Morgunblaðið - 23.11.2008, Qupperneq 27
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
I
nga Bachmann var að opna
skartgripaverslun á Laugavegi
20b í Reykjavík og fagnaði því
með formlegri opnun í gær.
Skartgripaverslunin ber nafn-
ið Hringa og er verslunin nefnd eftir
henni sjálfri auk þess sem hringa get-
ur til að mynda þýtt að draga hring á
fingur einhvers. Hún fékk þessa hug-
mynd í ágúst og ákvað að fram-
kvæma hana, þrátt fyrir kreppu-
ástandið, sem hefur heltekið
þjóðfélagið. „Ég var búin að kaupa
mér ýmis tæki í verkstæði, öll þessi
helstu sem þarf að hafa. Ég sagði við
sjálfa mig, annaðhvort geri ég þetta
núna eða ekki.“
Einvörðungu eigin hönnun
Inga, sem er 28 ára gömul, útskrif-
aðist frá Escola Massana í Barcelona
á Spáni árið 2005 og hefur síðan hún
kom heim unnið hjá Guðbjörgu Krist-
ínu Ingvarsdóttur í Aurum við
Bankastræti. „Ég fékk pláss hjá Guð-
björgu í Aurum og er búin að sitja þar
og smíða. Það var góð reynsla og það
var gott að vinna hjá henni. Við erum
líka báðar menntaðar gullsmiðir og
skartgripahönnuðir,“ útskýrir Inga.
Einskær áhugi á hönnuninni sjálfri
og því sem tilheyrir er á meðal þess
sem hvatti Ingu til að opna verslun.
„Þrátt fyrir að ég væri með marga
sölustaði um allan bæ, hefði ég ekki
náð að setja fram allt það sem ég er
að gera. Það var ekkert mál fyrir mig
að fylla þessa búð þegar ég opnaði!“
Í búðinni býður hún einvörðungu
upp á eigin hönnun. Hún er með alla
þessa hefðbundnu kvenskartgripi
eins og armbönd, eyrnalokka og háls-
men auk þess að vera með gott úrval
af ermahnöppum og bindisnælum
fyrir karlmenn.
Flest það sem hún gerir er úr silfri.
Hún er með eitthvað af gullskart-
gripum en tekur líka að sér að sér-
smíða úr gulli fyrir viðskiptavini.
Einnig tekur hún að sér viðhald og
hreinsun á skartgripum.
Sjór, sveit og borg
En hvernig myndi Inga lýsa stíl
sínum? „Ég er lærð í Suður-Evrópu
þannig að norræna naumhyggjan er
ekki alveg ég. Skartgripirnir mínir
eru meira fígúratívir. Ég geri flugur,
fólk og bíla,“ segir Inga, sem fær inn-
blástur víða að en segir að hönnun
sinni megi skipta í þrjá flokka: Sjó,
sveit og borg. „Sjórinn er til dæmis
þarinn og skeljarnar, sveitin er nátt-
úruleg form og dýr og borgin er múr-
steinamunstur, bílar og byssubardag-
ar,“ segir hún sem dæmi.
En hvað er erfiðast við starfið?
„Maður þarf að vera mjög þol-
inmóður. Stundum þarf að leggja frá
sér hlutinn og koma að honum seinna
ef erfiðlega gengur, annaðhvort með
hönnunina eða tæknilega útfærslu á
henni.“
Þar sem Inga er bæði gullsmiður
og skartgripahönnuður vaknar sú
spurning hvort sé nú skemmtilegra.
„Ég verð að segja að hvorttveggja
er jafn skemmtilegt. Stundum hanna
ég bara með því að teikna en í önnur
skipti hanna ég beint í efnið. Það get-
ur verið nauðsynlegt fyrir mig að
vera stundum bara að smíða, ég sest
niður með silfrið og einhver hugmynd
kemur til mín. Um daginn var ég að
vinna með silfurkúlu og vann nýtt
stykki úr henni án þess að vera búin
að teikna það. Ég teikna mikið en
maður er hins vegar svo lengi að gera
allar teikningarnar.“
Ingu finnst hönnunarvitund Ís-
lendinga vera að vaxa. „Þetta hefur
verið að breytast til hins betra að
undanförnu. Eitt merki um það er að
Guðbjörg í Aurum fékk Sjónlist-
arverðlaunin núna síðast. Fólk er að
vakna til vitundar. Það er ekki bara
efnið sem skiptir máli, þetta er líka
hönnun.“
Engin norræn naumhyggja
Gullsmiðurinn og skartgripahönnuðurinn Inga
Bachmann var að opna skartgripaverslun á Lauga-
veginum og lætur kreppuna ekki stoppa sig.
Morgunblaðið/Kristinn
Á verkstæðinu Inga Bachmann á verkstæðinu í nýju versluninni sinni sem
er að Laugavegi 20b, við Klapparstíg. Hún bæði hannar og smíðar.
Morgunblaðið/Kristinn
Hús Hringur
með múr-
steina-
munstri og
húsaeyrna-
lokkar eftir
Ingu.
Borgarlíf Fyrirmyndirnar eru
teknar úr borginni, fólk á bekk
og byssubardagi.
Dýralíf Það
er ábyggi-
lega gott að
vera með
uglu um
hálsinn.
Hönnun 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008