Morgunblaðið - 23.11.2008, Page 59
Minningar 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008
✝ Sveinn Sveins-son fæddist í
Stardal á Stokks-
eyri hinn 21. mars
árið 1925. Hann lést
á Landspítalanum
við Hringbraut hinn
8. nóvember síðast-
liðinn.
Foreldrar Sveins
voru Sveinn Pét-
ursson, f. 9.4. 1893,
d. 21.8. 1962, og
Guðfinna Finns-
dóttir, f. 20.5. 1888,
d. 13.4. 1945, bæði
frá Stokkseyri. Systkini Sveins
sammæðra eru Guðlaugur Krist-
jón, Pálmar Guðni, Sigurfinnur
og Ágústa Unnur Guðnabörn.
Systkini Sveins samfeðra eru Vil-
borg, Ingibjörg, Margrét og
Ámundi Sveinsbörn.
Eiginkona Sveins er Þóra
Björnsdóttir, f. 14.12. 1926 frá
Syðra- Laugalandi í Eyjafirði,
foreldrar hennar voru Björn Jó-
hannsson frá Garðsá, Eyjafirði, f.
11.4. 1893, d. 23.4. 1980 og Emma
Elíasdóttir frá Helgárseli í Eyja-
firði, f. 8.10. 1906, d. 11.3. 1994.
Þau voru alla tíð með búskap að
Syðra-Laugalandi í Eyjafirði.
Sveinn og Þóra ( Lóa ) giftust 25.
desember 1946 og eignuðust þau
5 börn sem eru:
Svala, f. 11.3.
1947. Eiginmaður
hennar er Hilmar
Hafsteinsson, f. 7.9.
1946, og eiga þau
saman 5 börn, 9
barnabörn og lang-
ömmubarn.
Anna Þórunn, f.
13.11. 1951, eign-
maður hennar er
Albert Guðmunds-
son, f. 9.5. 1952, og
eiga þau saman 2
dætur. Björn, f.
15.8. 1953, fyrri eig-
inkona hans var Kristín Ingva-
dóttir, f. 16.10. 1953, d. 31.8. 1994,
seinni eiginkona hans er Guð-
munda Benediktsdóttir, f. 15.2.
1954, og eiga þau saman 6 börn
og 3 barnabörn. Sveinn Finnur, f.
19. júlí 1957, eiginkona hans er
Jónína Þóra Sigurjónsdóttir, f. 21.
apríl 1960, og eiga þau saman 6
börn og 3 barnabörn. Guðfinna
Emma, f. 31.7. 1960, eiginmaður
hennar var Þorvaldur Árnason, f.
4.7. 1958, d.10.12. 2003, og eiga
þau 2 syni.
Sveinn starfaði sem bifreiða-
stjóra á BSR og síðar hjá Borg-
arbóksafni Reykjavíkur þar til
hann lét af störfum vegna aldurs.
Jarðarförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Lífshlaup okkar allra hefur sitt
upphaf og endi og nú eru komin
leiðarlok í lífi Sveins, tengdaföður
míns. Þessi rúmlega 40 ára kynni
sannrar og ljúfrar vináttu liðin sem
örskotsstund. Margt var ólíkt með
okkur, annar fljóthugi, hinn hæg-
fara, öndverðir í mörgu, en truflaði
sjaldnast neitt. Hann var í eðli sínu
mikið náttúrubarn, á árum áður
veiddi hann bæði fisk á stöng og
gekk til rjúpna, sem þarfnast víst
talsverðrar þolinmæði, eitthvað
sem ekki er mikið af í minni orða-
bók.
