Morgunblaðið - 23.11.2008, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008
• Vitum af fjölda fyrirtækja í öllum atvinnugreinum sem vilja skoða
sameiningar með hagræðingu í huga.
• Heildverslun sem blómstrar í kreppunni.
Ársvelta 130 mkr. EBITDA 25 mkr.
• Stórt iðnfyrirtæki. Ársvelta 600 mkr.
• Lítil heildverslun með búsáhöld og gjafavörur.
Hentar vel til sameiningar. Ársvelta 70 mkr.
• Eitt vinsælasta vínveitingahús landsins. Ársvelta 250 mkr.
EBITDA 90 mkr. Engar skuldir. Mjög hagstætt dæmi fyrir fjárfesta.
• Framleiðslu- og þjónustufyrirtæki sem þjónar fiskvinnslu og
matvælafyrirtækjum. Ársvelta 50 mkr. EBITDA 6 mkr. Stöðugur vöxtur.
• Rótgróið bílaþjónustufyrirtæki. Ársvelta 100 mkr.
Auðveld kaup fyrir duglegan mann.
• Heildverslun með neytendavörur fyrir konur. Ársvelta 100 mkr.
Góður hagnaður. Gæti hentað til flutnings út á land.
• Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki.
Ársvelta 620 mkr. Skuldsett með hagstæðu erlendu láni.
Suðurlandsbraut 4, 7. hæð • Sími 414 1200
Netfang: kontakt@kontakt.is • www.kontakt.is
Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is
Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is
Höskuldur Frímannsson rekstrarhagfræðingur, hoskuldur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson hdl. sigurdur@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson, lögg. fasteignasali, tas@kontakt.is
MENNINGARMIÐSTÖÐIN GERÐUBERG
Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík ı Sími 575 7700 ı www.gerduberg.is
Ungblind
Ljósmyndasýning
Björns Sigurjónssonar
Utan-garðs
Málverkasýning
Halldóru Helgadótturbókum kvenna 2008
Kellíngabækur
Kynning á
Sunnudaginn 23. nóvember 2008 kl. 13.00-16.00
Opnun sýninganna Ungblind og Utan-garðs
Kynning á nýútgefnum bókum kvenna 2008
TÓNLIST
Geislaplata og mynddiskur
Hinn íslenzki Þursaflokkur og Caput í Höll-
inni á þorra 2008 bbbbn
Í FEBRÚARMÁNUÐI síðast-
liðnum mærði ég mikið og réttilega
hinn íslenzka Þursaflokk á síðum
þessa blaðs. Afmælisár þrítugra
Þursa fór enda afar vel af stað með
myndarlegri heildarútgáfu á verk-
um flokksins, svonefndum Þursa-
kassa. Í kjölfarið var blásið til form-
legra afmælishljómleika í
Laugardalshöllinni, þar sem Caput-
hópurinn var Þursum til fulltingis.
Dómur minn um hljómleikana forð-
um hljóðaði upp á fjórar og hálfa
stjörnu, þar sem fátt var að-
finnsluvert annað en erfið akústík í
Laugardalshöll. Konsertinn er nú
kominn út í veglegum pakka sem
inniheldur bæði mynddisk og geisla-
plötu og því var það með nokkurri
eftirvæntingu sem ég settist við
hljómflutningstækin og flatskjáinn.
Ég komst fljótt að raun um að
hljómleikarnir voru eins góðir og ég
man þá – jafnvel enn betri. Því
þjónar engum tilgangi að end-
ursegja hér dóminn frá því í febr-
úar; hver og einn einasti Þurs stóð
fyrir sínu og rúmlega það. Hinn ís-
lenzki Þursaflokkur fór nokkuð ít-
arlega yfir glæstan ferilinn og flutti
á þriðja tug tónsmíða, flestar þeirra
frábærlega og hnökralaust. Hljóð-
blöndun Adda 800 fyrir mynddisk-
inn er til mikillar fyrirmyndar og
allt hljómar vitaskuld skýrar en það
gerði í eyrum hljómleikagesta
kvöldið góða. Umfangsmiklar út-
setningar fyrir Caput-hópinn skila
sér nú mun betur og ljómandi fínn
flutningurinn fellur einkar vel að
kynngimögnuðum performans
Þursa.
Að því sögðu hefði vel getað kom-
ið til greina að gefa útgefnum
hljómleikunum fullt hús fimm
stjarna og bæta þannig um betur
frá dómi eftir sjálft hljóm-
leikakvöldið. Því miður kemur afleit
myndvinnsla í veg fyrir það og
raunar er með ólíkindum hversu illa
er klippt á köflum með tilliti til
hljóðs. Þannig eru myndskot víða á
eftir hljóðrásinni og stundum er það
svo slæmt að flytjandi í mynd virð-
ist á gagnslagi við tónlistina sem
heyrist. Á stöku stað horfir maður
meira að segja upp á hljóðfæraleik-
ara gera eitthvað allt annað en það
sem eyrun nema; þess gætir til að
mynda í annars frábærlega fluttum
„Æra-Tobba“. Þá var „Þursasía“
Ríkarðs Arnar Pálssonar nánast
pínleg á að horfa, eins hljóðlega
vönduð og hún annars er. Þetta er
vægast sagt bagalegt og ber að
harma sérstaklega svo ómúsíkalska
vinnu við eftirvinnslu hljóm-
leikamyndar, þegar viðfangsefnið er
vissulega svo einstaklega mús-
íkalskt og glæsilegt.
Ég mæli engu að síður með því að
fólk festi kaup á þessum frábæru
hljómleikum í stafrænu formi;
slökkva má á skjánum og hækka
svo í græjunum. Mynddiskurinn
geymir fleiri lög en geislaplatan og
hljómar auk þess betur. Hlustið og
þér munuð heyra; þetta eru hljóm-
leikar ársins.
Orri Harðarson
Af myndsynd en mögnuðu hljóði
Umslagið Hinn íslenzki
Þursaflokkur og Caput.
Morgunblaðið/Golli
Tómas og Egill „Hlustið og þér munuð heyra; þetta eru hljómleikar ársins,“ segir Orri Harðarson í lok dómsins.
DÓMSTÓLL á Bretlandi var búinn
undir að þurfa að sætta sig við að sér-
vitur sakborningur neitaði að mæta
fyrir rétt. Sakborningurinn, Michael
Jackson, hefur hins vegar tilkynnt að
hann muni koma til Lundúna í stað
þess að senda dómnum myndbands-
upptöku af vörn sinni. Sá sem sækir
málið gegn óþekktaranganum er Sheik
Abdulla bin Hamad Al Khalifa prins í
Barein, og vill hann að söngvarinn end-
urgreiði sér andvirði eins milljarðs
króna sem hann lét Jackson hafa árið
2005 fyrir að gefa út plötu og skrifa
sjálfsævisögu. Hvorugt hafi hann stað-
ið við. Michael Jackson byggir vörn
sína á því að prinsinn hafi gefið honum
féð, – bara si svona.
Reuters
Óþekkur Jackson ætlaði að senda myndbandsupptöku af vörn sinni.
Michael Jackson fyrir dóm
Reuters
Hrærður Sheikh Abdullah bíður
þess nú að Michael Jackson svari
fyrir sig fyrir dómi.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn