Morgunblaðið - 23.11.2008, Síða 24
24 Tengsl
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008
Eftir Freystein Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
Helga Braga „Inga er einu og
hálfu ári yngri en ég. Hún er er
samt virðulegri og minna trippi!
Hún er frábær manneskja, hrika-
lega klár, næm og skemmtileg.
Ég hef alltaf dáðst svo mikið að
henni, hún er æðisleg söngkona,
með svona “Callas sound“ í rödd-
inni, hreinan tón og fullan af til-
finningu. Inga er líka listakokkur
og ég hef mikla matarást á henni
… og við öll í fjölskyldunni. Við
erum samfeðra en ekki sam-
mæðra og ólumst því ekki upp
saman. Við hittumst hjá pabba í
Reykjavík og hjá ömmu; Jóhönnu
Vigfúsdóttur, á Hellissandi. Inga
kom í rútunni frá Reykjavík og ég
kom um borð á Akranesi og svo
urðum við samferða vestur. Mér
hefur alltaf þótt óendanlega vænt
um hana. Ég er einkabarn
mömmu og mér fannst svogaman
að eiga systur. Við vorum svo
mikil fjölskylda fyrir hvor aðra.
Við höfðum sama áhugasvið,
tónlist og leiklist, og vorum alltaf
að búa til leikrit. Strax og ég
byrjaði að tala var ég ákveðin í að
verða leikari. Inga hafði stærri
sýn, hún vildi verða söngkona,
leikkona og "danskona". Svo flutti
hún til útlanda. Hún fór sextán
ára sem skiptinemi og kynntist þá
Svanhvíti Egilsson, sem tók hana
að sér og þar með var Inga flutt
til Austurríkis að læra að syngja.
Við töluðum inn á spólur og
sendum hvor annarri. Hún sendi
mér og svo tók ég yfir hana og
sendi til baka. Við röktum allt
sem á daga okkar dreif. Þetta
voru nákvæmar lýsingar á öllu;
skólanum, lífinu í Vínarborg og
Reykjavík og .... strákum! Ég
held ég eigi kannski einhverjar
spólur einhvers staðar. Við
kannski tökum þær upp og spilum
þegar við erum komnar á elli-
heimilið.
En við höfum alltaf sagt hvor
annarri allt, hluti sem við segjum
engum öðrum og þannig er það
enn í dag. Við erum mjög nánar
og afskaplega glaðar að eiga hvor
aðra að. Auðvitað kemur svona
sytrarígur upp annað slagið, ein-
hver systrasamkeppni, yfirleitt
einhver lítilfjörleg atvik; "Nú ert
þú komin á facebook, þá verð ég
líka að gera það.“ Fyndið!
Við vorum líka svaka stoltar af
pabba; vorum báðar miklar pab-
bastelpur. Kannski ákveðin sam-
keppni, hvor var meiri pabbas-
telpa! Okkur var umhugað um að
vera gáfaðar og að okkur gengi
vel í skóla. Við vildum vita svör
við öllum hlutum. Við vorum líka
mjög pólitískar á yngri árum, vor-
um auðvitað sósíalistar, eins og
pabbi, og settum upp hápólitísk
leikrit um góðan öreiga og hrylli-
legt auðvald, við ættum kannski
að fara að rifja þessi leikrit upp?!
Við eigum stjúpsystur, Jódísi,
sem er partur af þrenningunni.
Hún er gjörólík okkur Ingu,
svona feimnari og til baka, en
samt hugrakkari en við. Ein-
hverntímann vorum við einar
heima og vorum að leika mjög há-
vært leikrit, þannig að konan á
neðri hæðinni kallaði á lögregluna
vegna hávaðans í okkur. Við Inga
urðum svo hræddar að ég hljóp
inní skáp, hún hentist uppí rúm
og þóttist vera sofandi, en Jódís
fór pollróleg til dyra og svaraði
lögreglunni kurteislega.
Við Inga höfum alltaf verið
stoltar hvor af annrri. Ég var hjá
henni þegar hún eignaðist barnið.
Hún er einn af mínunm beztu vin-
um og trúnaðarvinur.
Þegar hún kom svo heim frá
Austurríki, var hún orðin söng-
kona og ég leikkona, ákaflega
"lífsreyndar" báðar tvær. Þá fór-
um við á djammið, drukkum og
djömmuðum eins og okkur væri
borgað fyrir það. Við tókum út
allan pakkann mjög hressilega.
Við gengumst upp í því að vera
villtar, brjálaðar, óábyrgar og til-
finningaríkar og gerðum klikkaða
hluti.
Seinna fórum við svo báðar að
taka til í eigin ranni. Slík sjálfs-
vinna er mjög viðkvæm og fyrst
versnaði samband okkar aðeins
en síðan batnaði það og samband
okkar Ingu hefur aldrei verið eins
gott og nú.“
Hrikalega klár og skemmtileg
‘‘VIÐ HÖFUM ALLTAFSAGT HVOR ANNARRIALLT, HLUTI SEM VIÐSEGJUM ENGUM ÖÐR-
UM, OG ÞANNIG ER ÞAÐ
ENN Í DAG.
Hún fæddist 5. nóvember 1964, dóttir Svölu Bragadóttur og Jóns
Hjartarsonar og ólst upp hjá móður sinni á Akranesi.
Hún varð stúdent frá Fjölbrautaskólanum á Vesturlandi og útskrif-
aðist sem leikkona frá Leiklistarskóla Íslands 1989. Hún hefur leikið
m.a. í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Frú Emilíu og Þíbylju og
einnig í útvarpi og sjónvarpi; leikritum, skemmtiþáttum, áramóta-
skaupum, Fóstbræðrum, Stelpunum. Hún hefur stjórnað útvarps-
þætti á Bylgjunni og Rás 2 og verið með spjallþátt á Stöð 2. Und-
anfarin tíu ár hefur hún komið fram sem skemmtikraftur og
magadansari og haldið námskeið í sjálfsrækt og flutt fyrirlestra.
Hún er nú að fara til æfinga hjá Leikfélagi Akureyrar í „Fúlar á
móti“.
HELGA BRAGA JÓNSDÓTTIR
Þær eru hálfsystur en heilar í sínu sambandi. Þær urðu sam-
ferða í Hellissandsrútunni til ömmu og eftir þau ferðalög hafa
þær fylgzt að í gegnum súrt og sætt. Nú segjast þær hafa
róazt og þroskazt og þá er sambandið aldrei betra.