Morgunblaðið - 23.11.2008, Qupperneq 8
8 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008
Nicolas Anelka vakti fyrst at-
hygli með yngri landsliðum
Frakka en hlaut eldskírn sína
með aðalliðinu vorið 1998. Hann
var þó ekki í hópnum sem varð
heimsmeistari um sumarið.
Anelka var á hinn bóginn lyk-
ilmaður í liðinu sem varð Evr-
ópumeistari í Belgíu og Hollandi
árið 2000.
Síðan hefur ferill hans með
landsliðinu verið bugðóttur.
Hann hefur ekki alltaf hlotið
náð fyrir augum landsliðs-
þjálfaranna og um tíma leit út
fyrir að hann hefði leikið sinn
síðasta landsleik. Í fyrra rof-
aði þó til og um þessar mund-
ir á Anelka fast sæti í hópi
hins umdeilda Raymonds
Domenechs, keppir við Karim
Benzema, miðherja Lyon, um
sæti í byrjunarliðinu við hlið
Thierrys Henrys.
Anelka hefur leikið 54 lands-
leiki og gert í þeim tólf mörk.
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Þ
egar aumingja Nicolas Anelka sner-
ist á hæli á vítapunktinum þessa ör-
lagaríku nótt í Moskvu hefur hann
ugglaust átt þá ósk heitasta að jörð-
in gleypti hann. Hans biðu ekki að-
eins eyðilagðir samherjarnir heldur ruddu upp-
litsdjarfir andstæðingarnir honum hér um bil um
koll á leið sinni að markverðinum og hetju leiks-
ins, Edwin van der Sar. Þeir Fergusynir voru
geggjaðir af gleði.
Það er þungur kross að bera að hafa misnotað
síðustu vítaspyrnuna í úrslitaleik Meist-
aradeildar Evrópu enda þótt Anelka geti huggað
sig við það að í minningunni verður það alltaf
John Terry sem skriplaði á skötu. Afleikur
hans var að líkindum afdrifaríkari. Og
myndrænni.
Á þessu augnabliki hugsuðu
áhangendur Chelsea
Anelka þegjandi þörf-
ina. Hann hafði
komið til félagsins fyrir
stórfé í janúar en brugð-
ist illilega. Aum tvö mörk var
afraksturinn í öllum keppnum.
Og nú þetta! Margur blástakk-
urinn hefur eflaust óskað þess að
hann sæi þennan áhugalausa málaliða
aldrei aftur.
Ekki var á það bætandi. Enginn efast um hæfi-
leikana en oft hefur dómgreind Anelkas og metn-
aður verið dreginn í efa og hann rekist illa í hópi.
Það er engin tilviljun að hann hafi um langt árabil
verið uppnefndur „Le Sulk“, ellegar „Stúri“.
Frá Moskvu lá leið Anelka með franska lands-
liðinu á Evrópumótið í Austurríki og Sviss. Hafi
hann haldið að hremmingum sínum lyki þar var
það mikill misskilningur, Frakkar guldu afhroð
og Anelka var í besta falli skugginn af sjálfum
sér. Hvað var eiginlega á seyði? Var þessi mik-
ilhæfi sparkandi kominn að fótum fram, aðeins 29
ára að aldri?
Skellti Glámi
Í ljósi þessa mótlætis kann að koma á óvart að
Anelka skyldi yfirleitt mæta til starfa í haust. En
það gerði hann og hefur nú, þremur mánuðum
síðar, tekið gagnrýnendur sína sömu tökum og
Grettir drauginn Glám forðum. Anelka halda
engin bönd og hefur hann gert tólf mörk í þrettán
deildarleikjum með Chelsea, sem situr á toppi
ensku úrvalsdeildarinnar, og eitt að auki í meist-
aradeildinni. Manni sem var kengboginn í vor
svellur nú sjálfstraust.
