Morgunblaðið - 26.08.2008, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞAÐ er eins og Mbl.
geti alls ekki flutt aðr-
ar erlendar fréttir en
Reuters og það virtist
vera sem engin rann-
sóknarblaðamennska
yfir erlendar fréttir sé
til staðar hjá blaðinu,
því það hefur ekkert
verið fjallað um hvað
Rússar eða aðrir hafa
að segja um stríðið í
Suður-Ossetíu. Fyrrverandi forseti
Georgíu Eduard Shevardnadze
sagði að núverandi forseti, Mikhail
Saakashvili, hefði gert stór mistök
með því að byrja þetta stríð er hann
tók upp á því að ráðast inn í S-
Ossetíu. Æi, mátti ég ekki segja frá
því hverjir byrjuðu stríðið? En
kannski má ekki nefna fólkið í S-
Ossetíu sem sjálfstæðissinna því að í
blöðum hér er það ævinlega nefnt
„uppreisnarsinnar“ og „aðskiln-
aðarsinnar“, kannski vegna þess að
menn vilja alls ekki að
S-Ossetía fái sjálfstæði
frá Georgíu? En fólkið í
S-Ossetíu hefur bundið
vonir við það í mörg ár.
Ofan á allt virðist sem
fjölmiðlar séu á móti
því að Rússar hafi farið
þarna inn til að koma
sínu fólki til hjálpar í S-
Ossetíu. Nei, Rússar í
Mbl. eru sagðir vera
„grimmur björn „hjá
Kristjáni Jónssyni eða í
grein hans „Soltinn og
grimmur björn úr híð-
inu“ þar sem Kristján
spyr: „Hvers vegna er Rússum svo
mjög í mun að knésetja Gerorgíu?“
(Mbl. 11. ágúst 08). En hann spyr
ekki hvers vegna Georgíu sé svo
mjög í mun að knésetja S-Ossetíu?
Nú, 90% íbúa í S-Ossetíu eru taldir
vera Rússar eða með rússneskt
vegabréf og ekkert rangt við það að
Rússar fari þarna inn til berjast
gegn innrásarliðinu Georgíumönn-
um. Fyrrverandi forseti Rússlands
Mikhel Gorbachev sagði að Rússar
hefðu ekki getað annað en svarað
þessari árás Georgíumanna gegn
þeirra fólki í S-Ossetíu. Gorbachev
spurði einnig á CNN, af hverju eru
fjölmiðlar að reyna segja að Rússar
hafi byrjað þetta stríð? Saakashvili,
forseti Georgíu, reyndi ekkert að
ræða við fólkið áður en hann hóf
stríðið en hann hefur haft það sem
markmið að reyna ná völdum yfir S-
Ossetíu og Abkasíu og þannig átti að
ryðja burtu sjálfákvörðunarrétt-
inum. Og síðan átti greinilega að
koma þeim inn í Evrópusambandið
og NATO gegn vilja S-Ossetíu og
Abkasíu. Það kom mér á óvart að sjá
fréttaflutninginn í Mbl. og þær
myndir hjá fleiri fréttamiðlum sem
sögðu að þessar myndir voru teknar
í Gori, en síðan kemur í ljós að þetta
eru allt saman ósannindi og þessar
myndir voru alls ekki teknar í Gori,
heldur voru þær teknar í Tskhinvali
í S-Ossetíu af Aleksandr Zhukov
sem tók þær og sýndi fram á það.
