Morgunblaðið - 23.11.2008, Síða 40

Morgunblaðið - 23.11.2008, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 26. nóvember, 1978: „Aum- ingjaskapur Alþýðuflokksins í stjórnarsamstarfinu er að verða eitt helzta umræðuefni manna á meðal. Síðasta dæmi hans eru skilyrði þau, sem Alþýðuflokk- urinn ákvað á miðvikudagskvöldið að setja fyrir því að samþykkja rúmlega 6% kauphækkun hinn 1.des. nk. en féll svo frá aðfara- nótt föstudags. Nú er svo komið, að þegar for- ystumenn Alþýðuflokksins og þingmenn gefa yfirlýsingar um það, að Alþýðuflokkurinn ætli að knýja þetta eða hitt fram í stjórn- arsamstarfinu eða berja í borðið og segja hingað og ekki lengra eru viðbrögð manna þau að skelli- hlæja. Gengi Alþýðuflokksins hef- ur fallið svo rækilega frá kosn- ingum, að ekki er hægt að taka nokkurt mark á því, sem for- ystumenn hans segja. Allt er það marklaust tal - orðakonfekt.“ . . . . . . . . . . 27. nóvember, 1988: „Síðustu daga hafa birst niðurstöður tveggja skoðanakannana um fylgi stjórn- málaflokkanna og stöðu ríkis- stjórnarinnar. Rúm vika leið á milli þess að leitað var eftir við- horfi almennings. Sveiflurnar í fylginu eru á vinstra kanti stjórn- málanna, þar sem uppstokkun verður á fylgi milli Kvennalista, Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks. Vinsældir Sjálfstæðis- flokksins aukast lítillega en þó hefur flokkurinn ekki fengið þann byr í seglin sem kannanir fyrir fáeinum vikum gáfu vísbendingu um. Nýafstaðin kosningabarátta í Kanada var góð áminning um það, hve sveiflurnar geta orðið miklar og skjótar í afstöðu al- mennings. Við upphaf barátt- unnar var helsta stjórnarand- stöðuflokknum, Frjálslynda flokknum, spáð hruni. Um miðbik kosningaslagsins þótti líklegast að Frjálslyndi flokkurinn sigraði. Úrslit kosninganna urðu síðan Íhaldsflokknum í vil. Við þekkj- um ekki slíkar stórsveiflur hér. . .“ Úr gömlum l e iðurum Birt hefurveriðframtíðar- spá, sem byggist á gögnum frá bandarískum leyniþjón- ustum, sem eru 16 talsins. Spáin er til næstu tuttugu ára og er þar dregin upp mynd af sundurleitum heimi. Því er spáð að áhrif Bandaríkjanna minnki og ríkjum á borð við Indland, Kína og Rússland vaxi ásmegin. Bandaríkin gegni áfram lykilhlutverki, en ekki jafn afgerandi og verið hefur. Í skýrslunni segir að sú til- færsla á fjármagni og efna- hagslegu valdi, sem nú sé í vændum frá vestri til austurs, eigi sér ekki fordæmi í nú- tímasögunni. Búast megi við að íbúum jarðar fjölgi um 1,2 milljarða á næstu 17 árum og aðeins 3% af því verði á Vest- urlöndum. Í skýrslunni segir að doll- arinn verði ef til vill ekki helsti gjaldmiðill heims árið 2025. Skortur á vatni og elds- neyti geti valdið átökum. Draga muni úr ítökum hryðjuverkasamtakanna al- Qaeda en önnur samtök gætu komið fram í stað þeirra og aðgangur hryðjuverkamanna að hættulegum vopnum auk- ist, þar á meðal gætu þeir komist yfir gereyðingarvopn. Það sama ætti við um út- lagaríki. Bilið á milli fátækra og ríkra í heiminum haldi áfram að aukast og ekki sé séð fyrir endann á áhrifum af hlýnun jarðar en þau komi fram í mismiklum mæli eftir heimshlutum. Talað er um að í kjölfar fjármálakreppunnar geti stuðningur við ríkisafskipti af efnahagsmálum aukist um allan heim en greinilegt er þó af skýrsl- unni að höfundar hennar sáu kreppuna ekki fyrir og viðurkenna þeir það. Margt af því sem fram kemur í skýrslunni segir sig sjálft. Höfundar hennar ráða vitaskuld ekki yfir spákúlu og nægir í þeim efnum að líta á fyrri spár af sama toga. Í sams konar skýrslu sem kom út 1997 var því til dæmis spáð að miðstjórnarvald í Rúss- landi héldi áfram að veikjast en hið gagnstæða gerðist þegar Pútín komst til valda. Hins vegar var réttilega sagt fyrir um að Rússar reyndu í auknum mæli að auka áhrif sín í grannríkjum sínum. Það er því fráleitt að líta á skýrslu sem þessa sem óbrigðulan leiðarvísi en það má hafa hana til