Morgunblaðið - 23.11.2008, Side 65

Morgunblaðið - 23.11.2008, Side 65
Velvakandi 65 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 Lögga, læknir og lögfræðingur Kippan BÍDDU AÐEINS! ÞÚ SAGÐIR AÐ „HVAR? HVENÆR? AF HVERJU? OG HVERNIG?“ VÆRU SPURNINGAR SEM ALLAR LÖGGUR ÞYRFTU AÐ SVARA... MIKILVÆGASTA SPURNINGIN HLÝTUR SAMT AÐ VERA „HVER?“ EF ÞÚ SVARAR ÞESSUM FJÓRUM SPURNINGUM ÞÁ LEIÐA ÞÆR ÞIG AÐ „HVER?“ ÆTTU ÞETTA ÞÁ EKKI AÐ VERA FIMM SPURNINGAR? NEI, MÉR FINNST ÞAÐ EKKI ÉG VAR AÐ HEYRA ORÐRÓM ÞESS EFNIS AÐ MAFÍAN SÉ BÚIN AÐ KAUPA FYRIRTÆKIÐ STEYPU- SMIÐJAN ehf. RÉTTU MÉR KYLFU NÚMER SEX... VANTAR ÞIG FAR? RÚNAR, ÞÚ VARST HEPPINN AÐ FINNA SVONA VINNUSAMAN HUND ER SKEIÐIN EKKI ÖRUGGLEGA FITUSNAUÐ? UNDANFARNAR vikur hefur verið fjölmennt á Laugaveginum og þá sér- staklega um helgar, fólk er e.t.v. byrjað að kaupa inn fyrir jólin eða jafnvel bara að fá sér passlegan göngutúr upp Laugaveginn. Morgunblaðið/Golli Á Laugaveginum Leiðtogar og merkismenn ÞAÐ óhætt að segja að þjóðin hafi verið í spennu undanfarnar vikur, bæði vegna hruns alls efnahags- kerfis okkar, sem er þyngra en tárum taki, og svo jafnframt vegna forsetakosninga í Bandaríkjunum þar sem styrinn stóð um svartan og svo hvítan mann, annar er maður á besta aldri og hinn eldri borgari. Maðurinn sem vann er demókrat- inn Obama og þetta eru náttúrlega stórkostlegar fréttir. Hann ætlar og mun hafa áhrif á efnahagskerfi Bandaríkjanna sem er brýnasta þörfin í bili. Auðvitað vitum við að þeir þurfa líka og ekkert síður að gera út um þessar tvær stríðshrjáðu þjóðir, Írak og Afganistan, þar sem þeir eiga stóran hlut að máli. Von- andi lagast samband Bandaríkja- manna við Evrópu. Fyrir þá sem ekki vita má til gamans geta að Obama er 186 cm á hæð sem þykir býsna mikið en málið var að Lincoln var 193 cm en Bush ekki nema 180 cm. Á undanförnum vikum hefur ým- islegt gengið á og það sem mér hefur fundist ógeðfelldast er umfjöllun fólks um einn merkilegasta stjórn- málamann síðari tíma, Davíð Odds- son. Sjálf er ég og var í allt öðrum flokki en hann, og var í framboði til alþingiskosninga hér um árið. Samt sem áður er ekkert sem réttlætir það þótt eitthvað komi upp í samfélagi sem kallar á að sökudólgar séu fundnir að taka einn mann, gera hann að sökudólgi fyrir heila þjóð vegna margra hluta sem eru ax- arskaftatengdir og koma ekki allir honum við. Davíð er þekkt ljóðskáld og var Bubbi kóngur í gamla daga. Hann á sér mjög merkilega sögu af allt öðrum toga sem við þurfum líka að muna eftir. Hann var for- sætisráðherra árum saman og hefur gegnt ótal störfum innan þings sem utan og ég leyfi mér að fullyrða að fáir núlifandi Íslend- ingar eru eins gáfaðir og merkilegir fyrir margra hluta sakir og þessi einstaki maður, Davíð Oddsson. Íslend- ingar hafa verið and- aktugir að undanförnu og ég verð að segja eft- ir að hafa fylgst með umræðunni að sá mað- ur sem ber höfuð og herðar yfir alla sem þurfa að uppfræða okkur þjóð- ina er merkilegur alþingismaður sem heitir Pétur Blöndal. Hann er ekki bara stórgáfaður heldur hefur óvenjulegan hugsunarhátt og á auð- velt með að setja sig inn í hugarheim þeirra sem eru óupplýstir/ómennt- aðir ekkert