Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 51
Umræðan 51 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 ÞAÐ er ekki ný saga að þegar illa árar í samfélaginu sjá sum- ir það sem réttmætt tilefni til að vega að kirkjunni og finna þannig reiði sinni far- veg. Þetta kom ber- lega í ljós í nýlegri grein Brynjólfs Þor- varðarsonar „Benzprestasjóður“ (sjá Mbl. 3. nóv.). Óhætt er að segja að Brynjólfur vandi þar ekki prest- um og kirkju kveðju sína, en á hon- um má m.a. skilja að prestar séu upp til hópa auðmenn sem hagnist ótæpilega á því að sýsla með hið dýra guðsorð. Brynjólfur hefur áður opinberað andúð sína á kirkju og kristni í greinaskrifum og sem fyrr virðist honum eiginlegra að fullyrða og al- hæfa en færa málefnaleg rök fyrir skoðunum sínum. Brynjólfur gerir að umtalsefni þann samning milli ríkis og kirkju sem liggur launagreiðslum presta til grundvallar. Sá samningur, sem staðfestur var með lögum árið 1997, og hvílir á eldri lögum frá árinu 1907, byggðist á samkomulagi við- ræðunefndar ríkis og kirkju um kirkjueignir. Samkvæmt honum eru launagreiðslur presta ígildi arð- greiðslna fyrir þær eignir kirkj- unnar sem færst hafa yfir á hendur ríkisins. Að mati Brynjólfs er hér um óréttmætan samning að ræða. Hann segir það „létt mál“ að reikna út verðmæti samningsins og kemst að þeirri niðurstöðu að ár hvert þiggi kirkjan upphæð sem sé tíu sinnum hærri en raunverulegt and- virði seldra kirkjujarða og því sé „ríkissjóður þegar búinn að greiða margfalt andvirði kirkjujarðanna“; því sé það í raun Þjóðkirkjan sem standi í „mjög stórri og vaxandi fjárhagslegri skuld við íslensku þjóðina“. Hér er ekki aðeins um full- komlega órökstuddar fullyrðingar að ræða hjá Brynjólfi heldur mjög villandi og hreinlega rangar. Samhengi sögunnar Allt frá miðöldum og fram til árs- ins 1907 stóðu þær eignir sem til- heyrðu einstaka prestaköllum undir framfærslu sóknarpresta og kirkju- legri þjónustu (m.a. aðstoð við fá- tæka og ómaga). Breyting varð á árið 1907 en þá gengu í gildi áð- urnefnd lög nr. 46 sem fólu í sér að ríkisvaldið gerðist vörsluaðili allra kirkjujarða og leigði þær út eða seldi ábúendum sínum. Upp frá því fengu prestar laun sín af arði kirkjujarðanna í gegnum prest- launasjóð sem stofnað var til og rík- ið bar ábyrgð á. Rétt er að hafa í huga að lögin frá 1907 gengu ekki sérstaklega út frá hagsmunum kirkjunnar heldur vakti einkum fyrir lög- gjafanum endurreisn íslensks landbúnaðar sem grundvallaðist á því að bændur eign- uðust ábúðarjarðir sín- ar sjálfir, en yfir þriðj- ungur jarðeigna í landinu voru þá kirkju- jarðir. Þegar fram í sótti gekk hins veg- ar á höfuðstól prestlaunasjóðsins og misvel var haldið á jarðeignasafni kirkjunnar af hálfu ríkisvaldsins. Jafnframt dofnaði tilfinningin fyrir því að hér væri um fjármuni kirkj- unnar að ræða en ekki ríkisins. Þá voru kirkjueignir seldar án þess að kirkjustofnanir nytu þess í nokkru. Hér má hafa í huga að megnið af öllu þéttbýli á Íslandi sem orðið hefur til á síðustu öld stendur á kirkjueign. Það má því segja að kirkjan hafi lagt opinberum stofn- unum til milljarðaverðmæti því á sínum tíma komu engir sérstakir fjármunir fyrir þetta land. Einnig versnuðu launakjör presta mjög eft- ir því sem á leið öldina. Á síðari hluta síðustu aldar varð ekki lengur unað við meðferð ríkisins á kirkju- eignum og ráðstöfun á þeim. Árið 1982 skipaði kirkju- málaráðherra kirkjueignanefnd sem í sátu fulltrúar ríkis og kirkju. Nefndinni var ætlað að fjalla um meðferð kirkjueigna og eignarrétt- arstöðu þeirra, hvernig þeim hafði verið ráðstafað og á hvaða lagalega grunni sú ráðstöfun hvíldi. Nið- urstaða nefndarinnar var sú að kirkjan ætti enn þær jarðir sem frá árinu 1907 höfðu ekki verið teknar frá henni með lögum. Á þeirri nið- urstöðu byggist samningurinn frá árinu 1997. Samkvæmt honum fel- ast launagreiðslur presta í arð- greiðslu af höfuðstóli þeirra eigna sem höfðu réttilega tilheyrt kirkj- unni en ríkið tók nú yfir. Rík- isvaldið er því ekki að greiða kirkj- unni andvirði kirkjueigna