Morgunblaðið - 23.11.2008, Síða 52
52 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008
SÍÐASTLIÐIN ár
hefur orðið vart við
aukna útbreiðslu hlýs
atlantssjávar kringum
landið, og reyndar um
stærstan hluta norð-
anverðs Norður-
Atlantshafs, ásamt því
sem hitastig og selta
hans hefur aukist til
muna. Ekki er að fullu vitað hvaða
þættir valda þessari hlýnun en lík-
legast hafa náttúrulegar sveiflur
mest áhrif en einnig hefur hitastig
almennt verið að hækka í heiminum
vegna losunar gróðurhúsaloftteg-
unda. Sveiflur í ástandi sjávar við
Ísland hafa í gegnum tíðina verið
tiltölulega miklar og veldur þar
mestu mismunandi dreifing sjó-
gerða við landið og eiginleikar
þeirra, en uppruni sjávar við Ísland
er annars vegar langt suður í höfum
(atlantssjór) en hins vegar úr Norð-
ur-Íshafinu (pólsjór). Atlantssjórinn
er hlýr og selturíkur og inniheldur
að öllu jöfnu meiri
næringarefni en pól-
sjórinn sem er mjög
kaldur og tiltölulega
ferskur. Lífsskilyrði í
atlantssjónum eru
einnig mun vænlegri
og framleiðsla lífrænna
efna umtalsvert meiri
þar en í pólsjónum.
Atlantssjórinn umlyk-
ur yfirleitt landið að
mestu en ekki er langt
í kaldari sjó úti fyrir
Norður- og Austur-
landi og blöndunar þessara ólíku
sjógerða gætir meira eftir því sem
austar dregur.
Undanfarin ár hefur þessarar
hitaaukningar í atlantssjónum gætt
á margvíslegan hátt. Meðal annars
hefur fjölgað komum ýmissa suð-
rænna fisktegunda sem alla jafna
hafa verið sjaldgæfar á Íslands-
miðum, auk þess sem margir hefð-
bundnir nytjastofnar við Ísland
hafa stækkað og aukið útbreiðslu
sína til norðurs. Þetta má einna
best sjá á ástandi ýmissa stofna
uppsjávarfiska, svo sem síldar og
makríls, sem að jafnaði bregðast
fljótt við breyttum umhverf-
isaðstæðum. Einnig má greina þessi
áhrif í stórbættri nýliðun ýmissa
botnfiskstofna, svo sem ýsu, lýsu og
skötusels.
Eðlilegt er að spurt sé hvort
þetta ástand muni breytast veru-
lega á næstu árum eða hvort áfram
verði hátt hitastig og mikil út-
breiðsla atlantssjávar ríkjandi við
Ísland. Ef skoðaðar eru breytingar
á ástandi sjávar yfir lengri tíma þá
sést að mestu og skyndilegustu
breytingarnar verða fyrir norðan
land. Þar getur ástandið gjörbreyst
á innan við ári og því erfitt að spá
um breytingar á næstu misserum.
Skyndileg breyting varð t.d. árið
1965, eftir áratuga langt hlýskeið,
en þá lagðist pólsjór ásamt með-
fylgjandi hafís upp að landinu norð-
an- og austanverðu og hélst þetta
ástand út sjöunda áratuginn. Einnig
varð slík breyting veturinn og vorið
1995 en þá höfðu þrálátar norðan-
áttir þau áhrif að nánast tók fyrir
streymi atlantssjávar inn á norður-
mið og kaldur sjór lagðist þá upp að
landinu. Hvað varðar útbreiðslu og
eiginleika atlantssjávarins fyrir
sunnan og vestan land þá eru sveifl-
ur þar mun minni og hægari og því
ekki óeðlilegt að búast við að það
ástand sem þar hefur ríkt undanfar-
inn áratug muni haldast næstu
misserin og þar með jákvæð áhrif
þess á vöxt og viðgang þeirra fisk-
stofna sem þar hafa sitt búsvæði.
Það er afar mikilvægt að fylgst
verði áfram með ástandi sjávar,
eins og Hafrannsóknastofnunin hef-
ur gert sl. 40 ár, og ekki slakað á
hvað það varðar.
Eru líkur á áframhaldandi
góðæri í hafinu við Ísland?
Steingrímur Jóns-
son fjallar um
ástand og hitastig
sjávar hér við land
» Sveiflur í ástandi
sjávar við Ísland
hafa í gegnum tíðina
verið tiltölulega miklar
og veldur þar mestu
mismunandi dreifing
sjógerða við landið ...
Steingrímur Jónsson
Höfundur er prófessor í haffræði við
Viðskipta- og raunvísindadeild Há-
skólans á Akureyri.
Meginstraumar við Ísland. Gulir punktar sýna hvar reglulegar mælingar
Hafrannsóknastofnunarinnar á ástandi sjávar fara fram.
SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI TIL LEIGU
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
Skipholt
Til leigu glæsileg 258,7 fm skrifstofuhæð í nýlegu lyftuhúsi við
Skipholt. Hæðin skiptist í móttöku, opið vinnurými, eldhús með
góðum innréttingum, fundarherbergi, 5 afstúkaðar rúmgóðar
skrifstofur og snyrtingar auk stórrar geymslu/tæknirýmis með
kælingu og tækjarýmis. Náttúruflísar og linoleumdúkur á gólfum.
Hæðin getur leigst með öllum húsgögnum. Næg bílastæði.