hliðsjónar. Sérstakt áhyggjuefni er spá höfundanna um að hugmyndir um veraldlegt stjórnvald og lýðræði veikist á næstu árum. Þær ábendingar eru ekki nýj- ar af nálinni. Hingað til hefur því verið haldið fram að lýð- ræði og hið opna samfélag sé forsenda velmegunar. Upp- gangur Kínverja og Rússa er einræðisherrum víða um heim því kærkominn. En það má ekki gleyma því að ekki má leggja að jöfnu uppgang og áhrif annars vegar og vel- megun hins vegar. Bæði í Kína og Rússlandi ríkir enn gríðarleg misskipting og miklu meiri en gengur og ger- ist í rótgrónum lýðræðis- ríkjum. Vígstaða lýðræðisins hefur ef til vill veikst en mál- staðurinn hefur síður en svo glatað mikilvægi sínu. Vígstaða lýðræð- isins hefur veikst}Viðsjárverður heimur A uglýsing N1 þar sem skjaldar- merkið kemur við sögu hefur vakið töluvert umtal. Væntanlega þó ekki af því tagi sem lagt var upp með. Mörgum þykir fyr- irtækið fara illa með táknmynd sem ekki sé þess að nota, heldur einungis þjóðarinnar; sjálft skjaldarmerkið. Í auglýsingunni hefur merki N1 verið komið fyrir í stað skjaldarins og skjaldarberunum – landvættunum – verið skipt út fyrir ungt kraftmikið fólk. Þegar ég var á ferð í New York örfáum mánuðum eftir að tvíburaturnarnir féllu blakti bandaríski fáninn hvarvetna í borginni. Hann skreytti bíla fólks, glugga heimila og fyrir- tækja. Á öllum þeim stöðum þar sem hægt var að flagga var fáninn dreginn að húni. En bandaríski fáninn hefur reyndar alla tíð verið notaður af Bandaríkjamönnum á mun frjálslegri hatt en íslenski fáninn af Íslendingum. Það kom mér því nokkuð á óvart þegar íslenska þjóðin fór að nota fánann með áþekkum hætti og ég hafði séð í New York nú í upp- hafi kreppunnar. Svo virtist sem fáninn vekti með fólki samstöðu. Væri sameiningartákn á erfiðum tímum. Mörg fyrirtæki hafa notað fánalitina að undanförnu til þess að vekja samstöðu um það sem íslenskt er í þágu sameiginlegra hagsmuna; atvinnuhorfna og sjálfbærni. Fólk hefur brugðist vel við því og jafnvel endurskoðað neyslumynstur sitt með tilliti til íslenskrar framleiðslu. N1 rær á áþekk mið með notkun sinni á fánalitunum í umræddri auglýsingu en sá er þó reginmun- urinn að bensín er ekki íslensk afurð. Nú skal ég ekki fullyrða um hvort fólk hefði tekið það jafn óstinnt upp ef kexverksmiðjan Frón hefði skipt skildinum með íslenska fán- anum út úr skjaldarmerkinu og sett sitt merki í staðinn. Flestum finnst Frón líklega ekkert síður íslenskt en skjaldarmerkið. Öðru máli gildir um N1. Það er erfitt að ímynda sér hvaða forsendur hafa verið fyrir því að skipta sjálfu sameiningartákni þjóðarinnar út fyrir bensínmerki. Táknmálið snýst herfilega í höndunum á hönnuðunum/fyrirtækinu þegar neytendur bregðast illa við því að unga fólkið taki stöðu landvættanna og gerist skjaldberar olíufélags; þegar táknmáli þjóðar er snúið upp á erlent „svartagull“ og unga fólkinu í landinu falið að „standa vörð“ um það. Því má ekki gleyma í þessu samhengi að saga olíunýtingar á heims- vísu er með ljótari sögum sem um getur. Það kann svo að hafa virkað eins og „olía á eld“ að í auglýsingunni er síðan boðið ódýrara eldsneyti í einungis EINN dag. Samráð ol- íufélaganna gleymist ekki það auðveldlega að yfirbót í einn dag dugi til. Ef höfða á til samstöðu meðal þjóð- arinnar og nota þær táknmyndir sem henni eru helgastar þurfa augljóslega að liggja þjóðarhagsmunir að baki en ekki eiginhagsmunir. Kannski finnst bara flestum lands- mönnum óþarfa tilætlunarsemi að þeir „standi vörð“ um hagsmuni olíufyrirtækjanna – hingað til hafa þau verið fullfær um að gera það sjálf. fbi@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir Pistill Tilætlunarsemin olía á eld? Fiðrildi nema land í hlýrra loftslagi FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is Ý msar breytingar eru farnar að koma fram á gróðurfari og dýralífi hér á landi, sem tengja má loftslagsbreytingum. Á