Morgunblaðið - 23.11.2008, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 23.11.2008, Qupperneq 55
Umræðan 55 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 ATVINNUREKENDUR - FYRIRTÆKI - FÉLAGASAMTÖK GRENSÁSVEGUR 16 A - HEIL HÚSEIGN - TIL LEIGU Þetta fallega hús á horni Grensásvegar og Fellsmúla er til leigu og afhendingar strax. Um er að ræða vandað skrifstofu- og þjónustuhúsnæði á þremur hæðum auk kjallara samtals u.þ.b. 1400 fm. Lyfta er í húsinu. Eignin er laus til afhend- ingar nú þegar. Möguleiki er að innrétta eignina eftir óskum leigutaka. Næg bíla- stæði við húsið, sérbílastæði á efri palli og í bílastæðahúsi. Húsið hefur frábært auglýsingargildi og gott að merkja sér starfsemi á áberandi hátt. Mjög hagstæð leiga, 1.475 kr. pr. fm. Gott tækifæri til þess að tryggja sér aðstöðu og starfstöð á frábærum stað í borginni, rétt við umferðaræðar og í nálægð við helstu þjónustukjarna. Stutt í verslanir, banka, strætisvagna og fl. Nánari upplýsingar veitir Karl í s. 892 0160 - karl@kirkjuhvoll.com „TIRED of gi- ving in,“ sagði Rosa Parks og neitaði að víkja sæti fyrir hvítum og hypja sig aftast í strætó, þar sem svartir máttu standa. Áratug seinna, árið 1964, eftir harða baráttu sem kostaði mörg mannslíf, lauk aðskilnaðastefnunni de jure í Bandaríkjunum. Hálfri öld síðar fáum við sönnun þess að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Teikn eru á lofti um að aðskilnaðarstefnunni sé loks að ljúka de facto. Svartur maður var um daginn kos- inn forseti stórveldisins í vestri. Það voru ekki margir sem töldu það líklegt fyrir aðeins 24 mánuðum. Sigur Obama er tvímælalaust tákn nýrra tíma, árangur þrot- lausrar baráttu til áratuga. „Þreyttir á að bíða“ segja flóttamenn sem hingað hafa leitað. Þeir fara í hungurverkfall og hætta lífi sínu til að ná eyrum og augum fólks og yfirvalda um óþolandi stöðu sína. Margir þeirra hafa beðið í 3-4 ár eftir að fá úr því skorið, hvort þeir fái að að setjast hér að. Allt þetta fólk hefur flúið ömurlegt stjórnmála- og efnahagsástand heimalands síns. Þurfa þeir að bíða í áratug? „Við erum líka fólk,“ segja innflytjendur (sem eru vel að merkja ekki flóttamenn) sem hingað hafa komið í leit að atvinnu. Þeir komu hingað ekki einungis vegna atvinnuleysis í heimalandinu, heldur vegna þess að hér var þörf á þeim. Hversu lengi þurfa þeir að bíða til að verða samþykktir sem fullgildir borgarar þessa lands? „Sættum okkur ekki við aðgerðarleysið,“ segja mót- mælendur sem hafa komið saman í öllum hugs- anlegum kimum samfélagsins. Almenningur kemur saman á borgarafundum, á Austurvelli, á málfundum, úti fyrir Alþingi, í háskólasamfélaginu, í verkalýðs- félögunum, á kvennafundum, hvar sem er, til að finna kröfum sínum farveg: Stefna en ekki stefnuleysi. Kjós- um strax. Þriðjungur Íslendinga segist geta hugsað sér að flytja af landi brott í leit að vinnu og mann- sæmandi lífi, nú þegar við blasir stórfellt atvinnuleysi og ógnvænleg kreppa næstu árin. Verður tekið á móti þeim á erlendri grund eins og við tökum á móti inn- flytjendum og flóttamönnum á Íslandi? Við Íslendingar höfum þó alla vega EES samning- inn sem veitir okkur aðgengi og tryggir