Morgunblaðið - 23.11.2008, Page 32
Bókin Velkomin til Íslands - sagan af
Sri Rahmawati eftir Ragnhildi
Sverrisdóttur blaðamann segir sögu
indónesískrar konu, sem flutti til Ís-
lands til að búa sér og börnum sínum
betra líf. Börnin tvö urðu eftir hjá
ættingjum í Indónesíu á meðan
mamma þeirra kom undir sig fót-
unum í framandi landi, en fluttu síðar
til hennar.
Hér á landi kynntist Sri Rahma-
wati íslenskum manni, Hákoni Ey-
dal, og eignaðist með honum dóttur.
Samband þeirra einkenndist af of-
beldi Hákonar í garð Wati, eins og
hún var alltaf kölluð.
Tæpum tveimur árum eftir fæð-
ingu litlu dótturinnar hvarf Wati eft-
ir heimsókn til Hákonar. Mánuði síð-
ar játaði hann loks að hafa orðið
henni að bana og vísaði lögreglu á
hraungjótuna þar sem hann hafði fal-
ið hana.
Hér á eftir fara kaflar úr bókinni.
„Ekki treysta honum“
Danni og Amanda komu hingað í
júlí 2002, rétt áður en Wati eignaðist
Irmu litlu. Wati hafði svo lengi
dreymt um að fá börnin sín tvö til Ís-
lands. Þegar hún og Hákon voru ný-
byrjuð saman sagði hún Maricel vin-
konu sinni að hann ætlaði að hjálpa
henni að fá þau heim.
Hún var svo glöð, af því að nú var
hún viss um að börnin kæmu hingað
fljótt og allt yrði í lagi. Því hann hafði
lofað að hann myndi hjálpa henni.
Wati vann ötullega að því að fá öll
tilskilin leyfi, vegabréf fyrir börnin
og alla þá pappíra sem til þurfti. Að
ekki sé minnst á alla vinnuna sem
hún lagði í húsið þar sem þau ætluðu
að búa.
Vorið 2002 sagði Hákon skyndi-
lega að hann kærði sig ekkert um að
fá börnin, nú ættu þau von á barni
saman og hefðu ekkert með tvö til
viðbótar að gera.
„Þá geri ég það bara ein,“ sagði
Wati, sem sárnaði mjög við hann.
Hún gat unnið og fengið börnin sín
til Íslands, hún þurfti ekki á honum
að halda. Börnin hennar voru líka
orðin svo stór núna, að þau myndu
hjálpa henni. En alltaf lifði hún í von-
inni um að Hákon yrði hluti af fjöl-
skyldunni.
Hamingjusamri fjölskyldu.
Svo komu börnin hennar tvö til Ís-
lands. Þau Hákon voru saman um
það leyti, eða kannski voru þau þá
rétt að skilja? Eða nýbyrjuð saman á
ný? Það var erfitt að henda reiður á
því, enda var Wati farin að fela stöðu
mála fyrir sínum nánustu. Hún vissi
að fjölskylda hennar óskaði þess
heitast að Hákon héldi sig sem
lengst í burt. En hann var þarna enn,
stundum inni á heimilinu, stundum
ekki. Stundum góði stjúpinn, stund-
um fjarlægur og skipti sér ekki af
neinu, nema þá til að rífast og
skammast.
„Ekki treysta honum,“ bað Mari-
cel enn einu sinni. Hún benti vinkonu
sinni á að Hákon hefði margoft hótað
henni lífláti. Þegar þarna var komið
sögu var hætt að skipta máli hvort
hann var undir áhrifum áfengis eða
fíkniefna, hann gat verið jafn illur
viðureignar hvort heldur var. Það
skipti engu hvort hann var fullur eða
edrú, hann hótaði að drepa hana eins
og það væri ekkert mál að segja við
barnsmóður sína að hann óskaði
henni dauða.
Hann hikaði heldur ekki við að
segja þetta við aðra. Eins og Maricel.
