Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Eiríkur Guð-mundsson fædd- ist á Egilsstöðum í Villingaholtshreppi 17. júlí 1909. Hann lést á Kumbaravogi 2. ágúst 2008. Foreldrar hans voru Guðmundur Eiríksson bóndi f. 1879, d. 1963 og Kristín Gísladóttir húsfreyja f. 1883, d. 1965. Eiríkur var elstur í hópi 10 systkina. Systkini hans: Guðmundur 1910- 1981, Gísli 1912-2007, Kristjana 1913-1995, Guðjón 1914-2001, Helga 1916-1995, Regína 1918, Guðbjörg Æsa 1920, Albert 1922 og Gunnar 1926-1983. Árið 1936 kvæntist Eiríkur Gunnbjörgu S. Sigurðardóttur f. 19.5. 1913, d. 11.4. 1984 (þau skildu). Þeirra börn 1)-4) 1) Ingvar D. Eiríksson f. 1938, maki Eygló J. Gunnarsdóttir. Þau eignuðust 4 börn þar af er eitt látið og eiga 11 barnabörn. 2) Agnes Kristín Eiríksdóttir f. 1940, d. 1996, maki Óli Jörundsson. Þau eign- uðust 2 dætur og eiga 5 barna- börn og 2 barnabarnabörn. 3) Þorbjörg Henný Eiríksdóttir f. 1942, maki Bjarni Einarsson. Þau eiga 3 börn og 8 barnabörn. 4) Sigurður Eiríksson f. 1947, maki Sig- urhanna Sigurjóns- dóttir (þau skildu). Árið 1953 kvænt- ist Eiríkur eftirlif- andi eiginkonu Margréti Bene- diktsdóttur f. 10. okt. 1921. Þeirra börn 5) Guðmundur Eiríksson f. 1954, maki Susanne Pet- ersen (látin). Fyrri maki Anna B. Saari (þau skildu). Þau eiga 2 börn. 6) Benedikt Eiríks- son f. 1962, maki Helga Haralds- dóttir. Þau eiga 4 börn. Stjúp- dóttir Eiríks, dóttir Margrétar, 7) Guðrún Halldórsdóttir f. 1947, maki Valdimar Valdimarsson. Þau eiga 2 dætur og 2 barnabörn. Eiríkur ólst upp í hópi systkina sinna á Egilsstöðum við almenn sveitastörf. Eftir fermingu var hann til sjós á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum, en meirihluta starfsævinnar var hann bifreiða- stjóri, lengst af hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Á Selfossi bjó hann frá árinu 1943 en síð- asta ár ævinnar var hann vist- maður á Kumbaravogi á Stokks- eyri. Útför Eiríks fer fram frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13. Tengdafaðir minn, Eiríkur Guð- mundsson eða Eiríkur í Hólmavík, er nú látinn á hundraðasta aldurs- ári eins og stundum er sagt, saddur lífdaga. Hann var hress á 99 ára af- mælinu sínu og naut þess að fá heimsókn frá fjölskyldunni og þá spillti ekki deginum að starfsstúlk- urnar á Kumbaravogi komu inn til hans og sungu afmælissöng fyrir hann. Ég man smá atvik frá því þegar ég var að byrja að safna í búið og hafði keypt ódýra kaffikönnu, ekki leist Eiríki betur á könnuna en svo að daginn eftir gaf hann mér vand- aða kaffikönnu og sagði mér að skila hinni. Þannig var Eiríkur, hann vildi hafa hlutina vandaða og í lagi. Eiríkur var mjög myndarlegur maður, á yngri árum var hann með kolsvart hár og skegg og á gamals aldri gekk hann beinn í baki eins og ungur væri. Lengst af keyrði hann mjólkurbíl hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Það lék allt í höndunum á hon- um, það var gott að leita til hans ef eitthvað bilaði hvort það voru stól- ar eða aðrir hlutir, hann tók stól- ana í sundur og límdi þá aftur sam- an svo þeir voru betri en nýir, hann var mjög flinkur, hann smíðaði ým- islegt, t.d. skeiðaplatta og hillur fyrir