Morgunblaðið - 23.11.2008, Side 4
4 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
N
ú gengur tölvupóstur milli manna um
Framsóknarflokkinn. Í honum segir,
að þar sem tveir framsóknarmenn
komi saman þar sé spegill.
Einungis það eitt að pósturinn
gangi fólki til skemmtunar er lýsandi fyrir stjórn-
málaflokk sem tekst á við vandamál sem virðist hon-
um ofviða; það er leitin að tilverugrundvelli. Fylgis-
hrun, úr fjórðungsfylgi niður í undir tíu prósent á
rúmum áratug, segir sína sögu um erfiðleikana.
Framsóknarmenn eru vandfundnir.
Erfitt ár senn á enda
Árið 2008 hefur verið Framsóknarflokknum afar
erfitt. Eini kjörni fulltrúi flokksins í Reykjavík,
Björn Ingi Hrafnsson, hætti störfum fyrir flokkinn
eftir snarpar deilur við flokksmenn. Bjarni Harðar-
son sagði af sér þingmennsku á dögunum eftir að
hafa sent fjölmiðlum bréf tveggja framsókn-
armanna úr Skagafirði, Sigtryggs Jóns Björnssonar
og Gunnars Oddssonar, þar sem vegið var að Val-
gerði Sverrisdóttur, varaformanni flokksins.
Upp úr sauð síðan á miðstjórnarfundi á laugar-
deginum fyrir viku sem endaði með því að Guðni
Ágústsson sagði af sér þingmennsku og hætti sem
formaður flokksins, að því er virðist öðrum þing-
mönnum flokksins til nokkurrar furðu.
Innanflokksátökin hafa verið hörðust í starfi
flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Þar hefur kraumað
óánægja meðal flokksmanna um nokkurra ára skeið
sem ekki verður séð að verði leyst, nema með rót-
tækum aðgerðum. Tilraun Guðna Ágústssonar um
að færa flokksstarfið nær grasrótarstarfi flokksins,
frá því sem var í formannstíð Halldórs Ásgríms-
sonar, gekk ekki sem skyldi. Samstaðan sem Guðni
taldi forsendu fyrir því að efla flokkinn myndaðist
aldrei.
„Kvöldið hans“
Þvert á móti hafa átök við flokksmenn stigmagn-
ast með tímanum. Reglulega hefur síðan upp úr soð-
ið með látum, sem endar með miklum uppgjörum á
opinberum vettvangi sem fjölmiðlar hafa gert ít-
arleg skil. „Flokkurinn virðist haldinn sjálfseyðing-
arhvöt,“ sagði einn viðmælenda Morgunblaðsins
innan Framsóknarflokksins aðspurður um ástæður
innanflokksátaka.
Grunnhugsjón flokksins, samvinna, hefur orðið að
aukaatriði í þessum deilum, að mati viðmælenda
Morgunblaðsins. Stefnumálin hafa orðið undir í bar-
áttu við eiginhagsmuni flokksmanna, sem hafa bar-
ist um völd í flokknum. Oft hefur því verið haldið
fram að valdataflið innan flokksins væri meðal ann-
ars milli helstu fylgismanna Halldórs Ásgrímssonar,
þeirra á meðal áhrifamanna í íslensku viðskiptalífi
eins og Finns Ingólfssonar og Helga S. Guðmunds-
sonar, og svo hinna sem töldu sig til grasrótarinnar
utan valdataflsins. Þegar Halldór ákvað að hætta
var hann þegar farinn að ganga frá málum með
þeim hætti að Finnur tæki við af sér sem formaður.
Guðni, sem þá var varaformaður, var ósáttur við
þetta ráðabrugg. „Þetta var kvöldið hans,“ sagði
Guðni við blaðamenn þegar hann strunsaði út úr
ráðherrabústaðnum á Þingvöllum fyrstur manna að
kvöldi dags 5. júní 2006 þar sem Halldór kallaði
trúnaðarmenn sína saman ásamt þingflokknum og
tilkynnti formlega að hann væri að hætta störfum
sem þingmaður og formaður Framsóknarflokksins.
Viðmælendur Morgunblaðsins voru á einu máli
um að viðskilnaður Halldórs hefði verið með þeim
hætti að flokkurinn hefði í raun verið klofinn. Flokk-
urinn var „stefnulaust rekald“ eins og einn viðmæl-
enda komst að orði.
Einn af hverjum fjórum
Þrátt fyrir erfiðleika, sem skýrast hafa komið
fram í innra starfi flokksins á höfuðborgarsvæðinu,
er það alls ekki svo að tvo framsóknarmenn sé því
sem næst ómögulegt að sjá saman, eins og grínast
er nú með, þegar horft er út á landsbyggðina. Í
Þingeyjarsýslum í Norðausturkjördæmi er einn af
hverjum fjórum sem kjósa framsóknarmaður ef
horft er til síðustu alþingis- og sveitarstjórnarkosn-
inga. Úr kjördæminu koma þrír af sjö þingmönnum
flokksins. Hjálmar Bogi Hafliðason, 28 ára formað-
ur Framsóknarfélags Þingeyinga, segir heiðarleg
og hreinskiptin samskipti leggja grunn að góðu
samstarfi. Tekist sé á um mál en þau ekki látin leiða
til sundrungar. „Það hljómar kannski sem einföld
skýring, en við höfum bara talað um pólitík af áhuga
og leyft okkur að vera ósammála um allt mögulegt.
