Morgunblaðið - 23.11.2008, Síða 16
16 Gjaldmiðill
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008
Öflugt háskólasamfélag er hornsteinn í þeirri
uppbyggingu sem nú bíður þjóðarinnar. Með
miða í Happdrætti Háskólans leggur þú þitt
af mörkum og átt um leið mikla möguleika á
frábærum vinningum.
Gakktu í hópinn og brostu og brostu!
- Þú færð miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni.
...OG GÆTIR UM LEIÐ UNNIÐ
MILLJÓNIR
ÞÚ STYÐUR UPPBYGGINGU
HÁSKÓLA ÍSLANDS...
gengið var ofnotað til þess að vega upp á móti
innlendum verðhækkunum og svo elti hvað
annað. Þessi þróun var gegnumgangandi, að
vísu með hléum, og náði hámarki árið 1983, í
lok ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen, þegar
verðbólguhraðinn mældist 120% á einum
ársfjórðungi.
Einn aðalkosturinn sem menn
sjá við fast gengi er sá að í því
felst vörn gegn verðbólgu. Víst
má leysa viss vandamál með
gengisfellingum og verðbólgu,
en ef ekki er festa og aðhald í
peningastefnunni, þá skap-
ast hætta á vítahring og
ofsaverðbólgu. Með nýrri
ríkisstjórn myndaðist
fyrst alvarlegt viðnám,
haldið var fastar í gengið
og hækkandi vöxtum og
aðhaldssemi beitt í pen-
ingamálum. Þegar Íslend-
ingar fóru inn í EES, þá var verð-
bólgan komin nokkurn veginn nið-
ur á sama stig og annars staðar í
Evrópu.
Ekki var tekin upp frjáls geng-
isskráning strax, heldur frjáls gjald-
eyrismarkaður með vikmörkum, sem
þýddi að gengi krónunnar gat sveiflast innan
ákveðinna marka. En svo fór árið 2001 að Ís-
lendingar voru komnir upp að vegg með það
kerfi, það var sprungið, því ekki tókst að halda
þeim stöðugleika innanlands sem nauðsyn-
legur var til að halda genginu innan þessara
marka.
Fyrir vikið var verðbólgumarkmið tekið upp
og frjáls gengisskráning. Gengið féll nokkuð
fyrst eftir það, en það náði sér upp aftur og
varð of sterkt. Mikið fjárstreymi var inn í land-
ið í gegnum bankaþensluna og Seðlabankinn
reyndi að hamla gegn því með því að halda
genginu sterku. En það gat ekki gengið til
lengdar, enda kom það niður á viðskiptajöfn-
uðinum.
Bankabólgan
Ef gengið hefði verið fast undanfarin ár, til
dæmis með evrunni, og Íslendingar hefðu samt
lent í hruninu, er ljóst að eina leiðin út úr vand-
anum hefði verið að lækka laun og verðlag í
landinu. En þeir sem eru fylgjandi því að taka
upp evru halda því fram að Íslendingar þoli
betur en áður að vera með fast gengi núna.
Stórir skellir, eins og hvarf síldarinnar
og hrun bankanna, séu að verða ólík-
legri, þjóðfélagið sé jafnara, útflutn-
ingur fjölbreytilegri og minni
sveiflur í sjávarútvegi vegna
kvótakerfisins.
Svo er smæðarrökunum teflt
fram, sem gilda fyrst og fremst um
bankakerfið, þ.e. að við þyrftum að
hafa aðrar varnir í því en gengið.
Bankabólga hefði þó einnig getað átt sér
stað, þó að Ísland hefði verið aðili að
ESB. Ef til vill hefði stuðningur
verið meiri við bankakerfið í
haust, en bankarnir hefðu getað
bólgnað fyrir því og alls óvíst er
að þeir hefðu komist í gegnum
þrengingarnar. Efnahagslífið
hefði þá lent í miklum sam-
drætti, jafnvel meiri en nú.
