Morgunblaðið - 23.11.2008, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 23.11.2008, Qupperneq 18
18 Gjaldmiðill MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 „Ég man vel eftir gengisfelling- unum þegar síldin hvarf og erf- iðleikunum þá,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins. „Svo man ég fastgeng- istímabilið mikla, sem hófst með vinstristjórninni 1974 og stóð allt til 1990. Á þeim tíma féll verðmæti krónunnar um mörg þúsund pró- sent, en alltaf hét það að gengið væri fast. Og svo voru ýmsar skrautlegar útgáfur af því hvernig það var fellt, stundum gengisfell- ingar, stundum gengissig og svo hratt gengissig í einu stökki!“ Harður gjaldmiðill Vilhjálmur segir að þegar spáð sé í gjaldmiðla, þá sé grundvall- arverðið þríþætt. Fyrst sé litið til verðþróunar með tilliti til verðs á vöru og þjónustu, sem sé verð- bólgan. Í öðru lagi til verðs á gjald- miðli í lánaviðskiptum, þ.e. vaxta. Og í þriðja lagi með tilliti til verðs á öðrum gjaldmiðlum, þ.e. gengis. „Svo getur maður spáð í sam- keppnishæfnina með tilliti til þessara þriggja þátta og krónan hefur ekki verið beysin með tilliti til neins einasta mælikvarða.“ Með því að taka upp evru er ver- ið að taka upp „harðan gjald- miðil“, að sögn Vilhjálms, sem hef- ur ekki áhyggjur af því að gengi evrunnar verði of sterkt fyrir út- flutningsatvinnuvegina. „Það fer eftir skiptigengi þegar evran verð- ur tekin upp, hvernig samkeppn- isstaðan er á þeim tíma. Það sem íslensk fyrirtæki í öllum atvinnu- greinum græða mest á við evruna er stöðugleikinn, samkeppn- ishæfni gjaldmiðils með tilliti til verðbólgu og vaxta, og síðan auð- vitað gengur það upp og niður hvernig gengið þróast með tilliti til annarrra gjaldmiðla, það hefur alltaf gengið í bylgjum.“ – Nú er talað um að evran sé of sterk. „Já, allar hreyfingar eru vanda- mál í alþjóðlegum umræðum um gengismál. Þegar evran lækkaði gagnvart dollar í upphafi, þá fannst ýmsum málsmetandi mönnum það lítið til evrunnar koma, að þeir spáðu henni dauða, en einhvern veginn lifði hún nú þá lækkun af, sem var ansi lítilfjörleg í samhengi við lækkun íslensku krónunnar.“ Flýtir fyrir aðlögun Og Vilhjálmur segir nauðsynlegt að krónan hækki aftur í verði. „Það er of lágt núna. Þess vegna þarf að koma gjaldeyrisviðskiptum í eðli- legt horf og skapa forsendur fyrir hækkun gengisins. Til þess þarf lánið frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum, en einnig að semja frið við erlenda lánardrottna bankanna og það verður best gert með því að fá þá til að koma að því að leysa vandamálin þar.“ Vilhjálmur tekur undir að veik- ing krónunnar muni flýta fyrir að- lögun hagkerfisins, en segir að hún megi þó ekki vera of veik. „Þá þýðir það að verðlag hér á landi hækkar á nokkrum árum hraðar en í ESB og samkeppnisforskotið myndi því eyðast á nokkrum tíma. Þó er betra að hafa það þannig en að fara hina leiðina og hafa hana of sterka. En æskilegast er að fara inn á einhverju sem er í kringum jafnvægisgengi.“ – Hvað álíturðu það vera? „Það er því miður alltaf að hækka. Fyrir ári hefði ég sagt 100 krónur fyrir evruna, fyrir tveim mánuðum 110 eða 120 krónur, núna er gott ef við náum henni niður fyrir 130, svo ég tali nú ekki um 120, þá myndum við vera kom- in á réttar slóðir.