Morgunblaðið - 31.08.2008, Síða 8

Morgunblaðið - 31.08.2008, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Verða þetta síðustu stórlaxarnir sem sleppt verður vegna skorts á siðareglum? VEÐUR Ísland og Færeyjar skoða nú aðveita Grænlandi aðild að fríverzl- unarsamningi landanna, að því er fram kom í Morgunblaðinu í gær.     Samningurinn gerir sérstaklegaráð fyrir að hægt sé að bjóða Grænlandi aðild og íslenzkir og færeyskir embættismenn eru nú á Grænlandi að kynna samninginn.     Fríverzl-unarsamn- ingurinn við Færeyjar er víð- tækasti samn- ingur Íslands af því tagi. Við gerð hans sýndu ís- lenzk stjórnvöld óvenjulegt hugrekki; þau ákváðu að fella niður alla tolla af landbún- aðarvörum frá Færeyjum.     Hagsmunasamtök framleiðenda ílandbúnaðinum mótmæltu ekki einu orði.     Líklega er skýringin sú að Fær-eyingar flytja út lítið sem ekk- ert af landbúnaðarvörum!     Fríverzlun með landbúnaðarvörurmilli Íslands og Grænlands ætti líka að vera auðsótt mál. Græn- lenzkur landbúnaður er ekki það fyrirferðarmikill.     Nú eru uppi hugmyndir í Fær-eyjum að veita Noregi aðild að samningnum.     ÍNoregi er næstóhagkvæmastilandbúnaður í heimi (á eftir þeim íslenzka) og búvörur einna dýr- astar (á eftir þeim íslenzku). Norsk- ar búvörur hafa til þessa ekki þótt sérlega samkeppnisfærar á al- þjóðamörkuðum.     Það hlýtur þá að vera í lagi aðhafa Norðmennina með líka. STAKSTEINAR Hugrekki í fríverzlun SIGMUND                            ! " #$    %&'  ( )                      !"  * (! +  ,- . / 0     + -             %!% &%  &               12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  ( #               :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).? &#     &## &# #&#   &##   &# &#  &# &$                               *$BCD                           *! $$ B *!   ' !( )% %(%    " * <2  <!  <2  <!  <2  ' ) %+   ,%- . ECB F            <    87      !               "          #$    %  $    &       B   "  2  '    ()*              + /0 %!%11  %"!%2  "%+   3% &% *(% &% Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR LÖGREGLAN á höfuðborgar- svæðinu beinir þeim tilmælum til fólks að vera á varðbergi gagn- vart innbrots- þjófum. Eru til- mælin komin til vegna innbrota- hrinu í Selja- hverfi í Reykja- vík undanfarna daga. Bendir lögregla fólki á að hafa helst krækjur á öllum opnanlegum gluggum, því stormjárn dugi skammt. Í Morgunblaðinu á föstudag var greint frá innbroti í einbýlishús í hverfinu þar sem töluverðum verð- mætum var stolið, m.a. tölvun og öðrum rafmagnstækjum en einnig skartgripum. Það er hins vegar langt frá því að vera eina innbrotið, því á undanförnum fjórum dögum hafa í það minnsta sjö innbrot verið framin í Seljahverfi. Einnig var brotist inn í bíl á föstudag. Að sögn lögreglunnar voru flest innbrotin framin yfir hádaginn þeg- ar fólk er við vinnu. Enginn hefur verið handtekinn vegna málanna en þau eru öll í rannsókn. andri@mbl.is Innbrota- hrina í Seljahverfi Í það minnsta sjö inn- brot á fjórum dögum Þýfi Betra er að vera á varðbergi. SAMÞYKKTAR hafa verið alþjóðlegar leiðbein- ingarreglur um stjórn djúpsjávarveiða á úthafinu en annarri lotu samningaviðræðna um reglurnar lauk á föstudag með samkomulagi á vettvangi Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, í Róm. Ísland tók virkan þátt í mótun reglnanna og veitti FAO fjárhagslegan stuðning vegna verkefn- isins. Fulltrúar utanríkisráðuneytis og sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneytis sátu fundinn, segir í tilkyningu. Almenn samstaða var meðal þátttakenda í við- ræðunum um að byggja starfið á fiskveiðiályktun allsherjarþings SÞ frá 2006 og er niðurstaðan í fullu samræmi við þá ályktun. Leiðbeiningarregl- urnar ná annars vegar til veiða á hægvaxta djúp- sjávartegundum og hins vegar til áhrifa djúpsjáv- arveiða á úthafinu á viðkvæm vistkerfi hafsins, svo sem kaldsjávarkórallasvæði, hverastrýtur og vist- kerfi við neðansjávartinda. Eitt af meginmarkmiðum reglnanna er að hindra skaðleg áhrif fiskveiða á viðkvæm vistkerfi hafsins. Íslensk skip stunda ekki djúpsjávarveiðar á úthafinu utan samningssvæða stofnananna. Reglur um djúpsjávarveiðar Eitt af markmiðunum er að hindra skaðleg áhrif fiskveiða á viðkvæm vistkerfi LÖGREGLUSTJÓRINN á höfuð- borgarsvæðinu hefur ákært 23 ára mann fyrir alls 16 umferðarlagabrot sem hann framdi á tæplega tveggja ára tímabili. Samkvæmt ákærunni eru brotin af margvíslegum toga, flest fyrir hraðakstur. Fyrsta brotið framdi maðurinn 30. júlí 2006 þegar hann ók bifreið án skrásetningarmerkja að framan, án þess að hafa ljósin tendruð, á 114 km hraða í Ártúnsbrekkunni, þar sem hámarkshraði er 80 km. Að auki var hann ekki með ökuskírteini meðferð- is við aksturinn. Síðan eru brotin talin upp í ákær- unni hvert af öðru. Flest eru þau fyr- ir hraðakstur eins og fyrr segir, eða 8 talsins. Hraðast ók hann á 130 km hraða þegar hann var gripinn. Það var 26. apríl sl., þegar lögregla stöðv- aði hann á Suðurlandsvegi við Kög- unarhól, en hámarkshraði á þessum vegakafla er 90 km. Tvöfaldur ölvunarakstur Einu sinni var maðurinn stöðvað- ur fyrir ölvunarakstur og í annað skipti fyrir að aka ölvaður og undir áhrifum fíkniefna. Í einu tilviki er maðurinn ákærður fyrir að aka bif- reið sem var ótryggð og í öðru tilviki fyrir að aka vörubifreið án þess að hafa tilskilin réttindi. Athygli vekur að í þessum 16 til- vikum ók maðurinn 10 mismunandi bifreiðum. Loks er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot Þar sem ekki tókst að birta mann- inum ákæruna er honum birt fyrir- kall í Lögbirtingablaðinu. Á maður- inn að koma fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur miðvikudaginn 3. sept- ember nk. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Frikki Brot Lögreglan stoppaði manninn. Maður ákærður fyrir 16 umferðarlagabrot Lögreglumenn gripu manninn á tíu mismunandi bílum við afbrotin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.