Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Nú kveðjum við Bjarna Pál sem er farinn frá okkur allt of snemma. Ég og Kristján, faðir Bjarna Páls, erum náfrændur og jafnaldrar. Við vorum jafnframt á okkar uppvaxtarárum ná- grannar, leik- og skólafélagar. Á barnsárum bjó Bjarni Páll ásamt for- eldrum sínum og yngri systkinum, Önnu Björk og Birki, í Frakklandi en þá bjuggum við í Japan, þar sem Már, elsti sonur okkar Siggu, fæddist. Samgangurinn var því ekki mikill á þeim tíma en við fylgdumst með því sem gerðist hjá Kristjáni, Doddu og börnunum, og hittumst þegar tæki- færi gafst til. Kynnin urðu þó meiri eftir að við fluttum aftur til Íslands og bjuggum um tíma hjá foreldrum mín- um í Brúnalandi. Bjarni Páll og systk- ini hans voru þá oft í pössun hjá ömmu sinni og afa í næsta húsi. Þá sáum við Má sjaldan enda oft glatt á hjalla hjá krökkunum í Brúnalandi 32. Eftir að við fluttum á Fjölnisveg- inn hittust börnin sjaldnar, en það fór alltaf prýðisvel á með þeim þegar þau komu saman í fjölskylduboðum. Sam- skiptin milli Más og Bjarna Páls urðu svo meiri gegnum skátastarfið, sem var sameiginlegt áhugamál þeirra og hugsjón. Síðasta árið voru þeir einnig skólafélagar í MH. Það fór svo að Már og Bjarni Páll urðu félagar og vinir, líkt og við feður þeirra í eina tíð. Okk- ur brá því mjög síðastliðið haust þeg- ar við fréttum af veikindum Bjarna Páls. Fréttirnar sem við fengum urðu smám saman verri og vonir sem við leyfðum okkur að hafa brugðust og á endanum var ljóst að hverju stefndi. Þann 15. júlí fengum við svo harma- fréttina að þessi yndislegi drengur væri ekki lengur á meðal vor. Þegar Bjarna Páls er minnst kem- ur helst upp í hugann góðmennska og æðruleysi. Þessa mannkosti sýndi hann snemma. Mér er minnisstætt þegar hann varð viðskila við Önnu ömmu sína eitt sinn í Frakklandi, u.þ.b. fjögurra ára gamall. Meðan Bjarni Páll Kristjánsson ✝ Bjarni PállKristjánsson fæddist í Reykjavík 19. janúar 1988. Hann lést á krabba- meinslækningadeild Landspítalans 15. júlí síðastliðinn. Útför Bjarna Páls var gerð frá Nes- kirkju 31. júlí sl. Hann hvílir í Sól- landi, nýjum duft- reit við Fossvogs- kirkjugarð. hans var leitað í ákafa var Bjarni Páll óhræddur og spjallaði við starfsfólkið á lög- reglustöðinni, þar sem hann var kominn, og lék sér á meðan hann beið þess að hann yrði sóttur til þess að fara heim. Á sama hátt sýndi hann ótrúlegan styrk og hugrekki að- eins tvítugur að aldri þegar hann gekk í gegnum erfiða krabba- meinsmeðferð og fáar fréttir voru góðar. Þeir sem eldri eru gætu fáir gengið í gegnum slíkt mót- læti af sama æðruleysi. Viðmót Bjarna Páls, foreldra hans og systk- ina gerði það að verkum að félögum og fjölskyldu þótti gott að koma til hans allt fram til síðustu stundar. Það var líkt og við sæktum styrk til hans frekar en öfugt. Bjarni Páll lét ekki bugast. Hann hélt sinni ró meðan horfurnar í hans veikindum versnuðu, en að þessu sinni var hann ekki sóttur til þess að fara heim. Það er erfitt að horfast í augu við að lífið geti verið svo óréttlátt og við skiljum ekki hvers vegna þessi glæsi- legi og góði drengur er farinn frá okk- ur. Við verðum nú að læra af honum að sætta okkur