handklæði og diska. Eftir að hann hætti að vinna fór hann meira að saga út litla hluti svo sem dýr og aðra smáhluti sem eru nú víða til í fjölskyldunni. Við Denni sýndum Níelsi Hafstein for- stöðumanni á Safnasafninu þessa hluti, hann keypti nokkuð magn og setti upp á safninu hjá sér, en Níels safnar alþýðulist. Ég er þakklát fyrir allar þær góðu minningar sem ég á um hann Eirík tengdapabba. Ég bið góðan Guð að taka vel á móti honum og styrkja Margréti börnin þeirra og fjölskyldur. Ég vil þakka starfsfólki á Kumb- aravogi hlýja og góða umönnun sem hann naut þar. Eygló Jóna. Mig langar að minnast Eiríks afa míns með nokkrum orðum. Hann afi lifði tímana tvenna í orðsins fyllstu merkingu enda fæddur 1909 og breytingarnar á þessum 99 árum síðan hann fædd- ist ansi miklar. Afi var alltaf svo elskulegur, með svo rólegt yfir- bragð en harðduglegur og tók áföll- um og mótlæti í lífinu af æðruleysi. Hann var líka svo mikill húmoristi, alltaf leyndist stríðnisblik í aug- unum hans og hann lumaði á ein- hverjum skemmtilegum skotum bæði á sjálfan sig og annað. Síðustu árin þegar hann fór að heyra illa, brosti hann alltaf með glettni í aug- unum og sagði „ég heyri nú svo illa – bara eiginlega ekki neitt“ þegar maður kom í heimsókn. Síðast þegar ég hitti afa í mars 2008 þá heyrði hann samt allt þeg- ar við ræddum saman í ró og næði, þá sagði hann mér frá því þegar hann var á vertíð í Vestmanna- eyjum sem ungur maður og bætti við að ef hann hefði ekki verið svona sjóveikur þá hefði hann lík- lega orðið sjómaður. En það varð ekki raunin og afi átti farsælan fer- il hjá Mjólkurbúi Flóamanna sem mjólkurbílstjóri. Það eru ekki margir sem keyra mjólkurbíl fram á sjötugasta og annað aldursár og það hafa örugglega verið margir erfiðir dagar í snjó og myrkri þar sem þurfti að sækja mjólk í sveit- ina, setja keðjur á dekkin og reyna að klára daginn fyrir myrkur. Það eru heldur ekki margir sem keyra bíl til 96 ára aldurs, en það er eft- irminnilegt þegar þú fékkst sjálf- virkan bílskúrsdyraopnara í 90 ára afmælisgjöf, því gamla hurðin var orðin ansi þung. Afi hugsaði alltaf svo vel um ömmu, hjálpaði henni með öll heim- ilisverkin. Ein fallegasta minningin mín um afa er þegar ég kom í heimsókn til hans og ömmu á Ár- veginn og hann var á leiðinni út á snúrur með kaskeitið á höfðinu og fullan bala af hvítum þvotti. Þó hann væri kominn um nírætt var hann enn eins og ungur maður. Ég horfði á hann hengja út, hvítur þvotturinn blakti í vindinum og grasið á Árveginum var grænna en allt annað gras og hann brostir glettnisbrosi þegar ég labbaði til hans. Þannig ætla ég að muna eftir þér afi minn. Þegar amma lær- brotnaði fyrir nokkrum árum og var í marga mánuði á spítala, eldaði afi mat sjálfur, skipti á rúmunum og vann öll þau verk sem þurfti að vinna. Hann þurfti enga hjálp enda bara 94 ára gamall. Já hann afi minn var sterkur maður bæði andlega og líkamlega og hann gekk um nú síðast á 99 ára afmælinu sínu 17. júlí sl. Hann grínaðist líka þegar einhver stakk upp á að hann færi í hjólastól, þá brosti hann bara og sagði „já það væri þá eitthvað fyrir þau frammi til að hlæja að“. Hann sagði líka oft að