Morgunblaðið - 26.08.2008, Page 27

Morgunblaðið - 26.08.2008, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 27 ✝ Sveinn Sig-urður Þorgeirs- son myndlistar- maður fæddist á Hrafnkelsstöðum III í Hrunamanna- hreppi í Árnessýslu 18. febr. 1958. Hann lést í Reykja- vík 8. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Þorgeir Sveinsson, f. á Hrafnkelsstöðum í Hrunamanna- hreppi 16. júní 1927, d. 25. nóv. 1997, og Svava Pálsdóttir, f. í Dalbæ í Hruna- mannahreppi 20. apríl 1928. Systkini Sveins eru Pálmar, f. 15. okt. 1951, rekur Flúðaleið ehf. á Flúðum, maki Ragnhildur Þórarinsdóttir og eiga þau þrjú börn, Hrafnhildur, bókasafns- og upplýsingafræðingur í Reykja- vík, f. 18. des. 1952, maki Guð- mundur Auðunsson, þau eiga þrjú börn, Brynhildur, myndlist- armaður í Reykjavík, f. 1. maí 1955, og Aðalsteinn, bóndi á Hrafnkelsstöðum III, f. 4. febr. 1961, maki Margrét Jónsdóttir, þau eiga fjögur börn. Kona Sveins er Anna Guðný Sigurðardóttir Ringsted, kaup- skoða nýja fleti á möguleikum til túlkunar. Sveinn var einn þeirra og dvaldi hann í Hollandi næstu árin og nam við hinn þekkta AKI – Akademie voor Beeldende Kunst í Enschede í Hollandi. Seinna fór hann í framhaldsnám til New York og var á árunum 1985-1987 í School of Visual Arts, N.Y. og lauk hann þar námi sem Master of Fine Art. Á þessum árum og að loknu námi hélt hann einkasýningar og tók þátt í samsýningum, bæði innan- lands og utan. Sveinn rak ásamt öðrum trésmíðaverkstæði við Skólastræti í Reykjavík lengi vel, en fyrir nokkru fluttist verk- stæðið í húsnæði á Granda. Hans aðalverkefni sl. ár hafa verið að gera upp eldri hús og íbúðir í Reykjavík, og einnig að lagfæra og gera upp gömul húsgögn, einkum í tengslum við rekstur konu sinnar í versluninni Fríðu frænku. Hann var í raun „smiður af Guðs náð“, lærði ekki smíða- iðn í hefðbundnu iðnnámi, en meðfædd handlagnin, verksvitið og útsjónarsemin nýttust vel við að leysa hin margvíslegu verk- efni sem hann fékkst við á ferli sínum. Honum var lagið að gera gamalt gott og oft betra en nýtt, og gefa gömlum hlutum og hús- um þar með nýtt líf. Útför Sveins verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. maður í versluninni Fríðu frænku í Reykjavík, f. á Ak- ureyri 19. júlí 1954. Foreldrar hennar eru Sigurður J. Ringsted, f. í Sig- túnum í Höfða- kaupstað í S-Þing. 29. okt. 1921, og Hulda Haralds- dóttir, f. á Akureyri 11. febr. 1930. Börn Sveins og Önnu eru Elísabet Ýr, nemi í Verslunarskóla Ís- lands, f. 24. nóv. 1989, og Þor- geir, nemi í Verslunarskóla Ís- lands, f. 25. júní 1991. Sveinn ólst upp við hefðbundin sveitastörf á Hrafnkelsstöðum með foreldrum og systkinum. Snemma fór að bera á listrænum hæfileikum hans og var hann sí- teiknandi sem barn og ungling- ur. Eðlilegt framhald var því að fara í Myndlista- og handíðaskól- ann eins og hann hét þá, nú Listaháskóli Íslands. Þar var hann við nám á árunum 1976- 1981, síðast í hinni nýstofnuðu nýlistardeild. Á þessu tímabili var mikil gróska í óhefðbundinni myndlist í Hollandi og lágu þangað leiðir margra sem vildu Að missa systkini sitt er eins og að tapa hluta af sjálfum sér. Þeim sem hefur verið samtvinnaður til- veru þinni alla ævi, mótað og verið meðvirkur þáttur í æsku, uppvexti og fullorðinsárum. Verið svo órjúf- anlegur þáttur í lífi þinu að erfitt er að sjá hvernig hægt er að halda áfram án hans. Kannske líkt því að missa útlim. Þú finnur fyrir honum, veist að hann á að vera þarna eins og áður, ert vanur að hann hafi sitt hlutverk, en nú er gripið í tómt. Hann er farinn héðan svo skyndi- lega, alltof snemma og án fyrirvara. Á hverjum morgni bregst vonin um að fráfall bróðurins hafi aðeins verið fáránleg martröð sem þú vaknar af og að allt verði aftur eins og það á að vera. Fjarvera hans venst ekki, því alltaf vantar einn hlekkinn í keðjuna okkar. Með aldrinum gefst meiri tími til að rækta fjölskyldu