Morgunblaðið - 23.11.2008, Side 36

Morgunblaðið - 23.11.2008, Side 36
36 Lífssýn MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 O rðspor – gildin í samfélaginu er nýjasta bók Gunnars Her- sveins. „Í bókinni er hvatt til þess að einstaklingurinn stígi út í samfélagið og láti gott af sér leiða,“ segir Gunnar Hersveinn en árið 2005 kom út eftir hann Gæfuspor – gildin í samfélaginu. „Gæfuspor fjallaði um gildi og dyggðir einstaklinga en þessi nýja bók er um næsta skref, sem sagt það að stíga út í samfélagið. Markmiðið með bókinni er að leggja fram umræðuefni til að bæta sam- félagið og henni er skipt niður í nokkra flokka eins og til dæmis: jafnréttismál, fjöl- miðlar, umhverfismál, uppeld- ismál og trúmál. Ég geri tilraun til að greina samfélagið og benda á skekkj- ur og hvaða afleiðingar þær geti haft. Til dæmis er fjallað um umhyggju og umönn- unarstörf og þau vegin og met- in í tengslum við viðskipti og óraunhæfa drauma. Gildin sem tilheyra málaflokkum um- hyggjunnar eru ekki nógu hátt skrifuð í samfélaginu, senni- lega vegna þess að þeir sem þurfa mest á umhyggju ann- arra að halda eru veikir hags- munahópar. Segja má að fyrri tíma konur hafi byggt upp vel- ferðarkerfið í sjálfboðavinnu með því að sinna munaðarlausum börnum, öldruðum og sjúkum.“ Á bókin við á krepputímum? „Já, hún á algjörlega við á krepputímum og kemur að liði þegar samfélagið vill end- urskoða áður viðurkennd gildi. Bókin er greining á tíðaranda efnishyggjunnar sem var ríkjandi í samfélaginu. Bókin er grein- ing á tíðaranda efnishyggjunnar sem var ríkjandi í samfélaginu. Í bókinni er bent á gildi sem ættu að taka við af efnishyggj- unni. Andspænis taumleysi og agaleysi er sem dæmi bent á nægjusemi og sjálfsaga. Efni bókarinnar á vel við þegar til dæmis er rætt um hlutverk fjölmiðla. Nú er sótt að frétta- og blaðamönnum og ásakanir ganga um að þeir hafi brugðist. Ég vil taka upp hanskann fyrir skrifandi blaðamann því að- stæður til að vinna verk sín vel og af sam- félagslegri ábyrgð eru ekki góðar. Tíminn sem gefst til rannsókna er nánast enginn og gagnrýnið fjölmiðlafólk, sem vill gera vand- aðar fréttaskýringar, fær oftar uppsagn- arbréf en ógagnrýnið.“ Er niðurstaða í bókinni? „Það er ekki bein niðurstaða heldur er markmiðið að fá lesandann sjálfan til að eiga síðasta orðið og taka af- stöðu til hlutanna. Það má segja að í bókinni felist ákveð- in ábending um það hvaða gildi mætti nota til að byggja upp nýtt samfélag en það er aldrei verið að segja fólki nákvæm- lega hver vegurinn er. Mik- ilvægast er að fólk hafi trú á því að hægt sé að finna veginn og komi sér saman um hvaða vegur er æskilegastur. Framlagið í bókinni felst ekki síst í því að takast á við úreltan ráðandi hugsunarhátt til dæmis í jafnréttismálum og umhverfismálum og benda á vænlegar leiðir. Nefna má sem dæmi um úrelta hugsun, að þegar bankaráðsformaður nýs banka árið 2002 var spurður hvers vegna engin kona væri í nýja ráðinu svaraði hann: „Við erum varfærnir í byrjun. Við fundum enga konu til að koma inn í bankaráðið. Breiddin í ráðinu er ágæt.“ Spyrja má var þetta boð- legt svar? Niðurstaðan í bókinni er margþætt og er meðal annars um það verkefni að efla lýð- ræðið og að takast á við hraðasamfélagið, þá er lagður fram listi um möguleg höf- uðgildi Íslendinga á næstu árum.