Morgunblaðið - 23.11.2008, Qupperneq 54
54 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008
Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins.
Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð-
arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni.
Skoðanir fólksins
Þeir sem róa segja að
hvar sem færi sé
rennt í sjó komi fisk-
ur. Er teoretísk vernd-
un fiskistofna svo mikilvæg að
hún réttlæti eyðingu byggð-
arlaga og menningar-
samfélaga? Hingað til virðist
hún hafa verið það.’
Í ÖLLUM framtíð-
arskýrslum um efnahags-
hrun heimsins mun verða
hægt að draga saman sjö
meginskýringar. Þessar
skýringar munu líka gilda
fyrir íslenska hrunið og
draga fram ástæður þess
hvers vegna það varð al-
gjört á eyjunni bláu.
Þessi útdráttur er algjörlega ókeypis,
stuðst er við og vitnað í litla skruddu, eftir
Jaakko Heinimäki í íslenskri þýðingu Að-
alsteins Davíðssonar.
Til að persónugera nú ekki neitt, verða eft-
irtaldir 5 hópar skilgreindir: Alþingi, útrás-
arvíkingar, Seðlabanki, Fjármálaeftirlit og al-
menningur.
Syndirnar sjö / skýringarnar sjö:
1. Hroki – almennt viðurkennt einkenni út-
rásarvíkinga. Hrokanum er best lýst þegar
maðurinn hefur of háar hugmyndur um sjálf-
an sig og ímyndar sér að hann verðskuldi öll
gæði sem falla í skaut. Hroki virðist mynda
þrenningu illskunnar með öfund og ágirnd,
þar sem engin þessara synda birtist nema
hinar tvær fylgi báðar.
2. Ágirnd – er skæður skratti, annað aug-
ljóst einkenni útrásarvíkinga. Henni er m.a.
þannig lýst að hún sé fégræðgi, gróðafíkn,
valdabrölt, gróðabrall og brask. Þarfnast ekki
frekari útskýringa.
3. Öfund – allir foreldrar kannast við þegar
öfund og afbrýðisemi brýst út hjá litla ung-
anum og flestir foreldrar vinna markvisst að
því að leiða ungann í skilning um að hann sé
góður eins og hann er og leggja frekar
áherslu á samkennd og þá list að samgleðjast
öðrum. Öfund er líka lýst sem illgirni, fjand-
skap, hatri og ódrengskap, og þá er ekki
laust við að fleiri en útrásarvíkingar komi
upp í hugann.
4. Heift – er m.a. lýst sem gremju, vonsku,
óvild, fjandskap, hefnigirni og geðvonsku.
Reiði sem slík þarf ekki að vera löstur, því að
til er „réttlát reiði“,nákvæmlega sú sem nú
geisar á meðal almennings. Mín niðurstaða er
að Seðlabanki hafi fallið í þessa synd.
5. Munúð – er m.a. lýst sem girnd, óhófi,
sukki, svalli, skemmtanafýsn og eyðslusemi.
Þeir sem tóku virkan þátt í útrásarpartíinu
falla undir þessa skilgreiningu.
6. Nautnasýki – græðgi, taumleysi, hóf-
leysi, sælkeralíf, neyslubrjálæði og kaupæði.
Líklega er enginn undanskilinn því að hafa
fallið í freistingu nautnar, en enginn þó jafn-
mikið og jafn taumlaust og útrásarvíking-
arnir.
7. Andleg leti – framtaksleysi, leiði, sauð-
arháttur, áhugaleysi, slór, hangs, kæruleysi
og dugleysi. Stærstu syndarar: Alþingi, Fjár-
málaeftirlit, Seðlabanki.
Ekkert mannlegt eðli fær umflúið baráttu
við syndirnar sjö, og allir falla einhvern tíma
tímabundið í pyttinn. Það sem gerir hins veg-
ar Ísland og íslenska hrunið svo hrikalegt, er
að of margir lifðu í of mörgum dauðasyndum
samtímis, í of langan tíma, með skelfilegum
afleiðingum.
Þeir sem trúa því að allir syndarar þurfi á
dómsdegi að gjalda fyrir misgjörðir sínar,
kæra sig yfirleitt kollótta um hvernig annað
fólk kýs að lifa lífi sínu. En fyrr má nú
syndga en dauðasyndga, og draga með sér
blásaklaust fólk, heila þjóð niður í svaðið.
Þess vegna er óþarfi að henda milljónum í
skýrslur um ástæður efnahagshrunsins, en
ganga strax í það að draga syndarana til
ábyrgðar og refsingar ef snefill af lagabók-
staf eða starfsábyrgð hefur verið brotinn.
Þannig og aðeins þannig verður hægt að
dempa hina „heilögu réttlátu reiði“ sem nú
ríkir meðal almennings.