Hún varð óttaslegin, en eins og
venjulega virtist ekkert bíta á Wati.
„Hann segir þetta bara,“ sagði
Wati og hélt áfram að hitta hann.
„Hann gæti gert alvöru úr því,
hann er ekki góður við þig,“ sagði
Maricel og bað hana einu sinni enn.
Wati bjó í litlu íbúðinni á Öldugötu
og nú voru eldri börnin hennar tvö
komin til landsins. Krakkarnir sem
hann sagðist oftast hvorki vilja heyra
né sjá. Þó kom hann enn oft til henn-
ar á Öldugötuna og var með blíðuhót
og hún vonaði í lengstu lög að þau
myndu flytja öll saman inn í nýja
húsið. En á milli var hann hinn versti
og hélt því oft fram að hann ætti alls
ekki barnið sem hún gekk með. Og
hann sagði henni upp úr þurru að
það yrði ekkert af því að þau flyttu í
Seljahverfið, hann væri búinn að
selja húsið.
Það virtist fokið í öll skjól. En þá
virtist hann enn á ný snúa við blaðinu
og varð allt í einu hinn alúðlegasti við
börnin hennar. Hann gaf þeim X-
Box leikjatölvu og þau voru alsæl
með þennan stjúpa sem var þeim svo
góður. Þau þökkuðu honum vel fyrir
og nutu þess að eiga svona fína tölvu.
Slíkan dýrgrip höfðu þau aldrei eign-
ast áður.
Nokkrum dögum síðar sinnaðist
þeim enn á ný, Hákoni og Wati.
Hann reiddist mjög og til að ná fram
hefndum tók hann tölvuna af börn-
unum hennar.
Þau skildu þetta ekki, sögðu við
ættingja sína æ ofan í æ að þau hefðu
þakkað mjög vel fyrir sig. Hann hefði
gefið þeim tölvuna, þau þakkað
margsinnis, en nú hefði hann tekið
hana aftur. Slík framkoma var al-
gjörlega ofar skilningi þeirra.
Wati sárnaði þetta líka mjög. Hún
hafði enn einu sinni gert sér vonir
um að þau gætu öll orðið ein, ham-
ingjusöm fjölskylda. Börnin hennar,
sem hún hafði neyðst til að láta frá
sér í fimm ár, voru hnípin og döpur.
Deilt um forræði
Hákon var ekki af baki dottinn.
Beiðnin til sýslumanns var dagsett
11. júní 2003, einum degi eftir að
Wati kærði hann fyrir að ráðast á sig
á Öldugötunni. Hún var enn marin í
andliti þegar bréfið um þetta barst
frá sýslumanni og hún vinsamlega
beðin um að koma á skrifstofu emb-
ættisins við Skógarhlíð.
[ . . .]
Svo var hann sýknaður með dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur í febrúar
2004. Í apríl sama ár var loks gengið
frá samningi um umgengnisrétt hans
við Irmu. Samningurinn sneið hon-
um mjög þröngan stakk. Umgengnin
átti að fara fram aðra hverja helgi í
alls sex skipti, eina klukkustund í
senn, undir eftirliti starfsmanns
Barnaverndar Reykjavíkur í hús-
næði Barnaverndar. Wati átti að sjá
um að koma Irmu á staðinn og sækja
hana eftir fund Hákonar við dóttur
sína. Eftir þessi sex skipti átti að
endurmeta samninginn með tilliti til
þess hvernig umgengni hefði gengið.
Í samningnum var nákvæmlega
tilgreint hvaða sex daga Hákon fengi
að hitta Irmu og klukkan hvað.
Fyrsta skipti var sunnudaginn 2. maí
kl. 17-18, svo á tveggja vikna fresti
fram á sumarið.
Síðasta skipti, sem samningurinn
sagði að Hákon mætti hitta Irmu
litlu, var laugardaginn 10. júlí 2004
klukkan 14-16.
Þann dag hafði Wati verið saknað í
tæpa viku og Hákon sat í gæslu-
varðhaldi grunaður um að hafa ráðið
henni bana.
