busch til liðs við okkur. Það var að mínu viti stóri vinning- urinn og gefur allri markaðs- færslunni gífurlega mikinn byr í seglin.“ Uppspretta í eyðimörkinni Og þú ætlar að selja vatnið dýrt. „Já, ég er ákveðinn í því að nýta þessi gæði til fulls en ég er líka mjög áhugasamur um að gefa vatn til þeirra sem vegna náttúruhamfara eða þurrka búa við vatnsskort. Það er sárt að vita til þess að fólk sé að deyja úr vatnsskorti meðan allt þetta vatn rennur til hafs. Ég hef leyft mér að segja að vatn sé fljót- andi gull. Við getum horft á Ísland sem uppsprettu í eyðimörkinni. Vatnið sem rennur til sjávar í Ölfus- inu er helmingi meira en öll heims- neyslan af vatni á flöskum. Það er hægt að koma þessu vatni í skip. Þau skip þarf að útbúa á sérstakan hátt til að þau geti flutt vatn. Það á að vera hægt að dæla vatni í skipin, sigla þeim þangað sem hörmungar eru og hjálpa þeim sem þurfa á vatni að halda. Þarna gætum við gefið mikið vatn og gert mikið góð- verk. Mér finnst þetta vera það sem við eigum að gera.“ Þetta hljómar ævintýralega. „Einhvers staðar byrja ævintýr- in. Fyrirtæki okkar feðga er ekki í stakk búið til að kosta þessar fram- kvæmdir en ég tel að það sé hægt að afla þessu máli fylgis og fá aðila til að hjálpa okkur að undirbúa jarð- veginn, sem þýðir að það þarf að gera kostnaðaráætlun og hag- kvæmnisúttekt á því að leggja flot- leiðslur frá Ölfusi út í skip. Síðan þarf að fá skipin, sem ég held að sé kannski auðveldasti þátturinn í þessu öllu saman, og útbúa þau þannig að þau geti borið vatn. Svo þarf að koma vatninu úr skipinu á neyðarstaði. Á staðnum þarf að vera aðstaða til að taka við vatninu eða þá einskonar átöppunarverksmiðja um borð í skipinu. Að öllu þessu þarf að huga. Þetta er mjög verðugt verk að vinna og mjög spennandi. Ég hef verið að vinna í því hér heima og erlendis að fá menn til liðs við okkur. Við Íslendingar ráðum yfir gíf- urlega miklum vatnsauðlindum sem renna óbeislaðar til sjávar. Við eig- um hiklaust að taka forystu í að- gerðum til þess að koma þessu vatni til fólks sem býr við hörmungar vegna vatnsskorts. Við getum skap- að okkur mikla sérstöðu og sterkt nafn á alþjóðavettvangi með slíku framlagi sem auðvitað krefst þess að öflugir aðilar víða að úr heim- inum leggi hönd á plóg. Það er dásamlegt að vinna við þetta verk- efni og gefur mér mikla lífsfyllingu. Ég er að vonast til að á næstu fimm árum takist mér að búa til umgjörð um verkefnið þannig að það verði að veruleika.“ Hef oft farið ótroðnar slóðir Þú ert í fréttum vegna þess að skattamál þín eru í rannsókn. Hvað viltu segja um það mál? „Málið er í ákveðnu ferli og þess vegna get ég ekki talað mikið um það. Ég get þó sagt að ég fagna því að loksins sé komin hreyfing á málið og ég er sannfærður um að í með- förum dómstólanna muni mannorð mitt verða hreinsað. Ég trúi ekki öðru en þetta mál fari á besta veg. Í sex ár hef ég búið við fullyrðingar um að ég sé stærsti skattsvikari Ís- landssögunnar. Í þeim skýrslum sem ég hef lesið er hvergi sagt að ég hafi verið að fela eitt eða neitt eða stolið. Þar stendur að ég hafi gert hlutina á annan hátt en ég átti að gera. Þarna er ágreiningur um tæknilega útfærslu. Ef ég hef verið svona blindur þá hafa bæði endur- skoðendur mínir, lögfræðingar og aðrir ráðgjafar verið jafnblindir því við unnum skattskýrslur mínar eftir bestu vitneskju. Þegar menn flytja úr landi eins og ég gerði þá eru lög í landinu um það hvernig á að fara með eignir. Á þessum tíma voru engin lög um það hér á landi. Að þessu leyti er þetta prófmál.