Það er ljóst að Rússar fóru ekki inn í
Gori, og segjast reyndar ekki hafa
verið í átökum fyrir utan árás-
arsvæðið. Eins og öllum er kunnugt
þá byrjaði þetta stríð við upphaf Ól-
ympíuleikanna, það er svo spurning
af hverju þeir völdu þennan dag, en
georgíska pressan var ekkert að til-
kynna af hverju þeir byrjuðu þetta
stríð, ekki frekar en að reyna að
svara því af hverju bandarískir
svertingjar í hermannabúningum og
Úkraínumenn finnast slasaðir og
dauðir í S-Ossetíu. Bandaríkjamenn
og Úkraínumenn höfðu gefið það út
á sínum tíma að þeir hefðu hvergi
komið nálægt þessu stríði en greini-
legt er á öllu að samsæriskenn-
ingasinnar hafa eitthvað til síns
máls. Nú, innan við 24 klukkustund-
um frá byrjun stríðsins, voru yfir
1.500 manns drepin, en á meðan
voru rússneskir leiðtogar að óska
eftir svari frá alþjóða samfélaginu,
en þeim var hafnað og einnig af fjöl-
miðlum. Rússneski herinn setti
Georgíumönnum úrslitakosti og síð-
an undirbjó hann sig til að fara inn í
S-Ossetíu. En án samstarfsvilja
Georgíumanna var farið inn í S-
Ossetíu. Nú, þegar Rússar minntust
hinna látnu með því að flagga í hálfa
stöng tóku Georgíumenn upp á því
að stilla sér upp með sinn georgíska
fána rétt eins og fáninn væri mót-
mælaspjald til að mótmæla Rússum.
En stjórnvöld og stofnanir í Banda-
ríkjunum voru heldur ekkert að
minnast þeirra látnu, hvað þá að
flagga í hálfa stöng. Og þegar svo 12
ára stúlka frá S-Ossetíu reyndi að
segja sannleikann um hverjir bæru
ábyrgðina á þessu stríði og þakka
Rússum fyrir að koma þeim til hjálp-
ar voru fréttastjórnendur í því að
stöðva fréttina á FOX News, þar
sem stjórnendur vildu frekar reyna
að styðja áróður Bush-stjórnarinnar
og hefja nýtt kaldastríð. Ef til vil er
það stefna Mbl. að taka ævinlega
undir allan áróður Bandaríkja-
manna án þess að spyrja og jafnvel
ganga svo langt í því sambandi að
rakka Rússa og aðra niður í skítinn?
Er áróðurs- eða kaldastríðið byrjað í Mbl.?
Þorsteinn Scheving
Thorsteinsson er
ósáttur við erlendar
fréttir Mbl.
»Nú, 90% íbúa í S-
Ossetíu eru taldir
vera Rússar eða með
rússneskt vegabréf og
ekkert rangt við það að
Rússar fari þarna inn til
berjast gegn innrásarlið-
inu Georgíumönnum.
Þorsteinn Scheving
Thorsteinsson
Höfundur er formaður samstarfs-
nefndar trúfélaga fyrir heimsfriði.
ÁRSFUNDUR
Vestnorræna ráðsins
er haldinn í Grund-
arfirði þessa dagana.
Jafnframt er haldinn
þemadagur um sam-
eiginlega sögu og
menningu Vestur–
Norðurlandanna í
Sögusetrinu. Vest-
norræna ráðið á ræt-
ur sínar að rekja til ársins 1985.
Þjóðþing Íslands, Færeyja og
Grænlands skipa 6 þingmenn
hvert í ráðið. Vestur-Norðurlönd
byggja samstarf sitt á sameig-
inlegum sögulegum og menning-
arlegum grunni sem mótaður er
af náttúrulegu umhverfi eyþjóð-
anna við Norður-Atlantshaf en
löndin eiga það sameiginlegt að
vera fámenn, harð- og strjálbýl,
erfið yfirferðar og umlukin víð-
feðmu hafsvæði. Meðal markmiða
Vestnorræna ráðsins er að
standa vörð um og rækta menn-
ingu landana og efla samráð rík-
is- og landstjórna þjóðanna í
sameiginlegum hagsmunamálum
sem snerta m.a. samgöngur, um-
hverfismál og auðlindanýtingu á
landi og í sjó. Stefna Vestnor-
ræna ráðsins kemur fram í álykt-
unum aðalfunda ráðsins sem
haldnir eru árlega. Ályktanir
ráðsins eru síðan lagðar fyrir
þjóðþing landanna og afgreiddar
sem þingsályktanir.
