Morgunblaðið - 23.11.2008, Page 35

Morgunblaðið - 23.11.2008, Page 35
hver stendur fyrir; t.d. kvikmyndavél fyrir þá sem gert hafa garðinn frægan í kvikmyndum, hátalari fyrir út- varpsfólk, hljómplata fyrir tónlistarfólk o.s.frv. Þótt flest- ar stjörnurnar séu til heiðurs þeim, sem tengjast skemmt- anabransanum á einhvern hátt, eru örfáar undantekningar og táknin í samræmi við frama þeirra á sínu sviði. Stjarna heiðursborgarstjóra Hollywood, Jo- hnny Grant, sem lést fyrr á þessu ári, er til að mynda með merki borgarinnar og nöfn geimáhafnar Apollo XI eru greypt í fjögur tungl. Þess voru dæmi í byrjun að þeir sem þóttu skara fram úr á mörgum sviðum; í kvikmyndaleik, söng og leikstjórn svo eitthvað sé nefnt, fengu fleiri en eina stjörnu. Enginn hefur þó fengið fleiri stjörnur en Gene Autry, sem fékk fimm. Þessi háttur er nú að mestu aflagður. Tilnefningar nafna í stjörnurnar eru árlega kunngjörðar 31. maí og sér- stök nefnd kemur saman í júní til að velja heiðurshafa næsta árs. Þegar nýtt nafn er afhjúpað mætir eigandi þess á stéttina og baðar sig um leið í sviðsljósinu og vænt- anlega aðdáun almennings, sem ekki er skilinn útundan á svo merkilegum tímamótum í lífi hans. Bíræfnir þjófar Margir hafa ágirnst stjörnurnar á áranna rás og eru þjófar þar ekki undanskildir. Fjórum stjörnum hefur ver- ið stolið. Fyrst þeirra James Stewarts og Kirks Douglas, þegar verið var að gera endurbætur á gangstéttinni. Verktakinn var síðar gómaður með báðar í heldur bág- bornu ásigkomulagi. Framkvæmdir stóðu líka yfir þegar uppgötvaðist að eina af stjörnum Autrys vantaði. Aftur reyndist verktaki sökudólgurinn, en upp á stjörnunni hafðist löngu síðar í Iowa. Og í nóvember 2005 gerðu þjóf- ar sér lítið fyrir og söguðu stjörnu Gregory Pecks úr gangstéttinni. Þjófarnir hafa aldrei fundist en Peck fékk samt nýja stjörnu. Nú er búið að koma fyrir eftirlits- myndavélum svo að stjörnurnar geti verið óáreittar. Eigin stjarna fæst ekki fyrirhafnarlaust, því sá sem fær nafn sitt í eina slíka verður að samþykkja að mæta á kynn- ingarsamkomu innan fimm ára auk þess sem hann þarf að reiða fram 25 þúsund dollara þóknun til Sögusjóðs Holly- wood, sem fer í öryggisgæslu og því um líkt. Sjónvarps- fréttastöðin FOX upplýsti fyrir nokkrum árum að oft borguðu kvikmyndaver og hljómplötufyrirtæki brúsann því nafn stjörnu í stjörnu hefði gríðarlegt auglýsingagildi. vjon@mbl.is stjörnum Í HNOTSKURN »Árið 2002 var sú undantekning gerð á regl-unni að stjarna Muhammad Alis var hengd upp á vegg vegna þess að hann vildi ekki láta yfir sig ganga. Staðið á stjörnu Leikkonan Holly Hunter stendur traustum fótum á sinni nýfengnu stjörnu í maí 2008. ‘‘„VIRÐINGARVOTT-UR VIÐ ÞÁ, SEMLAGT HAFA HÖNDÁ PLÓG TIL AÐ GERA HOLLYWOOD AÐ „LANDI DRAUMANNA“ Þáttastjórnandi Jay Leno, sjónvarpsþáttastjórnandinn vinsæli, fagnar stjörnugjöf árið 2000. Reuters Fyrsta stjarnan Leikkonan Joanne Woodward fékk fyrstu stjörnuna 9. febrúar 1960. »Diana Ross er ein fárra sem á tvær stjörnurfyrir sama svið, eina fyrir feril sinn með The Supremes og hina fyrir sólóferil. »Árið 2004 voru tvíburasysturnar Mary Kateog Ashley Olsen yngstar til að fá stjörnu, að- eins 18 ára. »Kólumbíska söngkonan og lagahöfundurinnShakira hefur verið tilnefnd stjörnuhafi árið 2009, fyrst landa sinna. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 Virðing Réttlæti Minnum á desemberuppbótina Desemberuppbót á að greiða ekki seinna en 15. desember. VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.