„Nicolas Anelka leikur á als oddi vegna þess að
hann hefur endurheimt sjálfstraustið,“ sagði hinn
skeleggi knattspyrnustjóri Chelsea, Luiz Felipe
Scolari, eftir að miðherjinn skoraði í tvígang í
sigrinum á WBA um liðna helgi. „Áhorfendur og
samherjar hans hafa nú fulla trú á honum og fyr-
ir vikið veður hann í færum. Anelka er frábær
leikmaður, teknískur, góður driplari og afbragðs
skytta. Hann skorar eitt og tvö mörk í hverjum
leik sem kemur sér hreint prýðilega fyrir okkur.“
John Terry, fyrirliði Chelsea tekur í sama
streng. „Anelka hefur aldrei leikið betur á ferl-
inum. Þegar hann kom til liðs við okkur vottaði
ég Guði almáttugum virðingu mína enda er
skelfilegt að spila á móti honum. Hann gefur
varnarmönnum aldrei frið og kann að nýta færin
sín líka. Hann er í frábæru formi og raðar inn
mörkum. Anelka er nú markahæst-
ur í úrvalsdeildinni og megi hann
sem lengst halda uppteknum
hætti.“
Mest hefur Anelka gert 25 mörk
á einni leiktíð, þegar hann var hjá
Manchester City 2003-04, og hefur
hug á að slá það met í vetur. „Það er
freistandi að bæta um betur en aðal-
atriðið er ekki ég og fjöldi markanna
sem ég skora, heldur að Chelsea vinni
titla á tímabilinu.“
Merkileg orð af vörum manns sem margoft
hefur verið vændur um að hugsa bara um sjálfan
sig.
Dýrasti leikmaður sögunnar
Nicolas Anelka hefur leikið með átta liðum á
ellefu árum, þar af í tvígang fyrir eitt þeirra.
Alls hefur kappinn verið seldur milli félaga
fyrir 85 milljónir sterlingspunda sem gerir
hann að dýrasta sparkanda sögunnar – sam-
anlagt.
Anelka hóf ferilinn hjá Paris Saint-Germain
í heimalandi sínu en gekk sem frægt er til liðs
við Arsenal, aðeins sautján ára að aldri. Vegna
ungs aldurs var hann ekki samningsbundinn
PSG og fauk hressilega í Frakkana þegar Ars-
enal „stal“ honum fyrir framan nefið á þeim.
Lá við milliríkjadeilu enda þótt ekki væri grip-
ið til hryðjuverkalöggjafarinnar. Lauk málinu
með því að enska félagið greiddi því franska
sárabætur, 500 þúsund sterlingspund.
Hjá Arsenal komst Anelka fljótt til metorða,
vann deild og bikar með liðinu 1998 og fékk
það ábyrgðarhlutverk að leysa goðsögnina
Ian Wright af hólmi. Sumarið 1999 greip
hann þó óyndi sem lauk ekki fyrr en
Arsenal hafði selt hann fyrir metfé til
Real Madrid. Það var í fyrsta en alls
ekki í síðasta sinn sem hinir alræmdu
bræður hans, Claude og Didier, komu
að málum. Þeir hafa lifað kóngalífi
gegnum tíðina sem umboðs-
menn kappans.
Anelka entist aðeins eitt
ár í Madríd. Lenti snemma
upp á kant við Vicente del
Bosque þjálfara og var
m.a. settur í 45 daga bann
fyrir að neita að æfa með
liðinu. Eitthvað hresstist hann
þó undir vorið og var í liði Madr-
ídinga sem lagði Valencia í úrslitaleik
meistaradeildarinnar.
Frá Madríd lá leið Anelka aftur til
Parísar, þar sem hann lék hálft ann-
að ár með PSG. Liverpool fékk hann
að láni vorið 2002 og þótti kappinn
finna fjölina sína á bítlaslóð. Gérard
Houllier ákvað þó að semja ekki við hann um
vorið heldur veðja á El Hadji Diouf. Er nema
von að maðurinn hafi misst starfið skömmu
síðar?
Manchester City greip þá gæsina og þar lék
Anelka við góðan orðstír í hvorki meira né
minna en tvö og hálft ár. Náði heilum 89 leikj-
um og gerði í þeim 38 mörk. Þess má til gam-
ans geta að Anelka skoraði sigurmark City
gegn Chelsea í eina tapleik liðsins veturinn
2003-04.