Viðburðaríkt ár
Frá því á aðalfundi Vestnor-
ræna ráðsins í Grænlandi sl. ár
hefur margt verið í gangi á vett-
vangi ráðsins. Ber þar hæst eft-
irfylgni við ályktun ráðsins um
aukið samstarf þjóða við Norður-
Atlantshaf á sviði öryggis- og
björgunarmála á Norðurlanda-
ráðsþinginu í Ósló sl. haust á
grundvelli samstarfssamnings
Vestnorræna ráðsins og Norður-
landsráðs frá árinu 2006. Var það
ekki síst fyrir að þakka Íslands-
deild Norðurlandaráðs með for-
manninn Árna Pál Árnason í
broddi fylkingar. Í kjölfarið var
málið tekið á dagskrá á forsæt-
isnefndarfundi Norðurlandaráðs í
Reykjavík í desember sl. og tekið
inn í skýrslugerð um samfélags-
legt öryggi sem verður tekið til
afgreiðslu á Norðurlandaráðs-
þingið í Helsinki nk. október.
Þemaráðstefna Vest-
norræna ráðsins sem
haldin var í Þórshöfn
í Færeyjum í júní sl.
var einnig helguð ör-
yggis- og björg-
unarmálum. Í
tengslum við ráð-
stefnuna var haldin
sameiginleg land- og
sjóbjörgunaræfing
Landsbjargar og
björgunarsveita Fær-
eyja auk Landhelg-
isgæslu Íslands og
danska sjóhersins með þátttöku
ráðstefnugesta. Er það í fyrsta
sinn sem slík sameiginleg æfing
fer fram og við hæfi að nota
tækifærið og þakka öllum þeim
sem lögðu lóð sitt á vogarskál-
arnar við að gera æfinguna að
veruleika. Ályktun um aukið sam-
starf landanna um sameiginlegar
rannsóknir á fiskistofnum hlaut
einnig jákvæðar undirtektir eins
og sér stað í auknum samskiptum
sjávarútvegsráðherra landanna.
Menningar- og félagsmál
mikilvæg
Auk áherslu á sameiginleg
hagsmunamál leggur Vestnor-
ræna ráðið ríka áherslu á sam-
starf á sviði menningar og félags-
mála enda víða svigrúm til að
gera betur á þeim vettvangi. Á
síðasta ársfundi samþykkti ráðið
ályktun þar sem mennta-
málaráðuneyti landanna eru
hvött til að undirbúa og gefa út
skyldunámsefni fyrir nemendur á
unglingastigi um kjör og hlut-
skipti kvenna og stöðu kynjanna
á norðurslóðum. Það er von okk-
ar í Vestnorræna ráðinu að frum-
kvæðið verði gert að veruleika
enda mikilvægt að hafa áhrif á
viðhorf framtíðarkynslóða í gegn-
um menntakerfið í viðleitninni til
að stuðla að aukinni virðingu fyr-
ir mannréttindum og mannhelgi
kvenna og stemma þar með stigu
við kvennakúgun, vændi og man-
sali.
Alþjóðlegt samstarf
Vestnorræna ráðinu hefur í ár
tekist að koma á formlegu sam-
starfi við Evrópuþingið. Fyrsta
skrefið var stigið í apríl þegar
Vestnorræna ráðið átti sinn
fyrsta fund með sendinefnd Evr-
ópuþingsins sem framvegis mun
hafa formleg samskipti við ráðið
á sinni könnu. Í því felst að ráðið
mun geta komið áherslum sínum
milliliðalaust á framfæri við Evr-
ópuþingið. Því er að lokum við að
bæta að undanfarið starfsár hef
ég sem formaður Vestnorræna
ráðsins sótt fundi þingmannaráð-
stefnu um norðurskautsmál þar
sem ég hef kynnt áherslur ráðs-
ins á sviði öryggis- og björg-
unarmála auk þess að ræða fé-
lagsleg vandamál frumbyggja og
hvernig styrkja megi samfélög
frumbyggja á norðurslóðum.