heldur arð af andvirði þeirra. Þar er mikill munur á. Það sem fólki kann að þykja um guðstrú, kirkju og presta breytir hvorki sögulegum staðreyndum né því sem rétt er í þessum efnum. Réttlát reiði En að þessu sögðu ber að geta þess í allri hreinskilni að kirkjan er ekki hafin yfir gagnrýni, hvorki sem stofnun né sem samfélag trúaðs fólks, að prestum meðtöldum. Kirkjan er ekki ósnortin af ríkjandi aðstæðum í samfélaginu. Hún hefur skilning á og finnur sjálf til þeirrar réttmætu reiði sem þær vekja. Hins vegar tel ég það alls ekki rétt né gagnlegt að gera kirkjuna að mál- svara eða ímynd efnishyggju. Þvert á móti mælir kirkjan gegn hvers- konar efnishyggju sem gjarnan vill skyggja á það sem mest er um vert í lífinu samkvæmt skilningi krist- innar trúar. Að vera kristinn er fólgið í því að lifa trú sína, lifa sam- kvæmt henni og í ljósi hennar. Það þarf allt trúað fólk að hafa í huga, líka prestar. Misbrestur þar á end- urspeglar ekki inntak kristinnar trúar að öðru leyti en því að enginn er fullkominn nema Guð einn. Rétt skal vera rétt Gunnar Jóhann- esson svarar grein Brynjólfs Þorvarðarsonar » Það sem fólki kann að þykja um guðstrú, kirkju og presta breytir hvorki sögulegum staðreynd- um né því sem rétt er í þessum efnum. Gunnar Jóhannesson Höfundur er prestur. STJÓRN Seðla- bankans hefur brugð- ist þjóðinni, eins og búast mátti við þar sem Davíð Oddsson er þar við völd, fyrrver- andi forsætisráðherra í 13 ár (fyrrum spaug- ari). Seðlabankanum á að sjálfsögðu að vera stjórnað af fagmanni, ekki róttækum pólitíkus. Þótt hrun- ið á Íslandi nú sé margþætt þá tel ég að Davíð Oddsson og hinn fjar- stýrði forsætisráðherra hans beri þar mesta ábyrgð. Þá eru það auðlindir Íslands sem geta bjargað þessari duglegu þjóð. Þeirra stærst er sjávarauðlindin. Þar er hinsvegar stórt vandamál, veiðiráðgjöf Hafró. Þvílík vitleysa, 130 þúsund tonn af þorski annað ár- ið í röð. Forsætisráðherra sagði ný- lega að ekki mætti auka þorskkvót- ann, þetta væru vísindi. Ég vil segja að reynsla er líka vísindi. Reynslan af því hvað Íslandsmið gefa af sér í þorski er sem hér seg- ir, samkvæmt heimildum: 1952-1972 var jafnstöðuafli 438.000 tonn á ári, eftir 1972 komu slakari ár, en samt er það nálægt því að hafa jafnað sig upp með 400.000 tonn á ári frá 1952- 1983, eða rúm 30 ár á undan kvóta- kerfinu, sem hófst 1984. Þá sjá allir hvílík vitleysa það er að gefa út kvóta 130.000 tonn og það annað ár- ið í röð. Það verður að fara að hugsa um það að lifa af því sem landið gef- ur fyrst og fremst, eins og gert er alls staðar í öðrum löndum, ekki vera með allt njörvað niður í kvót- um (skömmtunarkerfi) eins og nú er í sjávarútvegi og landbúnaði, sem var búið að koma á í stjórnartíð ein- ræðishneigðu ráðamannanna Hall- dórs Ásgrímssonar og Davíðs Odds- sonar. Í kvótalögunum segir að það eigi að styrkja landsbyggðina atvinnu- lega séð, í reynd er það svo að helmingur kvótans er í Reykjavík, ótrúlega mikill kvóti kominn til Hornafjarðar, kvóti hefur flust frá Vestfjörðum í þessu kerfi, í stórum stíl. Vestfirðir voru lengi í farar- broddi í útgerð. Fyrsti vélbátur Ís- lendinga var tekinn í notkun 1902 á Ísafirði, Bolungarvík var eitt sinn stærsta verstöð landsins og svo mætti lengi telja. Á árum áður þegar útlendingar voru enn á Íslandsmiðum er það kaldhæðnislegt að þá höfðu sjó- menn og útgerðarmenn það betra, þá var frelsi til að veiða og það veiddist mikið meira en eftir að þetta kvótakerfi var tekið upp. Landhelgin var færð í 50 mílur 1973 og 200 mílur 1975, útlending- arnir burt. Hvað skeði svo? Keyptir voru 100 skuttogarar, sem sam- svarar 300 síðutogurum að afkasta- getu. Þetta var nú kannski of geyst farið. Þegar útlendu veiðiskipin voru farin af Íslandsmiðum, þá þróuðust mál þann- ig hjá íslenskum stjórnvöldum að farið var að takmarka mjög aðgang Íslendinga sjálfra að miðunum. Þeim var í talsverðum mæli bannað að fara á sjó og fiska. Höfund- urinn að því var Hall- dór Ásgrímsson sem kom á kvótakerfi 1984. Það er mín skoðun og ég er ekki einn um hana, að