Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Mýrdalur | „Ég ætlaði að búa til skreytingar fyrir afmælið en þær fóru aðeins úr bönd- unum,“ segir Kolbrún Hjörleifsdóttir, skóla- stjóri og listamaður í Mýrdal. Hún verður fimmtug í dag og auk stórrar afmælisveislu ætlar hún að halda upp á afmælið með því að bjóða upp glerlistaverk í Reynisfjöru og opna sýningu á myndverkum úr íslenskri ull í Vík. „Hugmyndin að glerlistaverkunum kvikn- aði þegar ég var að ganga í fjörunni. Svo sá ég að Reynisfjara er einhver skemmtilegasti sýningarsalur veraldar,“ segir Kolbrún um uppboðið í Reynisfjöru og tekur fram að ekki sé útlit fyrir brim í dag og að hún muni passa upp á sitt fólk. „Konan á strönd lífsins“ Glerlistaverkin eru sjö talsins og heita „Konan á strönd lífsins“. Þau eiga að spanna lífshlaup konunnar, allt frá fæðingu til dauða. Eitt táknar til dæmis bið konunnar eftir sjó- manninum. Ágóðann af uppboðinu sem verð- ur um klukkan hálffimm í dag mun Kolbrún láta renna til foreldrastarfs innan samtak- anna „Uppeldi til ábyrgðar – uppbygging – sjálfsagi“. Hún hefur verið skólastjóri í Mýr- dalnum í 24 ár og stýrir nú Grunnskóla Mýr- dalshrepps. Þar hefur hún verið að innleiða þessa uppeldisstefnu og vill styðja starfið. Grunnskólinn hefur fengið viðurkenningar fyrir gott nýsköpunarstarf. Kolbrún kennir sjálf fræðin. „Ég ákvað að gera það sem ég er oft að reyna að fá út úr krökkunum og beita nýsköpunarfræðunum á sjálfa mig,“ segir Kolbrún en hún hefur áhuga á að gera vöru- línu úr konuverkunum sínum. Tengd umhverfinu Kolbrún er fædd og alin upp í Borgarfirði en flúði norðanáttina, að eigin sögn, og flutti sig í Mýrdalinn þar sem hún settist að á Ketilsstöðum. Hún sér ekki eftir því nú enda segir hún að náttúran og umhverfið í Mýr- dalnum hafi gefið sér mikið. Listaverk henn- ar eru mjög tengd umhverfinu. Á afmælisdaginn opnar hún sýningu á myndverkum úr íslenskri ull í gistiheimilinu Ársölum í Vík. Bandið í verkin er eingöngu í sauðalitum eða jurtalitað. Sýningin ber heitið „Í örmum alheimsins“. Kolbrún á og rekur gistiheimilið Ársali í gamla sýslumannshúsinu í Vík. Hún lætur vel af sumrinu og ferðamannastraumnum, segir ekki annað hægt í þessu góða veðri sem verið hafi meginhluta sumars. „Einn ferðamaður- inn sem kom hingað hafði orð á því að hann hefði ekki átt von á því að lenda hér í Spán- arhita,“ segir Kolbrún. Mikil uppbygging hefur verið í ferðaþjón- ustu í Mýrdalnum, þar er fjöldi hótela og gistiheimila og ýmis þjónusta í boði. „Það verður mikil breyting hér á vorin þegar ferðafólkið kemur,“ segir Kolbrún. Skreytingarnar fóru úr böndum Kolbrún Hjörleifsdóttir skólastjóri fagnar hálfrar aldar veru sinni á jörðinni með listaverka- uppboði í Reynisfjöru og myndlistarsýningu í Vík, auk stórrar afmælisveislu að sveitasið Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Uppboð Kolbrún Hjörleifsdóttir æfir sig fyrir listaverkauppboðið í Reynisfjöru. Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is MYGLUSVEPPUR af því tagi sem fannst í fær- anlegum kennsluskúrum við Korpuskóla hefur fundist víða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur en hún hefur rannsakað vel á fjórða hundrað húsa, stofn- ana og fyrirtækja að undanförnu. Hún telur mik- ilvægt að stjórnvöld viðurkenni vandann og bregð- ist við. „Myglusveppur er eðlilegur í umhverfinu og er þar mikilvægur en hann á ekki að vaxa inni hjá okk- ur,“ segir Sylgja en bætir við að það þurfi ekki að vera mikið vandamál sé rétt brugðist við. Aðeins þar sem ekki er gert við vatnstjón eða raki fær að liggja óáreittur í langan tíma getur myglusvepp- urinn haft slæm áhrif á loft innandyra. Þrátt fyrir að þessar séu kjöraðstæður sveppanna eru þeir nokkuð algengir í nýlegum hús- um. Segir Sylgja þetta vera áhyggjuefni og skoða verði það mál og hvernig staðið er að byggingu nýrra húsa. Sumar tegundir myglusveppa geta undir vissum