Höfuðáhersla er lögð á að það
takist að fleyta krónunni, án þess að
botninn verði of djúpur fyrir skuldsett
heimili og fyrirtæki. En lágt gengi krónunnar
hefur einnig jákvæð áhrif og flýtir fyrir aðlög-
un. Áhrifin eru tvöföld – krónan hvetur bæði
og letur. Ódýrt verðlag ýtir undir komu er-
lendra ferðamanna og eyðslu þeirra hér á landi
og ódýrt vinnuafl stuðlar að því að fyrirtæki
flytja starfsemi hingað. En á sama tíma fara
erlendir verkamenn af landi brott, sem hugs-
uðu sér að vera hér tímabundið, vegna þess að
þeir hafa lækkað í launum gagnvart verðlaginu
heima fyrir. Það er ekkert sterkara jafnvægis-
tæki til en gengið þegar tekist er á við slík
vandamál.
Jákvæð teikn
Hvað sem öðru líður, þá er ekki tímabært að
festa gengið núna. Til þess þarf að hafa náðst
jafnvægi í skynsamlegu gengi. Eftir banka-
hrunið hér á landi var ákveðið að skammta til
verðugra verkefna á föstu gengi og gengið
ákveðið á útboði, þar sem bæði verð og magn
er ákveðið. Bankarnir gera tilboð í takmarkaða
fjárhæð sem Seðlabankinn eða aðrir útvega.
En einnig er innstreymi í bankana, sem kaupa
af viðskiptavinum gjaldeyri. Suma daga er því
engin eftirspurn eftir gjaldeyri frá Seðlabank-
anum, því bankarnir hafa ekki þörf fyrir það.
Það eru jákvæð teikn að Seðlabankagengið
hefur verið að nálgast það sem tíðkast í tvíhliða
flæði á markaði, en þó kemur jafnvægið ekki í
ljós fyrr en krónan fer á flot aftur, því enn eru
vinsamleg tilmæli um það frá Seðlabankanum
að forgangsraða þeim sem sækja um gjaldeyri.
Ef til þess kemur að bankinn selji gjaldeyri
inn á markaðinn, og reyni þannig að hafa áhrif
á gengið, þá eru sérfræðingar sammála um að
lykilatriði í slíkri aðgerð sé að greina ekki frá
forsendunum fyrirfram. Framkvæmdin verði
að vera þannig að markaðurinn geti ekki spilað
á það. Menn þurfi að geta óttast inngrip Seðla-
bankans, en megi ekki hafa vissu um það, því
þá fari það að hafa óeðlileg áhrif á hegðun
markaðsaðila.
Talið er líklegt að krónunni verði leyft að
falla, en síðan komi stuðningur þegar menn
telja líkur á að botninum verði náð. Þá verði
freistandi fyrir erlenda fjárfesta að fara ekki
strax með aurana sína úr landi, því ávöxtun sé
18% ofan á krónu, og einnig búast við að hún
eigi eftir að styrkjast frekar, enda sé gengið í
sögulegu lágmarki og eigi ekki að vera erfitt að
halda raungenginu, þ.e. verðbólguleiðréttu
gengi, í þeim tölum sem við sjáum núna.
En ef botninn fellur undan krónunni, þá er
bent á að erlendir lánardrottnar séu að fara út
á afar lágu gengi, og er á það bent að þjóð-
arbúið losni við þær kvaðir með hagstæðum
hætti. Þeir erlendu lánardrottnar sem um ræð-
ir keyptu meðal annars innstæðubréf sem
Seðlabankinn gaf út í vor og ríkisskuldabréf,
hvort tveggja til skamms tíma, og var það
meira og minna notað til að baktryggja jökla-
bréfalán, sem nú liggja föst í gömlu bönkunum.
Hættan er sú að þeir vilji fara út og sækja á
þennan nýja gjaldeyrissjóð, sem myndast hef-
ur með lántökum ríkisins, en þá fara þeir á
heldur hraklegum kjörum.
