Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 27
Sumarhúfur Ætli húfur Pferd und Baumgarten þyldu íslenskt veðurfar? Kómík Skemmtileg snið og litagleði voru áberandi hjá Pferd und Baumgarten. Sumarlínan Létt og sumarlegt frá Pferd und Baumgarten. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 27 horfir á græna vegginn. Það eru kannski ekki margir sem vita að vinnan snýst um miklu meira en að farða fyrir tökur. Ég þarf að vera á setti allan tímann sem upptökur fara fram og jafnvel grípa inn í ef skyndilega kemur glampi á nefið eða hár á kinn. Þetta er mikil ná- kvæmnisvinna og vinnudagurinn getur hæglega farið upp í 17 klukkustundir. Auk þess hefur lífs- sýnin mín breyst, ég hef bæði feng- ið mikla ást á landinu og kynnst svo mörgu frábæru fólki.“ Kristín nefndi sérstaklega vina- samband sitt við Eivöru Pálsdóttur söngkonu og Pál Óskar tónlistar- mann og skemmtikraft. Eivöru hef- ur Kristín jafnvel fylgt á tónlist- arhátíðir erlendis, enda mikil vinkona auk þess að vera hennar aðalsminka. Vinnan með Páli Óskari hófst hins vegar í kjölfar plötunnar „Allt fyrir ástina“ sem Páll Óskar gaf út í fyrra. Ásamt því að hafa unnið með honum nokkur tónlistar- myndbönd sá Kristín um útlit Páls Óskars í nýrri auglýsingu BYRS sparisjóðs sem vakið hafði mikla at- hygli áður en henni var varpað í loftið í byrjun þessa mánaðar. „Palli er líka þannig að það verða allir svo hamingjusamir í kringum hann, hann færir mikla gleði alls staðar þar sem hann er. Ekki spill- ir góði boðskapurinn í laginu hans „Betra líf“, sem leikið er undir í auglýsingunni.“ Ný reynsla með nýjum verkefnum Af öðrum verkefnum Kristínar má nefna fótboltaauglýsingar Landsbankadeildarinnar og hinar svokölluðu svitaauglýsingar ís- lenska handboltalandsliðsins sem mikið voru sýndar í nýliðinni Evr- ópukeppni og kostaðar af Kaup- þingi. „Ég hef margsinnis heyrt að fólk haldi að handboltamennirnir hafi verið settir í gufubað til að kalla fram svitann en það er öðru nær. Ég þurfti að bera á þá vaselín og glyserín og standa svo yfir þeim með vatnsúðabrúsa.“ Á handarbaki Kristínar er gyllt áferð sem blaðamaður rekur augun í. Kristín sagðist vera að finna út rétta áferð fyrir gervi Páls Óskars í Gay Pride-göngunni sem stendur fyrir dyrum en harðbannað er að ljóstra upp um. Hún sagðist gjarn- an prófa sig áfram á þennan hátt þar til hún væri sátt við útkomuna. Framundan er auk þess skemmti- legt verkefni, þátttaka í íslenskri bíómynd sem stendur til að hefja upptökur á nú í ágúst. Þar mun Kristín fá allt aðra og nýja reynslu í vinnu sinni, sem fram að þessu hefur einvörðungu snúist um „beauty“ eins og talað er um í bransanum. Ljósmynd/Atli Már Hafsteinsson Vinátta „Palli er líka þannig að það verða allir svo hamingjusamir í kring- um hann, hann færir mikla gleði alls staðar þar sem hann er,“ segir Kristín. Ljósmynd/MUMMI Páll Óskar Vinnan með Páli Óskari hófst í kjölfar plötunnar „Allt fyrir ást- ina“ sem kom út í fyrra. Nokkur tónlistarmyndbönd hafa komið á eftir. SÍÐUSTU áratugi hafa skammta- stærðir á veitingastöðum farið ört stækkandi og því miður hefur mitt- ismál manna stækkað um leið. Sum veitingahús bjóða neytendum að „stækka máltíðina“ meðan önnur bjóða skammta sem inniheldur nóga næringu fyrir tvo. Þótt mál- tíðin sé ekki óholl getur hún ein- faldlega innhaldið of mikið af nær- ingu fyrir líkamann. Til þess að stuðla að því að verið sé að neyta óhóflega mikið á veitingastöðum eru hér nokkur ráð til að huga að.  Gamla uppeldisreglan „Kláraðu af disknum þínum!“ gildir því ekki lengur. Skiptu máltíðinni í tvennt og borðaðu hana með fjölskyldu- meðlimi eða hentu helmingi.  Það tekur magann um 20 mín- útur að senda heilanum skilaboð um að hann hafi fengið með nóg. Ef þú borðar hægar er líklegra að þú farir eftir þörfum líkamans.  Veldu grillað frekar en steikt og fáðu dressingar og sósur sér.  Ekki „stækka máltíðina“. Í venjulegri stærð er næg næring fyrir líkamann.  Pantaðu vatn eða sykurlausa drykki með matnum.  Fáðu salat sem meðlæti eða biddu um aukasalat á samlokuna. Minnkið skammta- stærðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.