Morgunblaðið - 23.11.2008, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.11.2008, Qupperneq 25
DAGSKRÁ UMFERÐARÞINGS 8.30 SKRÁNING OG AFHENDING ÞINGGAGNA 9.00 ÞINGSETNING Karl V. Matthíasson, formaður Umferðarráðs ÁVARP Kristján L. Möller, samgönguráðherra AFHENDING UMFERÐARLJÓSSINS Verðlaunagripur Umferðarráðs veittur í áttunda sinn þeim aðila, einstaklingi, samtökum eða stofnun, sem unnið hefur sérstaklega árangursríkt og/eða eftirtektarvert starf á sviði umferðaröryggismála STUTT HLÉ 10.00 UMFERÐARÖRYGGISÁÆTLUN TIL ÁRSINS 2016 Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu og formaður umferðaröryggisráðs 10.15 GETTING ORGANIZED TOWARDS ZERO ROAD DEATHS? John Dawson, Chairman of EuroRAP and iRAP, Director of FIA Foundation for Automobile and Society 11.15 UMFERÐARÖRYGGI SVEITARFÉLAGA Lárus Ágústsson, Cowi, Danmörku 11.30 EuroRAP Á ÍSLANDI HVAÐA EINKUNN FÆR ÍSLENSKA VEGAKERFIÐ? Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB og verkefnastjóri EuroRap á Íslandi 11.45 FYRIRSPURNIR OG UMRÆÐUR 12.00 MATARHLÉ 13.00 ENDURSKOÐUN UMFERÐARLAGA Róbert R. Spanó, prófessor í lagadeild við Háskóla Íslands og formaður nefndar um endurskoðun umferðarlaga 13.15 Á AÐ TAKA UPP HLUTLÆGA ÁBYRGÐ EIGENDA? Kolbrún Sævarsdóttir, lögfræðingur hjá Ríkissaksóknara 13.30 AKSTUR UNDIR ÁHRIFUM Valgerður Rúnarsdóttir, fíknsjúkdómalæknir hjá SÁÁ 13.45 Á AÐ LÆKKA LEYFILEG MÖRK ÁFENGISMAGNS Í BLÓÐI? Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa 14.00 HVAÐA KRÖFUR Á AÐ GERA TIL ELDRI BORGARA VARÐANDI AKSTUR? Hallgrímur Magnússon, doktor í öldrunargeðlækningum 14.15 FYRIRSPURNIR OG UMRÆÐUR 14.30 KAFFIHLÉ ÖRUGGARI ÖKUMENN – UNGIR ÖKUMENN 15.00 EFLING UMFERÐARFRÆÐSLU Í SKÓLUM – MARKMIÐ OG LEIÐIR Birna Hreiðarsdóttir, lögfræðingur í samgönguráðuneytinu og formaður starfshóps um útfærslu og tilhögun umferðarfræðslu í skólum landsins 15.15 „STELPUR Í BLEIKU – STRÁKAR Í BLÁU“ HVAÐ MÓTAR HUGMYNDIR KYNJANNA UM BÍLA OG UMFERÐ? Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS 15.30 AKSTURSBANN UNGRA ÖKUMANNA OG ÁRANGUR AF ÞVÍ Holger Torp, verkefnastjóri ökunáms hjá Umferðarstofu 15.45 ENDURSKOÐUN ÖKUNÁMS, NIÐURSTÖÐUR STARFSHÓPS Arnaldur Árnason, formaður starfshóps 16.00 ER RÉTT AÐ HÆKKA ÖKULEYFISALDURINN Í 18 ÁR? Sigrún Hlín Sigurðardóttir, háskólanemi mælir með hækkun ökuleyfisaldurs. Sveinn Guðberg Sveinsson, framhaldsskólanemi mælir gegn hækkun ökuleyfisaldurs 16.30 FYRIRSPURNIR, UMRÆÐUR OG ÁLYKTANIR 17.00 ÞINGSLIT Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu FUNDARSTJÓRAR: Óli H. Þórðarson, fyrrverandi formaður Umferðarráðs Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar UMFERÐARÞING 2008 GRAND HÓTEL REYKJAVÍK 26. NÓVEMBER 2008 Umferðarþing er öllum opið. Þátttökugjald er 6.900 kr. Innifalið er jólahlaðborð í hádeginu og kaffiveitingar. Skráning er á heimasíðu Umferðarstofu, www.us.is, til 