hann ætlaði ekki að verða 100 ára og hann stóð við það. Elsku afi, nú hefur þú fengið hvíld eftir annasama ævi. Takk fyr- ir samfylgdina og Guð veri með þér. Við sendum ömmu og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðj- ur. Kær kveðja, Lísa Björg Ingvarsdóttir og fjölskylda í Danmörku. Þegar dauðinn kemur og tekur þá sem þreyttir eru, verður maður þakklátur fyrir þau mörgu ár sem þeir voru hluti af tilveru manns. Ég á margar minningar um afa minn, hvort sem þær eru um hann sitj- andi í ruggustólnum inni í stofu, vaskandi upp með svuntuna um mittið eða bara brosandi, þá eru þær í mínum hug sem gullmolar. Ég man að þegar við systkinin fórum i heimsókn til afa og ömmu á Selfossi, var afi ávallt tilbúinn til að draga fram leikföngin og oftar en ekki sat hann hjá okkur á meðan við lékum okkur og sagði okkur hver af sonum hans hefði nú átt þennan bíl eða hinn, eða bara talaði um hin ýmsu leikföng sem fundust í leikfangakassanum. Hann afi minn var rólegur og góður maður með frábæra kímnigáfu. Þegar það var gestagangur á heimilinu, hvort sem það var á Árveginum eða í Grænumörk, og umræður áttu sér stað, fannst mér alltaf skemmtileg- ast að fylgjast með afa því ef mað- ur hlustaði vel átti hann það til að koma með lítil innskot inn í um- ræðuna, full af hans yndislega húmor sem fengu mig alltaf til að brosa og hugsa hve frábær afi minn væri. Sú minning sem stendur samt hvað mest upp úr í huga mér er þegar ég var í heimsókn eitt sinn á Árveginum og hann afi kallaði á mig og bað mig um að koma inn á verkstæðið sitt. Þá var hann búinn að smíða eina af litlu styttunum sínum og sagði að fyrst ég væri nú svona mikill teiknari mætti ég lita styttuna. Ég man hvað ég var stolt af því að hann afi skyldi biðja mig um þetta. Fyrir mér sem barni var bónin og það að hún kæmi frá afa eins og öll leikföng heimsins. Ég verð alltaf þakklát fyrir þær stund- ir sem ég átti með honum afa mín- um og þær minningar sem ég á í hjarta mínu, ég mun geyma þær alla mína ævi. Sofðu vært afi minn. Við sjáumst aftur við enda vegarins. Rannveig Rúna Guðmundsdóttir Saari. Elsku afi okkar er dáinn. Við eig- um margar góðar minningar sem við munum geyma í hjörtum okkar um ókomna tíð. Alltaf var gott að koma í „litla húsið við Árveginn“ og heimsækja afa sem átti „litla hvíta bílinn“ og svo þegar þau fluttu í Grænumörkina var sama gestrisnin þar og fengum við alltaf „eitthvað gott í gogginn“. Afi var einstakur, hann fann allt- af dótið inni í skáp þegar við kom- um í heimsókn til þeirra ömmu og lék með okkur á gólfinu, þá var hann kominn yfir nírætt en það var ekki að sjá á honum. Afi var alltaf að skera út, mála og smíða eitthvað dót og eigum við bræðurnir ým- islegt eftir hann, t.d. gamlan mjólk- urbíl merktan MBF sem hann bjó til úr eldspýtum. Elsku amma, þinn missir er mikill. Megi góður Guð styrkja þig á þessum erfiðu tímum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð geymi þig, elsku afi okkar, hafðu þökk fyrir allt. Arnþór, Bjarki og Heiðar. Eiríkur Guðmundsson Hér hvílir væn og göfug grein af gömlum, sterkum hlyni; hún lokaði augum hugarhrein með hvarm mót sólar skini. Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel, í vinskap, ætt og kynning. Hún bar það hlýja, holla þel, sem hverfur ekki úr minning. Hún unni list í máli og mynd, sú mennt var hennar stjarna; þar heyrði hún tala tæra lind á tungu engilbarna. Ef blað hún tók og batt sín orð, var blærinn hreinn og fagur, en hógvær sat hún hússins borð, því hátt skein æðri dagur. Allt metur rétt hin mikla náð um manna hug og vilja; eitt hjartans orð um eilífð skráð á orku, er himnar skilja. Nú les hún herrans hulin ráð um hlut og örlög þjóða, Helga Ingibjörg Stefánsdóttir ✝ Helga IngibjörgStefánsdóttir fæddist á Smyrla- bergi í Torfalækj- arhreppi í A- Húnavatnssýslu 23. maí 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 23. júlí síð- astliðinn. Útför Helgu fór fram frá Háteigs- kirkju 31. júlí sl. þar sést í lífsbók sérhver dáð hins sanna, fagra og góða. (E. Ben.) Þá hefur Helga Stefánsdóttir hvatt þennan heim, 98 ára að aldri. Langri ævi er lokið og hún hvíldinni fegin. Helga fæddist norður í Húnaþingi og ólst þar upp. Ung að árum missti hún eigin- mann sinn frá þremur ungum dætrum. Á þeim tíma voru engar almannatryggingar eða bæt- ur. Ungu hjónin höfðu þá byggt sér þriggja hæða hús á Vífilsgötu 23. Með óbilandi kjarki og dugnaði tókst henni að halda húsinu. Uppgjöf var ekki til í hennar huga. Hún leigði bæði kjallarann og miðhæðina svo margir hafa búið í hennar húsi. Ég var ein af þeim. Hún leigði ungu námsfólki utan af landi gegn vægu gjaldi og studdi þannig við bakið á mörgum efnalitlum námsmanninum. Hún var veitandinn en ekki þiggj- andinn. Ég kveð Helgu mína með virðingu og þakka henni fyrir alla hjálpina við mig og mína. Hún verður aldrei full- þökkuð. Ég og fjölskylda mín send- um dætrum hennar og þeirra fjöl- skyldum innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu mætrar konu. Unnur Zóphóníasdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir alla þá vinsemd, hlýhug og samúð sem okkur hefur verið sýnd vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓNS HAUKSSONAR, lögmanns, Vestmannabraut 11, Vestmannaeyjum. Svala Hauksdóttir, Haukur Jónsson, Kristbjörg Jónsdóttir, Bjarki Jónsson, Ósk Gunnarsdóttir, Jóhanna Inga Jónsdóttir, Hólmgeir Austfjörð og afabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS BERGSSONAR, Ketilsstöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks heilbrigðisstofnunar Austurlands á Egilsstöðum og einnig allra þeirra sem sýndu samhug í veikindum hans. Elsa Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Birgir Sigfússon, Bergur Jónsson, Olil Amble, Ragnheiður Jónsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Einar Valur Oddsson, afa- og langafabörn. ✝ Okkar ástkæra, ÁGÚSTA SKÚLADÓTTIR, Vallholti 39, Selfossi, sem lést mánudaginn 4. ágúst verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 16. ágúst kl 11.00. Kjartan T. Ólafsson, Jökull Veigar Kjartansson, Elín Sigmarsdóttir, Ólafur Helgi Kjartansson, Þórdís Jónsdóttir, Skúli Kjartansson, Nancy Barrish, Hjálmar Kjartansson, Guðný Anna Arnþórsdóttir, Bergdís Linda Kjartansdóttir, Þórður Kristjánsson, ömmu- og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.