“ kolbrun@mbl.is Höfuðgildi Íslendinga Morgunblaðið/RAX Orðspor Gunnar Hersveinn bendir á gildin sem mætti nota til að byggja upp nýtt samfélag. ‘‘MIKILVÆGAST ERAÐ FÓLK HAFITRÚ Á ÞVÍ AÐHÆGT SÉ AÐ FINNA VEGINN OG KOMI SÉR SAMAN UM HVER VEG- URINN ER F arsælt líf, réttlátt samfélag – kenn- ingar í siðfræði er ný bók eftir Vil- hjálm Árnason heimspeking. „Bókin fjallar um kenningar í vestrænni heimspeki frá Sókratesi til samtím- ans, einkum um forsendur farsæls lífs ein- staklinga og réttláts samfélags en þetta eru meginstef í siðfræði,“ segir Vilhjálmur. „Ég ræði um hugmyndir helstu heimspekinga sög- unnar um siðferðileg efni í frekar víðum skiln- ingi því að ég tengi þau gjarnan hugmyndum þeirra um samfélagið og hlutverk ríkisins. Ít- arleg umfjöllun er um helstu meistara siðfræð- innar, svo sem Aristóteles, Kant og John Stu- art Mill, en einnig er rætt um kenningar hugsuða eins og Marx, Kierkegaards og Simone de Beauvoir. Þegar nær dregur samtímanum geng ég inn í rök- ræðu við tvær áhrifamiklar kenn- ingar, réttlætiskenningu Rawls og samræðusiðfræði Habermas og helstu gagnrýni á þær, svo sem frá femínistum og Foucault. Í lokakaflanum velti ég því fyrir mér hvaða erindi siðfræðin eigi við okkur, borgara hagvaxt- arsamfélagsins og þar er ég með íslenskar aðstæður í huga.“ Á bókin við á krepputímum? „Já, það á hún. Á öllum tímum, og ekki síst á krepputímum, hljóta menn að velta fyrir sér spurningum um hvernig þeim geti farnast vel í lífinu. Mörg stef í þessari bók eru gagnleg fyrir einstaklinga sem kljást við tilvistarvanda, enda hafa ýmsir hugsuðir haldið því fram að lífskreppa geti leitt til betra lífs fyrir fólk sé vel unnið úr henni. Þar er til dæmis kafli um hjálpræði heimspeki og trúar þar sem sýnt er hvernig heimspekin var lífsmáti þeirra sem vildu öðlast sálarró og finna lausn undan veraldarböli. Í bókinni er mikið fjallað um tengsl gild- ismats, mannkosta og lífshamingju. Svo brenna líka nú um stundir mjög á okkur spurningar um réttlæti og ranglæti og í bókinni er fjallað um helstu viðmið sem hafa ber í fyrirrúmi þeg- ar efla þarf félagslegt réttlæti.“ Er einhver niðurstaða í bókinni? „Niðurstaðan snýst um tvær meginhug- myndir sem við þurfum öðru fremur að leggja rækt við í samtímanum: ábyrgð og tilgang. Í hagvaxtar- og neyslusamfélagi hættir okkur til að gleyma til hvers við lifum. Hagsæld getur verið mikilvæg forsenda farsældar en farsæld- in á sér mun fjölþættari rætur í gildismati okk- ar og hugsunarhætti. Við þurfum því að leggja sérstaka rækt við uppeldi og menntun þar sem grunnurinn er lagður að farsæld einstaklinga. Það er líka mikilvægt að búa börnin undir að verða sjálfstæðir, virkir og sanngjarnir borgarar í lýðræðissamfélagi því að rétt- lætið hvílir ekki síst á árvekni borgaranna gagnvart meðferð valdsins og réttlátri dreifingu gagna og gæða samfélagins. Ég dreg saman meginlærdóm- ana af vestrænni siðfræði í hug- myndum um tvenns konar ábyrgð sem er mikilvægt fyrir fólk að temja sér. Annars vegar er vitsmunaleg ábyrgð sem byggir á gagnrýninni hugsun. Hinn klassíski boðskapur heim- spekinnar er að hugsa af heil- indum um öll mál og venja sig á að rökræða þau. Hér andæfi ég straumum í samtímanum sem hafa verið vinsælir og byggjast á fjandskap gegn rökum og rökræðu. Ég held því fram að vitsmunaleg ábyrgð sé sígilt og gott veganesti fyrir lífið. Hins vegar er tilfinn- ingaleg ábyrgð sem byggist á því að við berum ábyrgð á viðbrögðum okkar við öllum áreitum heimsins. Það eru ekki aðstæðurnar eða annað fólk sem fær einstaklinginn til að bregðast við með ákveðnum hætti heldur er það hann sjálf- ur sem gefur svör við áreitum umhverfisins og hann þarf að muna eftir ábyrgð sinni á þeim.“ kolbrun@mbl.is Heimspekingar í kreppunni Morgunblaðið/Golli Samtíminn Vilhjálmur Árnason segir okkur þurfa að leggja rækt við ábyrgð og tilgang. Ábyrgð ein- staklingsins ‘‘Á ÖLLUM TÍMUM,OG EKKI SÍST ÁKREPPUTÍMUM,HLJÓTA MENN AÐ VELTA FYRIR SÉR SPURNINGUM UM HVERNIG ÞEIM GETI FARNAST VEL Í LÍFINU.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.