Að lokum mælist ég til þess að þessa litlu
110 blaðsíðna skruddu um syndirnar sjö verði
að finna í flestum jólapökkum í ár.
Með baráttukveðju.
Heimild: Syndirnar sjö, Jaakko Heinimäki, útg. Bjart-
ur-Reykjavík 2003.
Jenný Stefanía Jensdóttir,
viðskiptafræðingur af gamla skólanum
Efnahagshrunið 2008 – útdráttur úr framtíðarskýrslum
ÞÆR hremmingar sem íslensk þjóð
gengur í gegnum er nauðsynlegt að
gera upp og grafast fyrir um orsakir og
samspil hinnar alþjóðlegu kreppu og
þeirrar séríslensku. Þá fyrst verðum
við fær um að taka ákvarðanir sem
óumflýjanlega þarf að taka um örlög
okkar til framtíðar. En við þurfum
einnig að ávinna okkur traust að nýju.
Þeir sem brugðust skyldum sínum eru
ekki færir um það afla þess.
Ráðherrar þurfa að axla ábyrgð
Við getum deilt um það hvort það hafi verið mistök í ljósi
síðustu atburða að hafa haldið í krónuna sem gjaldmiðil,
vera ekki í ESB, vera í EES eða hafa ekki þegar í upphafi
aldarinnar tekið stöðu okkar í alþjóðasamfélaginu til gagn-
gerrar endurskoðunar. Það áttum við að gera þegar ljóst
varð að Bandaríkin hugðust ekki lengur beita efnahags-
styrk sínum til þess að gæta varnarhagsmuna sinna og um
leið efnahagslegra hagsmuna Íslands, nokkuð sem haldist
hefur í hendur allan lýðveldistímann. Við getum deilt um
þetta inn í framtíðina. En það er alveg engiltært eins og
staða mála er nú, að margt það fólk sem við treystum fyrir
öryggi og velferð þjóðarinnar brást skyldum sínum. Það
svaf á verðinum meðan óveðursský ofurútlána, greiðslu-
ábyrgðar í útlöndum og glæfralegra fjárfestinga hrönn-
uðust upp. Óveðrið átti ekki að koma þeim á óvart enda
hafa sérfræðingar varað við þessu í hartnær tvö ár. Þeim
bar að standa sína vakt og taka þær ákvarðanir í tíma sem
nauðsynlegar hefðu verið til þess að lágmarka tjón okkar
Íslendinga. Á þeim mistökum ber þeim að axla ábyrgð þeg-
ar í stað.
Lykilráðherrar efnahagsmála ættu alvarlega að íhuga
afsögn sína en upp á milli andvaraleysis þeirra verður ekki
gert. Þeir hafa allir sofið á þeim verði sem íslensk þjóð fól
þeim að standa og engum treysti ég verr til þess að leiða
uppbyggingu á komandi árum en þeim. Sitji þeir áfram er
það ekki til þess að „stýra fleyinu í gegnum brimskaflana“
heldur til þess að koma „loggbókinni“ fyrir kattarnef.
Fleyinu hefur verið strandað og það þarf nýja áhöfn í
brúna til þess láta draga það á flot á ný. Þeir hinir sömu
reyna nú að dreifa athygli okkar með því að beina spjótum
sínum að þeim sem notfært hafa sér þær reglur og reglu-
leysi sem gert hefur alþjóðlegu kreppuna að mun harðari
séríslenskri kreppu en vera þyrfti ef stjórnvöld hefðu sinnt
skyldum sínum. Það þarf að taka á „óreiðumönnunum“ en
ráðamönnum bar að smíða rétta ramma, sinna eftirliti og
velja til þeirra verka þá sem hæfastir verða taldir. Þetta er
ekki spurning um það hvort þeir hafi gert eitthvað af sér
heldur einnig og ekki síður hvað þeir gerðu ekki og hvað
þeir leyfðu undirmönnum sínum að komast upp með. Það
þýðir ekkert að hafa skipstjóra í brúnni sem hefur ekki
hugmynd um hvað áhöfnin aðhefst. Svo einfalt er það.
Nú er tækifæri til að breyta
Við eigum að nota tækifærið núna til þess að styrkja
stöðu Alþingis. Endurskoða þarf verkaskiptingu lög-
gjafar- og framkvæmdavalds og draga úr ofurvaldi
framkvæmdavaldsins gagnvart Alþingi. Við eigum ekki að
fækka þingmönnum heldur fjölga, en veita Alþingi um leið
styrk til þess að vanda alla lagasetningu og tryggja því rétt
og raunar skyldu til þess að takast á við og tempra fram-
kvæmdavaldið fyrir opnum tjöldum.
