Morgunblaðið - 23.11.2008, Page 22

Morgunblaðið - 23.11.2008, Page 22
22 Tíska MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Köflótt kemur alltaf reglulega í tísku, auk þess að vera einkenn- ismerki kaþólskra skólastúlkna og gruggrokks tíunda áratug- arins. Köflótt efni eru oftast þykk og hlý og eiga því vel við á veturna. Köflótt hefur yfir sér ákveðinn ungæðisblæ auk þess að minna á harðduglega skógarhöggsmenn og jafnvel skoska fótboltaáhugamenn. Það getur þó verið ákveðinn virðuleikablær yfir köflóttum buxum úr fal- legu efni. Tommy Hilfiger hefur notast við einhvers konar köflótt efni í hverri einustu haustlínu síðan 1985. „Mamma mín var skosk. Köflótt þýðir kósí og minnir á einhvers konar fögnuð. Efnið kemur í huga í kringum jólin, það minnir á skíðafrí í fjallakofa, hausthelgi í Vermont eða jafnvel sviss- nesku Ölpunum,“ sagði hönnuðurinn í samtali við frétta- stofu AP. Mikilvægast er að vera ekki í of miklu köflóttu í einu til að líta ekki út eins og tuskudúkka. Best er að vera aðeins í einni köflóttri flík í einu og halda heildarútlit- inu þannig stílhreinu. Frísklegt Stílhreint og ferskt úr haustlínu Tommy Hilfiger. Köflótt í kuldanum Unglegt Svona stíll er aðeins fyrir ung- lingana. Fötin eru frá American Eagle Outfitters. Hönnuðurinn Stefán Pétur Sólveig- arson er maðurinn á bak við Skrauta, kertastjaka sem ber nafn með rentu en hann er sérlega skrautlegur og glæsilegur. Stefán Pétur, sem er ættaður úr Mývatns- sveit, útskrifaðist með BA-gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2006. Hann er m.a. þekktur fyrir að hafa gert Hrútaspilið og Stóð- hestaspilið. Hugmyndin að Skrauta kom upp um síðustu áramót þegar Stefán Pétur fékk þá flugu í höfuðið að eignast svartan kertastjaka. „Ég fór í allar búðir sem mér datt í hug að seldu svarta kertastjaka en fann engan sem mér leist nógu vel á. Þetta voru nánast sömu kertastjak- arnir í öllum verslununum. Mig lang- aði í einhvern sem væri skrautlegur og öðruvísi.“ Stefán Pétur leitaði líka fanga í fornverslunum með það í huga að jafnvel lita stjaka en ekkert gekk. Hann dó ekki ráðalaus heldur ákvað að búa bara sjálfur til kertastjaka. Útkoman var tvær tegundir af stjök- um sem bera nafnið Fjandi og Skrauti og er Skrauti stærri. Hann framleiddi þá í tveimur litum, svört- um og rauðum og er útkoman ólík eftir litum. „Rauði liturinn tekur lýs- inguna öðruvísi í sig. Það er meiri þrívídd og dýpt í honum.“ Hann gerði stjakana á sama tíma en Fjandi fæddist þó fyrst. Stjak- arnir eru framleiddir úr áli sem er vatnsskorið og síðan rafhúðað. Raf- húðunin þýðir að efnið sjálft er litað, það gerir álið sterkara og virkar frá- hrindandi á óhreinindi. Kertastjak- arnir eru að sjálfsögðu gerðir hér- lendis, segir hönnuðurinn. „Ég var búinn að ákveða nafnið Skrauti áður en ég gerði hann. Ég var með myndina alveg í höfðinu, sá fyrir mér hvernig ég ætlaði að gera hann. Síðan hélt ég matarboð og hann gerði svona mikla lukku í boð- inu,“ segir hann en gestirnir hvöttu hönnuðinn til að búa til fleiri og seldi hann fyrstu stjakana á staðnum. Glæsilegur Skrauti ber nafn með rentu. Íslensk hönnun | Kertastjakinn Skrauti Skrautlegur og öðruvísi Kertastjakarnir eru seldir í flötum pakkningum en eigandinn setur stjakann sinn saman sjálfur. Skrauti er úr þremur stórum stykkjum en með litlu stykkjunum sem fara utan um kertin og taka við vaxi er hann samansettur úr 16 hlutum. „Hann kemur í flatri pakkningu sem er endurnýtanleg. Þetta tekur ekkert pláss og þú getur sett stjak- ann aftur ofan í þegar þú ert búinn að nota hann. Líka er mjög þægilegt að þrífa hann sem er kostur.“ Skrauti hefur verið til sölu í Kraumi við Aðalstræti. „Ég var að láta skera 12 til viðbótar út fyrir mig um helgina því hinir eru uppseldir.“ Hann segir stjakana vera dýra í framleiðslu og það borgi sig sjálf- sagt að framleiða þá í stórum stíl. Vegna smæðar markaðarins er það ekki hægt nema erlendis. „Nú langar mig að gera eitthvað sem hægt væri að flytja út og hætta að gera hluti sem ég get ekki lifað á! Það er bara svo gaman að búa til hluti.“ ingarun@mbl.is AP Glæsilegt Flott samsetning með áherslu á brúna tóna frá Tommy Hilfi- ger. Nám til B-stigs vélstjórnar býðst nú í fjarnámi. Námið er ætlað þeim sem lokið hafa 2. stigi vélstjórnar og veitir réttindi á skip með allt að 1500 kW vélarstærð. Kennt er í gegn um netið eða í stað- bundnum 20 klukkustunda lotum íTækniskólanum og hentar því nemendum um allt land. Námið er alls 54 einingar og er dreift á sex annir. Kenndar verða 8-10 einingar á hverri önn. Námið hentar því vel með vinnu eða öðru námi. Umsóknarfrestur er til 15. desember. Skráning er á www.fas.is. Kennsla hefst 16. janúar 2009. Fjarnám B-stig vélstjórnar Nánari upplýsingar á vef Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu, www.fas.is, á netfanginu skolameistari@fas.is og í síma 470 8070.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.