Samþætting Vestur-
Norðurlanda
Árið 2006 undirrituðu Íslend-
ingar og Færeyingar víðtækasta
fríverslunarsamning sem löndin
eiga aðild að en samningurinn
tekur til gagnkvæmra réttinda á
sviði vöru- og þjónustuviðskipta,
fjármagnsflæðis og vinnuafls.
Grænlendingar hafa fylgst með af
því hvernig samningurinn er
framkvæmdur. Ráðið hefur lagt á
það áherslu að Grænland verði
aðili að samningnum þegar fram
líða stundir. Aukin samskipti ut-
anríkisráðherra Íslands og Græn-
lands eru góð vísbending í þá
veru.
Mikilvægt samstarf
Vestnorræna ráðið hefur sýnt í
verki hversu mikilvægt starf þess
er fyrir Vestur-Norðurlöndin og
nágranna þeirra við Norður-
Atlantshaf. Margs konar jákvæð
þróun, sem hefur átt sér stað í
aðildarlöndunum þremur og sam-
skiptum milli þeirra og annarra
landa, á rætur að rekja til Vest-
norræna ráðsins. Á aðalfundi
Vestnorræna ráðsins, sem nú
stendur yfir í Grundarfirði, held-
ur hið góða starf Vestnorræna
ráðsins áfram enda eigum við
margt sameiginlegt í vörn og
sókn og saman er afl okkar
meira, þjóðum okkar til heilla.
Mikilvægur hlekkur í sam-
skiptum Vestur-Norðurlanda
Karl V. Matthíasson
skrifar um Vestnor-
ræna ráðið
»Meðal markmiða
Vestnorræna ráðs-
ins er að standa vörð um
og rækta menningu
landanna og efla samráð
ríkis- og landstjórna
þjóðanna í sameig-
inlegum hagsmuna-
málum …
Karl V. Matthíasson
Höfundur er formaður
Vestnorræna ráðsins.
ÞAÐ vakti athygli að
með fyrstu embætt-
isverkum núverandi ut-
anríkisráðherra var að
senda sérstaka við-
skiptafulltrúa til Írans,
þess ríkis sem helst er
grunað um að styðja
hryðjuverk um allan
heim í dag. Á sama tíma
urðu menn varir við það
að dregið var úr sam-
skiptum við Kína ásamt
Indlandi og fleiri lýð-
ræðisríkjum, sem höfðu
lýst yfir áhuga á auknum
viðskiptum við Ísland.
Framhaldið er þekkt,
fríverslunarsamningur
sem gera átti við Kína
liggur í láginni og hefur
sennilega verið kastað
fyrir róða og flestum
samskiptum við önnur
lýðræðisríki, utan ESB,
hefur verið slegið á frest.
Á sama tíma berast
fréttir af því að utanrík-
isráðherrann rói að því
öllum árum að auka samskipti við Ír-
an og Jemen ásamt því að bæta við
safnið einræðisríkjum eins og Sádi-
Arabíu og Dubai, ríkjum þar sem fátt
af því sem við köllum sjálfsögð mann-
réttindi, svo sem málfrelsi, trúfrelsi
eða almennur kosningaréttur, eru í
heiðri höfð. Mikil áhersla er allt í einu
lögð á aukin samskipti við önnur ríkí í
Mið-Austurlöndum sem flest eiga það
sameiginlegt að mannréttindi eru þar
lítils virði.
Þessi utanríkisstefna, sem utanrík-
isráðherra er að marka, veldur ís-
lensku þjóðinni stórskaða og er stór-
hættuleg íslenskum hagsmunum og
sennilegt að við höfum ekki bitið úr
nálinni með það enn. Íslendingar hafa
enga hagsmuni af því að auka sam-
skipti sín við þessi ríki sem hafa mjög
vafasamt orðspor á alþjóðavettvangi
svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Á
sama hátt er öruggt að hagsmunum
Íslands væri vel borgið ef hægt yrði
að gera fríverslunarsamninga við
Kína eða Indland eða önnur lýðræð-
isríki.
Hvernig stendur þá á því að utan-
ríkisráðherra er svo augljóslega að
vinna gegn hagsmunum Íslendinga.
Svarið er nokkuð ljóst. Ástæðan er
sennilega sú að því einangraðri sem
Íslendingar verða á alþjóðavettvangi
því meir aukast líkurnar á því að við
neyðumst til að ganga inn í Evrópu-
sambandið og sætta
okkur við allar þær
kröfur sem sambandið
mun gera til auðlinda
okkar. Það er draumur
Samfylkingarinnar.
Samfylkingin er þeg-
ar farin að beita fjöl-
miðlum sínum á Íslandi
til þess að réttlæta að-
gerðir sínar samanber
ritstjórnargrein Auð-
uns Arnórssonar í
Fréttablaðinu 24. ágúst
síðastliðinn. Þar gerir
hann lítið úr því afreki
sem Ólafur Ragnar
Grímsson forseti hefur
unnið fyrir Íslands
hönd á alþjóðavett-
vangi og reynir að gera
fríverslunarsamning
við Kína tortryggileg-
an.
Utanríkisráðherra
verður að gera sér
grein fyrir afleiðingum
verka sinna. Með lyg-
um, með því að reyna
að telja Kínverjum trú
um að hún sé að vinna
að heilum hug að frí-
verslunarsamningi
milli Kína og Íslands;
með svikum, með því að falla frá gerð
fríverslunarsamningsins og með flá-
ræði, með því að reyna að fá Kínverja
til að reyna að greiða Íslendingum at-
kvæði í kosningu til öryggisráðsins á
sama tíma og hún er að vinna gegn
góðum samskiptum Kína og Íslands
er hún að eyðileggja þann stuðning
sem framboð Íslands til öryggisráðs-
ins hefur haft hjá mörgum ríkjum,
ekki aðeins Kína.
Með því að hafa slegið á útrétta vin-
áttuhönd Kínverja er utanrík-
isráðherrann að fremja verknað sem
er Íslendingum til mikillar óþurftar.
Enn meiri hætta er á því að með vali
sínu á þeim ríkjum sem hún er að
hefja samskipti við, fyrir hönd ís-
lensku þjóðarinnar, um leið og hún
hafnar samskiptum við önnur, er ut-
anríkisráðherra að vinna þjóðinni
skaða sem gæti orðið óbætanlegur.
Ég skora á alla þingmenn sem er
eitthvað annt um sjálfstæði og velferð
Íslands og orðspor á alþjóðavettvangi
að taka höndum saman og stöðva
þetta óhæfuverk utanríkisráðherrans
áður en það verður um seinan. Jafn-
framt verða þau íslensku fyrirtæki
sem eiga viðskiptahagsmuna að gæta
um allan heim að gera sér grein fyrir
hvers konar tjóni hún er mögulega að
valda þeim.
Mikil er ábyrgð ut-
anríkisráðherrans
Birgir Örn Stein-
grímsson er ósáttur
við utanríkisstefnu
Ingibjargar Sólrúnar
Birgir Örn
Steingrímsson
» Ástæðan er
sú að því ein-
angraðri sem
Íslendingar
verða á alþjóða-
vettvangi því
meir aukast lík-
urnar á því að
við neyðumst til
að ganga inn í
Evrópusam-
bandið…
Höfundur er framkvæmdastjóri.