Morgunblaðið - 23.11.2008, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008
mér úr gardínum. Þetta var mjög
skemmtilegt ferðalag. Samskipa mér voru
strákar sem voru í handboltaliði. Á skipinu
var líka ungur maður sem ég hafði oft séð
á rúntinum og vinkonur mínar kölluðu
„þann myndarlega“. Mér hafði aldrei fund-
ist hann neitt sérstakur, fannst hann full-
feitlaginn. Einn daginn stóð ég uppi við
súlu og þá kom þessi maður og annar með
honum. Sá spurði hann víst hvernig honum
litist á mig. Hann svaraði að honum fynd-
ist ég ekki neitt sérstaklega myndarleg.
Sama kvöld fengu handboltastrákarnir sér
í glas og einn þeirra vildi endilega fara
með mér inn í káetuna mína. Ég vildi það
alls ekki og kallaði í „þann myndarlega“ og
bað hann að losa mig við handboltastrák-
inn. Hann kom og ýtti piltinum frá nánast
með annarri hendi, hann var stór og sterk-
legur maður. Ég var svo fegin að ég bauð
honum inn í káetuna til mín smástund. Það
endaði með því að við urðum ástfangin í
þessari ferð. Þessi ungi maður var há-
skólastúdent og ætlaði að nema rómönsk
mál. Til þess ætlaði hann til Frakklands en
það endaði með því að hann kom á eftir
mér til Hamborgar.
Ýmis ævintýri hversdagslífsins
Ég lenti raunar í alls kyns ævintýrum í
þessari Þýskalandsferð, m.a. var ekið á
mig og þurfti ég að vera í rúminu í tvo
daga. Ég fékk blóm á sjúkrasængina frá
þýskum aðdáendum sem voru mjög stima-
mjúkir við mig. Þrátt fyrir þetta atvik
tókst mér að halda ferðaáætlun minni og
læra á saumavélarnar.
Þegar heim kom kenndi ég á saumavél-
arnar á kvöldin en vann í versluninni á
daginn. Allt breyttist þó þegar ég giftist
„þeim myndarlega“ nokkru síðar og eign-
aðist með honum tvær dætur. Við bjuggum
tvö ár í Belgíu þar sem hann var við nám í
háskólanum í Louvain í tungumálum en
fluttum svo heim til Íslands. Og var ég
mikið fegin, mér leiddist í Belgíu. Ég átti
indælan mann sem var mjög heimilislegur
í sér en starfs síns vegna þurfti hann að
vera mikið í veislum og það var óheppilegt.
Ég og „sá myndarlegi“ vorum gift í 14
ár en slitum þá samvistir. Þá höfðum við
eignast íbúð í blokk í nýbyggingu. Hún var
seld við skilnaðinn og ég keypti litla íbúð
ekki langt frá blokkaríbúðinni. Auk þess
keypti ég fljótlega aðra íbúð í miðbænum.
Einnig keypt ég söluturn á svipuðum slóð-
um og vann þar frá morgni til kvölds. Til
þeirra kaupa fékk ég fyrir náð og miskunn
lán í Búnaðarbankanum, kunningi minn
þekkti bankastjórann. Þetta voru 500 þús-
und en mér fannst vextirnir svo háir að ég
borgaði lánið upp á nokkrum mánuðum.
Það var ekki hættulaus starfsemi að reka
söluturn í miðbænum þá. Það var alls kon-
ar fólk sem kom að versla og í alls konar
ástandi. Einu sinni var dóttir mín að af-
greiða, þá kom inn maður vopnaður hnífi
og hótaði henni. Það bjargaði henni að það
kom viðskiptavinur inn í sjoppuna, þá lagði
hnífamaðurinn á flótta. Það var líka stolið
frá mér og brotist inn.
Þvoði á bretti í Noregi
Þegar eldri dóttir mín fór í nám til Nor-
egs ákvað ég að breyta um stefnu og flytja
út til Noregs líka. Þar var ég í nokkra
mánuði og vann á hóteli, sá um þvottahúsið
þar og prjónaði í frístundum lopapeysur
sem ég seldi á hótelinu. Norðmenn eru
ólíkir Íslendingum að ýmsu leyti. Ef það
bilar eitthvað þá rjúka þeir ekki upp til
handa og fóta. Þvottavél hótelsins bilaði og
þótt ég segði frá því kom ekki viðgerð-
armaður fyrr en eftir hálfan mánuð, þann
tíma varð ég að þvo þvottinn á bretti og
vinda hann í höndunum. Það var erfitt
tímabil í ævi minni.
Ég hafði leigt íbúðina mína meðan ég
bjó erlendis en svo ákvað ég að fara heim
til Íslands aftur. Ég vildi
vera áfram en yngri dóttir
mín tók að svelta sig, hana
langaði svo til Íslands, svo
ég ákvað að fara með hana
heim og hér hef ég verið
síðan.
Nýtin kona á Mímisbar
Ég hef búið hér á Njáls-
götunni síðan, í rösk 30 ár.
Ég hef ekkert breytt íbúð-
inni minni allan þennan
tíma. Ég sé enga ástæðu
til að rífa allt út úr íbúðum
og endurnýja nema brýna
nauðsyn beri til. Ég er enn
með sömu teppin og voru
þegar ég keypti og líka
gamlar innréttingar. En ég
kann vel við mig hér í mið-
bænum.