Skúlagata
Til leigu glæsilegar skrifstofuhæðir í nýlegu lyftuhúsi á frábærum
útsýnisstað í miðborginni. Um er að ræða hálfa 2. hæð, alla 3.
hæð og alla 4. hæð hússins, samtals 1.132 fm að stærð. Á 2.
hæð er sameiginleg móttaka, 4 afstúkaðar skrifstofur og opið
vinnurými. Á 3. hæð eru 9 afstúkaðar skrifstofur, móttaka, fund-
arherbergi og opin vinnurými. Á 4. hæð er stór salur með mikilli
lofthæð sem nýttur hefur verið sem fundarsalur og mötuneyti
með eldhúsi. Eignin getur leigst í heilu lagi eða hlutum.
TIL LEIGU
Í MIÐBORGINNI
Mjög góð 70 fm þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð í steinhúsi, byggðu
1985. Íbúðin er á rólegum stað ca 100 metra frá Hlemmi.
Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Jónsson.
Garðatorg 7 - 210 Garðabæ - sími 545 0800 - Þórhallur Guðjónsson, lögg. fast.sali
Nýkomin í einkasölu snotur 96,5 fm íbúð á jarðhæð í góuðu og vel staðsettu húsi
fyirr eldri borgara. 2 svefnherbergi, góðar stofur og rúmgott baðherbergi. Stæði í
bílageymslu. Verð 32 millj.
Hrigndu og pantaðu skoðun hjá Þórhalli í síma 896-8232.
KIRKJULUNDUR - GARÐABÆ
ÞAÐ er vandaverk
að semja auglýsinga-
texta hvort sem er fyrir
prentmiðla eða ljós-
vakamiðla. Til þess má
ekki kasta höndum.
Það er því miður of oft
gert. Sparisjóðurinn
Byr hefur um alllangt
skeið auglýst eitthvað
sem kallað er „fjár-
hagsleg heilsa“. Algengt er að menn
spyrji kunningja á förnum vegi:
„Jæja, hvernig er heilsan?“ Aldrei
hef ég heyrt að nokkur maður hafi
spurt: „Jæja, hvernig er fjárhagslega
heilsan?“ Enda er þetta ekki íslensk
hugsun eða íslenskt orðalag. Á ensku
er ef til vill hægt að tala um „financial
health“, einkum kannski um fyr-
irtæki eða jafnvel samfélög, en á ís-
lensku verður þetta
eins og hver önnur
aulaþýðing. Það er ekk-
ert til á íslensku sem
heitir fjárhagsleg
heilsa. Í annarri auglýs-
ingu þessa sama spari-
sjóðs erum við ávörpuð
á ensku. Poppstjarna
sem sparisjóðurinn hef-
ur valið sem fulltrúa
sinn í auglýsingum seg-
ir við okkur: „Now we
are talking!“ Á þetta að
vera traustvekjandi?
Hvers vegna talar íslenskur spari-
sjóður ekki íslensku við íslenska við-
skiptavini sína? Hver er eiginlega til-
gangurinn með því að ávarpa okkur
sem heima sitjum á öðru tungumáli?
Er íslensk tunga ekki nógu fín? Ég
verð að játa að ég skil þetta ekki.
Þetta er ekki bara ósmekklegt. Þetta
er árás á íslenska tungu. Í auglýs-
ingum íslenskra fyrirtækja sem
beint er að íslenskum viðskiptavinum
á auðvitað að tala íslensku.
Leyfilegt er að svíkja og pretta
Meira um auglýsingar, – þó ekki
um málfar, heldur innihald eða boð-
skap. Auglýsing um ágæti íslenska
lambakjötsins, sem nú birtist oft á
skjánum, hefur orðið mér umhugs-
unarefni. Þar stendur maður við
kjötborð, bendir á lambakjöt í kjöt-
borðinu og segist ætla að kaupa það.
Þar með er kominn á samningur milli
hans og afgreiðslumannsins eða
verslunarinnar. Afgreiðslumaðurinn
byrjar að taka kjötið til. Þá kemur
aðvífandi kona, sem greinilega vænt-
ir sín. Hún ágirnist kjötið líka. Hún
lætur smápeninga detta á gólfið og
horfir biðjandi augum á manninn og
biður hann að hjálpa sér að tína pen-
ingana upp, – væntanlega vegna þess
að hún á ekki auðvelt með að beygja
sig. Maðurinn bregst vel við og tínir
upp peningana og réttir henni. Þá er
konan búin að kaupa kjötið, sem
hann varð fyrri til að biðja um. Hún
heldur svo sigri hrósandi á brott með
feng sinn. Hver er boðskapur þess-
arar auglýsingar? Skilaboð, segja
auglýsingastofur líklega að enskri
málvenju. Er ekki verið að segja okk-
ur, að það sé í lagi að svíkja og pretta
til að hafa sitt fram? Ég get ekki skil-
ið þetta á annan veg. Þótt konur séu
aldrei fallegri en þegar þær bera
barn undir belti, þá finnst mér þetta
bæði ógeðfelld og ómerkileg auglýs-
ing. Hvað er verið að segja börnum
okkar með þessu? Hugsi nú hver fyr-
ir sig. Mér finnst þessi boðskapur
hrollvekjandi, en líklega er hann
bara tímanna tákn. Ábyrgðaraðili
auglýsingarinnar er vefsvæðið lam-
bakjot.is Að baki því standa vænt-
anlega íslenskir bændur. Það er svo
önnur saga, að á forsíðu vefsvæðisins
lambakjot.is eru að minnsta kosti
tvær málvillur.
Fjárhagsleg heilsa –
Svik og prettir
Eiður Guðnason
fjallar um texta í
auglýsingum
»Hversvegna talar ís-
lenskur sparisjóður
ekki íslensku við ís-
lenska viðskiptavini
sína? Er íslensk tunga
ekki nógu fín?
Eiður Guðnason
Höfundur er opinber starfsmaður.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111