Maðurinn með pokann
Ásbjörg gekk lítinn hring um
hverfið og átti skammt eftir að heim-
ili sínu að Stórholti 12 þegar hún tók
eftir að nágranni hennar kom úr út
íbúð sinni á 1. hæð hússins númer 19.
Nágranninn, sem klæddur var í
gallabuxur og hvítan stuttermabol,
burðaðist með stóran gulbrúnleitan
poka í fanginu út að grænum og
brúnum Nissan-jeppa, sem stóð í
heimreiðinni. Það glampaði á pok-
ann, svo ekki var þetta venjulegur
strigapoki, en hann líktist heldur
ekki plastpoka.
Hvað var hann með í pokanum?
hugsaði hún andartak en hugurinn
festist þó ekki að ráði við þessa
spurningu.
Ásbjörg var rétt utan við garð ná-
grannans, en gekk nú yfir götuna í
átt að húsinu sínu. Hundurinn var
ekki búinn að fá nóg af útiverunni og
fékk skyndilegan áhuga á næsta
ljósastaur. Að þessu sinni þurfti
hann mikið að þefa og merkja sér
staðinn rækilega. Ásbjörg beið eftir
hundinum og varð litið um öxl í átt að
manninum með þungu byrðina.
Hún sá strák koma röltandi niður
götuna, með farsíma við eyrað.
Strákurinn var upptekinn af símtal-
inu og hægði á sér, þar til hann stóð
kyrr fyrir framan garðinn við húsið
númer 19.
Og þá brá svo við að nágranninn
með þungu byrðina lagði pokann frá
sér í grasið og lét há trén við gang-
stéttina skýla sér.
Hann var augljóslega að fela sig
fyrir stráknum. Hvers vegna?
Strákurinn með símann leit aldrei
við og hafði því ekki hugmynd um að
skammt frá honum stóð maðurinn
yfir byrði sinni. Og líklega hefur
þessi strákur ekki enn hugmynd um
hlutverk sitt í þessu máli.
Hann lauk símtalinu, gekk áfram
og hvarf úr augsýn. Maðurinn í garð-
inum beygði sig niður, lyfti byrði
sinni upp og reisti sig við. Á pok-
anum voru brúnleitir blettir, sá Ás-
björg. Þegar hann leit upp horfði
hann skyndilega beint í augu Ás-
bjargar. Og setti svo pokann frá sér
inn í opna farangursgeymslu jepp-
ans.
Þá sá hún hvað var í pokanum.
En hún trúði ekki sínum eigin aug-
um, heldur reyndi að telja sjálfri sér
trú um að þetta væri eitthvað annað.
Kannski stórt dýr? Eða gamalt dót
úr geymslunni? Eitthvað sem var
bara svona undarlegt í laginu.
Því það gat ekki, það mátti ekki
vera það sem hún taldi sig þó sjá.
Læri og fótlegg af manneskju.
Bókin Velkomin til Íslands - sagan
af Sri Rahmawati er gefin út af
Skugga forlagi.
Velkomin til Íslands
SAGA SRI RAHMA-
WATI FRÁ INDÓNE-
SÍU SEM VAR
MYRT Í REYKJAVÍK
Í JÚLÍ 2004
Morgunblaðið/Júlíus
Blóð Sérfræðingur lögreglunnar rannsakar grasið þar sem Ásbjörg sá
manninn leggja frá sér pokann.
Móðir Wati hamingjusöm með yngsta barnið sitt, Irmu litlu.
Í Indónesíu Sri Rahmawati, ung
kona í Indónesíu. Sjö árum síðar
flutti hún til Íslands.
32 Bókarkafli
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008
ERNA
gull- og silfursmiðja
Silfurarmband verð 64,900 kr.
Njáluarmband hannað af
Ríkharði Jónssyni
og Karli Guðmundssyni
myndskera frá Þinganesi.
Erna gull- og silfursmiðja, Skipholti 3, Sími 552 0775