Við eigum að nota tækifærið til þess að leggja núverandi
kjördæmaskipan af og gera landið að einu kjördæmi. Sam-
hliða þarf að tryggja fleiri litlum flokkum og framboðum
aðgang að Alþingi svo hin margbreytilega og margskipta
mynd hins lýðræðislega samfélags endurspeglist þar.
Síðast en ekki síst eigum við að nota tækifærið til þess
að tryggja raunverulega og virka þjóðareign á öllum auð-
lindum í sjó, í lofti, í jörðu og á landi.
Kreppan þó erfið verði er einnig tími tækifæra – notum
þau.
Uppgjör og ný tækifæri
Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur.
Í HREMMINGUM undanfarinna mánaða hefur það
komið skýrar í ljós en nokkru sinni hversu Reykjavíkur-
miðað Ísland er. Í árafjöld hafa þorp á landsbyggðinni
verið í dauðateygjunum og jafnvel þessi síðustu tíu ár
þegar efnahagsuppgangurinn hefur verið hvað mestur.
Allan þennan tíma hafa raddir þeirra sem talað hafa
með hagsmuni landsbyggðarfólks að leiðarljósi verið
meira og minna hunsaðar af stjórnvöldum og þeim sem
þau hafa kosið yfir sig, að undanskilinni virkjun og ál-
veri sem hvort tveggja á kannski eftir að verða til
meira lýtis en gagns þegar fram líða stundir. Flestum virðist hafa verið
sama um lítil sjávarpláss langt úti á fjörðum. Fyrir nokkrum árum þusti
alls konar fólk upp á hálendi að faðma mosa og grjót til að mótmæla
Kárahnjúkavirkjun. Sumum þótti svo vænt um náttúruna sína að þeir
lögðu sig í hættu og létu handtaka sig. Ef slíkri ást á fólkinu í landinu,
byggðarlögum okkar og menningu (já, fiskveiðar eru menning) væri til að
dreifa, hefði kannski mátt afstýra harmsögulegum örlögum einhverra
plássa og þeim félagslegu vandamálum sem mörg þeirra hafa þurft að
fást við sökum atvinnuleysis og brottflutninga.
Undanfarið hefur mikið verið talað um nýsköpun og fjölbreytni í at-
vinnumálum en fyrir einhverjar ástæður, sem mér eru gersamlega á
huldu, hefur lítið eða ekkert verið talað um trilluútgerð. Sannleikurinn er
sá að víða liggja við hafnir tugir og hundruð smábáta óhreyfðir, í landi
vannýtt fiskvinnsluaðstaða, frystihús, salthús, bræðsla. Fullkominn in-
frastrúktúr heils atvinnuvegar sem gæti skapað mikil verðmæti og fjölda
starfa liggur vannýttur vegna skoðana fiskifræðinga og stjórnvalda sem á
þá hlusta. Ég segi skoðana því hafið virðist fullt af fiski. Þeir sem róa
segja að hvar sem færi sé rennt í sjó komi fiskur. Er teoretísk verndun
fiskistofna svo mikilvæg að hún réttlæti eyðingu byggðarlaga og menn-
ingarsamfélaga? Hingað til virðist hún vera það. Í þeirri kreppu sem
þjakað hefur landsbyggðina um langa hríð hafa stjórnvöld kosið að hlusta
á kenningar Hafrannsóknastofnunnar. Í sameiningu virðist hugur þeirra
um langa hríð hafa staðið til að kæfa þann hinn náttúrulegasta atvinnu-
veg Íslands: fiskveiðar á smábátum.
En smábátaútgerð er ekki eingöngu virðisaukandi fyrir samfélagið,
hún getur nýst okkur til að enduruppbyggja okkar löskuðu ímynd erlend-
is. Þannig er að um nokkurt skeið hefur sjávarútvegsráðuneyti unnið að
því að hanna merki til vitnis um ábyrgar, umhverfisvænar og sjálfbærar
veiðar. Slíkt merki er talið geta aflað íslenskum fiski vinsælda og betra
verðs erlendis. Hvað er gæfulegra fyrir slíka ímyndarhönnun en að fisk-
urinn komi á línu eða færi hjá vinalegum trillusjómanni í lopapeysu, í tær-
um, lygnum sjó á sólskinsdegi úti fyrir Austfjörðum? Þessi ímynd hakar í
alla réttu reitina hjá evrópskum neytendum; umhverfisvænt, sjálfbært,
ekta. Í Evrópusambandinu, án þess að ég sé að tala fyrir inngöngu hér,
njóta hinir hefðbundnu atvinnuvegir nefnilega virðingar og þeir eru
styrktir fjárhagslega svo þeir megi viðhaldast, hvort sem það er geita-
ostsframleiðsla í Frakklandi, pylsugerð á Ítalíu eða kolkrabbaveiðar á
Spáni. Þetta þykir sjálfsagður og mikilvægur hluti menningar hvers
lands. Á Íslandi virðast hinir hefðbundnu atvinnuvegir hins vegar ekki
vera nógu mikilvægir og þeir sem þá stunda þurfa að greiða fyrir það
lamandi þung gjöld. Í dag er trillusjómönnum heimilt að kaupa kvóta eða
leigja en hvort tveggja er það dýrt að þegar ofan á bætist olía og annar
rekstrarkostnaður er útkoman úr dæminu einföld: þetta borgar sig ekki,
best að flytja. Smábátar eru sögulega og röklega beint framhald af róðr-
arbátum og frá landnámi hefur fólk róið til fiskjar. Þetta er okkar elsti
atvinnuvegur og um leið okkar elsti menningararfur og þar með mik-
ilvægur hluti af sjálfsmynd Íslendinga.