rétt okkar til atvinnu innan ESB landanna. Ef við nytum ekki þessa samnings værum við réttlaus eins og margir þeirra flóttamanna sem leita á okkar náðir. Við gætum hvergi farið, við værum lokuð inni í okkar eigin landi. Við mundum neyðast til að villa á okkur heimildir, verða okkur úti um fölsuð vegabréf, smygla okkur úr landi, sækja um landvistarleyfi og bíða í óvissu í mörg ár á flóttamannahæli í ókunnu landi. Vegna EES samninga erum við þó ekki nema innflytjendur. En hvernig verður tekið við landflótta Íslendingum sem „ræna“ aðra atvinnu, eins og innflytjendur hér á landi hafa stundum verið sakaðir um? „Krefjumst nýrra kosninga,“ segja þeir sem ekki hyggjast flýja sökkvandi skip, meira að segja þó nokkrir þeirra innflytjenda sem eru hér enn. Þeir vilja taka þátt í uppbyggingu landsins og stappa í okkur stálinu. Þeir hafa upplifað þetta áður og miðla vonandi þeirri reynslu til okkar sem nú gjöldum fyrir hrokann. Rosa Parks neitaði að víkja úr sæti en lifði það ekki að sjá Obama kosinn. Hvað ætlum við að bíða lengi eftir því að aðskilnaðarstefnu ríkisvalds og fólksins í landinu lýkur? Við erum fámenn þjóð – 300 þúsund – ekki 300 milljónir. Hér geta orðið breytingar á mun skemmri tíma en hjá stórveldinu í vestri. Ísland sem aðeins fyr- ir mánuði var talið meðal ríkustu landa heims, er nú greiðsluþrota og biðst ásjár – leitar hælis – hjá um- heiminum. Úr öllum hornum heyrist talað um nýja tíma. Áður en þau orð verða merkingarlaus, eins og önnur orð sem hafa á okkur dunið undanfarnar vikur, þá hljótum við að þurfa að rísa upp. Ætlum við að bíða í 3-4 ár og fara í hungurverkfall í von um að rödd okk- ar heyrist.? Ætlum við að bíða í áratug? Hálfa öld? Hvenær verðum við endanlega „tired of giving in“ – eins og Rosa Parks forðum? Að leita hælis: Þau í dag, við á morgun? Kolfinna Baldvinsdóttir er MA í sagnfræði og LLM í alþjóðalögum. Luciano Dutra er löggiltur skjalaþýðandi. ÞAÐ dugir víst skammt fyrir dómi að afsaka lögbrot með heimsku eða fáfræði. En í stjórnmálum á Íslandi gegnir öðru máli. Utanríkisráðherra telur ómaklega vegið að viðskiptaráðherra, að krefja hann afsagnar vegna þess að hann vissi ekki það sem hann þó átti að vita! Og afsök- unin? Jú, fáfræði; „hann var ekki upplýstur“. Og hverjum var um að kenna? Einni af stofnunum ráðuneytisins, Fjár- málaeftirlitinu. Það er ekki eins og hér hafi verið um að ræða eitthvert ómerkilegt mál, sem ráðherra hafði ekki verið sagt frá, heldur mál, er varðar efnahagslegt og jafn- vel pólitískt sjálfstæði þjóðarinnar. Bregðist undirstofnun ráðuneytis í svo mikilvægu máli, þá hefur ráðuneytið brugðist. Ábyrgðin er ráðherrans. Að utanríkisráðherra skuli bjóða fólki upp á ofangreindan málflutning undir nú- verandi kringumstæðum er ekki boðlegt. Og svo tekur forsætisráðherra í sama streng. Nú, þegar nýrra siða er þörf sem aldrei fyrr, falla stjórnmálamennirnir í gamla ábyrgðarleysisfarið. „Ekki benda á mig.