24. nóvember. Þar er að finna nánari upplýsingar um þingið. Einnig í síma 580 2000. Morgunblaðið/Ómar Tengsl 25 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 Ingveldur Ýr „Fyrstu minningarnar með Helgu eru þegar ég var 6 ára og bjó eitt ár á Akranesi. Ég hafði þá verið á nokkrum flækingi, búið á ýmsum stöðum á landinu og leiðir okkar lágu sjaldan saman. En á Akranesi urðu samskiptin meiri. Og þegar pabbi eignaðist aftur heimili í Reykjavík, þá hittumst við Helga reglulega, þegar hún kom í bæinn. Ég á líka góðar minningar frá Hellis- sandi, þar sem við voru oft saman á sumrin. Það var ofsalega skemmti- legur tími. Við bjuggum við öruggt umhverfi hjá ömmu og gátum notið okkar sem systur. Við lékum okkur mikið úti í hrauni, við höfum verið tíu, tólf ára. Það var lítið svið í sjó- mannagarðinum og þar fluttum við heilu leiksýningarnar. Það var á Hellissandi sem ég híaði á Helgu fyr- ir framan frændur okkar: Sjáiði bara! Helga er komin á gelgjuskeið- ið! Henni var nú ekki skemmt þá! Sem barn og unglingur hugsa ég að ég hafi verið stjórnsamari, en hún frekari. Ég leit upp til hennar,hún var mér ákveðin fyrirmynd. Mér fannst Helga alltaf vera fyrirmynd- arbarn. Það var aftur meira vesen með mig. Ég man einu sinni þegar við vorum eitthvað að ræða málin, þá æpti hún á mig: Rökstyddu þetta, já svona rök- styddu þetta! Þá var ég kjaftstopp. Hún hafði ýmsa yfirburði sem ég réði ekkert við. Ég var hins vegar með of- urmikla ábyrgðarkennd og var snemma farin að segja henni til. Helga var sem barn og unglingur bindindismanneskja, meðan ég var óforbetranlegur djammari frá fyrstu tíð, drakk og reykti. Hún var snyrti- pinni en ég var draslari. Dóttir mín lýsti þessu yndislega þegar hún sagði einu sinni að Helga frænka væri svo "pen". Ég spurði: En ég, er ég ekki pen? Nei þú ert bara "smá pen".. Þeg- ar við lékum okkur, voru aðallega leikrit og hlutverkaleikir í gangi. Við héldum leikpartý með stjúpsystur okkar, Jódísi, og höfðum svo hátt í einu slíku að nágrannarnir hringdu á lögregluna. Ég fór ung til Austurríkis og þá höfðum við Helga samband í gegnum spólur, það gengu heilu sögurnar á milli okkar og þannig gátum við fylgzt með lífi hvorrar annarrar. Þegar ég kom heim aftur, tók djammtímabil þrítugsaldursins við. Við espuðum hvor aðra upp í því, hleyptum öllu upp og vorum þekktar sem dramatísku systurnar. En svo róuðumst við og vorum hættar að vera klikkaðar saman, þegar fertugs- aldurinn kom yfir okkur. Þá fyrst fórum við að kynnast hvor annarri og eiga raunverulegt samband. Við er- um mjög samrýmdar núna, höfum bæði ferðast mikið saman og búið saman. Helga á til mjög djúpa vizku. Hún sér inn í fólk miklu betur en margur. Hún notar kannski grínið sem ákveð- ið yfirvarp, það er hennar stíll og hef- ur verið frá því hún var krakki. Hún er mjög skemmtileg, ekki bara fynd- in, heldur er gaman að vera í fé- lagsskap hennar. Við