“ Meiðyrðamál þitt á hendur Hann- esi Hólmsteini er orðið langt og strangt. Ertu ekki tilbúinn að ná sáttum við Hannes? „Ég bauð Hannesi strax í upphafi að komast hjá málaferlum og hugs- anlegum skaðabótagreiðslum með því einfaldlega að biðjast op- inberlega afsökunar. Hannes hafn- aði því boði og málið fór því óhjá- kvæmilega fyrir dómstóla. Tilboð mitt um sættir gegn því að hann greiði bæturnar sem hann var dæmdur til og þann kostnað sem hlotist hefur af öllum þessum mála- tilbúnaði stendur enn. Ég vona svo sannarlega að málinu geti lokið með þeim hætti.“ En af hverju á hann að bera þann kostnað sem er orðinn? „Tjónið sem ég hef orðið fyrir er langtum meira en sá beini kostn- aður sem málsmeðferðin hefur haft í för með sér. Hannes var staðráðinn í því að sverta mannorð mitt og hann eyðilagði fyrir mér nokkra við- skiptasamninga. Þegar menn fóru að fletta upp nafni mínu á netinu sáu þeir að ég átti að hafa hagnast á því að selja eiturlyf. Þarna stundaði Hannes ljótan leik og verður að bera ábyrgð á því sem hann skrifaði og sagði. Hann bjó til þennan kostn- að meðal annars með því að hunsa dómstólana í Englandi og þvæla málinu fram og til baka. Hver annar ætti að bera kostnaðinn af því hvernig Hannes hefur staðið að málum? Þú ert mjög umdeildur maður, það hefur jafnvel verið talað um þig eins og þú værir glæpamaður. Það hlýtur að vera sárt. „Það er sárt en svo kemur að því að maður hættir að hlusta á það. Ég hef unnið fyrir öllu sem ég hef gert og lagt mikið og hart að mér. Ég hef oft farið ótroðnar slóðir og stundum á erfiðum tímum, rétt eins og um þessar mundir. Það er mikil nið- ursveifla hér á landi og erfitt að fá fjármagn. Á sama tíma erum við að byggja upp af miklum krafti. Sumir hafa sagt að við feðgar séum að gera eitthvað sem ekki sé hægt að gera á krepputímum. Ég tel það alrangt og er sannfærður um að þrátt fyrir erf- iðar efnahagsaðstæður séum við á margan hátt með fína viðskipta- hugmynd á hárréttum tíma.“ Ertu hefnigjarn eða langrækinn? „Nei, það tel ég mig alls ekki vera og ég vona að öðrum finnist það ekki heldur. Ég hef vissulega oft lent í viðskiptalegum árekstrum við menn og stundum finnst mér ég hafa bein- línis verið svikinn. Slík sverð hafa hins vegar mjög oft verið slíðruð á örskömmum tíma og stofnað til samstarfs á nýjan leik. Ég reyni að láta viðskiptahagsmuni ráða því með hverjum ég vinn fremur en ein- hverja drauga úr fortíðinni.“ Var orðinn þrekaður Af hverju seldirðu fjölmiðlaveldi þitt og fórst úr landi? „Ég var búinn að fá nóg. Ég fann enga lífsfyllingu. Þetta var eilíf bar- átta, stöðug átök og það var alltaf verið að leggja stein í götu fyrirtæk- isins. Ég uppgötvaði ekki fyrr en hálfu ári síðar hvað ég var orðinn þrekaður. Ég sé ekki eftir að hafa snúið við blaðinu. Ég lifi betra lífi en áður, er ánægðari með sjálfan mig og allt sem er í kringum mig. Ég er að leita inn á við. Ég hef tekið mik- inn þátt í veraldlegu amstri og nú vil ég eyða meiri tíma en fyrr í það and- lega.“ Ertu trúaður? „Ég bý að því að vera alinn upp í Vatn er fljótandi Umdeildur „Þeir sem hafa sterkustu skoðanirnar á mér eru gjarnan þeir sem þekkja mig minnst.“ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.