“ Auðvitað ættu ráðherrar viðskipta- og fjármála báðir að sjá sóma sinn í að segja af sér. Það er bara ekki lenska í íslenskum stjórnmálum. Hér hanga menn á stólum sínum, hvað sem á gengur. Með fáeinum undantekningum. Í sjálfu sér væri ósanngjarnt að gera þessa tvo ráðherra eina að blórabögglum. Ríkisstjórnin öll ber ábyrgð, hún lét hjá líða að grípa til aðgerða í tæka tíð. Einnig ríkisstjórnir undanfarinna kjörtímabila. Og stofnanir þær, sem eiga að vera til varnar efnahagslegu öryggi þjóðarinnar, þ.e. Fjármálaeftirlit og Seðlabanki, brugð- ust skyldum sínum illilega. Sú stjórnarstefna, sem ráðið hefur ferðinni undanfarin 17 ár, hefur beðið skipbrot. Bankaútrásin sokkin í skuldafen. Frumkvöðlarnir margrómuðu af- hjúpaðir sem ótíndir braskarar. Þjóðarstoltið féll niður í núll á einni viku. Það má reyna að kenna núverandi kreppu um og halda því fram að enginn hafi séð hana fyrir. En stjórnvöld bera fulla ábyrgð á algjöru varnarleysi Ís- lands gagnvart áhrifum hennar. Samfara einkavæðingu bankanna voru allar bremsur á athafnafrelsi þeirra aftengdar. Þeim leyfðist að vaxa íslenskum efnahag langt upp yfir höfuð. Og einn þeirra komst upp með að stofna til er- lendra skulda með ábyrgð þjóðarinnar. Afleiðingin er að við eigum nú í alvar- legri milliríkjadeilu. Deilu, sem hefur sett möguleika okkar á að fá nauðsyn- leg gjaldeyrislán í uppnám. Í ljósi þessa vekur það furðu, að forsætisráðherra skuli telja sér og sínu ráðuneyti sætt út yfirstandandi kjörtímabil. Í mínum huga er óhjákvæmilegt, að boðað verði til kosninga, strax og um hægist, kannski næsta vor. Þetta er einfaldlega eðlileg lýðræðisleg krafa, þar sem atburðir síðustu vikna hafa gert marklaust það umboð, sem stjórn- arflokkarnir fengu í síðustu kosningum. Vilji stjórnin sitja áfram þarf hún að fá nýtt umboð frá þjóðinni, en láta af völdum ella. Ég óttast reyndar að nú- verandi stjórn sé ekki vandanum vaxin. Frá hliðarlínunni séð, a.m.k., virðist hún ákaflega getulaus. Eflaust er hún þó eitthvað að vinna í málunum bak við tjöldin. Vandinn er bara að við þessar aðstæður er allt pukur stórhættulegt. Yfirvöld njóta takmarkaðs trausts og þurfa þess vegna að vera eins opinská gagnvart almenningi og hægt er. Ann- að ýtir undir þann grun, að verið sé að fela eitthvað. Eða að stjórnvöld séu einfaldlega ráðalaus. Stjórnvöld þurfa að hrista af sér slyðruorðið og gera þær uppstokkanir á kerfinu, sem gera þarf. Sumt getur beðið hvítbók- arinnar, en annað þolir enga bið. Þetta snýst ekki um að leita sökudólga. Þetta snýst um trúverðugleika stjórnvalda, bæði inn á við og ekki síður út á við. Stjórnkerfið hefur brugðist og það verður að sjást að stjórnvöld við- urkenni það og bregðist við því. En ríkisstjórnin er sem lömuð. Einkum er það áberandi í afstöðu forsætisráðherra til Seðlabankans. Hann virðist enn bera fullt traust til bankastjórnarinnar, þótt hún sé að öðru leyti rúin öllu trausti, bæði hérlendis sem erlendis. Það hníga raunar veigamikil rök að því að bankanum hafi orðið verulega á í messunni, bæði í aðdraganda og upphafi bankakreppunnar. En það skiptir í sjálfu sér ekki máli lengur. Það sem skiptir máli, er að traustið er farið veg allrar veraldar og það verður ekki endurreist án þess að skipta um stjórn í bankanum. Séu bankastjórn og bankaráð höfð fyrir rangri sök verður bara að hafa það, traustið þarf að end- urreisa. Þetta er spurning um að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Að