Morgunblaðið - 23.11.2008, Page 45

Morgunblaðið - 23.11.2008, Page 45
45 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 hvirfilvindur“ Listamaðurinn Óli G. Jóhannsson við verk sitt á sýningunni í Dubai ásamt eiginkonu sinni, Lilju Sigurðardóttur. Þættirnir um ekkjuna og börnin hennar fimm, sem ferðuðust um Bandaríkin í skrautlegri rútu og tróðu upp á hljómleikum, nutu mik- illa vinsælda þau fjögur ár sem þeir voru sýndir, 1970-1974. Og gerðu David Cassidy að stórstjörnu. Líkamsburðir Davids og barns- legt andlitið gerði að verkum að flestir héldu að þar færi 15-16 ára piltur. En hann var orðinn tvítugur þegar þættirnir hófu göngu sína og 24 ára þegar þeim lauk. En ennþá nánast eins og 16 ára. Núna er hann 58 ára og þótt unglegur sé eru árin farin að taka sinn toll. Strax á fyrsta sýningarári Par- tridge-fjölskyldunnar söng David vinsælasta lag sitt til þessa dags, I think I love you. Svo komu nokkur í röð, t.d. hið ofurvæmna Cherish. David nýtti sér frægðina til hins ýtrasta. Hann fór enda létt með að troðfylla Wembley-leikvanginn í London sex sinnum á einni og sömu helginni og á enn aðsóknarmet að tónleikum í Houston Astrodome höllinni í Texas. Löggan virkaði ekki Popparar vilja gjarnan verða kvikmyndaleikarar, rétt eins og kvikmyndaleikarar spreyta sig oft á söng. Hvort tveggja getur haft hörmulegar afleiðingar. En David var sjóaður í sjónvarpsbransanum og sótti stíft að fá þar gott hlutverk að nýju, eftir að aðdáun táninga fór að dala. NBC kynnti til sögunnar nýja sjónvarpsþáttaröð, David Cas- sidy: Man under cover, þar sem hann lék löggu. En þættirnir náðu ekki flugi og sjónvarpsstöðin hætti gerð þeirra eftir fyrsta sýning- arárið. Þeir voru reyndar end- urvaktir síðar, með Johnny Depp í aðalhlutverki og hétu þá 21 Jump Street. Allt fram á þennan dag á David Cassidy ágætu fylgi að fagna. Hann hefur sést reglulega á met- sölulistum, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi og átti meira að segja eina af fimm mest seldu plötum Bretlands árið 2001, Then and Now. Ef fólk hefur áhuga á að rifja upp gömul kynni af David Cassidy er ágætt að byrja á heimasíðu hans, davidcassidy.com, eða fara inn á MySpace síðuna myspace.com/ therealdavidcassidy. rsv@mbl.is Ástarbréf Hjartaknúsarinn mikli.Núna David Cassidy er enn að. Blómi Hann bar það ekki með sér 1975 að vera orðinn 25 ára. Goð David Cassidy var átrún- aðargoð unglingsstúlkna um allan heim á fyrri hluta 8. áratugarins. ‘‘LÍKAMSBURÐIR DAVIDSOG BARNSLEGT AND-LITIÐ GERÐI AÐ VERKUMAÐ FLESTIR HÉLDU AÐ ÞAR FÆRI 15-16 ÁRA UNGLINGUR Breytti slys þínum aðstæðum? Við könnum rétt þinn á bótum! Slys hafa margs konar áhrif á líf okkar og starf. Fáðu ráðleggingar – það kostar þig ekkert. Fulltingi þér við hlið / www.fulltingi.is / sími 533 2050 E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.