Það breytir því ekki að við sameinumst um sam-
vinnustefnuna og grunnstefin í stefnu Framsóknar-
flokksins og reynum að hafa áhrif á almenna stefnu
flokksins,“ segir Hjálmar Bogi.
Nýrrar forystu, sem kosin verður á landsþingi
flokksins í byrjun næsta árs, bíður það erfiða verk-
efni að sætta fylkingar og takast á við nýja tíma.
Ekki er endilega víst að spegla muni þurfa til þess
að helminga fjölda flokksmanna ef rétt verður hald-
ið á spöðunum og „sjálfseyðingarhvöt“ flokksins
verður endanlega slökkt.
Flokkur sem er haldinn
„sjálfseyðingarhvöt“
Framsóknarflokkurinn er „stefnulaust rekald“ Verða að geta rætt um pólitík
Morgunblaðið/Kristinn
Tekist á Það reyndi mikið á Guðna Ágústsson á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins fyrir skömmu. Harðar undirliggjandi deilur eru í flokknum.
Eftir stuttar formannstíðir Jóns
Sigurðssonar og Guðna Ágústs-
sonar, tveggja síðustu formanna
Framsóknarflokksins, bíður flokks-
manna það erfiða hlutverk að kjósa
sér nýja forystu. Landsþing fer
fram í byrjun næsta árs en ákveðið
var að flýta því á miðstjórnarfundi
flokksins fyrir rúmri viku. Sam-
þykkt var tillaga þess efnis að
greiða atkvæði um að hefja við-
ræður um aðild að Evrópusam-
bandinu. Búast má við hörðum
átökum á þinginu um Evrópumál
auk helstu áherslumála flokksins í
ljósi breyttra samfélagsaðstæðna.
Slagur framundan?
Morgunblaðið/Golli
Foyrstufólk Ný forysta verður
kjörin á landsþingi.
„Halldór [Ás-
grímsson] hafði
margt til brunns
að bera en enda-
lok stjórnmála-
ferils hans voru
ekki falleg,“ seg-
ir Steingrímur
Hermannsson.
„Of mikil frávik
frá grundvall-
argildum Fram-
sóknarflokksins
hafa reynst
flokknum erfið.
Stjórnmálastarf er alltaf háð því
að marka stefnu sem miðast við
þjóðfélagsaðstæður hverju sinni.
Það hefur reynst erfitt að hverfa
til baka og finna réttu gildin aft-
ur.“
Ekki falleg endalok
Halldór
Ásgrímsson
„Við setjum manngildi ofar
auðgildi,“ segir grundvallar-
stefnuskrá Framsóknarflokksins í
umfjöllun um jafnræði þegna í
samfélaginu. „Við viljum að hver
og einn hafi sama rétt til mennt-
unar, þroska og grundvallarlífs-
kjara óháð uppruna, heilsu og
efnahag,“ segir í stefnunni. Einn-
ig er lögð áhersla á að mann-
auður sé efldur og sérhver ein-
staklingur fái örvun og tækifæri
til að þroskast og vaxa í leik og
starfi. „Við stefnum að samfélagi
umburðarlyndis og víðsýni svo
margbreytileiki þjóðlífs og ein-
staklinga fái notið sín,“ segir
ennfremur í stefnunni.
Manngildi ofar auði
!! "
Um 12 þúsund í flokknum
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
„Mér finnst atburðir síðustu vikna
fyrst og fremst sorglegir,“ segir
Steingrímur Hermannsson, fyrr-
verandi forsætisráðherra og for-
maður Framsóknarflokksins, um
atburði sem leiddu til þess að
Guðni Ágústsson hætti sem þing-
maður og formaður Framsókn-
arflokksins. „Guðni er mikill vinur
minn og fáum mönnum treysti ég
betur til góðra verka en honum.
Hann brást hins vegar óskyn-
samlega við gagnrýni frá ungliðum
í flokknum. Ég tel hins vegar að
Guðni hafi með dugnaði sínum og
ósérhlífni gert flokknum gott eitt á
sínum ferli.“
Þegar Steingrímur var formaður
Framsóknarflokksins hafði hann
um og yfir 25 prósent fylgi. Stein-
grímur segir margt smátt, og sumt
stórt, hafa leitt til þess að flokk-
urinn leiddist útaf brautinni sem
hann hefði átt að vera á. „Stuðn-
ingur forystunnar við innrásina í
Írak var flokknum erfiður og fór
illa í bæði flokksmenn og almenn-
ing. Náið samstarf Halldórs Ás-
grímssonar og Davíðs Oddssonar
var óvinsælt þar sem flokksmenn
töldu sig ekki standa forystu
flokksins nógu nærri. Ég held, eftir
á að hyggja, að það atriði hafi verið
einna áhrifaríkast í öllu flokksstarfi
því Framsóknarflokkurinn er í eðli
sínu grasrótarflokkur, sem byggir
á samvinnu flokksmanna og fé-
lagshyggju,“ segir Steingrímur.
Hann telur að Framsóknarflokk-
urinn þurfi að hleypa ungu fólki að
til forystu. „Það þarf róttækar
breytingar.“
Flokkurinn fjarlægðist uppruna sinn
Morgunblaðið/Sverrir
Vill breytingar Steingrímur segir
Framsóknarflokkinn hafa misst
tengslin við upprunann.
Atburðir síðustu vikna í flokknum eru sorglegir segir Steingrímur Hermannsson