Gekk Allah á hönd
Eftir þá eilífð tók hann – og þeir bræður all-
ir – að ókyrrast á ný og nú stefndi hann skón-
um öllum á óvart til Tyrklands. Fenerbahçe
fékk að njóta krafta hans og vorið 2005 varð
hann deildarmeistari þar syðra. Enda þótt
Anelka hefði þegar hér er komið sögu gengið
Allah á hönd og tekið sér nafnið Abdul-
Salam Bilal leiddist honum þófið í Tyrk-
landi og linnti ekki látum fyrr en hann var
aftur kominn til Englands.
Nú var það Bolton sem tók hann
upp á sína arma. Þar sló
hann fljótt í gegn og stuðn-
ingsmennirnir báru hann á
höndum sér. Það var því
hátíð í bæ þegar Anelka
framlengdi samning sinn
við Bolton í ágúst í
fyrra til ársins 2011.
Fjórum mánuðum síðar
var hann genginn í rað-
ir Chelsea. Hefur Nicol-
as Anelka nú loksins fundið
félag sem honum er samboðið?
Frami Anelka varð
Evrópumeistari með
Real Madrid árið 2000.
Í HNOTSKURN
»Nicolas Anelka fæddist í Versöl-um 14. mars 1979 en foreldrar
hans eru frá eyjunni Martinique.
»Eiginkona Anelkas, BarbaraTausia, er söngkona ítölsku dans-
hljómsveitarinnar Eu4ya.
»Anelka fagnar mörkum sínummeð afgerandi hætti, krossleggur
hendur á brjóstinu og myndar fiðrildi.
Á þessu mun vera einföld skýring,
fiðrildi eru eftirlætis skordýr
dóttur hans.
Stökkbreyting Stúra
Nicolas Anelka gefur mótlætinu langt nef og raðar inn mörkum fyrir Chelsea í Englandi
Sjóðheitur Nicolas
Anelka fagnar marki
gegn WBA um síðustu
helgi. Hann þykir aldrei
hafa leikið betur og er
nú markahæstur í
ensku úrvalsdeildinni.
Reuters
Getur leikið með Drogba
Félagi Didier Drogba
hefur verið til hlés í
haust.
Eins dauði er annars brauð og
hefði aðalmiðherji Chelsea und-
anfarin ár, Didier Drogba, ekki
verið meira og minna frá í haust
vegna meiðsla hefði Anelka ef til
vill aldrei fengið tækifærið.
Chelsea hefur tilhneigingu til að
tefla aðeins fram einum miðherja
og mátti Anelka fyrir vikið dúsa
talsvert úti á kanti á síðasta tímabili
þegar hann var yfirhöfuð inná. Þar
fann hann sig ekki. Í haust hefur
hann hins vegar leikið sem fremsti
maður, dyggilega studdur af út-
herjunum Joe Cole, Florent Mal-
ouda og Salomon Kalou, og hrein-
lega farið á kostum.
Nú hefur Drogba loks náð heilsu.
Hann fer þó beint í leikbann vegna
skelmisbragða í leik gegn Burnley í
deildabikarnum um daginn. Margir
velta fyrir sér hvað gerist þegar
Fílbeiningurinn snýr loksins aftur.
Verður Anelka þá settur út í kuld-
ann eða mun Scolari breyta leik-
skipulaginu? „Drogba og Anelka
geta hæglega spilað í sama liðinu,
sérstaklega þegar þeir eru báðir í
toppformi,“ svaraði stjórinn eftir
WBA-leikinn.
Sjálfur fagnar Anelka end-
urkomu Drogbas. „Ég kom hingað
til að spila með honum og það gæti
hæglega gengið. En hér eru margir
leikmenn og mörg leikkerfi. Það er
hlutverk stjórans að finna út úr
því,“ sagði hann við heimasíðu
Chelsea á dögunum. Það örlaði á
brosi.
Frakki Anelka á ferð með landsliðinu
ásamt vini sínum Thierry Henry.
Bugðóttur ferill
með landsliðinu
VIKUSPEGILL