Fiskveiðar í íslensku sjávarþorpi eru menning og afgerandi þáttur í
sögu Íslands. Ef við eigum að geta átt nokkra von um að laga ímynd okk-
ar erlendis verðum við fyrst og fremst að vera sátt við okkar eigin sjálfs-
mynd og gildin sem falin eru í hefðinni. Við höfum byggt að mestu á fisk-
veiðum síðustu hundrað árin og að miklu leyti síðustu þúsund ár.
Nokkurra ára pengingasukk breytir því ekki. Ég skora á stjórvöld að
taka fyrsta skrefið í átt að enduruppbyggingu smábátaútgerðarinnar og
þeirra byggðarlaga sem hana hýsa: endurgjaldslausan aðgang fyrir trillu-
sjómenn að hafinu, helstu auðlind þjóðarinnar í þúsund ár.
Hvað með smábátana?
Þórir Jónsson Hraundal, fræðimaður.
ÁHYGGJUR og úrræði vegna
skuldugra heimila, einkum þeirra
sem skulda í verðtryggðum lánum,
eru eðlilega mikið til umfjöllunar um
þessar mundir.
Eftirfarandi er skrifað m.a. vegna
greinar Grétars Júníusar Guðmunds-
sonar sem birtist í Morgunblaðinu í
dag, 13.11. 2008. Þar setur hann á
mjög greinargóðan hátt fram þær
hugmyndir sem fram hafa komið til lausnar þeim mikla
vanda sem blasir við. Aðeins ein leiðin sem þar er fram
sett, frysting lána, leysir í raun vanda heimilanna en set-
ur um leið lánveitendur eins og Íbúðarlánasjóð í vanda.
Önnur leið er reyndar þar nefnd, sem má furðum sæta
að hafi verið fram sett af mönnum sem vilja láta taka
mark á sér, þ.e. að lánveitendur eignist hluta í húsnæði
heimilanna og greiði kostnað af þeim hluta. Hvernig
halda menn (og konur) að framkvæmdin verði, t.d. með
viðhald og annan rekstur?
Vil ég hér vekja athygli á grein/frétt í Morgunblaðinu
10.11. 2008, bls. 4, og vitnað er þar í Ingólf H. Ingólfsson.
Þar bendir hann á að valkostirnir séu í raun aðeins tveir:
Íbúðalánasjóður eða heimilin. Hvernig fara Íbúðalána-
sjóður eða bankarnir út úr því ef tillögur um að frysta
höfuðstól verðtryggða lán ná fram að ganga áður en hol-
skeflan dynur yfir? Eigið fé þeirra mun að sjálfsögðu
rýrna miðað það verðgildi sem miðað er við, þ.e. neyslu-
vísitölu. Eigið fé Íbúðalánasjóðs eða heimilanna eins og
Ingólfur segir. Er til einhver millileið, milli þess að gera
ekki neitt (eða svo gott sem) og að frysta vísitöluna?
Það sem skiptir máli fyrir þá sem skulda í verð-
tryggðum lánum er að höfuðstóllinn og þar af leiðandi
afborganir þeirra þróist í takt við launaþróun viðkom-
andi. Ef viðmiðun við framreikning höfuðstóls lána yrði
breytt úr neysluvísitölu í launavísitölu verða skuldunaut-
ar varðir fyrir hárri verðbólgu að þessu leyti.
Að sjálfsögðu myndi það sama gilda um skuldbind-
ingar Íbúðalánasjóðs og annarra sjóða. Eigið fé þeirra
mun þá þróast með sama hætti og laun landsmanna. Út-
gjöld (launagreiðslur) lífeyrissjóðanna eru þannig í dag
að þau breytast að mestu eftir þróun launa, launa-
vísitölu.
Nú þegar bankarnir eru komnir alfarið í eigu þjóð-
arinnar væri það auðvelt fyrir Alþingi að gera þessa
breytingu ef vilji er fyrir hendi.
Undirritaður leggur það til.
Vísitölu breytt
Ingvar Ingvarsson, fv. skólastjóri og
bæjarfulltrúi, Akranesi.