Eitt finnst mér þó vanta
og það er danshús fyrir
eldra fólk. Fyrr á árum fór
ég mikið á dansleiki, mér
finnst afskaplega gaman
að dansa. Ég var fasta-
gestur á Mímisbar og þeg-
ar ég kom þangað inn
hætti hljómsveitin að spila
og píanóleikarinn og fór í
staðinn að spila sérstakt
lag sem hann beinlínis til-
einkaði mér. Ég átti marg-
ar glaðar stundir á Mím-
isbar.
Handavinnu-
kona enn í dag
Núna ligg ég oft og
hugsa um hve leiðinlegt
það sé að vera komin í þá
stöðu að lítið gerist. Ég
hef alltaf verið æv-
intýragjörn og sé ekki eft-
ir neinu sem ég hef gert.
Það eina sem ég sé eftir
eru dagarnir sem líða án
þess að neitt skemmtilegt
gerist.
Ég hef unnið mér inn
talsverðan aukapening
með því að prjóna lopahúf-
ur og fleira úr ull. Ég hef
alltaf haft mjög mikið yndi
af handavinnu, alveg frá
því ég var í Kvennaskól-
anum. Ég saumaði barna-
kjóla og seldi meðan ekk-
ert var flutt inn af
barnafatnaði hér á tímum
vöruskorts og gjaldeyr-
ishafta.
Nú lítur út fyrir að ástandið sé að verða
svipað í samfélaginu og þá var. Kannski
rennur upp sú tíð að konur fari að ganga
aftur í hús til að sauma fyrir fólk eins og
mamma gerði. Alltént eru líkur á að inn-
lendur saumaskapur fari vaxandi og
margskonar annar iðnaður í landinu. Ég er
ekki viss um að það sé neitt slæmt, það
var oft gaman á þeim árum þegar lítið
fékkst, fólk var nægjusamt varð að bjarga
sér og fá hugmyndir sjálft.“
Um það leyti sem Guðbjörg Sigurðardóttir skildi við eiginmann sinn voru erfiðir tímar hvaðsnertir lánastarfsemi, rétt eins og núna, enda efnahagslægð. Bankarnir voru tregir til út-lána og því varð fólk á stundum að bjarga sér á annan hátt. Þetta ástand skapaði tæki-
færi fyrir þá sem áttu peninga aflögu og gátu lánað. Guðbjörg var í hópi þeirra sem voru aflögu-
færir.
„Ég átti dálitla fjármuni á bók eftir að ég skildi og maðurinn sem byggt hafði blokkina sem ég
átti áður íbúð í kom að máli við mig og spurði hvort ég væri til með að lána gegn vöxtum peninga
sem ég átti,“ segir Guðbjörg. „Þetta var ekki ólöglegt, samanber lánastarfsemi Arons í Kaup-
höllinni sem margir kannast við,“ bætir hún við.
Guðbjörg hugsaði málið og sló svo til. „Ég hef alltaf verið til í að taka áhættu. Hófum við svo
lánastarfsemi saman, ég og umræddur maður. Það var góður grundvöllur fyrir slíkri starfsemi af
því að það var svo óskaplega erfitt að fá lán í bönkum. Mér fannst þessi lánastarfsemi spennandi
og hafði gott upp úr henni en hún var ekki áhættulaus. Það kom fyrir að maður tapaði eða þurfti
að taka hluti upp í lán, þannig fékk ég t.d. tvö sófasett hjá bólstrara sem ég hafði lánað peninga
sem hann gat ekki borgað. Ég auglýsti sófasettin og seldi þau strax, þá var lítið um húsgögn í
verslunum.
Einu sinni neitaði maður að borga mér. Ég fór til lögfræðings hans og krafðist þess að um-
bjóðandi hans borgaði, ella sæti ég á skrifstofu lögfræðingsins þar til hann myndi kalla til lög-
reglu, þá ætlaði ég að segja henni alla söguna. Eftir tvo klukkutíma dró lögfræðingurinn upp
ávísanahefti og skrifaði ávísun upp á alla upphæðina. Svona var ég köld í þá daga. Maðurinn sem
byggt hafði blokkina og var í lánastarfseminni með mér útvegaði lántakendur og hann lánaði líka
sína sparipeninga. Þetta varð heilmikil starfsemi hjá okkur sem gekk talsverðan tíma – en lauk
með því að aðstæður hans leyfðu ekki lengur þessa sameiginlegu lánafyrirgreiðslu. Hún lagðist
þar með af og ég vildi ekki vera ein í svona lánastarfsemi.“
Bankinn Guðbjörg
‘‘ÉG FÓR ÚT MEÐGULLFOSSI OG HAFÐIÍ FARTESKINU MORG-UNSLOPP SEM ÉG
HAFÐI SAUMAÐ MÉR
ÚR GARDÍNUM.
ÞETTA VAR MJÖG
SKEMMTILEGT
FERÐALAG.
‘‘ÉG HEF BÚIÐ HÉR ÁNJÁLSGÖTUNNI SÍÐ-AN, Í RÖSK 30 ÁR. ÉGHEF EKKERT BREYTT
ÍBÚÐINNI MINNI ALL-
AN ÞENNAN TÍMA. ÉG
SÉ ENGA ÁSTÆÐU
TIL AÐ RÍFA ALLT ÚT
ÚR ÍBÚÐUM OG END-
URNÝJA NEMA
BRÝNA NAUÐSYN
BERI TIL.
‘‘EITT FINNST MÉR ÞÓVANTA OG ÞAÐ ERDANSHÚS FYRIRELDRA FÓLK. FYRR Á
ÁRUM FÓR ÉG MIKIÐ
Á DANSLEIKI