“ Krónan ekki verið beysin 24stundir/Árni Sæberg Það virðist sem hægja muni á öllu næstu mánuðina, síðan kemur sum- arið ....... 1930,“ segir Anton. „En það var allt í kaldakoli, atvinnuleysið náði hámarki 1932 og það tók nokkur ár fyrir þjóðina að vinna sig úr þeirri kreppu.“ 1939 Bjarni Bragi Jónsson var ellefu ára og ekki orðinn hagfræðingur þegar hann heyrði eftirminnilega gengisræðu Ólafs Thors árið 1939, sem raunar var í rík- isstjórn Hermanns Jónassonar. Þar boðaði Ólafur 14% gengislækkun að meðaltali helstu gjaldmiðla, atvinnu- vegaarmur Framsóknar var meira áfram um hana en sjálfstæðismenn og flestir töldu hana óþarfa þegar gíf- urlegar hækkanir urðu á fiskverði í stríðsbyrjun. Síðan fylgdi krónan pund- inu fram yfir stríð. Heimsstyrjöldin síðari hefst, sem átti eftir að skapa mikla erfiðleika hér á landi, en kom Íslendingum jafnframt út úr kreppunni. „Þá varð allt snarvitlaust, allir græddu, við seldum fisk og fórum í Bretavinnuna. Og auðvitað myndaðist verðbólga,“ segir Anton. 1941 Seinna stríð kom Íslendingum út úr kreppunni. „Þá varð allt snarvitlaust, allir græddu, við seldum fisk og fórum í Bretavinnuna,“ segir Anton. „Í annað sinn var hafin neyðarútgáfa á prent- uðum krónum árið 1941 og aftur hjá Gutenberg. Það var fyrst og fremst út af stríðsáraverðbólgunni og þeim fjölda dáta sem hér voru, að þörf var fyrir mikla skiptimynt. Prentaðir voru seðlar sem hlutu nafnið kvislingar, af því þeir þóttu svikulir sem samnefndur Norð- maður – enda ekki góður pappír. Þeir voru úr algjöru skæni, svo þunnum pappír að ef hann fór í þvott, þá hvarf hann – gjörsamlega gufaði upp í vasa. En erfitt var um vik að fá slegna mynt, þar sem mikill hörgull var á málmi. Seð- illinn er teiknaður af Halldóri Péturssyni og voru prentaðar 2,8 milljónir seðla.“ 1944 Á lýðveldisárinu 1944 kom út yngsti seðillinn sem nú er einhvers virði hjá myntsöfnurum. Út af stríðsáraverð- bólgunni þurfti að bæta við 500 króna seðli, en fyrir voru aðeins 50 og 100 króna seðlar. „Þetta þótti svo mikill peningur, að það var skráð í bók hverjir fengu seðlana,“ segir Anton, sem bregður sér frá og kemur aftur með bókina. „Hér er hún!“ Og það er forvitnilegt að blaða í bók- inni, fyrsti seðillinn kom út 9. febrúar og fékk Þórir Kjartansson eitt stykki. Svo sótti ríkisféhirðir sér 50 þúsund og sá þriðji var Árni Jónsson frá Múla, sem varð sér úti um tvö stykki. Það var skráð út árið hverjir fengu seðla, en ekkert eftir það. Svo var krónan tengd dollar, en eftir stríð, þegar hann var viðmiðunarpunkt- urinn í Bretton Woods-kerfinu. En Ís- lendingar voru eftir sem áður á sterl- ingssvæðinu og afar háðir markaðnum í London, því þá voru gjaldeyrismarkaðir og Bretar ráku gengisjöfnunarsjóð, sem stefndi að sveiflujöfnun. 1948 Myntbreyting eftir að eignakönnun var framkvæmd, allir peningar í umferð voru dregnir til baka og ný röð af seðl- um gefin út. „Notað var sama prent- mótið, en í öðrum lit, og þetta var fyrst og fremst skattamál,“ segir Anton. „Það hafði verið svo mikið svartamark- aðsbrask, sem ekki hafði farið í gegnum skattskýrslurnar eftir stríð, og nú átti að ná sér niður á bröskurunum. En þetta mistókst alfarið.