og vini, og ekki síst samveru systkinanna sem eiga svo margt sameiginlegt, sömu setningar sem hver botnar hjá öðrum, sömu minningar og umhverfi æskunnar. Allt sem lifir með þér alla tíð, hvert sem þú ferð um heiminn, burtséð frá öðru því sem bætist í reynsluheiminn síðar á lífsleiðinni. Stétt og staða hafa lítt áhrif á sam- band systkina, hver og einn stendur fyrir sínu á sama grunni og lagður var í uppeldinu. Persónueiginleikar, verklag, húmor og hefðir hvers og eins, allt er þetta hinum þekkt og vitað um getu og hæfileika hvert annars. Sveinn var í 5 systkina hópi sem fæddust með nokkuð jöfnu bili á tíu árum. Honum voru gefnir í vöggu- gjöf margvíslegir hæfileikar, var frábær teiknari og skapaði eigin heim í teikningum sínum strax í æsku, og hélt sérstöðu sinni í mynd- list gegnum nám og í verkum sínum seinna meir. Í minningu okkar var alltaf sól og blíða, gleði og fjör jafnt í leik og starfi. Ekki var þó æskan okkur áfallalaus, en ekkert var þó lífshættulegt nema dráttarvélarslys sem Sveinn lenti í 16 ára og hlaut af mikil bakmeiðsl og aðra áverka, m.a. innvortis. Kraftaverk má það kalla að hann komst á fæturna eftir langa legu. Þetta slys markaði djúp spor í líf hans og hafði áhrif á lífsviðhorf hans og heilsu. Hann varð sannkall- aður lífskúnstner og pældi í lífsins gildum og skoðaði lífsgátuna með húmor og gleði, enda manna glað- astur á góðri stund. Var fagurkeri í bókmenntum ekki síður en myndlist. Trúlega má tengja orsök hins skyndilega dauðsfalls hans v/bráða hjartastopps sem varð vegna lang- varandi háþrýstings, við þetta slys forðum, að því leyti að hann tengdi gjarnan verki, ekki síst bakverkina, við slysið og leitaði því ekki læknis í tíma. En í þetta sinn fékk hann ekki annað kraftaverk til bjargar. Við þökkum fyrir hið fyrra og að hann fékk árin öll í viðbót og ráðrúm til að eignast bestu konu í heimi, hana Önnu, og eiga með henni gullmolana tvo, þau Elísabetu og Þorgeir, sem öll þurfa nú að skoða heiminn uppá nýtt, minnug orða Steins Steinarr: Að sigra heiminn er eins og að spila á spil. með spekingslegum svip og taka í nefið, (Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði.) Og þó þú tapir, það gerir ekkert til því það var nefnilega vitlaust gefið. Kveðja, þín systir, Hrafnhildur. Ástkær vinur okkar, Sveinn Þor- geirsson, er fallinn frá. Hans verður sárt saknað. Þegar við sem ungling- ar fyrst kynntumst Sveini sýndi hann alltaf mikið sjálfstæði. Hann hafði dvalið veturlangt í Kaup- mannahöfn og stundað listnám í Hollandi og bar með sér nýja strauma frá meginlandinu. Strauma kennda við nýbylgju og pönk. Litað hár og klippingar, leðurjakkar og bolir með slagorðum, flottir skór og stígvél. Sveinn var pönkari og an- arkisti í hjartanu, fór ekki troðnar slóðir. Hann var skýr í hugsun og sannur sinni sannfæringu. Hann sá á örskotsstund muninn á vitleysu og snilld og kom vel orðum að þeim mun. Hann vildi alltaf vera sinn eig- inn herra og var séður við að skapa sér sjálfur atvinnu og verða sér út um verkefni sem varð svo til þess að hann stofnaði trésmíðaverkstæði og rak í um 30 ára skeið ásamt félögum sínum, sem flestir voru sjálfmennt- aðir smiðir, eins og hann sjálfur. Sveinn var alltaf vinnusamur og vildi vera sjálfum sér nógur og ekki upp á aðra kominn. Eignaðist sína fyrstu íbúð af eigin rammleik strax að loknu námi í myndlistaskólanum. Hann stundaði einnig nám um tíma í Enskede í Hollandi og í New York, en þar bjó hann um árabil. Sveinn var m.a. undir handleiðslu Sigurðar Guðmundssonar og hreifst hann mjög af lífshlaupi og list þeirra Kristjáns og Sigurðar frænda sinna og sagði oft af þeim sögur. Skúlptúr- ar Sveins voru ljóðrænir og drama- tískir og er heim var komið hélt hann sýningu á þeim í Nýlistasafn- inu. En Sveinn þoldi illa ringulreið, blankheit og þann hégóma er oft fylgir listalífi og segja má að vinnu- semin og viðleitnin að standa á