við það sem lífið færir okkur og mæta örlögunum af æðru- leysi. Við munum minnast Bjarna Páls svo lengi sem við lifum. Már Másson. Það er með sárum söknuði og ólýs- anlegum trega sem við skátasystkin Bjarna Páls í Ægisbúum kveðjum hann, nú þegar hann hverfur heim til skapara síns. Ægisbúar sjá á bak kraftmiklum skátabróður sem af elju og trúmennsku lagði svo mikið af mörkum í starfi félagsins. Bjarni var einn af máttarstólpum Ægisbúa og átti stóran þátt í því að skapa það and- rúmsloft glaðværðar og samheldni sem ríkt hefur í félaginu um langt skeið. Það er því stórt skarð höggvið í okkar raðir sem ekki verður fyllt. Bjarni var góður skáti í sönnustu merkingu þess orðs, fjörugur, snjall og skapandi. Starf Bjarna í upphafi skátaferils hans vakti athygli foringja hans sem töldu einsýnt að þar færi góður félagi og efnilegur skáti sem myndi starfa vel og lengi, sér og öðr- um til góðs. Sú varð og reyndin. Bjarni lauk Gilwell-þjálfun, æðstu foringjaþjálfun skátahreyfingarinn- ar, með sóma og gegndi starfi sveit- arforingja auk þess sem hann var fé- lagi í Sæúlfum en svo nefnist félagsskapur eldri Ægisbúa. Bjarni rækti skátastarf sitt af rögg- semi, hugkvæmni og samviskusemi, trúr grundvallarhugsjónum skát- anna, og uppskar að launum virðingu þeirra skáta sem hann leiðbeindi. Þá naut Bjarni óbilandi trausts eldri Æg- isbúa sem vissu að þar fór drengur góður sem gat staðið undir miklum væntingum og leysti með gleði þau verkefni sem honum voru fólgin. Bjarni háði hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm og reyndi jafnframt eftir fremsta megni að rækta skáta- störf sín. Er óhætt að segja að við í stóru skátafjölskyldunni hans reynd- um að tryggja að svo gæti verið enda gátum við ekki hugsað okkur að tak- ast á við þau verkefni sem biðu án þátttöku hans. Það fór þó svo að Æg- isbúar þurftu að takast á við stærsta verkefni ársins, Landsmót skáta, án Bjarna því skömmu fyrir mótið kvaddi hann eftir harðvítugan slag við ofurefli. Það var því með blendnum tilfinningum sem Ægisbúar fylktu liði á Landsmót, en í anda Bjarna geng- um við til leiks og starfa stoltir með bros á vör, enda vissum við að þannig heiðruðum við minningu hans best. Við hátíðalega athöfn á mótinu var foreldrum Bjarna afhent gullmerki Ægisbúa sem stjórn félagsins ákvað að veita honum vegna þeirrar fyrir- myndar sem hann var í veikindum sínum sem hann tókst á við af fádæma æðruleysi. Bjarna verður þó ekki minnst meðal Ægisbúa fyrir það eitt, heldur sem glaðværs og góðs vinar sem hægt var að treysta á í blíðu og stríðu. Það er huggun harmi gegn að vita til þess að þegar við skátavinir Bjarna hverfum heim mun hann taka á móti okkur með bros á vör og leiða okkur á vit nýrra ævintýra, varðelda og útilega. Ægisbúar kveðja traustan vin og kæran skátabróður í hinsta sinn; megi minningin um góðan skáta og yndislegan dreng lifa um ókomna tíð. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. Skátafélagið Ægisbúar. Fyrir fáeinum árum hófu nokkrir skátakrakkar nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þeir héldu mikið hóp- inn og voru áberandi kátir og glaðleg- ir. Bjarni Páll var í þessum hópi. Við, sem ritum þetta, kenndum honum báðar frönsku, fyrst Ásrún og síðan Sigríður. Við erum lánsamar að hafa kynnst Bjarna Páli. Hann var ein- stakur ljúflingur, einmitt sú mann- gerð sem lýsti af hvar sem hann var, brosmildur, rólegur og yfirvegaður. Það var greinilegt að hann naut þess að vera til og hlakkaði til að takast á við lífið sem hann trúði svo mikið á. Það er með mikilli sorg í sinni sem við kveðjum þennan yndislega strák. Fjölskyldu hans og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Ásrún Lára Jóhannsdóttir, Sigríður Anna Guðbrandsdóttir. Elsku Boggi, besti frændi minn. Það er ekki hægt að sætta sig við að þú sért farinn. Margt getur verið skemmtilegt og sumt leiðinlegt í til- verunni en þegar þú varst nálægt var hamingjan alltaf til staðar. Þú varst besti frændi sem maður gat hugsað sér. Það fór ekki framhjá neinum að þú varst hinn fullkomni skáti. Þú varst góðviljaður og hugrakkur og í þínu hjarta skein alltaf sól. Mér fannst alltaf svo gaman að fá ykkur í heimsókn á Vopnafjörð og líka svo skemmtilegt að koma til Reykjavíkur til ykkar. Það var svo gaman að fara með ykkur í bíó og í klifurhúsið. Það er mjög ósanngjarnt að þú skyldir fara svona snemma því öll vildum við hafa þig hjá okkur. Frá þér barst hlýja og væntumþykja. Í hjörtum okkar býrð þú alla ævi, nafn þitt mun lifa sem hetja hjá mér. Ég kvíði ekki lengur að deyja því ég veit að þú munt taka á móti mér. Þú ert örugglega uppi á himnum að stjórna skátaflokki og með fiðluna undir vanganum að spila svo fallega og allir englar á himnum eru að hlýða á þessa fallegu tóna. Þú varst ofboðslega góður við mig og alla aðra, það er mér heiður að hafa átt þig að sem frænda og vin. Sjáumst frændi. Guðni Þór (Gusi). Fyrstu kynni mín af Bjarna voru í gegnum Elvar vin hans er þeir komu saman í MH fyrir 4 árum síðan. Það var ekki erfitt að sjá hve nánir þeir voru, félagar frá æskuárum. Skáta- starfið var báðum hugleikið og báðir ætluðu að sækja skátamót í sumar. Tilhlökkunin var mikil. En nú er skarð fyrir skildi og tómarúmið verð- ur vandfyllt, ekki síst í huga besta vin- arins. Vöktu þeir félagar athygli mína með framkomu sinni, svo kurteisir og prúðir ævinlega. Þegar á leið kynni okkar kom í ljós hve skemmtilegur húmor leyndist undir rólegu yfir- bragði Bjarna. Hann var fallegur ungur maður, vel greindur og óspar á brosið. Því var kærkomið að rekast á hann og spjalla. Bjarni og félagar áttu sérstakan samastað á Miðgarði í MH. Við borðið þeirra ríkti mikið fjör, glens og gaman. Þáttur vinanna tveggja var oftar en ekki þungamiðj- an í því sem þar fór fram og auðsætt hve hópurinn var samstilltur. Hlátra- sköllin glumdu við og kátína ungu mannanna hafði smitandi áhrif á um- hverfið. En ský dró fyrir sólu, er Bjarni greindist með krabbamein. Hann tókst á við veikindi sín af æðru- leysi og dugnaði þrátt fyrir mikla van- líðan. Hvað ég skildi hann vel í þessu stríði, hafði sjálfur reynt á eigin skinni slík átök fyrir fjölmörgum ár- um síðan. Ekki kom þó annað til greina hjá Bjarna en að stunda skól- ann áfram þrátt fyrir að læknismeð- ferð tæki sinn toll og tíma frá námi er hann þurfti að dveljast á sjúkrahúsi. Síðast hitti ég Bjarna á sólbjörtum degi við Ægisíðuna skömmu áður en ég fór í sumarleyfi. Hann mætti mér broshýr að vanda og horfði bjartsýnn fram á sumarið. Bjarna verður sárt saknað í MH. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst honum. Það er bjart yfir minningun- um sem tengjast þessum góða dreng. Ég sendi innilegar samúðarkveðjur til foreldra, systkina og annarra ást- vina. Sérstakar kveðjur einnig til vin- anna og skólafélaganna. Guð styrki ykkur öll. Guðlaugur Gíslason, húsvörður í MH. Á stundum sem þessum er ómögu- legt að skilja vegi lífsins og þær þrautir sem lagðar eru fyrir mann- fólkið. Í gegnum sorg og tár lærum við að lífið, gleðin og fólkið okkar er það dýrmætasta sem við eigum. Elsku Bjarni Páll, megi öll heims- ins birta og gleði fylgja þér á vit nýrra ævintýra. Hjá okkur lifir áfram minn- ing um hugrakkan, sterkan og falleg- an dreng sem vann stórar hetjudáðir á sinni stuttu ævi. Með lífsgleði kenndir þú okkur að takast á við lífið með æðruleysi. Elsku Dodda, Kristján, Baldvin, Anna Björk og Birkir. Megi sumarið umvefja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Allar okkar hlýju og góðu hugs- anir fylgja ykkur. Steinunn, Sturla, Ásta Sóley og Ragnheiður. Elsku hjartans systursonur minn Bjarni Páll er látinn. Ég trúði alltaf að hann myndi sigra þennan illvíga sjúk- dóm sem hann barðist við af einstöku æðruleysi. Kannski af því að Bjarni Páll var sjálfur svo óhræddur, bjart- sýnn og jákvæður og taldi okkur hin- um trú um að þetta væri ekkert mál. Eða kannski trúði ég því ekki að hann yrði tekinn frá okkur, hann sem átti eftir að gera svo marga góða hluti í líf- inu fyrir sig og ekki síður fyrir aðra. Aldrei kvartaði hann yfir hlutskipti sínu heldur tókst óhræddur á við það verkefni sem honum var ætlað. Mikið hefur honum verið ætlað stórt og mik- ilvægt verkefni á himnum fyrst kallið hans kom svona snemma. Bjarni Páll kom í heiminn fyrir rúmum 20 árum, lítil falleg sál, hann fer sem stærri en jafnfalleg sál. Hann tókst á við lífið fullur sjálfstrausts og ábyrgðar, tók skynsamlegar og með- vitaðar ákvarðanir, lét ekki teyma sig né hafði áhyggjur af því hvað öðrum fannst. Hann lifði fallegu heilbrigðu lífi og var fyrirmynd annarra ung- menna eins og sona minna. Svo stolt gat ég alltaf sagt við þá: sjáið hvernig krakkarnir á Ægisíðunni gera þetta, takið þau til fyrirmyndar. Það gerðu þeir svo sannarlega og stoltið skein úr augunum á Guðna Þór þegar hann talaði um frændfólk sitt á Ægisíðunni og hann hlakkaði alltaf jafn mikið til að fá þau í heimsókn á Vopnafjörð eða fara til þeirra í heimsókn ekki síður en við hin. Það fyrsta sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um Bjarna Pál er orðið góður. Mikið ofboðslega var hann góður og vel gerður drengur. Góður og hlýr við alla, kelirófa sem faðmaði og kyssti mömmu sína, ömm- ur og frænkur ef hann mætti þeim úti á götu. Honum þótti ekkert mál að hafa yngri frændsystkini sín með í öllu sem hann gerði, hann var svo innilega barngóður. Bjarni Páll hafði mikið sjálfstraust sem hann fór vel með, aldrei steig honum það til höfuðs að vera svo fallegur að hann skyggði á sólina eða svo góður að eflaust myndu finnast englavængstúfar ef kíkt væri