Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 48
Það er helst fræga fólkið sem er svo plebbalegt að koma í hversdagsgallanum … 49 » reykjavíkreykjavík Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is FJALLABRÆÐUR, Bloodgroup, Hjaltalín, Magnús Þór og Jóhann Helgason, Jet Black Joe og Ný- dönsk. Þannig lítur listinn út yfir hljómsveitir og tónlistarmenn sem stíga á svið á tónleikum Landsbank- ans og Rásar 2 á Menningarnótt, 23. ágúst nk. Tónleikunum verður út- varpað í beinni útsendingu á Rás 2 og þeir verða auk þess teknir upp fyrir Sjónvarpið. Jóhannes Ásbjörnsson, starfs- maður í markaðsdeild Landsbank- ans, greindi frá þessu í gær og koma listamennirnir fram í þeirri röð sem þeir eru nefndir hér að ofan. Tón- leikarnir hefjast kl. 19 og lýkur kl. 22.30. Lok tónleikanna miðast við að tónleikagestir geti rölt niður að Hafnarbakka og horft á flugeldasýn- ingu sem hefst þar kl. 23. Fjallabræður eru önfirskur karla- kór allsérstakur, „sveitamenn frá Flateyri sem syngja og tralla með popp-fönksveit fyrir framan sig“, eins og Jóhannes orðar það. Blo- odgroup, Hjaltalín, Jet Black Joe og Nýdönsk þarf vart að kynna, sveitir sem notið hafa mikilla vinsælda hér á landi, þær fyrstu tvær þó skemur en hinar. Endurkoman árviss Jóhannes segir „comeback“-ið í ár, þ.e. listamenn sem spila og syngja á ný eftir langt hlé, vera tón- leika Magnúsar Þórs Sigmunds- sonar og Jóhanns Helgasonar. Þeir muni syngja sínar fegurstu dæg- urperlur við undirleik einvalaliðs hljóðfæraleikara. Skipuleggjendur Menningarnæt- urtónleika hafi undanfarin ár leitast við að hafa slíka endurkomu í tón- leikadagskránni. Dúettinn Magnús og Jóhann kom fyrst fram op- inberlega í Reykjavík um páskana 1971. Eftir hann liggja margar sí- gildar dægurperlur, m.a. „Blue Jean Queen“, „Mary Jane“ og „Ástin og lífið“. Magnús og Jóhann sungu saman á Gauknum fyrir einum átta árum, á tónleikum sem báru yf- irskriftina Útvarp Andrea. Magnús og Jóhann snúa aftur Magnús og Jóhann Einir ástsælustu laga- og textahöfundar þjóðarinnar. Dagskrá Menningarnæturtónleika á Miklatúni liggur fyrir  Bjartur upp- lýsti fyrr í vikunni að höfundur bók- arinnar sem Kristján B. Jón- asson mærði svo mjög á bloggi sínu (kristjanb.blog.is) væri á þeirra veg- um og hét hverj- um þeim sem gæti sér rétt til um nafn höfundarins áritaðri bók. Eins og giskað var á í miðvikudags- blaðinu var umræddur höfundur Steinar Bragi, en ekki getum við þó stært okkur af óvenjulegri get- speki – því af 382 sem sendu inn svör nefndu 376 Steinar Braga. Allir fá þeir nú senda áritaða bók og vekur gjafmildi Bjarts athygli, enda er þetta ansi stór hluti kaup- endahóps margra íslenskra skáld- sagna, þannig að ef ekki er um met- sölubók að ræða verður ansi stór hluti upplagsins gefinn. En ef aðrir kunna bókinni jafnvel og Kristján gæti þetta líka verið frábært mark- aðstrikk. Konur Steinars Braga gefnar í hundruðum?  Fréttablaðið sló því upp á for- síðu í gær að leikarinn Jóhann Sigurðsson – sem oft er kall- aður Jói stóri – hefði söðlað um eftir tuttugu ár í Þjóðleikhúsinu og ráðið sig til starfa hjá Leik- félagi Reykjavíkur. Þetta hlýtur að sjálfsögðu að teljast mikil frétt í leikhúsheiminum en ný er hún þó ekki því Morgunblaðið sagði frá vistaskiptum Jóhanns hinn 30. apríl síðastliðinn og er því um þriggja mánaða gamla frétt að ræða. Fréttablaðinu til varnar er þó að nánast öll dagblöð landsins hafa „skúbbað“ gamalli frétt enda hraðinn í fjölmiðlaheiminum orð- inn slíkur að jafnvel blaðamenn hafa ekki undan að lesa þau ógrynni frétta sem birtast á hverj- um degi á síðum dagblaðanna. En gamalt „skúbb“ á forsíðu dagblaðs er þó sjaldgæfara. Stórt „skúbb“? Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „ÉG drep þig ef greinin verður ekki góð,“ segir frægasti keðjusagarmorðingi kvikmyndasög- unnar við mig þegar við kveðjumst. Ef þetta væri fyrir aldarfjórðungi og hann væri með grímu úr húðum fórnarlamba sinna hefði ég haft áhyggjur, en sá Gunnar Hansen sem ég er að kveðja er góðlátlegur hæglátur eldri maður sem minnir meira á jólasvein en sadískan morðingja og kveðjan aðeins góðlátlegt grín (held ég). Við hittumst í setustofu veitingahússins Við Tjörnina, innréttingarnar minna Gunnar á æskuheimilið við Freyjugötuna en þaðan flutti hann fimm ára gamall til Bandaríkjanna. Hann hefur þó komið reglulega til Íslands alla tíð síðan og er nú staddur hérlendis til þess að leika í Reykjavík Whale Watching Massacre, en tökur hófust á henni í Reykjavíkurhöfn í vikunni. „Ég er kafteinninn á bátnum, gamall sjóari sem missti kvótann og gerir nú út hvalaskoð- unarbát,“ segir Gunnar sem heillaðist mjög af handriti Sjóns (sem og Skugga-Baldri sem hann hefur nýlega lesið). „Það var mjög vel skrifað, ég fæ mikið af virkilega vondum hryllings- handritum en það var unun að lesa þetta. Það eru margar skemmtilegar tilvísanir í gamlar hryllingsmyndir, The Texas Chainsaw Massacre, Night of the Living Dead og svo er atriði í upp- hafi myndarinnar sem fær mann til þess að hugsa um Moby Dick.“ Hann er þó ekki að leika staðgengil Ahabs kafteins. „Ekki nema sem djók, einn farþeginn kallar mig alltaf Ahab en persón- an er ekkert lík honum.“ En hvar stendur Gunn- ar þegar kemur að hvalaveiðum? „Ég fékk mér hvalasteik í kvöldmat um daginn, það svarar lík- lega spurningunni.“ Leðurfés opnar hurðir Loks berst svo talið að keðjusagarmorðingj- anum sem kallast einfaldlega Leðurfés, persón- unni sem Gunnar lék í sinni fyrstu bíómynd, The Texas Chainsaw Massacre. Margir myndu örugglega þreytast á að svara endalaust spurn- ingum um rúmlega 30 ára gamla mynd sem enn er hans langfrægasta. En ekki Gunnar. „Ég ætl- aði aldrei að verða leikari og finnst frábært að hafa fengið tækifæri til þess að vera með í þess- ari mynd, hún hefur opnað fjölmargar dyr fyrir mig og gerir enn,“ seg- ir Gunnar sem leikið hefur í þónokkrum hrollvekjum síðan þá og er reglulega boðið á ýmsar hrollvekju- ráðstefnur, þótt mestur tíminn fari í skriftir sem Gunnar segir alltaf hafa verið hans helsta ástríða. „En myndin hafði mikil áhrif á hryllings- myndir því þær voru í öngstræti á þessum tíma, þær voru óáhugaverð- ar, það var endalaust blaðrað í þeim og þær voru mjög kurteisar, þær létu þig vita hvenær þær voru að fara að skelfa þig og þær létu þig vita hvenær þú varst öruggur og gast andað léttar.“ Svartur húmor og sveitavargar Við erum sammála um að þrátt fyrir allan hryllinginn sé þetta einnig drepfyndin mynd á köflum um eitt furðulegasta ættarmót sem sést hefur í bíó. En tveimur árum áður hafði önnur mynd slegið í gegn, Deliverance, en fáar ef nokkrar myndir hafa birt jafn hryllilega mynd af sveitalubbum og þessar tvær – en í báðum lenda saklaus borgarbörn í klónum á sveitavargnum. „Þetta viðhorf er til staðar í strandríkjunum, að í suðurríkjunum séu allir innræktaðir og hei- móttalegir, myndirnar snerta klárlega á þeim fordómum sem eru þarna á milli – og ýta sjálf- sagt undir eitthvað af klisjunum.“ Leðurfés borðar hvali  Gunnar Hansen leikur kafteininn í Reykjavík Whale Watching Massacre  Segir leikinn í Texas Chainsaw Massacre enn opna honum fjölmargar dyr Morgunblaðið/Valdís Thor Kafteinninn Gunnar Hansen segir nýju myndina hafa að geyma skemmtilegar tilvísanir í gamlar hryll- ingsmyndi á borð við Night of the Living Dead og morðhryllinginn fræga sem hann lék sjálfur í. Ófrýnilegur Gunnar sem Leðurfés.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.