síður en þeirra sem eru menntaðir. Hann hefur einstaka hæfileika til að útskýra flókin mál fyrir okkur hinum á einfaldan og að- gengilegan máta. Heyr, heyr, Pétur Blöndal, haltu áfram þínu góða starfi. Jóna Rúna Kvaran. Ert þú stúlkan í berjamónum? Á FALLEGUM sunnudegi í lok sumars var ég í berjamó með stúlku sem ég þarf endilega að komast í samband við. Hún var lágvaxin, fremur smáfætt og gleymdi hálsmeni sem ég hef í fórum mínum. Háls- menið er hvítt á gylltri keðju og í lag- inu eins og liljublað. Ef stúlkan les þetta er hún beðin að senda mér tölvupóst á oliskoli@gmail.com Pilturinn.       Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Bólstaðarhlíð 43 | Jólafagnaður verður fimmtudaginn 4. desember kl. 17. Sr. Hans Markús verður með jólahugvekju, hátíðarsöngvar Bergþór Pálsson, Jónas Þórir leikur á píanó. Lúsíur syngja. Jóla- saga Tinna K. Victorsd. Jólahlaðborð frá Lárusi Loftssyni. Miðaverð 3.800 kr. Skráning í síma 535-2760 fyrir þriðju- daginn 2. desember. Breiðfirðingabúð | Jólafundur verður mánud. 1. desember kl. 19. Tilkynnið þáttöku hjá Grétu í síma 553-0491. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur kl. 20 í kvöld. Danshljómsveitin Klassík leikur. Félag eldri borgara í Reykjavík, Þroskahjálp og Ör- yrkjabandalag Íslands standa fyrir samstöðufundi á Ingólfstorgi mánudag- inn 24. nóvember kl. 16.30. Tilefni fund- arins er núverandi óvissuástand í efna- hagsmálum. Jólakaffi verður þriðjud. 25. nóvember kl. 20 í Víkingasal Hótel Loftleiða, fyrir þær konur sem tóku þátt í orlofsferðum félagsins á árinu. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Jólaskemmtunin verður í Hlé- garði 28. desember. Söngur, jólahlað- borð, tískusýning og dans. Miðasala er hafin á skrifstofu félagsstarfsins á Hlað- hömrum kl. 13-16. Sími 586-8014 og 692-0814. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga eru m.a. opnar vinnustofur, spila- salur o.fl. Mánudaga og miðvikudaga kl. 9.50 er vatnsleikfimi í Breiðholtslaug. Þriðjudaga og föstudaga kl. 10.30 er létt ganga um nágrennið. Mánudaga kl. 9 og föstudaga kl. 13 er fjölbreytt leik- fimi (frítt) í ÍR-heimilinu v/Skógarsel. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Félagsvist mánudag kl. 13, stund í kirkj- unni miðvikudag kl. 11, súpa í hádeginu, brids kl. 13, bridsaðstoð fyrir dömur föstudag kl. 13. Hraunbær 105 | Jólafagnaður verður 5. desember, upplýsingar og skráning í síma 411-2711. Hæðargarður 31 | Jólagjafakort og ókeypis töluleiðbeiningar á mánudag og miðvikudag kl. 13-15. Hárgreiðslustofa, sími 568-3139 og fótaaðgerðastofa, sími 897-9801. Korpúlfar Grafarvogi | Ganga frá Egils- höll alla mánudaga kl. 10. Korpúlfar, Grafarvogi | Bútasaumur annan hvern mánudag á Korpúlfs- stöðum kl. 13-16. Vesturgata 7 | Jólafagnaður föstudag- inn 5. desember. Sigurgeir verður við flygilinn, veislustjóri Örn Árnason, jóla- hlaðborð, barnakór Vesturbæjarskóla syngur, hugvekju flytur sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. Guðmundur Haukur leikur fyrir dansi. Glerbræðslu- námskeið hefst 2. desember. Upplýs- ingar og skráning í síma 535-2740.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.