eigin fótum, skulda engum neitt, hafi orð- ið listamanninum yfirsterkari. Samt mun hann lifa í þessum sérstæðu verkum sínum er voru full af ljóð- rænu og dulúð. Sveinn var mikill gæfumaður. Hann varð þeirrar miklu blessunar aðnjótandi að hafa hitt Önnu, sem var kona hans og barnsmóðir. Hún var klettur hans og kjölfesta. Hann var sífellt að sýsla eitthvað í kring- um antíkverslun hennar, í viðgerð- um og allskyns betrumbótum og hafði hann gaman af að segja okkur sögur af ýmsum sérkennilegum söfnurum er þangað vöndu komur sínar, en Sveinn hafði unun af fögr- um hlutum, skrítnu handverki og óvenjulegum einstaklingum. Þrátt fyrir að vera oftast um- kringdur af fólki í sínu lífi, var Sveinn að mörgu leyti einfari. Bæði í sinni list og sem persóna. Í honum bærðust djúpar tilfinningar og ofur- viðkvæmni, tröll af manni sem hann var og átti hann það til að verða særður ef menn gættu ekki tungu sinnar. Sveinn lifir ekki bara í verkum sínum heldur líka í okkur sem vor- um náin honum og þótti vænt um hann. Við sem berum Svein til graf- ar í dag ætlum ekki að kveðja hann hinstu kveðju, enda ætlum við að hitta hann aftur hinum megin við móðuna miklu. Þar bíða nú þegar góðir vinir sem taka fagnandi á móti honum. Heill sé þér Sveinn Þorgeirsson, öðlingur og vinur vina þinna, nú þegar þú kveður þessa jörð. Þín verður sárt saknað. Við hittum þig fagnandi, vinur, þegar okkar tími kemur. Önnu, Elísabetu, Þorgeiri og Brynhildi sendum við ást okkar og vottum fjölskyldu Sveins okkar dýpstu samúð. Ágúst Karlsson, Ámundi Sigurðsson, Björn Karlsson, Finnbogi Pétursson, Ómar Stefánsson, Páll Hjaltason. Meira: mbl.is/minningar Sveinn S. Þorgeirsson ✝ Elskuleg móðir mín, amma okkar og langamma, BJÖRG JÓHANNSDÓTTIR frá Steinum, A-Eyjafjöllum, síðast til heimilis að Gullsmára 11, Kópavogi, lést á öldrunardeild Landspítalans í Fossvogi fimmtudaginn 21. ágúst. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju fimmtu- daginn 28. ágúst kl. 13.00. Guðbjörg Jóna Jóhanns, Vilhjálmur R. Vilhjálmsson, Elísabet Marteinsdóttir, Björgvin F. Vilhjálmsson, Gróa Helga Eggertsdóttir, Ingibjörg J. Vilhjálmsdóttir, Sigurður Jón Ásbergsson, Berglind Ó. Vilhjálmsdóttir, Gyða Stefanía, Sigríður Jóna og Arna Liv. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁGÚSTA ÞORSTEINSDÓTTIR, Prestastíg 11, Reykjavík, sem lést á gjörgæsludeild Landspítala háskóla- sjúkrahúss við Hringbraut aðfaranótt fimmtudagsins 21. ágúst, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtu- daginn 28. ágúst kl. 13.00. Guðjón Þór Ólafsson, Guðný Björk Guðjónsdóttir, Kristján Logason, Þorsteinn Þór Guðjónsson, Lilja Dís Guðbergsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, INGIBJÖRG NORDQUIST hjúkrunarfræðingur, Urðarvegi 18, Ísafirði, lést á heimili dóttur sinnar föstudaginn 22. ágúst. Jarðarförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ása Nordquist, Pálmi Gunnarsson, Jón Sigurður Norðkvist, Harpa Þórisdóttir, Theódór Norðkvist, Sigurður Grétar Marinósson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, PÁLA ÞRÚÐUR JAKOBSDÓTTIR, Fossvegi 2, Selfossi, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hring- braut mánudaginn 25. ágúst. Hún verður jarðsungin frá Selfosskirkju, föstudaginn 29. ágúst kl. 13.00. Skúli Jakobsson, Kristinn Jakobsson, Hildur Birgisdóttir, Jakob Kristinsson, Karen Kristinsdóttir, Íris Mjöll Valdimarsdóttir, Magnús Baldursson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓNA ÞÓRUNN SNÆBJÖRNSDÓTTIR, Grund, Kolbeinsstaðahreppi, Borgarbyggð, sem andaðist á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 24. ágúst verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 30. ágúst kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. Þórður Þorsteinn Ásmundsson, Huldís Þorfinnsdóttir, Ólöf Ásmundsdóttir, ömmu- og langömmubörn. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.