„Humm …,“ segir Anton Holt safnstjóri í
Seðlabankanum og myntsafnari og dæsir,
spurður hver sé fallegasti íslenski pen-
ingaseðillinn.
„Má ég bara velja einn?“
Hann gengur fram til að svara símanum
og tekur sér umþóttunartíma á meðan, en
skilar sér aftur ákveðinn í bragði.
„Við erum mennskir og tökum alltaf
mið af verðmætum,“ segir hann. „Ljótur
hlutur verður sjálfkrafa flottur ef hann er
verðmætur; ef fréttist að hann er tíu millj-
óna virði, þá skoðar maður hann aftur með
afar jákvæðu hugarfari.“
Anton hlær.
„Seðlarnir hafa verið mitt áhugamál í
marga áratugi. Ég held ég fari alveg út í
öfugan enda og segi að fallegasti seðillinn
sé sá fyrsti sem ég man eftir. Og það er
þessi.“
Hann bendir á rauðan tíkall með mynd
af Jóni forseta, sem var gefinn út 1947.
„Ég man eftir seðlinum vegna þess að
langafabróðir minn var rukkari hjá Ísafold,
gekk með stórt og feitt rukkaraveski og
þegar við bræðurnir hittum hann í bæn-
um, þá dró hann upp veskið, gaukaði að
okkur seðli og sagði: „Fáið ykkur ís, strák-
ar.“ Þar af leiðandi verður seðillinn alltaf í
hávegum hafður hjá mér.“
Fáið ykkur
ís, strákar
skrifaði síðar um hágengið á líkum nót-
um og Keynes.
1927
Landsbankinn tók við peningaútgáfunni
samkvæmt lögum 1927/28 og prentaði
þá á tveimur árum. „Seðlarnir voru í lík-
ingu við dönsku ríkissjóðsseðlana og
var almenningur óánægður með það,“
segir Anton. „Þess vegna var strax farið
að leita eftir tilboðum erlendis og seðl-
arnir voru heldur skammlífir. Fyrirtækið
Bradbury & Wilkinson í London tók að
arár íslenskrar krónu,“ segir Anton.
„Það er ekki fyrr en þá sem hægt er að
þukla hana.“ Fyrsta íslenska auramynt-
in var slegin árið 1922 og lokið var við
alla röðina á árunum 1922-26. En það
voru 1, 2, 5, 10 og 25 aura mynt, króna
og túkall.
„Allt var slegið í Kaupmannahöfn, en
það gekk seint af því að þá var málm-
kreppa,“ segir Anton. „Þess vegna var
tekið það ráð að gefa út einnar krónu
seðil. Bókstafstrúarmenn líta á hann
sem slegna mynt, þó að krónan væri í
pappír, af því að lögin heimiluðu aðeins
slegna mynt. Krónan var náttúrlega
neyðarúrræði, prentuð í Gutenberg,
Ólafur J. Hvanndal prentmótasmiður
hannaði og notaður var sá pappír sem
var til. Þetta var frekar „hjemmelavet“,
en svínvirkaði.“
1925
Gengi íslensku krónunnar var látið
stöðvast árið 1925 og tekið upp jafn-
gildi þess við stríðsbyrjun, eins og í
Bandaríkjunum og ýmsum Evr-
ópulöndum. Hagfræðingurinn Keynes
taldi mesta óráð að snúa klukkunni
þannig við og óhóflega árás á geng-
iskerfið. Pétur Halldórsson borgarstjóri
sér að gefa nýju seðlana út og í stað
kóngsins komu Jón Eiríksson og Jón
Sigurðsson. Þá voru fálkinn og róm-
antíska fjallkonan tekin út og í staðinn
kom Landsbankahúsið, fossar, Vest-
mannaeyjar, fjárrekstur og Þingvellir.
Þetta var í anda ættjarðarástarinnar.“
1931
Kreppan á Íslandi skall á Íslendingum
með miklu offorsi, en það gerðist ekki
fyrr en árið 1931. „Íslendingar voru í svo
mikilli sæluvímu Alþingishátíðarárið