“ – Af hverju? „Af hverju er himinninn blár,“ segir Anton og dæsir. „Stjórnvöld fóru ekki rétt að. Þeir sem aðgerðirnar áttu að ná til höfðu frétt af þessu, sagan segir að stórheildsalar hafi rölt í pósthúsið í des- ember og keypt frímerki fyrir mörg hundruð þúsund. Svo skiluðu þeir frí- merkjunum í pósthúsið í janúar, sögð- ust ekki hafa sent eins mörg jólakort og þeir ætluðu sér, og fengu endurgreitt í nýju seðlunum án þess að þurfa að gera grein fyrir þeim. En stífnin var svo mikil gagnvart litla manninum að við fundum hér í skjala- safninu bréf til Landsbankans frá presti á Austfjörðum, þar sem hjálagðar voru 70 krónur frá gamalli ekkju sem hafði misst son sinn í hafið og peningana fann hún í jakkavasa hans, en hún gaf fötin fátækum. Presturinn spurði hvort hægt væri að skipta þeim, þá var frest- urinn útrunninn, og starfsmaður Lands- bankans skrifaði þvert yfir bréfið: „Synj- að“. Maður gleymir ekki svona bréfi, á meðan maður veit að ýmsir komust upp með allan andskotann.“ 1950 Stjórnin Stefanía stóð fyrir fyrstu stóru gengislækkuninni eftir stríð. Benjamín H. Eiríksson var kallaður heim og í sam- ráði við Ólaf Björnsson prófessor var gengið fellt snemma árs 1950 um 42,6%. 1957-1961 „Á þessum árum fer Seðlabankinn úr skúffunni í Landsbankanum,“ segir Ant- on. „Maður heyrir oft hent gaman að því: „Voruð þið nema þrjár möppur?“ Upp frá árinu 1961 var myntin síðan gefin út í nafni Seðlabanka Íslands.“ 1960 Þá var gengisfelling, sem nam um 33% að teknu tilliti til hins almenna yf- irfærslugjalds, sem áður var á komið. Gengið var síðan fellt aftur ári síðar um 11,6%, sem var nokkurskonar „afrétt- ari“ og sagði ASÍ það vera hefnd- arráðstöfun. 1967 Síðan gerðist ekkert nema í styrkt- arkerfum eða útflutningssjóðum fyrr en í nóvember árið 1967. „Það var á af- mæli móður minnar, ég var staddur heima hjá henni,“ segir Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur. „Þá hringdi Jó- hannes Nordal og sagði: „Nú verðum við að fara í gang – það barst skeyti um að pundið væri fallið.“ Hann hringdi sjálfsagt líka í Jónas Haralz, yfirmann minn í Efnahagsstofnuninni, en sér- fræðilegt samstarf okkar og fleiri var mjög opið og einlægt. Þetta var á laugardegi og við vorum tilbúnir með tillögur strax daginn eftir, 19. nóvember, enda ljóst að svo miklar breytingar voru í deiglunni að dæmið yrði að taka upp aftur innan skamms. Þá var hófleg gengislækkun, 24,6%. Seinni gengislækkunin varð svo haustið 1968 og varð talsvert meiri en 35,2%. Samanlögð gengisfelling í þessum tveimur skrefum varð þannig um slétt- an helming. Það þótti ekki gott að keyra ofan í hina gengisfellinguna og ríkisstjórninni var mjög brugðið. Eins og venjulega var Bjarni Benediktsson hvað fyrstur að átta sig og taka af skarið. Þarna voru að mótast þau stefnuskil að gengislækkun yrði að duga til hagvaxtar í stað þess að loka sig inni og þrengja að öllu fram- taki. Þetta var töluvert rætt í bókinni Frá kreppu til viðreisnar, en kannski er núna tímabært að skrifa aðra, Frá við- reisn til kreppu?“ 1970 Svo fór að losna um gengið erlendis upp úr 1970. Bjarni Bragi rifjar upp: „Ég gekk út og inn hjá Bjarna Benedikts- syni, og þá stundum í samfloti við aðila vinnumarkaðarins, og þeir sögðust sannfærðir um að það væri einskis metið hjá verkalýðnum að hækka geng- ið. „Nú ef þetta er einskis metið, þá er- um við náttúrlega ekki að því,“ sagði Bjarni.