kringumstæðum framleitt lífræn eiturefni. Eitur- efnin geta þá borist í lofti og valdið eitrunaráhrifum og ofnæmiseinkennum. Sylgja segir mjög einstak- lingsbundið hve mikið þurfi til að fólk verði veikt en einkenni sem geta komið fram eru útbrot, hósti, lið- verkir, mígreniköst, magaverkir, óþægindi í önd- unarfærum og fleira. Ekki ástæða til að óttast Til að stemma stigu við myglusveppi er í flestum tilfellum nóg að sinna viðhaldi vel og koma í veg fyrir að raki viðgangist lengi í mannabústöðum. Sé brugðist fljótt við myglusveppi er hægt að komast fyrir möguleg óþægindi og skaða af völdum hans. Þó rannsóknir sýni að myglusveppur geti valdið hættulegum öndunarfæraeinkennum hjá börnum segir Sylgja að ekki sé ástæða til að óttast. Oftast sé auðvelt að koma í veg fyrir viðgang sveppanna og ráða niðurlögum þeirra. Það þurfi þó að gera með réttum hætti. „Þetta er bara spurning um að taka á málinu og vera meðvitaður um að það eigi ekki að vera mygla inni hjá þér.“ Myglusveppur útbreiddur Mygla Sveppirnir þrífast í viðvarandi raka. Egilsstaðir | Miklar framkvæmdir eru á lóð grunnskólans á Egilsstöðum. Verið er að byggja við skólann og endurnýja eldri bygginguna. Vegna framkvæmda við virkjanir og álver á Austurlandi hefur Fljótsdalshérað beðið með stórframkvæmdir á sínum vegum. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri segir að þegar þeim hafi verið að ljúka hafi sveitarfélagið ákveðið að fara af stað með byggingu grunn- skólans og framkvæmdir í miðbæ Egilsstaða. Vegna fjölgunar íbúa var Egilsstaðaskóli fyr- ir löngu búinn að sprengja utan af sér hús- næðið. Þannig hefur verið notast við þrjár laus- ar kennslustofur auk þess sem yngstu árgöngum skólans hefur verið kennt á Eiðum. Ákveðið var að byggja nýja kennsluálmu við skólann og endurnýja eldra húsnæðið. Kostn- aður við byggingar og endurnýjun búnaðar er áætlaður 1,6 milljarðar kr. „Við fáum út úr þessu alveg nýjan skóla,“ segir Eiríkur og er viss um að með þessu fáist góð aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk. Framkvæmdir standa yfir við viðbygginguna en verkinu á að ljúka á næsta ári. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Grunnskólinn verður sem nýr Byggt við Egilsstaðaskóla og eldri bygging endurnýjuð „ÞAÐ hefur ekki skapast viðvar- andi vandamál vegna meindýra á Landspítalanum,“ segir Kristján Guðlaugsson, deildarstjóri bygg- ingadeildar á Landspítalanum. Hann getur þó ekki fullyrt að mein- dýr hafi aldrei sést á sjúkrahúsinu enda geti slíkt alltaf komið upp. „Við getum ekki útilokað meindýr úr umhverfinu, þau lifa í borginni og fylgja okkur, en slíkt hefur þá verið tilfallandi.“ Nýlega hefur verið fjallað um meindýravandamál á sjúkrahúsum í Bretlandi en í ljós hefur komið að sjötíu prósent sjúkrahúsa hafa kall- að ítrekað á meindýraeyði á und- anförnum tveimur árum. Húsnæði Landspítalans nær yfir u.þ.b. 130.000 fermetra, og er mikið af húsnæðinu komið til ára sinna. Kristján segir að Landspítalinn leggi sig fram við að halda húsnæð- inu í góðu ástandi og að m.a. sé eitr- að með reglulegu millibili í skólp- ræsibrunna til þess að halda lífi í skólpræsum í skefjum. haa@mbl.is Landspít- ali laus við meindýr Reglulega eitrað og húsnæði haldið við MÆÐRASTYRKSNEFND hlýtur styrk úr borgarsjóði vegna ófyr- irséðs kostnaðar við öryggisgæslu á þeim tímum sem úthlutun fer fram. Styrkurinn hljóðar upp á 800.000 krónur. Þetta var sam- þykkt á fundi Borgarráðs Reykja- víkurborgar á fimmtudag. Öryggisfyrirtækið Securitas hef- ur hingað til séð um gæslu við út- hlutanir sem fara fram á mið- vikudögum í hverri viku. Úthlutað er í um 48 skipti á ári. Reynslan hefur sýnt að brýn þörf er á öryggisgæslu vegna ástands sumra gesta, sem til nefndarinnar leita. Þá eru fasteignagjöld einnig þungur baggi á rekstri Mæðra- styrksnefndar. haa@mbl.is Mæðra- styrksnefnd fær styrk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.