Uppeldisáranna á Stokkseyri,
minntist hann oft með blik í augum
og gleði í sinni, rétt eins og gerst
hefði í gær. Þá reru tugir árabáta á
vertíðum þar og til urðu vísur um
formenn allra bátanna og þær
mundi minn maður flestar, ef ekki
allar, enda minnið með ólíkindum
„harði diskurinn“ óskaddaður til
síðasta dags. Hann var mikill
ástríðumaður í flestu og til margra
ára, var það kvikmyndatökuvélin,
sem átti hug hans allan en að
mörgu var að hyggja ef vel átti að
takast til og mikillar nákvæmni var
þörf og skal viðurkennt að stundum
sauð á keipum og þolinmæði sumra
á suðumarki við myndatökurnar og
þá var ekki ónýtt að hafa hana
Þóru eða Lóu eins við köllum hana
sér við hlið, en framleiðandi mynd-
anna var býsna kröfuharður. Í dag
eru þessar myndir varanlegur fjár-
sjóður fjölskyldna okkar, ekki síst
þeirra yngri, við getum ornað okk-
ur við eld minninganna þegar tregi
eða söknuður sækir að eða til að
gleðjast á góðri stund. Allt sem við-
kemur öldum ljósvakans vakti
áhuga Sveins frá fyrstu tíð. Í stof-
unni heima var hann t.d. með út-
búnað, sem mér sýndist að hæg-
lega dygði lítilli héraðsfréttastöð
enda fátt sem hann vildi missa af,
hvort sem var af heimaslóð eða úr
fjarlægum heimshornum.
Ég minnist yndislegra síðkvölda
okkar saman á Spánarströndum,
himinhvolfið baðað tunglskini og
stjörnufansi og ferðafélaginn rúll-
aði upp kvæðum flestra þjóðskáld-
anna, að ógleymdu uppáhaldinu
Einari Ben, allt saman rétt sisvona,
blaðalaust. Þetta verður nú ekki
endurtekið fyrr en hinum megin,
en þar vorum við nú ekki alveg
sammála, ég sanntrúaður á líf að
loknu þessu, en hann hálf efins, en
það verður nú að gerast upp síðar.
Þau Svenni og Lóa bjuggu lengst
af í Reykjavík, en fyrir nokkrum
árum tóku þau upp tjaldhælana og
fluttu í hús eldri borgara í Njarðvík
og hafa unað hag sínum vel þar.
Lóa mín sér nú á bak traustum og
ljúfum lífsförunaut, en ég er þess
fullviss, að hún stendur það af sér
rétt eins og annað mótlæti, æðrast
aldrei hvað sem á dynur, í versta
falli kreppir hún hnefana í hljóði.
Ég bið nú Guð og góðar vættir að
styrkja hana.
Þau hjónin geta sannarlega litið
með velþóknun yfir farinn veg,
þeirra arfleifð í börnum og barna-
börnum er eitthvað sem þau mega
vera hreykin af.
Að lokum þakka ég Sveini sam-
fylgdina og allt það, sem hann hef-
ur reynst mér og mínum í gegnum
tíðina. Far þú í friði, kæri vinur, og
friður Guðs þig blessi.
Hilmar Hafsteinsson.
Meira: www.mbl.is/minningar
Okkur langar að minnast látins
félaga, Sveins Sveinssonar, með
nokkrum orðum. Húsfélagið að
Vallarbraut 6 í Reykjanesbæ sem
er 22 íbúða fjöleignarhús í eigu
eldri borgara var stofnað árið 1997.
Það hefur smám saman þróast í að
verða eins og ein stór fjölskylda.
Fyrir nokkrum árum fluttu hjón-
in Þóra Björnsdóttir og Sveinn
Sveinsson í íbúð sína á fyrstu hæð í
húsinu. Jákvæðni þeirra og ljúft
viðmót gerði þau fljótt að kær-
komnum félögum í okkar litla sam-
félagi. Fljótlega létu þau glerja
svalirnar hjá sér og útbjuggu þar
yndislega blómastofu. Oft þegar
maður var á heilsubótargöngu í
kringum húsið, staldraði maður við
þar, til að ræða málefni líðandi
stundar og þáðum þá rausnarlegar
veitingar hjá þeim. Maður kemur
til með að sakna þessara stunda.
Góður og mætur maður er genginn.
Við vitum og tölum fyrir hönd ann-
arra í húsfélaginu þegar við þökk-
um fyrir samfylgdina og vottum
Þóru, börnum þeirra og öðrum að-
standendum okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Sveins Sveins-
sonar.
Elísabet Vigfúsdóttir
og Guðmundur Jóhannsson.
Sveinn Sveinsson
Elsku Valgerður
mín.
Hér sit ég og reyni
að koma hugsunum
mínum á blað. Ótal minningar koma
upp í hugann þegar ég læt hugann
reika, svo sem árlegu jólaboðin hjá
þér og Jóni, en í hvert og eitt lagðir þú
einstaka natni, enda var matseldin
ásamt hannyrðum helsta áhugamál
þitt.
