Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.09.1927, Blaðsíða 2
SKINFAXI 66 10 bls. — stærra en nokkru sinni áður. pó samþykti þingið að hver ungmennafélagi skyldi greiða aðeins kr. 1.50 til U. M. F. I., eða sama gjald og greitt heí'ir verið fyrir Skinfaxa s.l. ár. Gerði þingið þetta i þvi góða trausti, að ungmennafélagar reyndust mjög skilvísir um greiðslur. Enda liggur sæmd þeirra og hagur rits- ins við að svo verði. — Undanfarin ár hafa flest fé- lögin reynst sæmilega skilvís; þó eru nokkur félög, sem brugðist hafa skyldu sinni í þessu efni. pau hafa dregið greiðslur alt of lengi, og víst er um sum þeirra, að þau hafa svikist um að greiða hið ákveðna gjald fyrir alla félaga sina, þá, sem eru eldri en 16 ára, og til eru þau félög, þó fá séu, sem ekkert hafa greit í 2—3 ár, og er sá trassaskapur óþolandi af öllum, ekki síst ung- mennafélögum. pess verður að krefjast, að þau greiði þetta litla gjald til U. M. F. í. undandráttarlaust og á réttum tíma. Tvær aðferðir hafa verið nötaðar við innköllun á kr. 1.50 skattinum. Sumar félagsstjórnir liafa innkallað hann sérstaklega. Aðrar hafa tekið hann með föstum félagsgjöldum og borgað U. M. F. í. úr félagssjóði. Ræll var um það á samb.þingi, hvor leiðin mundi hentugri. Var þingið ásátt um að sjálfsagt væri að nota þá síðarnefndu. Með linum þessum er skorað á öll ungmennafélög og líka einstaka kaupendur Skinfaxa, að greiða gjöld sín til U. M. F. í., ekki síðar en fyrir næstu áramót, bæði fyrir þetta ár, og líka það, sem ógreitt er af eldri skuldum. Stjórn livers ungmennafélags verður að sjá um að þessu sé hlítt. Félagsstjórnir senda gjöld sín til hlutaðeigandi héraðsstjórnar. Héraðsstjórnir verða að hafa strangt eftirlit með þvi, að greitt sé samkvæmt réttri félagatölu hvers félags, — kr. 1,50 af hverjum félaga eldri en 16 ára. — Samkvæmt samþykt síðasta þings ber að skoða upp- hæð þessa sem fast gjald, sem greiða skal til U. M. F. í.,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.