hent sé um 100.000 tonnum af þorski árlega og getur verið meira þegar kvótinn er skorinn svona mikið niður. Í áliti mannréttindanefndar SÞ segir: að við framkvæmd íslenska kvótakerfisins sé verið að hygla ákveðnum aðilum. Þar sitji ekki all- ir við sama borð. Þar er ekki beitt sanngirni við framkvæmd kvóta- kerfisins. Mannréttindanefnin bannar hvers konar mismunun og ósanngjarna meðferð. Það voru mistök að leggja Þjóð- hagsstofnun niður (DO). Danske Bank sá vanda Íslands fyrir, fyrir nokkrum misserum, en ráðamenn Íslands flutu sofandi að feigðarósi. Ekkert af hinum Norðurlöndunum hefur lent í teljandi vandræðum nú, enda vel stjórnað og lýðræði gott. Stjórnir eru ekki við völd of lengi. Þegar nýja Ísland verður endur- reist þarf að breyta miklu frá fyrri stefnu sem hefur nú rústað þjóð- félaginu. Taka verður upp nýja fisk- veiðistefnu, þar sem þegnarnir búa við meira frelsi og mannréttindi eru virt en ekki fótum troðin eins og verið hefur. Hreinsa þarf til í ráðu- neytum, þar eru margir búnir að vera of lengi og orðnir ráðríkir. Það er mikill klíkuskapur í ís- lensku þjóðfélagi. Vegna fámennis þjóðarinnar liggja víða strengir. Ég var félagi í LÍÚ í fimmtán ár. Það var allt í lagi, ég varð ekki fyrir neinni misbeitingu þar. Síðar var ég í nokkur ár í Landssambandi smá- bátaeigenda (1988-1994). Þar gengu hlutirnir öðruvísi fyrir sig, þar rakst maður bara á veggi um allt. Þegar ég var að koma með nýjan bát inn í krókakerfið undir 6 brl. (báturinn var 5,99 brl.) í ársbyrjun 1991 var synjað um krókaleyfi, sem var mest LS að kenna. Tveir bátar fóru inn í umrætt kerfi sem voru yfir stærð- armörkum. Mál þetta er nú í skoðun hjá sjávarútvegsráðherra fyrir mig og félaga mína, Jakob H. S. Ragn- arsson í Bolungarvík og Viktor R. Þórðarson í Garði, sem áttu sams- konar báta. Sigurður Árni Jóns- son vill nýja fisk- veiðistefnu. » Þegar nýja Ísland verður endurreist þarf að breyta miklu frá fyrri stefnu sem hefur nú rústað þjóðfélaginu. Sigurður Árni Jónsson Höfundur er fyrrv. útgerðarmaður og skipstjóri. Ógn íslensku þjóðfélagi Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal Til úthlutunar eru komin hin vinsælu urriðaveiðisvæði í Mývatnssveit og Laxárdal. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins. Einnig hægt að nálgast þau á heimasíðu okkar www.svfr.is. Félagsmönnum verða send umsóknareyðublöð. Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 10. desember næstkomandi kl. 17:00. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins og á heimsíðunni www.svfr.is. Bæði félagsmenn SVFR og utanfélagsmenn hafa möguleika á að sækja um leyfi. Þá hafa fastir viðskiptavinir svæðanna undanfarin ár ákveðinn forgang að sínu holli. Rétt er að benda á að eitt nafn þarf að skrá fyrir hverja stöng sem sótt er um í hópumsóknum. Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík Sími: 568 5060 – Fax: 553 2060 Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. fasteigna- og skipasali www.hibyliogskip.is hibyliogskip@hibilyogskip.is Sími 551 7270, 696 0646 og 893 3985 VANTAR • Vantar allar gerðir eigna fyrir erlenda fjárfesta. • Blokkir, atvinnuhúsnæði ofl. Allt kemur til greina, byggt, í byggingu og óbyggt. • Leitum að góðri tveggja herb. íbúð á Reykjavíkursæðinu. • Vantar SÓMA báta og aðra smábáta vegna mikillar eftirspurnar erlendis frá. Þverholt 14 l 105 Reykjavík l Sími 595 9000 l holl@holl.is l www.holl.is Björn Daníelsson Löggildur fasteignasali Gsm: 849 4477 Sanngjörn söluþóknun Góðar ljósmyndir Sýnum eignina Fagþjónusta Eikarskógar 1, Akranesi – opið hús OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG, 23.11.08 kl. 14:00-15:00 Fasteignasalan Hóll kynnir í einkasölu glæsilegt einbýlishús við Eikarskóga 1, Akranesi. Eignin er tilbúin til afhendingar, rúmlega fokheld að innan og fullfrágengin að utan. Um er að ræða 248,3 fermetra einbýlishús, þar af er bílskúr 58,5 fm. TILBOÐSVERÐ 21.11.08-01.12.08: BEIN SALA 27,5 MILLJ. MÖGULEIKI AÐ SELJANDI LÁNI HLUTA KAUPVERÐS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.