Náttúrufræðistofnun Íslands fer fram skipulögð vöktun á stofnum fiðrilda. Verkefnið hófst árið 1995 eða um það leyti sem breytinga fór að gæta svo almennt væri eftir því tekið. Stöðluð sýnataka hefur síðan farið fram óslitið á tveim stöðum, Tuma- stöðum í Fljótshlíð og Kvískerjum í Öræfum, eða í 14 ár. Sýnataka hefur farið fram á fleiri stöðum á landinu í lengri eða skemmri tíma, svo í Skaftafelli, á Mógilsá, Rauðafelli, í Skógum og Ásbyrgi. Erling Ólafsson skordýrafræð- ingur hefur annast verkefnið frá upp- hafi. Að hans sögn hefur rannsóknin leitt margt athyglisvert í ljós. Til dæmis hafa nýjar tegundir verið að hasla sér völl á Íslandi með hlýnandi loftslagi. Má sem dæmi nefna fiðr- ildið lerkivefara. Tegundin fannst fyrst í gildru á Tumastöðum árið 1997 en á örfáum árum varð hún al- gengasta tegundin í Fljótshlíðinni. Eins hefur fengist góð yfirsýn hvaða fiðrildategundir hafa flækst hingað með með loftstraumum frá Evrópu, aðallega á haustin. Sumar tegundir hafa lifað af veturinn og þar með gerst hér landnemar. Má í því sambandi nefna þrjár tegundir, gar- yglu, skrautyglu og kálmöl. Takmarkaður ævilengd Erling skráir afkomu allra teg- unda, en hver tegund á sinn tak- markaða vitjunartíma, ef svo má taka til orða. Einstaka tegundir fljúga t.d. fyrri hluta sumars en sjást ekkert seinni hlutann, og aðrar tegundir hafa þá tekið við. Fullorðna dýrið kemur eggjum sínum fyrir og þar með lýkur hlutverki þess. Ný kynslóð tekur við og elst upp næsta sumar. Verkefnið hefur þegar stóraukið þekkingu á fiðrildum á Íslandi og spennandi er að fylgjast áfram með framvindu mála eftir því hvernig loftslag þróast, að sögn Erlings. Erling hefur lokið við að skrá gögn frá tímabilinu 1995-2004 eða í 10 ár. Alls veiddust 69.494 eintök fiðrilda á Tumastöðum og tilheyrðu þau 50 tegundum. Samsvarandi tölur frá Kvískerjum eru 81.227 eintök og 64 tegundir. Samtals á stöðunum tveim eru tegundirnar orðnar 69. Á Íslandi hafa til þessa fundist 143 nafn- greindar tegundir fiðrilda. Þar af eru 89 taldar lifa hér á eigin forsendum í íslenskri náttúru eða berast hingað fyrir eigið tilstilli með vindum. Sjö tegundir lifa alfarið innanhúss og 48 tegundir sem slæðst hafa til landsins með farartækjum og varningi fylla töluna, auk einnar sem er horfin úr innanhússfánunni. Ólokið er að vinna úr gögnum sem safnað hefur verið eftir 2004. Nöfn fiðrildanna eru í flestum tilvikum nýyrði, samvinna Erlings og Hálfdáns Björnssonar, bónda á Kvískerjum. Erling vill árétta að mikilvægt sé að fylgjast ná- ið með áhrifum loftslagsbreytinga á lífríki landsins. Slíkar rannsóknir hafa ekki einvörðungu fræðilegt gildi því þekking á áhrifum á einstaka hópa lífvera getur skýrt ýmsar aðrar breytingar sem kunna að skipta meira máli fyrir þjóðarhag. „Það þyrfti því að hrinda í framkvæmd vöktunarverkefnum af mörgum toga sem allra fyrst, þ.e. áður en lestin hefur brunað framhjá okkur,“ segir Erling Ljósmynd/Erling Ólafsson Gildran Það er máttur ljóssins sem laðar að sér fiðrildin á nóttunni. LJÓSAGILDRA er fyrirbæri sem notað er til að fanga fiðrildin. Gildran hefur verið notuð víða um heim en byrjað var að nota gildruna þegar skipuleg vöktun á stofnum fiðrilda hófst hér á landi árið 1995. Með gildrunni notfæra menn sér þá áráttu fiðrilda að leita í ljós þó að þau kjósi alla jafna að fljúga í myrkri. Einnig er þetta góð aðferð til þess að mannshöndin þurfi ekki að koma nálægt sýnatökunni. Fiðrildin fljúga á ljósaperu sem staðsett er í gildrunni. Þaðan detta þær ofan í trekt og loks ofan í safn- kassa sem er fyrir neðan trektina. Í safnkassanum er svæfingarefni og því sljóvgast fiðrildin mjög fljótt og komast ekki upp. Þar með ljúka þau lífi sínu í þágu vísindanna. Gildrurnar eru tæmdar einu sinni í viku, frá miðjum apríl og fram í miðjan nóvember. LENDA Í GILDRU ›› Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.