“ 1973 Á vinstristjórnartímanum var þó komið til leiðar smágengishækkun árið 1973 og var Magnúsi Kjartanssyni umhugað um það og þó uggandi, en hún rann fljótt út í sand ókyrrðarinnar og skipti litlu máli. 1976 „Þetta hefur verið eilífur dans á rósum, eða aðallega þyrnum, en ég tel að lág- punktur krónunnar hafi verið árið 1976 þegar álkrónan var slegin,“ segir Anton. „Þá förum við úr fallegri gullkrónu yf- ir í þetta skæni. Og ég man þegar hún kom út, þá límdi ég hana í bréf til bróð- ur míns og hann skrifaði mér til baka: „Hvar gastu látið búa svona til?“ Hann hélt þetta væri brandari. Álkrónan var ekki neitt neitt, svo þunn og létt. Á Landsbankasýningunni í Morgunblaðs- húsinu í fyrra var vaskafat, þar sem fólk gat látið krónuna fljóta. Enda var hún kölluð flotkrónan.“ Bjarni Bragi gekk í þjónustu Seðla- bankans 1976, en þá stóð yfir tímabil, þar sem voru litlar lagfæringar og út- tektir á því hvernig gengið stæði. „Við tókum í notkun vísitölur eins og raun- gengisvísitölu og klassískt var þegar Tómas Árnason sagði ekki um geng- isfellingu að ræða, heldur hefði verið tekið nokkurt gengissig í einu stökki. Það minnir á orð Ólafs Jóhannessonar um að auðvitað yrði að stökkva yfir gjá í einu stökki, enda engin stikla á miðri leið.“ 1981 Myntbreyting var gerð í janúar 1981 þegar tvö núll voru tekin aftan af krón- unni. „Þá fékk íslenska krónan aftur svipað gengi og sú danska, og liðin voru rúm 60 ár frá því síðast,“ segir Anton og leitar í hillum bókasafns Seðlabank- ans, þar sem öll tölublöð Morgunblaðs- ins er að finna frá upphafi, utan þrjú blöð árið 1923. „Svo við förum ekki með fleipur, þá förum við eftir því sem við treystum – við treystum Mogganum,“ segir hann íbygginn. „Og hérna er gengið,“ bætir hann við hróðugur með Morgunblaðið frá upphafi árs 1981. „Danska krónan var 1,037 krónur, sú norska 1,20, sænska 1,4, pundið 14,9 og dollar 6,25. Þannig var myntbreytingargjaldmiðill- inn fyrst eftir breytinguna.“ Svo rekur hann augun í fyrirsögn í blaðinu. „Gervasoni,“ segir hann og hristir höfuðið. – Alveg er fennt yfir það. „Já, guði sé lof. Nóg af syndum eig- um við samt.“ 1983 Óðaverðbólga var í landinu á þessum árum og Anton segist ekki hafa tölur yf- ir það. „Nema eina tölu hef ég á bak við eyrað, 83/83, einhvern tíma árið 1983 var 83% verðbólga. Eftir myntbreyt- inguna í upphafi áratugarins vorum við með seðlana tíkall, fimmtíukall og hundraðkall, en það er allt orðið að klinki í dag, allt saman dottið út, óþarft og verðlaust.“ 1987 Verðbólgan var mikil á áttunda og ní- unda áratugnum. Og á þeim tíma var farið að nota vextina sem tæki. Það var afskaplega stór ákvörðun að láta vext- ina bíta, leyfa raunvöxtum að hækka, í kringum skattlausa árið 1987, og ná með því tökum á verðbólgu. 1990 „Stóra þjóðarsáttin gerði það að verk- um að verðbólgan var stöðvuð í sporum sínum, en launafólk eins og þú og ég – við borguðum auðvitað brúsann,“ segir Anton. „Ekkert var gert til að hjálpa al- menningi að greiða lánin, þó að þau hefðu þanist út í verðbólgunni. Nú heyr- ir þetta sögunni til, en er kannski allt að endurtaka sig.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.