menn sjái þetta ekki er mínum skilningi ofvaxið. Það þarf ekki að fara í graf- götur um að erlendir ráðamenn horfa á þetta og hugsa sitt. Hér bauðst ákveðnum manni tækifæri til að sanna að hann væri meira en bara forsætisráðherra. Að hann væri þjóðarleiðtogi. Líklega borin von að hann geri það úr þessu. Ríkisstjórnin ætlar að sitja út kjörtímabilið eins og ekkert hafi í skorist. Ráðherrarnir sitja sem límdir við stólana. Sama má segja um forstöðumenn stofnananna, sem brugðust. Enginn axlar ábyrgð, það má ekki „persónugera“ vandann. Eru menn hissa á að erlend ríki og stofnanir skuli hika við að lána svona óreiðumönnum pening? Forsætisráðherra eða þjóðarleiðtogi Kristján Bjartmarsson verkfræðingur. VISSULEGA er kaldhæðnislegt að líkja saman grunnskóla sem nýverið hrundi yfir mörg hundruð börn á Haíti og efnahagshruninu á Íslandi. Mér er hins vegar ómögulegt annað en taka eftir ýmislegt er svipað í bak- grunni þessara atburða. Sú ógæfa dundi í síðustu viku yfir íbúa í hverfi nokkru í höfuðborg Haítí að skólabygging hrundi yfir mörg hundruð nemendur með þeim hörmulegu afleið- ingum að börn ýmist létust eða slösuðust. Ástæða þessa virðist sú að skólahúsið var illa byggt. Rekstraraðili skólans virðist einnig hafa verið ábyrgur fyrir hönnun og byggingu húsnæðisins. Hann mun þó ekki hafa talið sig þurfa á hjálp eða þjónustu „sérfræðinga“ eins og verkfræðinga að halda við það verk því hann hefði reynslu sem tengdist húsbyggingum. Það er ljóst að hér er á ferð svipuð hugsanavilla og skaðað hefur íslenskt samfélag árum og áratugum saman. Hugsanavilla sem felur í sér að sú reynsla sem við búum yfir á tilteknum vettvangi geri okkur fær um að sinna krefjandi sérfræðistörfum á þeim vettvangi. Rökum af þessum toga er ítrekað hampað hér á landi þegar skyldleiki eða pólitísk tengsl virðast raunveruleg ástæða þess að tiltekinn einstaklingur er ráðinn í eft- irsótt starf. Dæmi um þetta er þegar reynsla úreltra stjónmálamanna er sögð gera þá öllum öðrum fremri til að takast á við hvert það starf sem hugur þeirra girnist. Skiptir þá engu hvaða sérfræðiþekkingu talið er nauðsynlegt að aðrir hefðu þurft að hafa til brunns að bera til að geta sinnt starfinu á viðunandi hátt. Um þessar mundir ber hæst fyrrverandi stjórnmálamann í yfirstjórn seðlabankanns í þessu sambandi. Úreltur stjórnmálamaður sem leysti af annan úreltan stjórn- málamann í yfirstjórn þeirrar stofnunar sem veitti fjár- málageiranum aðhald og eftirlit þar til hann hrundi yf- ir börn þessa lands. En einnig velti ég fyrir mér og eflaust fleiri hvort sú staðreynd að utanríkisþjónustan er maðkétin af úreltum stjórnmálamönnum sé ein ástæða þess að Ísland hefur staðið sig illa í kynning- arhlutverki og tengslum út á við á þessum síðustu og verstu tímum. Hvorki grunnskólinn á Haítí né íslenskt efnahagslíf eru fyrstu mannanna verk sem verða fyrir skakkaföll- um af þessum ástæðum. Ef það er eitthvað sem reynsl- an hefur að færa okkur er það sú staðreynd að enginn er til allra hluta bestur. Að reka seðlabanka á Íslandi og grunnskóla á Haítí Sigurgrímur Skúlason er próffræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.