undir bolinn hans; nei hann var bara hann sjálfur svo góður og hlýr. Hvar sem hann kom var hann fólki minn- isstæður og skildi eftir sig hlýjar minningar. Ég var svo stolt þegar öll syst- kinabörn mín spiluðu í kirkjunni þeg- ar við Nonni giftum okkur, þar stóð Bjarni Páll með þanda nasavængi og pínu stút á munninum af vandvirkni og spilaði svo glæsilega á fiðluna sína. Bjarni Páll var skáti af lífi og sál. Ósjaldan er við fjölskyldan komum suður og gistum eins og alltaf á Ægi- síðunni var sagt: þið sofið bara í her- berginu hans Bjarna Páls, hann er í útilegu með skátunum. Útivist, söng- ur, klifur, varðeldur, smíðar, fjallabíl- ar, vatnsbusl, núðlur, gleði, góð- mennska, hjálpsemi, trúin, vinátta, umhyggja, kurteisi; allt eru þetta orð sem minna á Bjarna Pál og tengjast einnig skátunum. Ég eftir að sakna hans Bjarna Páls míns óendanlega mikið og þó hann hafi verið 16 árum yngri en ég þá kenndi hann mér svo margt og fyrir það er ég þakklát og sætti mig aldrei við að kallið hans hafi komið svona fljótt. Bjarni Páll mun taka á móti okkur hinum með útbreiddan faðm- inn, teinréttur í skátaskyrtunni sinni með merkin sín og hátíðarklútinn, kyssa okkur og knúsa og leiða okkur svo um nýju heimkynnin þar sem hann er án efa hrókur alls fagnaðar. Megi algóður Guð styrkja okkur öll í þessari djúpu sorg og mikla söknuði. Guðrún Anna (Gura). Elsku gullið mitt. Þegar þú komst í heiminn fæddist fallegasta barn Íslands. Tæpum tveimur árum seinna fæddust falleg- ustu tvíburar Íslands, systkinin þín, og þið voruð svo rík að eiga stóra bróður, hann Baldvin. Ég man svo vel hvað mamma var stolt og glöð þegar hún eignaðist fyrstu langömmubörnin sín. Við Daði eigum svo skemmtilegar minningar þegar við fórum til Parísar í árshátíðarferð með Rafhönnun. Þá var pabbi þinn í doktorsnámi í París. Þið bjugguð rétt fyrir utan París í litlu þorpi. Við fórum öll út að ganga með tvíburana í kerru og þú skopp- andi allt um kring. Allt í einu tókst þú á sprett á undan okkur og ég ætlaði að hlaupa á eftir þér en foreldrar þínir Elsku Bjarni Páll. Þú varst ein af þeim manneskjum sem við erum fegnar að hafa kynnst. Þú tókst á við þessi veik- indi eins og allt annað í lífinu: með krafti, húmor og hug- rekki. Ef eitthvert okkar var ávallt viðbúið þá varst það þú. Okkur þykir innilega vænt um þig og við munum sakna þín. Sjáumst hinum megin, „ba ba bleah!“ Þínar Fenr- isstelpur Elínborg, Heiða Kristín, Margrét og Ragnheiður Ásta. HINSTA KVEÐJA Ástkær faðir minn, sonur, bróðir, mágur og frændi, GERHARD ROLAND ZELLER, Grettisgötu 76, Reykjavík, varð bráðkvaddur þriðjudaginn 5. ágúst. Útför hans verður auglýst síðar. Sunnefa Gerhardsdóttir, Philipp og Else Zeller og fjölskylda. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN EYSTEINN SIGURÐSSON, Steinagerði 1, Reykjavík, lést miðvikudaginn 6. ágúst á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útförin auglýst síðar. Sigurður Mar Stefánsson, Soffía Helga Magnúsdóttir, Guðmundur Skúli Stefánsson, Gunnar Helgi Stefánsson, Sæunn Halldórsdóttir, Guðrún Margrét Stefánsdóttir, Paul Siemelink, Andri Stefánsson, Harpa Örlygsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.