Mér er minnisstætt hversu jákvæð
þú hefur ávallt verið og hversu vel þú
studdir mig í mínum veikindum. Þín
verður minnst sem yndislegrar
manneskju sem neitaði að láta erfið
Valgerður Jónsdóttir
✝ Valgerður Jóns-dóttir fæddist í
Hafnarfirði 24. júlí
1935. Hún lést á
Landspítalanum 25.
október síðastliðinn.
Útför Valgerðar
fór fram frá Frí-
kirkjunni í Hafn-
arfirði 4. nóvember
sl.
veikindi buga sig. Þú hef-
ur kennt mér þann mik-
ilvæga lærdóm að takast
skal á við erfiðleika með
jákvæðu hugarfari og að
aldrei skuli segja skilið
við góða skapið. Þótt erf-
itt sé að sætta sig við að
þú sért farin úr lífi okkar
þá er huggun í því að vita
til þess að þú sért komin
á betri stað. Megi guð
geyma þig.
Laufey.
Elsku amma mín.
Það er erfitt að trúa því að þú sért
farin frá okkur og í raun erfiðara en
orð fá lýst. Ég mun minnast þín sem
persónu sem horfði jákvæðum augum
á lífið þrátt fyrir erfið veikindi. Ég
mun alltaf muna þann mikla hlýhug
sem þú sýndir mér og konu minni. Ég
mun muna eftir hangikjöti með kart-
öflumús og grænum baunum sem þín-
um sérrétti. Ég mun muna eftir þér.
Benedikt.
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi,
bróðir og mágur,
INGIMUNDUR GUÐMUNDSSON
bifreiðastjóri,
Fannborg 7,
áður Kársnesbraut 72,
Kópavogi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn
19. nóvember.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 28. nóvember
kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna s. 588-7555 eða hjúkrunarheimilið Sóltún
s. 590-6000.
Kristrún Daníelsdóttir,
Ragnheiður Ingimundardóttir, Sigurður Gunnar Sveinsson,
Guðmunda Ingimundardóttir, Þórarinn Björn Guðmundsson,
Daníel Gunnar Ingimundarson, María Antonía Jónasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn,
Elsa Drageide, Halldór Örn Svansson.
✝
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför
ELSKU RÚRÝAR OKKAR.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á
gjörgæsludeild Borgarspítalans og deild 6-b, deild
11-e Landspítala, blóðskilunardeild og gjör-
gæsludeild Landspítala. Ennfremur kærar þakkir til
allra þeirra sem önnuðust hana af góðvild og mikilli
umönnun á Grensásdeild og allra þeirra sem hafa
gefið okkur styrk í veikindum hennar.
Hildur Imma Gunnarsdóttir,
Anna María Ingadóttir,
Hildur Ágústsdóttir, Skarphéðinn Valdimarsson,
Ragna Dúfa Skarphéðinsdóttir, Guðmundur Kjalar Jónsson,
Ágúst Skarphéðinsson,
Jóhann Þröstur Skarphéðinsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HELGA BJÖRNSDÓTTIR ÁRDAL
frá Karlskála
við Reyðarfjörð,
lést föstudaginn 14. nóvember.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
25. nóvember kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Barnaspítala
Hringsins, sími 543 3700.
Guðný Árdal, Björn Árdal,
Gísli Alfreðsson, Kolbrún Sæmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku litli drengurinn okkar,
ÓMAR INGI OLSEN ÓMARSSON,
Sunnuvegi 10,
Hafnarfirði,
sem andaðist á heimili sínu laugardaginn
15. nóvember, verður jarðsunginn frá Hafnar-
fjarðarkirkju mánudaginn 24. nóvember kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á vökudeild
Landspítalans við Hringbraut.
Hanna Lovísa Olsen, Ómar Þór Júliusson,
Jóhan Alexander, Sigurður Þór,
Ingibjörg Olsen, Absalon Olsen,
Sigurlaug Kristjansdóttir.
✝
Ástkær systir okkar, mágkona og frænka,
ODDNÝ JÓNSDÓTTIR
frá Lunansholti,
lést föstudaginn 21. nóvember á
Hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Guðrún Jónsdóttir,
Þuríður Jónsdóttir, Björgvin Kjartansson
og frændfólk.
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj.,
s. 691 0919
✝
Frændi okkar og bróðir,
JÓN Þ. EINARSSON,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn
17. nóvember.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn
27. nóvember kl. 15.00.
Aðstandendur.