hlæjum stund- um saman þangað til okkur verður illt. Hún er mín bezta trún- aðarvinkona og veit allt um mig. Hún er líka laus við dómhörku. Ef þú villt fá sannleikann þá spyrðu Helgu, hún kann nefnilega ekki að ljúga! Og svo á hún til auðmýkt sem fólki getur yf- irsézt í fari hennar, kannski vegna leikarastarfsins. Það hefur alltaf ver- ið mikil ást og umhyggja okkar á milli og við höfum getað verið til stað- ar fyrir hvor aðra Kæk? Hún er alltaf að raða, alltaf að taka til. Þegar hún kemur til mín, passar hún að allt sé í lagi í kringum hana, að það sé einsog það á að vera, hún raðar púðunum og svoleiðis. Ég hugsa að öll skilnaðarbörn og kannski öll systkini kannist við sam- keppnina um athyglina. Hjá okkur Helgu snérist þetta um útlitið, karrí- erinn og það hvor væri betri dóttir pabba. Ef önnur sagði frá ein hverju, kom hin með ennþá stórkostlegri frá- sögn. Nú er þetta breytt. Við berum meiri virðingu hvor fyrir annarri og fylgjumst vel með starfi hinnar. Ég er afar stolt af henni. Ég held ég hafi séð nær allar hennar sýningar og hún kemur alltaf á tónleika hjá mér þegar hún getur. Ég man einu sinni eftir því að við rifumst alveg heift- arlega. Helga er þannig að hún er fljót að hleypa hlutunum út, en ég safna í sarpinn og spring svo með lát- um. Það gerði ég þarna og setti alla hluti sem hún hafði gefið mér um æv- ina í svartan plastpoka og henti í hana. Í stað þess að rjúka á dyr, eins- og ég átti von á, settist hún bara nið- ur sallaróleg og fór að skoða í pok- ann. Á endanum fór ég að skoða með henni og pokinn fór aldrei út af heim- ilinu. Það hafa orðið nokkur uppgjör okkar í milli, en sáttin er þeim mun betri fyrir það. Við erum mjög líkar að svo mörgu leiti og þurftum að sættast við sjálfa okkur til að geta orðið sáttar við hvor aðra. En þeir sem þekkja okkur ekki, sjá það alls ekki að við séum líkar og það kemur fólki oft í opna skjöldu að við séum systur. “ Hún á til mjög djúpa vizku ‘‘HELGA ER ÞANNIG AÐHÚN ER FLJÓT AÐHLEYPA HLUTUNUM ÚT,EN ÉG SAFNA Í SARPINN OG SPRING SVO MEÐ LÁTUM. Hún fæddist 26. júlí 1966 í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Guðleif Guðlaugsdóttir og Jón Hjartarson. Hún lauk stúdents- prófi frá MH 1985, BM-prófi í söng, leiklist og söngleikjum frá Konservatorium der Stadt Wien í Vínarborg 1988 og mast- ersprófi frá Manhattan School of Music í New York 1991. Nám við Listdansskóla Þjóðleikhúss- ins og Söngskólann í Reykjavík. Hún var fastráðin söngkona við Óperuna í Lyon og söng einnig við Bastilluóperuna í París. Hér heima hefur hún sungið ýmis hlutverk við Ís- lensku óperuna og haldið fjölda tónleika hér og erlendis. Hún rekur eigið söngstúdíó í Reykja- vík og starfrækir námskeið og kennslu fyrir börn og fullorðna. Hún er gift Kristjáni Guðna- syni og eiga þau eitt barn; Jas- mín, f. 1999. INGVELDUR ÝR JÓNSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.